Morgunblaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 13
13 VIÐTALIÐ unnar. Kvöldið er að skella á og Henrik kveikir sér í annarri sígarettu. Talið berst að dóm er birtist í Reykjavik Grapevine um spilamennsku Singapore Sling á Joy Division kvöldi, þar sem bros hljómborðsleikara vakti athygli og spurningar gagnrýnandans. Er bannað að brosa í Singapore Sling? Eða sjaldan ástæða til þess? Og er Henrik harður húsbóndi? „Ég er á því að ég sé yndislegur húsbóndi. Ég vil að þetta sé gert almennilega og ef fólk er að gera það, leggur sig fram bæði í músíkina og túrana og tilheyrandi, er ég ánægður. Ég á von á því að greinarhöfundi Grapevine hafi komið á óvart að hljómborðsleikarinn var að brosa yfirleitt, við erum ekki vön að vera sér- staklega glaðleg á sviði. Mér reyndar hálfbrá sjálfum þegar ég sá þessa mynd. Ætli hann hafi ekki prumpað eða eitthvað?“ Við ræð- um aðra grein úr Grapevine, harða gagnrýni heimspekingsins Hauks Más Helgasonar, sem átaldi kvikmynd Ara Alexanders, Gargandi snilld, fyrir allt að því þjóðrembuhátt og rómantískar vísanir í sérstöðu íslands og ís- lenskrar tónlistar. „Ég las þá grein og skildi alveg hvað hann [Haukur] átti við. Gargandi snilld var vel gerð mynd og flott, en virkaði kannski svolítið eins og Iceland Review í kvik- myndaformi; „við erum stórkostlegt fólk!“ o.s.frv. En það er svosum allt í lagi og gagnast tónlistarmönnum hérna, kemur þeim allavega ekki illa. Hvað sjálfan mig varðar, þá er ég hvorki undir innlendum áhrifum eða útlendum við tónsköpun mína. Áhrifin koma mest að innan bara, úr mínum eigin heimi.“ Um hvað er þá rokkið þitt og textarnir? Eng- in pólitík? „Mitt rokk er ekki pólitískt, eiginlega í inn- hverfari, sjálfhverfari kantinum. Lífið, dauð- inn, samskipti fólks. Veruleikinn bara, eins og hann birtist mér. Ég skrifa um það sem snertir mig beint frekar en það sem snertir mig óbeint, ég hugsa ekki út í svoleiðis, Kárahnjúka og svona. Það er nóg að Rass sjái um ádeiluna, þeir gera það vel. Pirringur finnst mér leiðinlegasta ástand í heimi og vil því ekki skila honum í tónlistinni minni.“ Er rokk að reyna? Nú voru gerðar nokkrar væntingar til síðustu skífu ykkar og útgáfumála erlendis. Viðtök- urnar voru hinsvegar ekki alveg í samræmi. Hvað veldur, heldur þú? „Ja, hún fékk nú einhverjar viðtökur og ágæta dóma, bara ekki í stórum blöðum eins og sú sem kom á undan. Sú kom út á betri tíma, um sumarið, en þessi ekki fyrr en ein- hvern tímann í lok september og féll mikið í skuggann af öðru sem var að gerast um það leyti. Mér finnst síðasta samt miklu betri. Svo túruðum við líka lítið og illa, rétt norðaustur- strönd Bandaríkjanna. Það er dýrt fyrirtæki að túra og við fáum engan stuðning frá plötufyrirtækinu; því miður getum við ekki alltaf lagt út fyrir löngum tónleikaferðalög- um, eins og væri þó æskilegt.“ Að lokum; er rokk að reyna? „Að vissu leyti. Mér finnst bara að allir eigi að reyna að gera það sem þeir geta til þess að ná sínum markmiðum og áformum fram, láta þau ganga upp. Annað er vitleysa.“ Er bannað að brosa í Singapore Sling?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.