Morgunblaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 31 MENNING Miðborgarblaðið fylgir Morgunblaðinu í dag AUÐUR Jónsdóttir og Kristín Marja Baldursdóttir eru til- nefndar til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2006 fyrir hönd Ís- lands en tilnefningar voru gerðar heyr- inkunnar í gær. Auður er tilnefnd fyrir skáldsöguna Fólkið í kjallaranum sem Mál og menning gaf út í fyrra. Kristín Marja er tilnefnd fyrir skáldsöguna Karítas, án titils, sem einnig kom út hjá Máli og menningu á liðnu ári. Fulltrúar landanna í dómnefnd- inni hafa tilnefnt 12 bækur eftir norræna höfunda. Í ár eru tilnefnd verk bæði frá Grænlandi og sam- íska málsvæðinu. Engar tilnefn- ingar hafa borist frá Færeyjum. Dómnefndin mun á fundi sínum í Ósló hinn 24. febrúar 2006 ákveða hver hlýtur verðlaunin. Verðlaunaféð nemur 350.000 danskra króna og verða verðlaunin afhent á 58. þingi Norðurlanda- ráðs í Kaupmannahöfn um mán- aðamótin október, nóvember 2006. Eftirfarandi eru tilnefndir: Danmörk: Claus Beck-Nielsen Selvmordsaktionen. Beretningen om forsøget på at indføre Demokratiet i Irak i året 2004. Skáldsaga, Gyldendal, 2005; Thomas Boberg Livsstil. Ljóð, Lindhardt og Ringhof Forlag, 2005. Finnland: Asko Sahlberg Tammi- lehto (Eklunden) Skáldsaga, WSOY, 2004; Fredrik Lång Mitt liv som Pythagoras. Skáldsaga, Schildts förlag, 2005. Noregur: Edvard Hoem Mors og fars historie. Skáldsaga, Forlaget Oktober, 2005; Øivind Hånes Piro- lene i Benidorm. Skáldsaga, Gyld- endal, 2005. Svíþjóð: Lotta Lotass skymning: gryning. Skáldsaga, Albert Bon- niers Förlag, 2005; Göran Sonnevi Oceanen. Ljóðasafn, Albert Bonni- ers Förlag, 2005. Grænland: Julie Edel Hardenberg Den stille mangfoldighed Ljóða- myndir, Milik Publishing, 2005. Samíska málsvæðið: Jovnna Ande Vest Arbbolaccat 3 (Arvingene 3) Skáldsaga, Davvi Girji, 2005. Hinn 23. febrúar 2006 verður haldið námskeið um norrænar bókmenntir og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Ósló. Nám- skeiðið er haldið í samstarfi við Norrænu bókmennta- og bóka- safnsnefndina (NORDBOK). Bókmenntir | Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2006 Kristín Marja og Auður tilnefndar Kristín Marja Baldursdóttir Auður Jónsdóttir RÉTTINDASTOFA Eddu útgáfu hefur gengið frá sölu á útgáfurétt- inum á Myndinni af pabba – Sögu Thelmu eftir Gerði Kristnýju við sænska útgáfufyrirtækið Bra böck- er. „Hér er um að ræða eitt stærsta og öflugasta forlag Svíþjóðar sem sérhæft hefur sig í sögum um fólk sem með hugrekki sínu og reisn er öðrum fyrirmynd,“ segir Rakel Páls- dóttir, kynningarstjóri Eddu. Út- gáfustjóri Bra böcker, Eva Åslund, segist ákaflega stolt af því að gefa út sögu Thelmu: „Thelma er mjög hug- rökk manneskja og andlega hvetj- andi. Mér líður eins og ég sé að skrifa undir samning við nóbels- verðlaunahafa!“ „Myndin af pabba – Saga Thelmu eftir Gerði Kristnýju er án efa sú bók ársins sem mest hefur hreyft við íslensku samfélagi. Saga Thelmu Ásdísardóttur hefur haft áhrif á ákvarðanir ríkisstjórnar, sveitar- stjórna og skólayfirvalda og nú síð- ast lagði biskup Íslands, Karl Sigur- björnsson, út af bókinni í prédikun sinni á fyrsta sunnudag í aðventu og sagði að Thelma væri „maður árs- ins“. Mikil umræða hefur verið um bókina í fjölmiðlum og hún hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Reyndar var það gagnrýnandi Morgunblaðsins, Soffía Auður Birg- isdóttir, sem fyrst benti á í dómi sín- um að Thelma væri „kona ársins“. Segja má að biskup og aðrir hafi verið teknir á orðinu því nú hafa Thelmu hlotnast tvær viðurkenn- ingar: Kona ársins sem valin er af tímaritinu Nýju lífi og Ljósberinn 2005, viðurkenning fyrir að hafa komið fram og sagt sögu sína til hvatningar öðrum,“ segir í tilkynn- ingu frá Eddu útgáfu. Útgáfurétturinn á Myndinni af pabba seldur til Svíþjóðar Föt fyrir allar konur á öllum aldri Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.