Morgunblaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 12
12
VIÐTALIÐ
á að þau (því bassakolrassan Bíbí er meðal
þriggja nýrra meðlima Sling, auk tromm-
arans Bjössa og Hákons fyrrum Hudson
Wayne-liða á gítar) hafa dug og elju til að
gera einmitt það, þó á móti blási. Sá Henrik
sem við hittum fyrir í dag á einu kaffihúsa
borgarinnar er þannig ekki eins kokhraustur
og hann var fyrir ári, en þó bjartsýnn og full-
ur væntinga og áforma varðandi hljómsveit-
ina, spenntur fyrir því að starfa innan hinnar
nýju liðsheildar. Hann kveikir sér í sígarettu.
Keanu Reeves
„Mér sýndist ég sjá Keanu Reeves þarna.“
Nei, varla. Hvernig hefur gengið síðan síð-
ast? „Tjah, ágætlega bara. Platan kom út,
svo var náttúrlega þetta tónleikaferðalag
um Bandaríkin sem þú veist væntanlega allt
um … en það er langt síðan það var, það er
gleymt núna. Eftir það spiluðum við á Air-
waves með nýjum mannskap, Hákon kom
inn samdægurs svo og Þórir á trommurnar,
ég kenndi Hákoni línurnar á tveimur klukku-
stundum og Þórir áttaði sig á trommunum
bara með hedfónum í 12 tónum. Mikill hæfi-
leikamaður. Þeir tónleikar gengu mjög vel
miðað við þáverandi aðstæður …“
Henrik vill greinilega ekki ræða mikið um
hið fræga tónleikaferðalag og mannaskiptin
sem í kjölfarið fylgdu. Hann lætur þó hafa
eftir sér að það hafi verið erfið lífsreynsla.
Breytingaskeiðinu sé þó lokið nú og vinsemd
ríki milli nú- og fyrrverandi Slingara. „Við er-
um ágætis vinir, allt í lagi með það. Auðvit-
að var að sumu leiti erfitt að missa þá sem
fóru, þetta voru meðlimir til rúmlega
tveggja ára og vinir okkar sem settu sitt
mark á spilamennskuna. Ég er hinsvegar
mjög ánægður með nýja liðsskipan okkar og
hef mikla trú á henni; síðasti túr var t.d.
mjög skemmtilegur. Þetta er besta lænöpp
sem Sling hefur haft.“
Skrýtnir Svíar gelta og urra –
edrú unglingar vita ekki á gott
Henrik hóstar, segist vera að fá kvef og haus-
verk. Við afráðum að besta ráðið við slíku,
svona á mánudagseftirmiðdögum, sé kaldur
bjór og pöntum því einn slíkan. Hann talar
meira um nýafstaðið hljómleikaferðalag og
hina nýju liðsskipan Singapore Sling. „Síð-
asta ferðalag var æðislegt og ég hlakka til
að fara í það næsta. Nýja lænöppið er brillj-
ant, betra en það gamla ef eitthvað er – það
væri náttúrlega glatað ef það væri verra –
og við skemmtum okkur mjög vel meðan á
því stóð. Svo var gott að fá Sigga aftur, þó
Gústi hafi reyndar staðið sig ágætlega sem
afleysinga-hristuleikari meðan hann var fjar-
verandi.“
Henrik segir frá því sem helst bar til tíðinda í
ferðalaginu. Hann kynntist þar víst skrýtn-
asta fólki sem hann hefur fyrir hitt („…og ég
hef séð minn skerf af skrýtileika. Sá t.d.
mann girða niður um sig og pissa á nærbux-
urnar sínar úti á götu í New York einhvern
tímann“) eftir vel heppnaða tónleika í
Stokkhólmi. „Við enduðum í mjög helluðu
partíi í einhverri bjórbruggunarverksmiðju.
Þar voru einhverjir tveir fertugir geðsjúkl-
ingar sem annaðhvort bjuggu þarna eða
höfðu af einhverjum ástæðum lykil að hús-
inu. Skrýtnasta fólk sem ég hef hitt. Annar
var svona lítill gæi í breskum skólajakka með
hatt, hann sat þarna og urraði megnið af
kvöldinu á meðan vinur hans, einhver risi,
gelti á móti. Það er erfitt að lýsa þessari lífs-
reynslu svo vel sé, en þetta var eiginlega það
merkilegasta sem kom fyrir.
Flestir tónleikarnir gengu mjög vel, við átt-
um reyndar eitt svona hellað gigg. Það var í
Ljungby í Svíþjóð, skítabær. Ekkert að ger-
ast. Voða flatt allt og svo sá maður einhverja
edrú unglinga á ferð; það boðar aldrei gott.
Þegar við fórum á svið eitthvað um eittleytið
var eiginlega enginn á ferli. Það er alltaf
svolítið leiðinlegt þegar maður er búinn að
ferðast lengi og undirbúa sig, að spila
kannski bara fyrir einhverja tíu edrú ung-
linga.
Bretland var einnig ágætt, við spiluðum á
nokkrum stöðum í London. Stundum, reynd-
ar, með hálfglötuðum böndum, einu ein-
hverju svona hárgreiðslubandi sem greini-
lega hafði verið að stæla á sér hárið í tvo
klukkutíma fyrir tónleikana. Við skemmtum
okkur vel, heimsóttum góða bari og drukk-
um í okkur stemmninguna.
Reykvísk menning hrynur
Hvað er fram undan í tónleika- og útgáfu-
málum hjá Singapore Sling?
„Við erum að fara spila á CMJ Music Mar-
athon [árleg tónlistarráðstefna haldin í New
York] og munum sennilega spila þar með
vinum okkar í Brian Jonestown Massacre og
hinum sænska Dungen, sem ég kann vel að
meta. Það ætti að verða skemmtilegt. Hér er
það svo Innipúkinn sem er helst á döfinni,
hann lofar góðu og ég hlakka til að sjá Mod-
ern Lovers og Raveonettes, til dæmis. Varð-
andi upptökur og slíkt, þá er ég núna að
vinna að EP-plötu sem ráðgert er að komi út
með haustinu, þar er ég aðallega einn á ferð
með trommuheila, líkt og á fyrstu plötu okk-
ar, Overdriver, sem kom út í 30 eintökum.
Hugmyndin er að gera virkilega hrátt og rif-
ið shitt, mjög beisikk trommuheilaplötu. Svo
langar okkur að gera allskonar hluti, ég hef
t.d. verið að semja fullt á kassagítar. Svo
langar mig að gera plötu læf, prófa ýmsar
upptökuaðferðir.
Við munum væntanlega hefja vinnu við nýja
stóra plötu með haustinu. Verst að þá miss-
um við Klink og Bank, það hefur verið gott
að vera þar og verður hellað þegar það lok-
ar. Þetta er svo mikil miðstöð, þarna eru
nánast allir sem eru að gera eitthvað í
Reykjavík. Nú þurfa hljómsveitir að fara að
redda sér nýju æfingarhúsnæði í Hafnarfirði
og Devitospizza að fylla stórt skarð í sínum
kúnnahóp. Þetta mun væntanlega hafa
svona dómínó-áhrif á íslenska menningar-
starfsemi og enda með ósköpum.“
„Nóg að Rass sjái um ádeiluna“
Tónlistin hækkar örlítið og það heyrist ofsa-
legur hvinur úr espresso-vél Kaffibrennsl-
Þetta mun væntanlega hafa svona dómínó-
áhrif á íslenska menningarstarfsemi og enda
með ósköpum