Morgunblaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi gómsætir jólaostar! Nýtt MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, Menntaskól- inn við Hamrahlíð og Dansmennt ehf. hafa und- irritað viljayfirlýsingu um samstarf um listdansnám á framhaldsskólastigi frá og með næsta vetri. Dans- mennt ehf. er hlutafélag sem hefur það að markmiði að starfrækja listdansskóla fyrir alla aldurshópa og á öllum námsstigum, en forsvarsmenn þess eru Lauren Hauser og Ástrós Gunnarsdóttir, kennarar við Listdansskóla Íslands. Sem kunnugt er tók ráðuneytið ákvörðun um það fyrr á árinu að leggja Listdansskólann niður í núverandi mynd. „Með þessu er verið að tryggja að þeir nemendur sem eru í Listdansskóla Íslands fái áframhaldandi nám og tryggja samfelluna frá grunnskólastiginu og upp úr,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. „Það sem meira er, við erum að leggja fram nýja námsskrá, og munum fara í samstarf við foreldra og fagaðila um nýja námsskrá fyrir grunnskólastigið einnig. Við erum að auka kröfurnar til listdansnámsins og efla gæðaeftirlitið. Með þessu erum við líka að samræma allt listnám, því Listdansskólinn er síðasti listnámsskólinn sem ríkið rekur á framhaldsskólastigi. Nú verður ríkið verkkaupi í listnámi á framhaldsskólastiginu eins og sveitarfélögin eru á grunnskólastiginu. Það er því verið að gera listnám samfelldara og heilsteyptara.“ Ákvað að greina frá stefnunni strax Þorgerður Katrín segir að breytingar af þessu tagi valdi jafnan ákveðnum óróleika og því hafi tíminn að undanförnu verið erfiður fyrir marga. „Ég stóð frammi fyrir þeim valkostum að vinna að breytingunum og kynna þær ekki fyrr en næsta sumar eða að greina frá þessu strax þannig að allir vissu að hverju stefnt væri og það ákvað ég að gera. Markmiðið allan tímann var að tryggja fram- tíð listdansnámsins og helst að auka gæði þess um leið. Ég tel að með þessu fyrirkomulagi og nýju námsskránni munum við gera það.“ Melkorka Sigríður Magnúsdóttir er formaður nemendafélags Listdansskóla Íslands. Hún kveðst ekki hafa kynnt sér nýju námsskrána, en hún hafi haft spurnir af því hvernig hún verði. „Mér hefur verið tilkynnt að tímafjöldi nemenda muni minnka verulega. Nú eru nemendur Listdansskólans í mjög fjölbreyttu námi í allt upp í rúmlega 20 tíma á viku, en með því að gera þetta að einkaskóla virð- ist vera ljóst að sá tímafjöldi verður skorinn nið- ur.“ Dansmennt ehf. tekur við af Listdansskólanum Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is  Skilyrði skapast | 33 BÚAST má við syngjandi sveiflu á tónleikum Diddúar í Salnum í kvöld og á morgun, en þar munu tveir af félögum hennar úr Spil- verki þjóðanna, þeir Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson, stíga með henni á svið. Diddú, sem fagnar þrjátíu ára söngafmæli á árinu, mun ennfremur rifja upp aðra áhrifavalda á þá ákvörðun sína að gerast söngkona, með aðstoð Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur pí- anóleikara, Kjartans Valdimarssonar píanó- leikara og Kjartans Guðnasonar slagverks- leikara. | 56 Morgunblaðið/ÞÖK Syngjandi sveifla hjá Diddú og Spilverkinu UNGUR sundkennari á sínu fyrsta kennsluári í Bolung- arvík bjargaði 11 ára nemanda sínum frá drukknun í gær með því að draga hann meðvitundarlausan upp úr sundlaug eftir að hann var hætt kominn í lauginni í lok sundtímans. Sundkennarinn er Sigríður Guðjónsdóttir, 26 ára, og svo vill til að hún býr á Sundstræti á Ísafirði. Tildrög óhappsins í lauginni í Bolungarvík voru þau að nemend- urnir fengu að leika sér síðustu fimm mínúturnar af sundtímanum og var drengurinn að láta sig fljóta á mag- anum með andlitið ofan í vatninu. Brátt urðu hin börnin vör við að hann hafði verið óeðlilega lengi í kafi og brást Sigríður strax við. „Ég dreif hann strax upp úr og byrj- aði blástur. Eftir einn blástur fór hann að hósta og þá blés ég aftur og þá komu meiri viðbrögð,“ sagði Sigríður við Morgunblaðið. „Því næst setti ég hann í læsta hlið- arlegu og síðan kom starfsfólk íþróttahússins með súr- efni og teppi og hringdi á sjúkrabíl og lögreglu. Þetta gekk því mjög vel og allir brugðust mjög rétt við.“ Sigríður lærði skyndihjálp í Íþróttaskólanum á Laug- arvatni en þetta er í fyrsta skipti sem hún beitir kunn- áttunni í raunveruleikanum. „Það var ótrúlegt að maður skyldi ekki frjósa, en mín fyrstu viðbrögð voru að koma drengnum upp á bakkann og byrja að blása í hann. Það var auðvitað léttir þegar hann fór að hósta og sýndi við- brögð.“ Ungur sundkennari bjargaði nemanda sem var hætt kominn „Allir brugðust rétt við“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Sigríður Guðjónsdóttir sundkennari eftir óvenjulegan dag sem endaði vel þrátt fyrir allt. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is FYRSTU tíu mánuði ársins jókst sala á nýjum jeppum og jepplingum um 82% miðað við sama tíma í fyrra. Heildarfólksbílasalan jókst á sama tíma um 53% þannig að hlutur jeppa og jepplinga er að aukast í bílaflota landsmanna svo um munar. Alls seldust fyrstu tíu mánuðina tæplega 6.000 jeppar og jepplingar. | B11 Sala á jeppum og jepplingum jókst um 82% FYRIRTÆKIN Baugur Group, FL Group og Fons munu styðja verkefni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í Gíneu-Bissá með því að gefa til verkefnisins 135 milljónir á næstu þremur árum. Verkefnið mið- ar að því að koma fleiri börnum í skóla og bæta menntun í landinu. Hvert fyrirtækjanna þriggja gef- ur 15 milljónir árlega í þrjú ár til verkefnisins. Um mun vera að ræða stærsta styrk sem fyrirtæki á Ís- landi hafa sett í ákveðið þróunar- verkefni. Að sögn Yolöndu Correia, upplýs- ingafulltrúa UNICEF í Gíneu-Bissá, er þetta í fyrsta skipti sem einkafyr- irtæki styrkja beint menntakerfið í Gíneu-Bissá. Hingað til hafi styrkir þess komið frá opinbera geiranum eða verið hluti af stærri heild. Segir hún að samningurinn marki tímamót í lífi fjölda barna. Gefa 135 milljónir til þróun- araðstoðar  Stærsti styrkur | 10 VIÐRÆÐUR eru í gangi á milli eig- enda P. Samúelssonar hf., Toyota- umboðsins, og Magnúsar Kristins- sonar, útgerðarmanns í Vestmanna- eyjum, um kaup þess síðarnefnda á félaginu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ráðgert að málið verði til lykta leitt fyrir áramót. Ekki er ljóst hvert kaupverðið er. Í gær var gengið frá sölu á öllum hlutabréfum Eignarhaldsfélagsins Stofns hf., Páls Samúelssonar, Elín- ar S. Jóhannesdóttur og Önnu Sig- urlaugar Pálsdóttur, í Kraftvélum ehf. til Ævars Þorsteinssonar fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Kraft- vélar er umsvifamesti söluaðili hér- lendis á vinnuvélum og rekur jafnframt og á samnefnt fyrirtæki í Danmörku. Viðræður um kaup á P. Samúelssyni  Kaupir öll | B2 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.