Morgunblaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 18
18 NETIÐ HEIMA Clement Wilson er írskur blaða- maður sem færir Ísland til þeirra sem komast þangað ekki sjálfir. Hann mun dveljast á landinu næstu mánuði. Clement opnaði síðuna „Á rúntinum“, www.on- theruntur.com, til þess að skrá- setja reynslu sína af landinu og deila með áhugasömum. Nú, hann lendir í ýmsu, eins og oft vill vera með fólk sem ferðast um í ævintýraleit, og hefur ágætt lag á því að segja frá því á svona skemmtilega breskan máta. Hann borgaði sig inn á fegurðar- samkeppnina og var furðu lostinn yfir frambærileika keppendanna. Hann tók upp puttaferðalanga í Norrænu sem reyndust eiga eftir að sletta skyri á ál-menn nokkr- um vikum síðar („Hah! Ég vissi að þau væru ekki komin hingað fyrir friðsamleg mótmæli!“). Evró- visjonkvöldin hér juku trú hans á keppninni og lífinu. Honum þótti skrýtið að Íslendingar fögnuðu fullveldi sínu með því að keppa í vörubíladrætti. Svo var honum bannað að keyra við komuna til landsins sökum ölvunar frá kvöld- inu áður. Sögur af viðlíka uppá- komum segir Wilson jafnan í löngu máli og kryddar með fróð- leik um land og þjóð. Ísland ferðamannsins? Lestur á ferðasögu Wilsons er ákveðin upplifun. Þrátt fyrir að hann meti landið á eigin for- sendum virðist hann hafa hlotið nokkur kynni af þeim mýtum sem sumir Íslendingar vilja jafnan búa til um sig. Þannig verður sumt sem hann segir til þess að endur- spegla sýn Íslendinga á sjálfa sig, eins og þeir vilja koma fram fyrir ferðalöngum (sbr. tilvitnun hér að ofan). „Sérstöðuna“ frægu nálgast hann með talsverðum fyrirvara og í gamansömum tón, en staðfestir þó oftar en ekki á endanum sögur um víkinga, sprengöflugt næturlíf, fallegasta vefsíðu sinni frá reynslu sinni í bland við fróðleik um land og þjóð. Þar birtast líka fallegar myndir, t.d. má finna góðan bálk frá þjóðhátíðardeginum. Síðan er sem sagt góð og fróð- leikurinn sem Wilson blandar við athugasemdir sínar um daglegt líf á Íslandi er oft býsna fróðlegur (kemur á daginn að Hótel Borg er mun merkilegri bygging en marg- ur hefði haldið). Hann virðist og hitta einhverskonar nagla á höf- uðið merkilega oft. Svo er gaman að fá sýn ókunnugra á það sem maður telur sig jafnan þekkja inn og út. Ef maður þá gerir það yfirleitt. Rétt eins og drukknir norskir bissnesskallar bentu greinarhöfundi á ofgnótt nær- fataverslana á Laugaveginum fyr- ir nokkru (þeir drógu af því skrýtnar ályktanir um lífið hér á landi) hefur Wilson gert honum ljóst að Reykjavík er gjörsamlega stappfull af barnavögnum. Og svo er þar sérstakur ísbar, búinn til úr frostklumpum, þar sem fólk drekkur brennivín í kuldagöllum. Og hvalaskoðun. Vissi einhver af þessu? Hefur þú farið í skoð- unarferð í bænum þínum, eða læturðu þér nægja að sjá hann gegnum bílglugga á leið til vinnu? WWW.ONTHERUNTUR.COM ÍSLAND Á NETINU kvenfólk heims og sterkustu menn. Þetta gæti komið á óvart, en ímynd sú er túristabúðin í Banka- stræti leitast við að gefa af landi og þjóð – lundar, náttúruundur, Björk og brjáluð Kaffibarspartý – virðist tekin trúanleg af sumum gestum og er jafnvel staðfest af reynslu þeirra hér (og hér er ekki átt sérstaklega við hinn ágæta Wilson). Nú á hver við sig hvort hann telur ofangreind atriði vera hluta af einhverjum íslenskum raunveruleika, eða hvort við höf- um (óafvitandi?), í markaðsskyni, skapað sér-raunveruleika til handa túristum og auglýsinga- stofum. Eins og Benidorm gefur ekki rétta mynd af Spáni, gefur kannski upplifun túrista af Íslandi – því Íslandi sem þeim er boðið upp á – ekki rétta mynd af land- inu sem við búum venjulega í (ekki að annar hvor raunveruleik- inn sé eitthvað betri eða merki- legri en hinn. Sama mætti kannski segja um veruleika glans- tímarita svo og venjulegs fólks). Ekki að það skipti sérstöku máli, það er bara gaman að spá í það. Stappfull af barnavögnum En aftur að Clement Wilson. Næstu vikur hefur hann í hyggju að ferðast hringveginn (nafnið „On the Runtur“ er dregið af þessum rúnti sem hann hyggst taka. Hann er reyndar þegar lagður af stað, Gullfoss og Geysir voru afgreiddir fyrir skömmu og fengu ágætiseinkunn) og segja á 1 1. Blaðamaðurinn Clement Wilson sem heldur úti heima- síðunni www.onthe- runtur.com. Texti Haukur S. Magnússon Svo er gaman að fá sýn ókunnugra á það sem maður telur sig jafnan þekkja inn og út Sumarlegt Tivoli PAL útvarp Tivoli-útvarpstækin hafa verið vinsæl í vetur og eru nú komin í sumarlitum. Nú er tilvalið að fá sér eitt bleikt útvarp á svalirnar. Út- vörpin fást m.a. í Tekk húsinu, Kokku og Hljómsýn. Ljósakrónu eftir Ingo Maurer Engum öðrum en Ingo Maurer ljósahönnuði dytti í hug að hanna hangandi lampa, úr brotnu leirtaui. Verslanir með ljósum frá Ingo eru víðsvegar í Evrópu og í Bandaríkj- unum. www.ingo-maurer.com. Opið rými Það er ekkert betra fyrir sálina en opin rými og nóg af birtu, svo ekki sé talað um eins og eitt reiðhjól inni í eldhúsi!! Eldhúsinnrétt- ingin fæst í Habitat. FYRIR HEIMILIÐ ÞARFTU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.