Morgunblaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 17
Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir útskrifaðist 11. júní úr Háskóla Reykjavíkur með BS-próf í Viðskiptafræði þar sem hún lagði áherslu á markaðsmál og alþjóða- viðskipti. Lokaritgerðin hennar fjallaði um al- þjóðaviðskipti, nánar tiltekið fjárfestingar í Kína. Eins og gefur að skilja hlaut Ingibjörg þó- nokkra athygli fyrir lokaverkefnið enda við- skiptatengsl við Kína mikið í deiglunni um þessar mundir. Hún segir háskólanámið hafa verið mjög lærdómsríkt og stefnir á frama tengdan markaðsmálum. Í sumar er hún flug- freyja hjá Icelandair en ætlar að freista gæf- unnar með haustinu og fá starfsreynslu í því sem hún menntaði sig til. Hún er hins vegar harðákveðin í að taka meistarapróf í markaðs- fræðum eftir eitt til tvö ár og námið langar hana að stunda í Singapore. Af þessum sökum vil hún ekki taka neinar meiri háttar ákvarð- anir tengt fjármálum og segir vænlegt að spara núna til að geta haft frelsi í fjármálunum þegar hún heldur út í meistara námið. Sigurður Eggertsson útskrifaðist 25. júní úr Háskóla Íslands með BA- próf í líffræði. Sigurður bindur ekki miklar vonir við að fá það starf sem hann langar að sinna í framtíðinni beint eftir þetta nám og hyggur því á diploma-nám í kennsluréttindum í haust. Í sumar er hann verkstjóri í unglinga- vinnunni og spilar með meistaraflokki Vals í handbolta. Sigurður segir framtíðina óráðna og segist lítið fyrir að skipuleggja sig um of í þessum efnum. Honum finnst fólk á hans aldri of upptekið af peningum og eins og hann sagði orðrétt hefði hann sjálfur alveg getað farið í eitthvert ógeðsfag eins og lögfræði og grætt fullt af peningum. En hann hafði bara ekki áhuga á að eyða hálfri ævinni í leiðinda- vinnu til að fá aur til að kaupa sér hamingju í hinum hluta lífsins. Hann hefur lítið tekið af námslánunum sínum en hefur lagt þau inn á reikning. Sigurður býr hjá foreldrum sínum og ætlar að nota peningana sem útborgun í íbúð. ÚT Í LÍFIÐ EFTIR NÁMIÐ 21 1. Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir 2. Sigurður Eggertsson Texti Elínrós Líndal Myndir Sigurjón Guðjónsson Þau geta verið veigamikil skrefin sem tekin eru strax eftir háskólanámið. Valmöguleikarnir eru óteljandi og spurningarnar sem vakna í kjölfarið eins margar. Á ég að fara strax í meistaranám? Eða taka mér frí og fá reynslu úti á vinnumarkaðnum? Kaupa mér íbúð eða draumabílinn? Fara til útlanda á vit ævintýra? Margar spurningar koma upp í kollinn og eflaust er ekki til neitt eitt svar sem er rétt. Hver og einn verður að feta veg sinnar eigin sannfæringar. Hér eru svipmyndir tveggja einstaklinga sem eru að koma úr námi. Málið fékk Landsbankann til að leiðbeina ungu fólki um hvað sé best að gera tengt fjár- málunum eftir háskólanámið, og svara nokkrum spurningum sem borist hafa blaðinu og varða fjármál ungs fólks. Að mati ráðgjafa Landsbankans er nauðsynlegt að líta vandlega yfir fjármálin á þessum tímapunkti í lífinu. Flestir ættu að nota þetta tækifæri til að:  gera upp fortíðina í fjármálum  taka stöðuna í nútíðinni á fjármálunum  skipuleggja framtíðina Spurning frá lesanda til ráðgjafa Landsbankans Síðasta námslánagreiðslan náði ekki að hreinsa upp yfirdráttinn minn, hvernig fer ég að því að losna við hann? Það er oftast ódýrast að skulda sem minnst en stundum eru aðstæður þannig að það reynist óhjákvæmilegt að vera í mínus. Þegar reglum LÍN var breytt á sínum tíma björguðu bankarnir skipulaginu með því að veita námsmönnum yfirdrátt á reikn- inginn sinn þar til námslán barst. Þótt þér virðist sem reikningurinn þinn hafi bara verið skrúfaður aðeins upp, þá er þetta samt sem áður bankalán og rétt að hugsa um það sem slíkt. Yfirdráttarlán eru ein- föld og aðgengileg og hafa þá kosti að það þarf ekki að greiða stimpilgjöld eða lántökugjöld, sem geta aukið fyrirhöfnina og kostnaðinn. Á móti sveigjanleika yfir- dráttarlána kemur að vextir af yfirdrætti eru hærri en af öðrum lánum. Ein aðferð er sú að greiða niður yfirdrátt- inn á ákveðnum tíma með því að greiða inn á reikninginn mánaðarlega. Kosturinn er sá að þú ræður ferðinni hvað varðar hraðann á niðurgreiðslunni og þarft ekki að taka lán fyrir því. Gallinn er hins vegar líka sá að þú ræður ferðinni :-) Ef þetta gengur ekki upp, þú ert að leita þér að vinnu á þínu sviði og ert bara með útgjöld, þá er besta leiðin fyrir þig líklegast að skuldbreyta yfirdrættinum eins og það er kallað. Þá tekur þú hagstæðara lán til lengri tíma og greiðir upp yfirdráttinn. Með því vinnst tvennt; þú greiðir í fyrsta lagi lægri vexti fyrir lánið og í öðru lagi þá ertu búinn að koma skipulagi á það hvern- ig og hvenær þú greiðir upp yfirdráttinn. Tökum dæmi um námslokalán Landsbank- ans. Að loknu námi getur þú fengið allt að 1.500 þúsund króna námslokalán til 7 ára. Námslokalánið ber hagstæða vexti sem eru breytilegir eftir því hversu langt lánið er og eftir fleiri þáttum sem skipta máli. Ef þú vilt greiða upp yfirdráttinn þinn, hreinsa upp kreditkortaskuld og aðrar smáskuldir hér og þar, þá getur það verið heppilegt að taka námslokalán og hreinsa þær upp. Þannig ertu komin með allar lausaskuldir á eitt lengri tíma lán, til allt að 7 ára. Þú greiðir lægri vexti en áður, af- borganirnar eru reglulegar og þú þarft ekki að muna eftir þeim og þú greiðir nið- ur skuldina með skipulögðum hætti. Það fylgir því ákveðin frelsistilfinning að vera með allt sitt á þurru í fjármálum , sem þýðir að þú sért með yfirsýn yfir fjármálin og að ekkert komi þér á óvart. Ef þú vilt upplifa frelsistilfinningu og losna við hnútinn í maganum þá skaltu panta viðtalstíma hjá þjónustufulltrúa og fá fag- lega aðstoð við að greina þarfir þínar og koma fjármálunum í þægilegt horf. Námslokalánið ber hagstæða vexti sem eru breytilegir eftir því hversu langt lánið er 17 FULLORÐINS- MÁL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.