Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 10
10 SVALA Inn í verslunina Gyllta köttinn í Austurstræti gengur tískudrottningin Svala. Eins og vanalega er hún eins og klippt út úr tískublaði. Örugg í fasi gengur hún rakleiðis að fataslánum. Hún veit hvað hún vill, sér strax hvað passar saman og hvað ekki. Hún þarf ekki einu sinni að máta. Hvernig fer hún að þessu? Að versla er þjálfun „Alveg frá því ég var smástelpa hef ég elskað að skoða tískublöð. Ég fæ öran hjartslátt þegar ég sé second hand-búðir í útlöndum því þar er sko gaman að gramsa. Svo þetta er bara ákveðin þjálfun eins og hvað annað,“ segir Svala sem kaupir föt eftir gæðum efnanna, en ekki sniði. Þegar heim er komið sest hún við brúnu sauma- vélina sem tengdamamma gaf henni, þar breytir hún og bætir þar til flíkin er orðin sem ný. En hvaðan fær hún innblásturinn? „Kate Moss er alltaf flott og það að skoða göm- ul tískublöð frá 7. áratugnum veitir mér mikinn innblástur. Núna næ ég líka sjónvarpsstöð sem heitir Fashion Television, en þar er sýnt frá tísku- sýningum allan sólarhringinn. Ég horfi á þessa stöð svona með öðru auganu og fæ margar góð- ar hugmyndir í kaupbæti.“ En hvaða búðir hér á landi eru boðlegar Svölu Björgvins? „Ég er mest fyrir „second-hand“-búðirnar Spútn- ik, Rokk og rósir, Elvis og svo auðvitað Gyllta köttinn sem er mjög góð viðbót við þann mark- að sem fyrir var. En svo eru líka að spretta upp spennandi hönnuðir eins og til dæmis Aftur- systur, Ási, Nakti apinn og Harpa Einars. Þetta fólk er að gera mjög góða hluti,“ segir Svala sem segist vel geta hugsað sér að mennta sig á þessari braut. Hún mundi nú örugglega gera það vel stelpan. Kúr eða kirkja? En hvernig eru jólin hjá Svölu? Eru einhverjar hefðir á hennar heimili? „Já svona smá. Ég og Einar, kærastinn minn, för- um til mömmu og pabba. Til þess að koma okk- ur í jólaskap horfum við öll saman á myndirnar It’s a Wonderful Life og Christmas Vacation. Svo borðum við alltaf fylltan kalkún. Þegar ég var yngri fór ég í miðnæturmessu með mömmu og ömmu en svona í seinni tíð hafa sófinn og nátt- fötin náð að tæla mig til sín. Kannski kirkjan togi í mig aftur í ár.“ Hvað með áramótaheit? Eru einhver markmið sem þú hefur sett þér fyrir komandi ár? „Markmið?“ segir Svala hlæjandi, „nei ég er voða lítið fyrir að setja mér lang- tímamarkmið. Ég tek bara einn dag í einu. En það má kannski segja að ég hafi eitt stórt mark- mið og það er að gera eitthvað skapandi á hverjum einasta degi. Hvort sem það er að sauma, vinna með Einari eða semja, ef ég geri það sofna ég sátt á koddanum.“ ÞOKKAGYÐJAN SVALA BJÖRGVINS 1 2 3 4 1 Tigerbuxur: 2.500. Toppur: 3.200. Jakki: 5.800. Perlur: 1.600. Stígvél: 7.800. 2 Kjóll: 8.100. Skór: 3.200. Hálsmen: 1.800. Belti: 3.800. 3 Kjóll: 8.100. Lágstígvél: 6.800. Armbönd: 600–1.400. 4 Kína jakki: 7.800. Buxur: 7.800. Stuttermabolur: 1.800. Belti: 3.800. Texti Berglind Häsler Myndir Þorkell Þorkelsson Ég fæ öran hjartslátt þegar ég sé second hand- búðir í útlöndum því þar er sko gaman að gramsa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.