Morgunblaðið - 02.12.2005, Side 31

Morgunblaðið - 02.12.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 31 MENNING Miðborgarblaðið fylgir Morgunblaðinu í dag AUÐUR Jónsdóttir og Kristín Marja Baldursdóttir eru til- nefndar til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2006 fyrir hönd Ís- lands en tilnefningar voru gerðar heyr- inkunnar í gær. Auður er tilnefnd fyrir skáldsöguna Fólkið í kjallaranum sem Mál og menning gaf út í fyrra. Kristín Marja er tilnefnd fyrir skáldsöguna Karítas, án titils, sem einnig kom út hjá Máli og menningu á liðnu ári. Fulltrúar landanna í dómnefnd- inni hafa tilnefnt 12 bækur eftir norræna höfunda. Í ár eru tilnefnd verk bæði frá Grænlandi og sam- íska málsvæðinu. Engar tilnefn- ingar hafa borist frá Færeyjum. Dómnefndin mun á fundi sínum í Ósló hinn 24. febrúar 2006 ákveða hver hlýtur verðlaunin. Verðlaunaféð nemur 350.000 danskra króna og verða verðlaunin afhent á 58. þingi Norðurlanda- ráðs í Kaupmannahöfn um mán- aðamótin október, nóvember 2006. Eftirfarandi eru tilnefndir: Danmörk: Claus Beck-Nielsen Selvmordsaktionen. Beretningen om forsøget på at indføre Demokratiet i Irak i året 2004. Skáldsaga, Gyldendal, 2005; Thomas Boberg Livsstil. Ljóð, Lindhardt og Ringhof Forlag, 2005. Finnland: Asko Sahlberg Tammi- lehto (Eklunden) Skáldsaga, WSOY, 2004; Fredrik Lång Mitt liv som Pythagoras. Skáldsaga, Schildts förlag, 2005. Noregur: Edvard Hoem Mors og fars historie. Skáldsaga, Forlaget Oktober, 2005; Øivind Hånes Piro- lene i Benidorm. Skáldsaga, Gyld- endal, 2005. Svíþjóð: Lotta Lotass skymning: gryning. Skáldsaga, Albert Bon- niers Förlag, 2005; Göran Sonnevi Oceanen. Ljóðasafn, Albert Bonni- ers Förlag, 2005. Grænland: Julie Edel Hardenberg Den stille mangfoldighed Ljóða- myndir, Milik Publishing, 2005. Samíska málsvæðið: Jovnna Ande Vest Arbbolaccat 3 (Arvingene 3) Skáldsaga, Davvi Girji, 2005. Hinn 23. febrúar 2006 verður haldið námskeið um norrænar bókmenntir og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í Ósló. Nám- skeiðið er haldið í samstarfi við Norrænu bókmennta- og bóka- safnsnefndina (NORDBOK). Bókmenntir | Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2006 Kristín Marja og Auður tilnefndar Kristín Marja Baldursdóttir Auður Jónsdóttir RÉTTINDASTOFA Eddu útgáfu hefur gengið frá sölu á útgáfurétt- inum á Myndinni af pabba – Sögu Thelmu eftir Gerði Kristnýju við sænska útgáfufyrirtækið Bra böck- er. „Hér er um að ræða eitt stærsta og öflugasta forlag Svíþjóðar sem sérhæft hefur sig í sögum um fólk sem með hugrekki sínu og reisn er öðrum fyrirmynd,“ segir Rakel Páls- dóttir, kynningarstjóri Eddu. Út- gáfustjóri Bra böcker, Eva Åslund, segist ákaflega stolt af því að gefa út sögu Thelmu: „Thelma er mjög hug- rökk manneskja og andlega hvetj- andi. Mér líður eins og ég sé að skrifa undir samning við nóbels- verðlaunahafa!“ „Myndin af pabba – Saga Thelmu eftir Gerði Kristnýju er án efa sú bók ársins sem mest hefur hreyft við íslensku samfélagi. Saga Thelmu Ásdísardóttur hefur haft áhrif á ákvarðanir ríkisstjórnar, sveitar- stjórna og skólayfirvalda og nú síð- ast lagði biskup Íslands, Karl Sigur- björnsson, út af bókinni í prédikun sinni á fyrsta sunnudag í aðventu og sagði að Thelma væri „maður árs- ins“. Mikil umræða hefur verið um bókina í fjölmiðlum og hún hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Reyndar var það gagnrýnandi Morgunblaðsins, Soffía Auður Birg- isdóttir, sem fyrst benti á í dómi sín- um að Thelma væri „kona ársins“. Segja má að biskup og aðrir hafi verið teknir á orðinu því nú hafa Thelmu hlotnast tvær viðurkenn- ingar: Kona ársins sem valin er af tímaritinu Nýju lífi og Ljósberinn 2005, viðurkenning fyrir að hafa komið fram og sagt sögu sína til hvatningar öðrum,“ segir í tilkynn- ingu frá Eddu útgáfu. Útgáfurétturinn á Myndinni af pabba seldur til Svíþjóðar Föt fyrir allar konur á öllum aldri Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.