Morgunblaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 14
14
LJÓSMYNDIR
KVIKMYNDIR
Annie Leibovitz er einn frægasti ljósmyndari okkar tíma og hefur oft verið kölluð ljósmyndari
fræga fólksins. Hún fæddist í lok fimmta áratugarins í Westbury, Conneticut og hóf feril sinn
aðeins 24 ára gömul á tímaritinu Rolling Stones.
Frá árunum 1970 til 1980 vann hún sem aðalljósmyndari Stones-tímaritsins. Hún hefur auk þess
myndað fyrir Vanity Fair frá árinu 1983 og tekur hún ennþá mikið af myndasyrpum og forsíðum
fyrir blaðið.
Flestar ljósmyndir Annie Leibovitz eru heimsþekktar en allmargar hafa orðið hornsteinn í sögu
heimsþekktra einstaklinga, s.s. myndin af John Lennon þar sem hann liggur nakinn upp í rúmi
með fullklæddri Yoko Ono. Myndin var sú síðasta sem tekin var af stjörnunni áður en honum
var ráðinn bani árið 1980.
Nokkrar bækur eru til með myndum Annie Leibovitz, s.s. Women, sem sýnir konur á mismun-
andi stað í lífinu og American Music, þar sem ljósmyndarinn nálgast upphaflegt viðfangsefni
sitt frá Stone-árunum; þ.e. tónlistarmenn. Síðarnefnda bókin er nú fáanleg m.a. í bókaversl-
unum Máls og menningar.
MÁLIÐ MÆLIR MEÐ
LJÓSMYNDUM ANNIE LEIBOVITZ
2
1
3 4
1.
Annie Leibovitz eins
og hún birtist í júní-
hefti breska Vanity
Fair.
2.
Fyrirsætan Gisele
Bundchen og leik-
arinn Gérard De-
pardieu í maíhefti
Vogue árið 2004.
3.
Gwyneth Paltrow og
mamma hennar,
Blythe Danner.
4.
Annie Leibovitz var
síðasti ljósmyndarinn
til að mynda John
Lennon á lífi árið
1980.
Texti
Elínrós Líndal
Kvikmyndin Sin City verður
frumsýnd 15. júlí næstkomandi og
er gerð eftir myndasögum Franks
Millers um syndaborgina.
Kvikmyndin er gerð eftir þremur
sögum; fyrstu sögunni „Sin City“
(síðar nefnd „The Hard Good-
bye“), „The Big Fat Kill“ og „That
Yellow Bastard“.
Frank Miller var aðstoðarleik-
stjóri myndarinnar sem hefur ef-
laust haft það í för með sér að
myndasagan var ekki eyðilögð „a
la Hollywood style“ eins og svo oft
vill verða.
Handrit myndarinnar eru blað-
síðurnar í sögunum. Myndin er öll
í svart-hvítu en þó með nokkrum
undantekningum, til áhersluauka
og er útkoman vægast sagt töff.
Eins og vera ber er ofbeldið mik-
ið í myndinni en það er allt útfært
á frekar flottan og stílhreinan hátt
(enda var Tarantino sjálfur gesta-
leikstjóri) og sú staðreynd að
næstum allt blóð er hvítt mildar
þetta allt saman einhvern veginn.
Eins og oft tíðkast í mynda-
sögubókum þá eru allar sögu-
persónur í myndinni annaðhvort
hrikalega svalar, rosalega vondar
eða gríðarlega getnaðarlegar og
leikaravalið gæti ekki verið betra
með tilliti til þess, Bruce Willis er
svalur sem sextug lögga og virkar
ekkert of ungur, Mickey Rourke er
hér í „come-back“ og er alveg
óþekkjanlegur sem Marv í fyrstu
sögunni, Clive Owen var vafasam-
ur í hlutverk einkaspæjarans
Dwight en virkar mjög vel og sama
má segja um alla aðra að undan-
skilinni Brittany Murphy.
Það verður enginn svikinn af
þessari mynd ef hann gerir sér
grein fyrir því að þetta er mynda-
saga … en hún er í bíó.
Hver sá sem þekkir Max Payne-
tölvuleikina og fílar þá getur ekki
talist maður með mönnum nema
sjá þessa mynd
Myndin er sjóðheit og verður án
efa í flokki cult-mynda í framtíð-
inni.
You’ve got to prove to your
friends you’re worth a damn.
Sometimes it means dying. Some-
times it means killing a whole
lotta people.
– Dwight –
I may be dead, but you are
screwed!
– Jackie Boy –
10 PUNKTAR UM
SIN CITY
5
5.
Brittany Murphy í
hlutverki sínu í
Sin City.
Texti
Ragnar Helgi
Ragnarsson