Morgunblaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 20
20
HÉR KEMUR
TEXTI. HÉR
KEMUR TEXTI.
HÉR KEMUR
TEXTI. HÉR
KEMUR TEXTI.
HÉR KEMUR
TEXTI. HÉR
„Ég hélt að þetta væri hiphop!“ Beatmaking Troopa, eða Pan eins
og hann er oftast kallaður, er aðaltaktsmiður íslensku rapp-
hljómsveitarinnar Twisted Minds sem nú er að gefa út sína fyrstu
sólóplötu; Peaceful Thinking. Pan hefur reyndar gefið út fjöldann
allan af svokölluðum „mixteipum“ og unnið lengi og vel með röpp-
urunum mc Rain og Mystic One. En Peaceful Thinking smíðar Beat-
making Troopa algjörlega á eigin spýtur. Peaceful Thinking er
„instrumental“ plata, en þó að rapparinn Mystic spili á bassa í ein-
hverjum laganna þá er platan mestmegnis unnin stafrænt á hin
ýmsu tæki og tól. Hún er kölluð „instrumental“ því hvorki söngur
né rapp heyrist á plötunni, að undanskildu laginu Most Active sem
er á bakhlið vínylútgáfunnar. Platan hefur fengið góðar viðtökur
og segir BeatmakingTroopa hana hafa selst „heví vel“. Spaugileg
viðbrögð hlustenda eru: „Ég hélt að þetta væri hiphop!“ Því að
þótt platan sé í eðli sínu hiphop-plata þá gæti hún verið kölluð
trip-hop eða jafnvel breakbeat. Sjálfur kallar Beatmaking Troopa
hana Lounge eða „experimental chill-out“. Platan inniheldur
skemmtileg lög með skemmtilegri titla. Lögin Paris 81, Mommy
Where Is My … og 23 Skidoo, að ógleymdu City Rythm sem má
finna á hiphop.is, henta við flestar aðstæður. Skífan rennur ljúf í
gegn, er þægileg í bakgrunni og helst áhugaverð í ítrekaðri
hlustun. Það liggur í eyrum uppi að Beatmaking Troopa er tónlist-
armaður sem vel er vert að fylgjast með og slást þannig í lið með
ekki ómerkari aðdáendum en Björk Guðmundsdóttur. Beatmaking
Troopa mun halda útgáfutónleika innan tíðar ásamt félaga sínum
mc Rain sem gaf nýlega út sína eigin sólóplötu hjá útgáfufyrirtæki
þeirra, Triangle Productions.1
BEATMAKING TROOPA
BENT RÝNIR Í PEACEFUL THINKING
„B. hélt fram hjá B.!“ Þessi „frétt“ hefur hrist heldur betur
upp í landanum. Meira en daglegar fregnir af sóun stjórn-
málamanna á almannafé, fjöldaslagsmál, áframhaldandi
slagur alþingismanna við forsetann og fregnir af andláti
Framsóknarflokksins til samans. Bleikt hélt allt svo fram hjá
Bláu. B&B er rústir einar.
Mikið getur landinn verið ómerkilegur. Hér er átt við bæði
mig og þig, lesandi góður. Ekki er við markaðinn að sakast
því hann miðlar jafnt geði sem ógeði. Við sem höfum valið
eigum að taka afstöðu með eða á móti því sem okkur er
boðið upp á en ekki bara vera kjarklausir neytendur þjóð-
arósómans sem okkur er allt of oft boðið upp á. Ef fréttin af
B&B fellur manni ekki í geð á maður að sniðganga viðkom-
andi blað en ekki að skoða það bara vegna þess að allir hin-
ir gera það. (Hjarðáhrif eru vond, sjáið bara únglíngana!)
Blað sem fólk treystir sér ekki til að taka upp er varla líklegt
til að selja margar auglýsingar. Með öðrum orðum þá er
valdið alfarið neytandans, landans. Við búum nefnilega í
lýðræðislegra samfélagi en margir vilja kannast við!
En hvernig fer maður að því að mynda sér skoðun sem mað-
ur treystir sér síðan til að verja fyrir öðrum? Á hverju byggir
maður? Ein leið er ágæt: Að líta Í eigin barm og hætta að
glápa Á barm annarra. Einbeita sér að bjálkanum, maður!
Bjálkinn er óvinurinn, ekki náunginn.
Og hjer er að lokum ráð fyrir elskendur nær og fjær. Spyrjið
sjálf ykkur kvurt sé betra að eyða lífinu í að finna þann sem
maður elskar, eða elska þann sem maður finnur.
Kveðja,Dr. Löwe.
DR. LÖWE
KALLANZ
1.
Tónlistamaðurinn
Pan.
Texti
Bent
Mynd
Sigurjón Guðjónsson