Morgunblaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞEGAR Síminn var seldur úr ríkiseign á síðasta sumri urðu miklar umræður um hvernig skyldi nýta það fé, sem ríkisvaldið fengi til afnota vegna sölunnar. Mætur maður sagði í viðtali í fjölmiðlum, að það væri farsælast fyrir handhafa fjárveit- ingavaldsins ef þessir peningar yrðu notaðir til að greiða skuldir og standa við skuldbind- ingar, fremur en að efna til nýrra æv- intýra. Þetta var skyn- samlega mælt. Þegar áætlun ríkisstjórn- arinnar um nýtingu þessa fjár var birt síð- sumars var þar að finna breitt svið verkefna, sem eru öll verðug á sinn hátt, en það sem vakti sérstaka athygli var sú myndarlega fjárveiting sem ætluð var til að sinna húsnæðismálum geðfatlaðra, sem lengi hafa verið erfið viðureignar. Þarna var þó ekki minnst á aðra hópa öryrkja, sem standa frammi fyrir sama vandamáli; forsætisráð- herra benti hins vegar á að með þessum tilteknu lausnum væri jafnframt skapað svigrúm innan hefðbundinnar fjárlagagerðar til að sinna öðrum verkefnum – greiða aðrar skuldir og standa við aðrar skuldbindingar. Enn var skynsamlega mælt. Húsnæðismál fatlaðra hafa lengi verið eitt þeirra erfiðu mála sem yfirvöld hafa legið undir ámæli fyrir að sinna ekki sem skyldi. Þessi mál eru ekki erfið vegna þess að það sé ekki hægt að leysa þau; þau eru erfið vegna þess að stjórnvöld hafa einhverra hluta vegna ekki haft sig í að leggja fram nauðsynlegt fjármagn til að kosta þær lausnir sem brýn þörf er á. Hinn 1. desember árið 2000 und- irrituðu félagsmálaráðuneytið og Hússjóður Öryrkjabandalagsins viljayfirlýsingu um samstarf um lausn þessara mála, og var mark- miðið að þörf fatlaðra fyrir sam- býli yrði mætt á næstu fimm ár- um; þá kom fram í fréttum að 209 manns væru á biðlistum eftir slíku húsnæði. Þarna var gefin skuldbinding og því stofnað til skuldar sem hægt var að fylgjast með hvort eða hvernig gengi að greiða. Nú er síðasta ár þess tímabils sem umrædd viljayfirlýs- ing náði til að renna sitt skeið, og væri fróðlegt að sjá skýrslu um hvernig gengið hefur að standa við þessa skuldbindingu. Flestum sem til þekkja er ljóst að markmiði hennar varð ekki náð. Raunar er langt frá því, að minnsta kosti hvað varðar húsnæð- ismál einhverfra. Það eru enn í dag fleiri tugir einhverfra einstaklinga á biðlistum eftir húsnæði við hæfi í umdæmum svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík og á Reykjanesi, en á þessu fimm ára tímabili má – með góðum vilja – telja á fingrum ann- arrar handar ný úrræði sem hafa verið sköpuð fyrir einhverfa á þessu svæði; annað eru tilfærslur. Það er vert að endurtaka þessa staðreynd: á síðustu fimm árum eru ný úrræði í húsnæðismálum einhverfra í Reykjavík og á Reykjanesi teljandi á fingrum ann- arrar handar. Orð forsætisráðherra um svig- rúm innan hefðbundinnar fjár- lagagerðar til að takast á við verk- efni sem ekki var hægt að sinna með símapeningunum gáfu vonir um að nú yrði loks staðið við um- rædda skuldbindingu. Fjárlagafrumvarp ársins 2006 hefur verið lagt fram, og er nú komið til lokaumræðu, en virðist við fyrstu sýn ekki fela í sér vís- bendingar um þær lausnir, sem viljayfirlýsingin frá 1. desember árið 2000 gaf áheit um. Það er að vísu þakkarvert, að á næsta ári verður tekið í notkun áfangaheim- ili fyrir fimm fullorðna einhverfa einstaklinga, sem eru að miklu leyti sjálfbjarga; en það er aðeins skref á lengri leið. Því er vert að óska upplýsinga stjórnvalda um stöðu mála, þar sem ekki hafa verið kynntar nein- ar áætlanir um framkvæmdir í húsnæðismálum einhverfra frá því framtíðarhúsnæði fyrir sex ein- staklinga var tekið í notkun í Jöklaseli í Reykjavík haustið 2003. Það er nöturlegt ef reyndin er sú að stjórnvöld leitist aðeins við að leysa vandamál þeirra, sem stöðugt berja bumbur eða liggja fyrir fótum þeirra á Austurvelli. Þá er hætt við að þeir verði sífellt undir – eða aftast á verkefnalist- anum – sem minna mega sín og þurfa öðrum fremur stuðning sam- félagsins. Það er ótvírætt hlutverk stjórn- valda að vinna ekki síst að mál- efnum þeirra, þannig að vel sé. Aðstandendur einhverfra vænta því marktækra upplýsinga um áætlanir stjórnvalda í húsnæðis- málum einhverfra á næstunni; þar eiga stjórnvöld skuld að gjalda. Lausnir fyrir einstaklinga sem telja má á fingrum annarrar hand- ar á fimm ára fresti eru ekki boð- legur framkvæmdahraði, þegar margfaldur sá fjöldi bíður úrlausna við hæfi, oft við afar erfiðar að- stæður. Þegar stjórnvöld gangast undir skuldbindingar, er til þess ætlast, að við þær sé staðið. Það er að sama skapi óskynsamlegt að gera það ekki. Um skuldir og skuldbindingar Eiríkur Þorláksson fjallar um málefni einhverfra ’Aðstandendur einhverfra vænta því marktækra upplýsinga um áætlanir stjórnvalda í húsnæðis- málum einhverfra á næstunni.‘ Eiríkur Þorláksson Höfundur er fyrrverandi formaður Umsjónarfélags einhverfra. ÞAÐ hefir verið einkar fróðlegt að fylgjast með umræðum um hagsmunamál sjómannastétt- arinnar að und- anförnu. Formaður Far- manna- og fiski- mannasambandsins vakti sérstaka athygli á þeirri staðreynd, að menn séu hættir að leggja fyrir sig skip- stjórnarnám og við blasi, að Ísland verði háð erlendum skip- stjórnarmönnum. Formaður Sjó- mannasambandsins ræddi stöðu sjómanna sem leiguliða á fiski- skipaflotanum. Upplýsti, að leiga á kvóta væri tekin af óskiptu; að skipverjar greiddu okurleigu með útgerð viðkomandi veiðiskipa. Til viðbótar eru sjómenn neyddir til þess af útgerðinni að henda aftur í hafið gífurlegum verðmætum enda neyðir kvótakerfið þá hina sömu til að hirða aðeins verðmætasta fisk- inn. Svo eru menn að undrast flótta úr sjómannastéttinni! Morgunblaðið hefir veitt þessari umræðu athygli og eykur orði í hana í leiðara 27. nóv. sl. Þar segir m.a. ,,Þess vegna hljótum við að leggja áherzlu á að þekking á fisk- veiðum haldist í okkar höndum. Ef sú þróun er hafin að hún geti tínzt verðum við að stöðva þá þróun. Sjálfsagt er hér um tímabundið vandamál að ræða.“ Undirritaður rakti í grein nýlega í Morg- unblaðinu ástæður þess, að ungir menn sækja ekki lengur í skipstjórnarnám. Þótt ritstjórinn kunni að hafa lesið þá grein, hentar honum ekki að taka mark á þeim rökum, sem þar eru fram sett, enda er Morgunblaði aðalverj- andi þess fiskveiði- kerfis, sem óförunum veldur, með auðlindagjalds,,húmbúkkið“ að yf- irvarpi. Í sjávarútvegi á Íslandi ríkir ekki frelsi til athafna. Þar komast engir að nema þeir, sem náðar ráðstjórnar njóta og hafa fengið úthlutað ókeypis veiði- heimildum. Atvinnugreinin er þessvegna harðlæst. Ungir menn hafa þar eft- ir engu að slægjast öðru en því þá að gerast leiguliðar lénsherranna ,,eður þjónar þeirra og þernur“. Það er sama hvar borið er niður í núverandi fiskveiðakerfi: Allt, bókstaflega allt, mælir gegn því að ungir menn fái áhuga á sjósókn. Með vísun til tilvitnunar í leiðara Morgunblaðsins fyrr í þessu grein- arkorni, þá er það rétt sem þar segir, að ef sú þróun er hafin að þekking okkar á fiskveiðum er að glatast, verðum við að stöðva þá þróun. Það mun hinsvegar ekki takast, nema með öllu verði aflagt það þjófakerfi, sem deilir og drottnar í íslenzkum sjávarútvegi. Það er líka rétt, sem ritstjórinn segir í fyrrgreindri tilvitnun, að ,,sjálfsagt er hér um tímabundið vandamál að ræða“. Vandamálið verður úr sögunni um leið og gjafakvótakerfið verður aflagt, en fyrr ekki. Þverbrestir í því kerfi eru há- værir í umræðum formanna sjó- mannasamtakanna, þótt þá bresti kjark til að hefja atlögu að því. Þverbrestir í þjófakerfi Sverrir Hermannsson fjallar um sjávarútvegsmál ’Allt, bókstaflega allt, mælir gegn því að ungir menn fái áhuga á sjósókn.‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. F élagi minn trúði mér fyrir því um daginn, að honum hefði orð- ið það á í litlu sam- kvæmi, að segja – í því sem átti að vera grín – hálf- gerðan aulabrandara um öryrkja. Honum brá verulega þegar einn gestanna sneri sér grafalvarlegur að honum og kvaðst vera öryrki. Það hafði félaga mínum aldrei dottið í hug; – aldrei nokkurn tíma, því þetta var atorkusöm manneskja í fullri vinnu – og kannski rúmlega það, og bar þess engin sýnileg merki að eitthvað bjátaði á. Ég skildi vel að félagi minn hefði orðið kjaftstopp, – því öryrkjar eru ekki „þannig“ fólk. Eða hvað? Hvers konar fólk er öryrkjar? Fyrir nokkrum árum lenti ég sjálf í svipaðri aðstöðu og félagi minn – komst í þá aðstöðu að þurfa virkilega að rýna í hug- myndir mínar um það hvers kon- ar fólk öryrkjar væru. Ímyndin var algjörlega kýrskýr. Öryrkjar voru fólk í nælongöllum og strigaskóm, borðuðu vondan mat af aðsendum matarbökkum, áttu ekki bót fyrir boruna á sér, voru stöðugt hjá læknum, voru með dökkblá plastlyfjaveski í plast- poka yfirhlaðin af pillum í öllum regnbogans litum, rötuðu oft á síður DV fyrir eitthvert vesen eða vandræðamál, unnu á vernd- uðum vinnustöðum, – ef þeir þá gerðu handtak, voru frekar ólekkerir og enginn kom að heimsækja þá. Ég hafði vissulega fulla samúð með öryrkjum, og óskaði þeim sannarlega betri kjara og meiri gæfu, en hefði að sama skapi aldrei getað hugsað mér að þurfa að tilheyra þessum hópi fólks. Hver vill svosem vera öryrki? Ég get ekki lýst því með orð- um hve ég skammast mín í dag, fyrir að hafa verið svona þröng- sýn og fordómafull gagnvart stórum hópi Íslendinga, því síðan þetta var hef ég komist að því að öryrkjar eru langt frá því að vera einsleitur hópur fólks. Þessar hugmyndir mínar vitnuðu ekki um neitt annað en fáfræði og heimsku. Ég væri ekki að opinbera vit- leysisganginn í sjálfri mér nema vegna þess að ég hef svo rök- studdan grun að ég þori að full- yrða að einhvern veginn á þenn- an hátt hugsar þorri fólks um öryrkja. Skoðið hug ykkar – hvernig fólk er öryrkjar? Sú mynd sem við höfum af ör- yrkjum er skökk og hana þarf að laga. Hverjir hafa búið þessa mynd til? Þar bera fjölmiðlarnir þunga ábyrgð, en einnig margir aðrir; – bæði uppfræðendur, skólar og heimili, – hugsanlega forsvarsmenn öryrkja, kannski öryrkjar sjálfir. Við heyrum af öryrkjum í fréttum, þegar þeir krefjast sanngjarns réttar síns, – við sjáum þá á forsíðu DV nið- urlægða í varnarleysi sínu gagn- vart andlegu og líkamlegu ofbeldi samborgaranna. Við kunnum all- ar sögurnar; finnum til með fatl- aða manninum sem var laminn fyrir það eitt að krefjast þess að fá að leggja í sérmerkt bílastæði, höfum samúð með konunni með hvuttann sinn, sem í örvilnan óskar sér þess að eiga fyrir mat, og skælum yfir þeim ósóma að illkvittnir óknyttastrákar ati ör- yrkja hveiti og vatni fullkomlega að ástæðulausu. Öryrkjar eru fólk í vörn. Það er augljóst. Hver vill lifa lífi sínu í vörn? Ég ætla að leyfa mér að full- yrða að þrátt fyrir fjölmiðlana, uppfræðendurna og öryrkjana og þeirra hlut í að viðhalda þessari mynd af öryrkjum, þá eigi stjórn- málamenn þar stærstan hlut. Það eru þeir sem hafa ráð þeirra í hendi sér, og það eru þeir sem hafa skapað öryrkjum þá nið- urlægjandi stöðu að vera í stöð- ugri vörn. Hvernig í ósköpum á verst setta fólkið í okkar sam- félagi að geta borið höfuð hátt á þeim afarkjörum sem því eru skömmtuð? Það að vera öryrki þýðir það að orka einstaklingsins er á ein- hvern hátt skert vegna sjúkdóms eða fötlunar. Örorka getur lýst sér á jafnmarga vegu og ein- staklingarnir eru sem undir hana hafa verið dæmdir. Við sjáum að- eins verst setta hluta þessa hóps og af honum gerum við okkur – ranglega, eins og í mínu tilfelli – mynd af því hvað það er að vera öryrki. Til þessa hóps tilheyrir þó fjöldi fólks sem aldrei kemst í fréttirnar, einfaldlega af því að það spjarar sig, eða það vill ekki eða þarf ekki að bera vandamál sín á torg. Öryrkjar geta margir unnið störf sem þeim henta, – eða jafnvel þau störf sem hugur þeirra stendur til og lifað því sem aðrir myndu kalla „normal“ líf. Þótt örorkan valdi fólki erf- iðleikum á einhverju sviði er ekki þar með sagt að það sé í kör. Þetta fólk er ósýnilegt í sam- félaginu og passar ekki inn í þá öryrkjaímynd sem stöðugt er haldið að okkur. Ég er viss um að ein ástæða þess er sú að enginn vill vera bendlaður við þá ímynd. Enginn vill vera settur í þennan flokk. Enginn vill vera í liði með því fólki sem bágast á í samfélag- inu. Það er tabú að vera öryrki. Allt tal um að fólk leiki sér að því að „gerast“ öryrkjar af tómum aumingjaskap er tómt bull, – því enginn vill búa við þau aumu og niðurlægjandi kjör sem öryrkjum eru búin. Þeirri skoðun er þó stöðugt haldið að okkur að ör- yrkjar séu fólk sem „misnoti kerfið“. Það er langt í frá að allir öryrkjar fái yfir höfuð nokkrar bætur. Þeir öryrkjar sem betur standa láta ekki fyrir nokkurn mun spyrjast um það ástand sitt – það er smánarblettur að vera öryrki. Stjórnvöld bera þunga ábyrgð og ættu að skammast til að rétta hlut verst settu sam- félagsþegnanna. Meðan réttur fólks til lágmarksskammts af mannlegri reisn er ekki virtur er ekki von til þess að hægt verði að lagfæra brenglaða og niðurlægj- andi ímynd samfélagsins af ör- yrkjanum. Áhrif ímyndar Öryrkjar voru fólk í nælongöllum, borð- uðu vondan mat af aðsendum matarbökk- um, áttu dökkblá plastlyfjaveski, unnu á vernduðum vinnustöðum, – ef þeir þá gerðu handtak, voru frekar ólekkerir og enginn kom að heimsækja þá. VIÐHORF Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.