Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 14
14 VIÐTALIÐ farinn í það. Þetta endaði með að mamma var með prjónaverkstæði heima, og hún, systir mín og kona bróður míns hekluðu þetta“ segir Hrafnhildur og hlær. „Mér finnst gaman að búa til einstakar flíkur. Kannski af því að mér finnst ekkert gaman að end- urtaka mig og það kemur kannski til af því að ég nálgast ósjálfrátt hönnun útfrá reynslunni í mynd- list og á erfitt með að hugsa útfrá því hvað er praktískt.“ „Steel and Knife“-stílistar Hrafnhildur hefur dvalarleyfi í Bandaríkjunum sem myndlistarmaður. „Ég vinn sem verktaki og er auð- vitað bara að reyna að finna leið til að búa til pen- ing til að borga leiguna. Þess vegna er ég líka að vasast í því að stílisera, hanna búninga og eitt og annað.“ Hrafnhildur og Edda Guðmundsdóttir vinkona hennar, sem býr líka í New York vinna saman sem Farandstílistarnir Stál og Hnífur. „Þegar ég var beð- in um að gera búninga á fjóra dansara fyrir inn- setningu og gjörning í Art Basel Miami 2004 þá fékk ég Eddu til að vinna þá með mér enda er hún dansari að mennt og snillingur þegar kemur að búningaleik. Við höfum verið að vinna fyrir hina og þessa uppá síðkastið, við fáum verkefni við að stíl- isera fyrir ljósmyndatökur og erum líka að vinna okkar myndaþætti fyrir tímarit. Við erum að vinna núna fyrir pólskt tímarit og höfum unnið fyrir tíma- rit í París og New York.“ Ísland – Pólland – New York Hrafnhildur ákvað að vera áfram í New York og sá fyrir sér að hún yrði að fá eins mikið út úr borginni og hún gæti fyrst hún væri mætt á svæðið. „Ég fann mig strax mjög vel í New York. Minn karakter er þannig að ég þarf mína einveru til að fúnkera en svo er ég líka ótrúlega félagslynd. Ég held ég gæti samt ekki fúnkerað í New York nema af því að ég hef Ísland og þegar ég er á Íslandi líður mér vel þar af því að ég veit að ég hef New York. Ég er búin að koma mér upp góðu jafnvægi þar á milli. Það er mjög mikilvægt að vera á stað sem hleður þessi batterí. New York er mikill innblástur fyrir verk mín og mér finnst mjög mikilvægt að geta unnið ein- mitt þar. En ég verð líka að geta komist í burtu það- an, því borgin getur sogið úr manni alla orku. Þá er gott að koma heim og svo eigum við lítið sveitahús á Póllandi.“ Hefur lífið breyst mikið eftir að þú áttir Mána? „Algjörlega en alveg merkilega lítið samt. Þetta breytir engu og öllu einhvern veginn því maður heldur áfram að vera maður sjálfur eða einhver ný og voandi endurbætt útgáfa af sjálfri sér. Annars byði ég ekki í það hefði ég ekki efni á að vera með barnapíu. Það er auðvitað ekkert í líkingu við það að vera með barn hér að vera með barn á Íslandi. Ég á samt rosalega góða fjölskyldu af vinum hér, þetta er næstum allt barnlaust fólk sem springur úr hamingju við að fá að vera í kringum börn. Svo er Inga frænka hérna sem er alltaf jafn notalegt að fá til að passa. Það er mjög gott þótt það sé ekki nema einn ættingi,“ segir Hrafnhildur og við það bankar Silja Magg ljósmyndari og ég kveð Hrafn- hildi. Það er líka nóg á döfinni og hún þarf að halda áfram að vinna að næstu verkefnum, þar á meðal einkasýningu í New York. Það er mjög mikilvægt að vera á stað sem hleður þessi batterí, New York er mikill innblástur 1. „Vinstra og hægra heilahvel“, 2005. Vegg- myndir úr gervi- og mannshári. Mynd Mauritz Carlsson. 2. Hárskúlptúr á Björk fyrir Medúllu-plötuna. 1 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.