Morgunblaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hvað segirðu gott? Ég segi bara allt fínt. Kvefaður og rámur efir æfingaleik í slabbinu í gærkvöldi, en annars góður. Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í? (Spurt af síðasta að- alsmanni, Helga Þór Arasyni.) Þegar mér voru, þrettán ára göml- um, lagðar lífsreglurnar af kóf- drukknum Dana eftir að ég hafði hellt vatni á hann af annarri hæð á Strikinu. Ég gaf mig fram við hann stuttu seinna og þá lét hann mig heyra það fyrir framan hálfa dönsku þjóðina. Kanntu þjóðsönginn? Ég kann fyrstu tvær línurnar, svo get ég sungið með seinni partinum í öllum hinum og endurtekninguna í lokin. Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Ég fór til Danmerkur í sumar. Kíkti á Hróarskeldu og djassfestival. Uppáhaldsmaturinn? Bara eitthvert kjöt af grillinu hjá tengdó, borða yfir mig í hvert skipti! Svo er hreindýr a la mamma með piparsósu, himneskt líka! Bragðbesti skyndibitinn? Pizza King rétt slær Bæjarins bestu út, bara spurning um dagsform. Besti barinn? Skyrbarinn í 10/11. Hvaða bók lastu síðast? Er að leggja lokahönd á að lesa The Art of Expressing the Human Body eftir Bruce Lee. Hvaða leikrit sástu síðast? Kabarett í uppsetningu Leikfélags- ins Fúríu sem er leikfélag Kvenna- skólans í Reykjavík. En kvikmynd? Four Brothers með Mark Wahlberg, Andre 3000 úr Outkast og fleirum, klassamynd! Hvaða plötu ertu að hlusta á? Deadringer með RJD2 Uppáhaldsútvarpsstöðin? Rás 1 er með mjög góða sérþætti, t.d. þáttinn hans Óla Palla. Svo er Zúúber á FM góður svona í morg- unsárið. Besti sjónvarpsþátturinn? Ef ég á að nefna einn þá er það Sein- feld, en Friends, Sex & The City, Lost og O.C. fá líka að fljóta með. Gætirðu hugsað þér að taka þátt í raunveruleikaþætti í sjónvarpi? Ég væri til í Survivor, en annars held ég að ég sé búinn að fá upp í háls af raunveruleikaþáttum. G-strengur eða venjulegar nær- buxur? Venjulegar brækur á mig takk, en g- strengurinn er flottur á stelpur, bara ekki láta sjást í hann. Finnst ekki töff þegar hann nær lengst upp á bak, það er jafn ljótt og þegar það sést í gegnum buxurnar að þær eru í venjulegum. Helstu kostir þínir? Ég held að helsti kostur minn sé sá að það sem ég ætla mér að gera, það geri ég og geri vel. Svo er ég mjög ligeglad án þess þó að vera hreinlega kærulaus og ég tel mig vera mjög umburðarlyndan. En gallar? Ég er alveg rosalega þrjóskur sem getur þó undir sumum kringum- stæðum verið kostur. Ég er skelfi- lega lengi í gang á morgnana og jaðra við það vera morgunfúll, en ég vil samt meina að ég sé bara skap- styggur þegar ég er ennþá hálfsof- andi. Svo er alveg skelfilegt hvað ég á erfitt með að láta skólabækurnar skipta mig einhverju máli. Besta líkamsræktin? Rólegt jogg í um 45 mínútur með góða tónlist í eyrunum í fallegu og stilltu veðri. Hvaða ilmvatn notarðu? Tommy Hilfiger, Tommy Jeans. Ertu með bloggsíðu? Að sjálfsögðu, www.blog.central.is/ takthaus. Pantar þú þér vörur á netinu? Já, ég panta mér mest plötur og bækur í gegnum netið. Flugvöllinn burt? Já! Vinsamlegast. Ekki spurning! Hvers viltu spyrja næsta að- alsmann? Hvað varstu gamall þegar þú hættir að sofa uppi í rúmi eða inni í her- bergi hjá foreldrum þínum? Íslenskur aðall | Þór Ólafsson Umburðarlyndur og „ligeglad“ Aðalsmaður vikunnar er háskólaneminn og fríðleikspilturinn Þór Ólafsson sem lenti í því óskemmtilega og ósanngjarna atviki í síðustu viku að gleymast í símakosningu Herra Íslands. Morgunblaðið/Ásdís „Er að leggja lokahönd á að lesa The Art of Expressing the Human Body eftir Bruce Lee.“ HLJÓMSVEITIRNAR Sign, The Weebls, Benny Crespos Gang, Amos og Dikta spila á rokkhátíð í fé- lagsmiðstöðinni Þebu í Kópavogi í kvöld. Félagsmiðstöðin stendur fyrir styrktartónleikum fyrir Sjónarhól. Samtökin láta sig hag langveikra og fatlaðra barna varða og rennur allur ágóði tónleikanna til þeirra. Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarf- ir. Að starfseminni standa ADHD samtökin, Landssamtökin Þroska- hjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra og Umhyggja, félag til stuðn- ings langveikum börnum. Dikta kemur fram í kvöld. Spila fyrir Sjónarhól Húsið verður opnað kl. 19 og er miðaverð 500 krónur. Meiri upp- lýsingar um Sjónarhól eru á vef- síðunni www.serstokborn.is. Áþessu ári eru þrjátíu ár síðan einástsælasta söngkona landsins – Sig-rún Hjálmtýsdóttir eða Diddú –steig sín fyrstu skref sem söngkona. Afmælinu fagnaði hún fyrst með tvennum tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í sept- ember, þar sem hún söng valdar aríur við mik- inn fögnuð áheyrenda. Nú er komið að síðari hluta afmælistónleik- anna; Hinni hliðinni eins og þeir nefnast svo skemmtilega, og verða þeir haldnir í Salnum í Kópavogi í kvöld og á morgun. „Tónleikarnir verða þess eðlis að ég tek fyr- ir allt það sem mótaði mig og beindi mér inn á þá braut að verða söngkona,“ segir Diddú og segir þá mótun hafa byrjað strax þegar hún var þriggja ára gömul. „Fyrir hlé mun ég segja fólki sögur meðfram tónlistinni og leiða það í gegnum árin, allt frá fyrstu minningunni um tónlist sem gerði það að verkum að ég vissi að þetta vildi ég gera þegar ég yrði stór, og fram til menntaskólaáranna – en þá tekur Spilverk þjóðanna við.“ Ekki er unnt að greina frá einstökum atrið- um á efnisskrá tónleikanna – enda ætlar Diddú að reyna að koma áheyrendum sínum dálítið á óvart. „Þetta verður mestallt á léttu nótunum, því ég var ekki farin að hlusta mikið á klassíska tónlist á þessum tíma. Kannski má segja að Bernstein hafi verið það klassískasta sem ég heyrði, en hitt var mest gospel, djass og dægurlög, sem ég mun flytja með stöllu minni – Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur pí- anóleikara – fyrir hlé,“ segir hún, og nefnir foreldra sína, Ellý Vilhjálms, Bítlana og Guð- rúnu Á. Símonar sem dæmi um áhrifavalda. Blaðamaður þrábiður hana að nefna eitt lag sem mun hljóma á þessum hluta tónleikanna og það stendur ekki á svari; Sveitin milli sanda hans Magnúsar Blöndal Jóhann- essonar, sem Elly gerði ódauðlegt á sínum tíma. Spilverkið saman á ný Eftir hlé verður síðan næsta söguleg stund, því þá stíga síðan gamlir félagar úr Spilverki þjóðanna – en í ár eru einmitt liðin þrjátíu ár frá stofnun hljómsveitarinnar – aftur á svið ásamt Diddú; þeir Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson, ásamt Kjartani Valdimarssyni pí- anóleikara og Kjartani Guðnasyni slagverks- leikara. Sigurður Bjóla, sem var fjórði maður í hljómsveitinni á sínum tíma, verður þó fjarri góðu gamni. „Ég reyndi að beita öllum mínum bestu brögðum til að fá hann með,“ segir Diddú og hlær. „Ég vissi auðvitað heldur ekk- ert hvort hinir væru tilkippilegir – þetta var bara hugmynd sem mig langaði að fram- kvæma. En þeir tóku bón minni.“ Hún segir það afar skemmtilegt að hitta aft- ur fyrir gömlu lögin og gömlu félagana, sem hún starfaði með frá tvítugu. „Það er svo magnað hvað þetta situr djúpt í sálinni á manni, og varir þar að eilífu. Það er eins og maður sé kominn aftur um þrjátíu ár, því að- koman er alveg sú sama.“ Aðspurð segist Diddú ekkert eiga erfitt með að hverfa aftur á vit þessarar tónlistar – sem er nokkuð frábrugðin óperutónlistinni sem hefur verið svo stór hluti af ferli hennar. „Það hefur alltaf komið mér svo á óvart. Ég var mjög treg fyrst eftir að ég lærði klassískan söng að syngja svona, því ég var hrædd um að eyðileggja það sem var búin að þjálfa mig upp í. En ég fer bara í annan ham,“ segir hún. Svissað yfir í sjálfa sig Diddú segir það fallega sýn að líta til baka yfir þau þrjátíu ár sem hún hefur starfað óslit- ið sem söngkona. „Það er ótrúlegt hvað maður hefur verið mikillar gæfu aðnjótandi að fá að taka þátt í svo mörgum og ólíkum verkefnum. Og maður hefur fengið að vera maður sjálfur allan tímann, í einu og öllu, enda myndi ég ekki virka öðruvísi. Stundum hefur fólki þótt óþægilegt hvað ég er frjálsleg, en það er ein- faldlega minn karakter – á tímabili reyndi ég að hefta mig sem mjög alvarlega söngkonu, og það bara,“ segir Diddú og skellihlær, „hafði enginn ánægju af því! Ég var ekki lengi að svissa yfir í sjálfa mig aftur.“ Þessir tvennir afmælistónleikar, annars vegar óperuaríur með Sinfóníunni fyrr á árinu og hins vegar Hin hliðin í Salnum með Spil- verkinu og fleirum í kvöld, bera þess glögg- lega vitni hve fjölbreytt söngkona Diddú er og hefur verið. Hverju skyldi hún þakka þennan litríka feril? Áhuga? Tækifærum? „Ég hef bæði haft áhuga, og getu, og fengið tækifæri. Og af nógu er enn að taka – maður kemur þessu ekki fyrir í þessu lífi. Þrjátíu ár eru eins og fimm mínútur,“ segir hún. En hver er Hin hliðin á Diddú? „Það er grallaralega hliðin, og húmorinn og gáskinn. Það verða sem sagt engar óperuaríur á þess- um tónleikum,“ svarar hún. Og verða þeir per- sónulegir? „Já, ég held að það sé ekki hægt að segja annað. Maður kemur til dyranna eins og maður er klæddur – ætli ég verði ekki bara með svuntu, og á sloppnum,“ segir Diddú og hlær sínum innilega hlátri að lokum. Tónlist | Diddú fagnar 30 ára söngafmæli og rifjar upp áhrifavalda á tónleikum í Salnum í kvöld og á morgun Þrjátíu ár eins og fimm mínútur Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Diddú ásamt hljóðfæraleikurum þeim sem aðstoða hana við að rifja upp áhrifavalda sína í Salnum í kvöld og á morgun. Uppselt er á tónleika Diddúar í Salnum í kvöld kl. 20, en örfá sæti eru laus á tónleikana á morgun, sem hefjast kl. 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.