Morgunblaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 4
4
MYNDLIST
DJAMMIÐ
Maður kennir ekki list, maður kennir handverk
HEIÐAR AUSTMANNMyndir
Sigurjón Guðjónsson
affi Karólína í Lista-
gilinu á Akureyri er
vinalegur staður að
heimsækja á gráum laug-
ardagseftirmiðdögum, í roki.
Stemningin er róleg og svo er
hægt að fá þar bjór, ágætis „tap-
as“ og slíkt. Í enskri útgáfu mat-
seðilsins stendur að maður ætti
að „spyrja vatnið“ („ask the wat-
er“!!!) um samlokuúrvalið (er til
of mikils mælst að svona staðir
splæsi í prófarkalestur áður en
þeir plasta vandræðalegustu staf-
setningarvillurnar?).
Akureyri er viðkunnanlegur bær
og Karólína viðkunnanlegur stað-
ur eftir því.
Inn ganga Rúnar Júlíusson og
Jakob Frímann. Reiður Bubbi
Morthens fylgir fast á hæla þeim
(djöfull er hann annars alltaf töff
„in person“). Og þarna í horninu
stendur bingóstjórinn, naglbít-
urinn og, nú síðast, sjálfskipaði
myndlistarmaðurinn Villi (sá er
heimspekimenntaður – lokarit-
gerðin hans var um „fyrirfram-
skilgreindar orsakir innan lok-
aðra kerfa. Donald Davidson.
Massaskemmtilegt stöff.“).
Ætla mætti að einhvers konar
poppararáðstefna væri í gangi.
En gleggri rannsókn á herberg-
inu (og þá sérstaklega ókeypis
kampavíninu sem leynist í hverju
horni) leiðir í ljós að við erum
stödd á opnun. Áðurnefndur
Villi, Vilhelm Anton Jónsson, er
kominn á heimaslóðirnar til þess
að sýna fyrrum sveitungum sín-
um hvað hann hefur verið að
bauka í vinnustofu við Laugaveg-
inn, með „tvær, þrjár rauðvíns-
flöskur og AA-útvarpið“ sér til
innblásturs.
„Verkin mín eru ekki framlag í
einhverja umræðu og ekki held-
ur hrein fagurfræði. Ég er ekki
listaskólamenntaður, frekar en
tónlistar-, myndirnar eru bara út-
rás og pælingar mikið. Maður
kennir ekki list, maður kennir
handverk. Þú getur kennt ein-
hverjum grip en ekki að semja
gott lag. Listin kemur að innan
og frá fólkinu sem þú hittir,
stelpunni sem þú ert skotinn í.“
„Venjulega skrifa ég fullt inn á
myndirnar, krafsa alls konar pæl-
ingar og formúlur, en þessar sem
ég sýni hér eru reyndar lausar við
það. Þær eru meira um fólk að
snertast, erótík, bara, losta,
greddu. Hvað er annað í lífinu?
Ja, það er reyndar fullt annað, en
þetta heldur því gangandi. Þetta
eru sem sagt myndir af fólki sem
mér fannst gaman að mála, ef
það eru einhver skilaboð þá eru
þau að fólk má alveg snertast
meira, án þess að þetta sé ein-
hver pólitísk sýning,“ segir Villi.
FÓLK MÁ
SNERTAST MEIRA
VILLI NAGLBÍTUR Á KAFFI KARÓLÍNU
1
1.
Villi Naglbítur á
opnun sýningar
sinnar í Kaffi
Karólínu.
Texti og mynd
Haukur S.
Magnússon.
K
SKEKUR RASSA Á HRESSÓ