Morgunblaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 35 UMRÆÐAN Símar: 660 4753 • 462 4250 www.tindur.is • tindur@tindur.is Fyrsti kossinn er orðinn langur ... „Rokklífið á Íslandi er bara tilbrigði við Rúnar Júl“. Bjartmar Guðlaugsson Rúnar Júlíusson stendur á sextugu. Hann gekk í bítlahljómsveitina Hljóma úr Keflavík 18 ára, var kominn á topp- inn nokkrum vikum síðar og hefur verið þar síðan. Við upphaf tónlistar- ferilsins stóð knattspyrnuferillinn sömuleiðis í blóma. Í bókinni HERRA ROKK lítur Rúnar yfir tónlistarferilinn til þessa dags, rifjar upp gömul afrek af knattspyrnu- vellinum og segir frá öðrum baráttu- málum sínum svo sem því að halda lífi eftir að í ljós kom fyrir nokkrum árum að hann hafði verið með hjarta- galla frá fæðingu. Höfundur er Ásgeir Tómasson, fréttamaður. Guðni Ágústsson, ráðherra: „Fyrstu minningar mínar um Rúnar Júlíusson eru 40 ára gamlar. Þá var ég stadd- ur á Laugarvatni. Þar var Landsmót ungmennafélaga. Séníið úr Keflavík er að koma á lokuðum bíl inn á Landsmótið. Í lögreglufylgd. Glæsilegur maður, Rúnar Júlíusson. Líkur Þóroddi frá Þóroddsstöðum. Fullur af orku stóðhestsins stígur hann út. Það líður yfir ungu stúlkurnar sem snerta hann. Ég stend þarna 16 ára unglingur og horfi á þetta undur og er það ógleymanlegt. Ég geri mér grein fyrir því að ég hef hitt séníið úr Keflavík sem er að breyta Íslandi. Sem hefur tekið að sér að flytja hljóminn, röddina, heim. Sem gerir kröfur um frelsi æskunnar. Bítl- arnir, Rolling Stones, Hljómar. Afl til æskunnar, til að gera uppreisn á heimilum. Það eru fjörutíu ár síðan ég upplifði þetta vor á Laugarvatni. Engin stúlka leit á mig. Allar elskuðu Rúnar Júlíusson.“ Hemmi Gunn: „Við Rúnar vorum and- stæðingar inni á vellinum en samherjar á skemmti- stöðum“. Meðal þeirra sem segja frá: Þorsteinn Eggertsson Magnús Kjartansson Magnús Torfason Gerður G. Bjarklind Hermann Gunnarsson Ámundi Ámundason Björgvin Halldórsson Bjartmar Guðlaugsson Óttar Felix Hauksson Valgerður Sverrisdóttir Í TILEFNI 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi skorum við, hjá Blátt áfram, á stjórnvöld að efla forvarnir gegn kynferðislegu of- beldi með markvissri fræðslu á öllum skólastigum. Á síðustu mánuðum höfum við hjá Blátt áfram boðið upp á lífs- leiknifræðslu í grunnskólum. Fræðslan felst í því að við mætum í skólana og spjöllum við krakkana í kynskiptum hópum því áhersl- urnar, frá strákum og stelpum, eru ekki þær sömu. Farið er yfir staðreyndir, hvað kynferðislegt ofbeldi er og þá staðreynd að kynferðislegt ofbeldi á sér yfirleitt stað þar sem ger- andinn er einhver sem barnið þekkir og treystir. Þess vegna á barnið erfitt með að segja frá eða leita sér hjálpar þar sem það upplifir að það sé að bregðast trúnaði. Við ræðum um mikilvægi þess að leita sér hjálpar þó að það geti verið erfitt. Kynferðislegt ofbeldi er aldrei barninu að kenna og skiptir máli að leita sér hjálpar fyrr en síðar. Við bendum krökkunum á hjálp- arsíma Rauða krossins 1717 og að leita til einhvers innan skólans ef þau treysta sér ekki til að tala við pabba og mömmu. Ekki gefast upp! Við stöldrum sérstaklega við og ræðum um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðr- um. Við hvetjum þau til að hugsa um sín persónulegu mörk og að þau mega segja nei við öllu áreiti og snertingu sem fara yfir þessi mörk. Skiptir þá engu hvort snertingin er frá skólafélaga, kennara eða foreldri. Við minnum þau á að reglurnar banni að fólk sýni kynferðislega hegðun í návist barna. Þau er hvött til að tala um þessi mál og vera búin að hugsa til enda hvern- ig þau geta brugðist við í aðstæðum þar sem þau þurfa að segja nei. Hver í þeirra lífi getur stutt þau í þessu? Við ræðum einnig um kynlíf og að stúlk- ur og drengir séu far- in að stunda kynlíf mjög ung og hversu alvarlegt það sé. Við heyrum hversu illa upplýst ungt fólk er í dag. Áhrif fjöl- miðla leiða til þess að siðgæðisvit- und ungmenna hefur lægri mörk. Síðan yfirfæra þau þessi óraun- verulegu hlutverk úr fjölmiðlum yfir á eigið líf og standa eftir ringluð og illa farin. Mörg halda að þau séu ein með þennan vanda sem svo vindur upp á sig ef ekki er rétt á tekið. Það al- varlegasta er þegar stúlkurnar gera lítið úr því ofbeldi sem þær verða fyrir, skilja svo ekki af hverju þeim gengur svona illa að jafna sig og kenna sjálfum sér um. Unga fólkið spyr okkur mikið. Ég tel að það sé vegna þess að við gefum þeim leyfi til að spyrja og gefum þeim réttu orðin yfir hlutina. En meira þarf að gera. Flest eru ekki sátt við hvernig hlutirnir eru og undantekning- arlaust hafa rúmlega tvö þúsund ungmenni sagt að þau fái ekki næga fræðslu um kynlíf og sam- skipti. Þar vil ég bæta við að einnig vanti fræðslu um tilfinningalegan þroska. Við sem samfélag verðum að taka ábyrgð á þessu unga fólki. Styðja það í að fara út í lífið með góða sjálfsmynd og virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum. Að fara út í lífið illa upplýst, með brotna sjálfsmynd leiðir oft til vítahrings sjálfshaturs og ofbeldis. Fólk sem er meitt – meiðir fólk! Forvarnir snúast um fræðslu Eftir Svövu Björnsdóttur ’Við sem samfélagverðum að taka ábyrgð á þessu unga fólki.‘ Svava Björnsdóttir Höfundur er verkefnastjóri Blátt áfram. 16 daga átak Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.