Tíminn - 03.02.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.02.1971, Blaðsíða 2
2 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 3. febrúar 1971 Þórarinn SlgurSsson afhendir Steinþóri Viggó ÞorvarSarsyni, Stykkishólml, farmiSann til Mallorea, en 1 horn- inu hér neSst á myndinnl er Steinþór og kona hans Hall dóra Jónsdóttir, og munu þau fara tii Mallorca einhvern tíma á árinu. (Tímamynd BC) HLUTU MALLORCAFERÐ1VERÐ LAUN Á FRAMSÓKNARVIST Einstaklega vel heppnuð spilakvöld á Snæfellsnesi. PB—Reykjavík, þriðjudag. Stjómir Framsóknarfélaganna á Snæfellsnesi ákváðu í september s;., að halda fimm spilakvöld víðs vegar um héraðið. Var það von manna, að fólk tæki þessu vel og notaði tækifærið til þess að auka kynni sín áífnilli ,með því að sækja hvert annað heim. Spilakvöld var fyrst haldið á Lýsuhóli í Staðar- sveit, síðan í Stykkishólmi, þá Breiðabliki. Þessar þrjár sam- komur voru haldnar fyrir áramút. 1 desember var gert hlé, en byrjað á nýjan leik í janúar með spila- kvöldi, sem upphaflega var fyrir- hugað að haldið yrði í Ólafsvík, en þar sem séð var, að svo góð aðsókn hefði verið að samkomunum, þá myndi ekki vera nægilegt húsrými í Ólafsvík, var ákveðið að halda sámkomuna að Röst á Hellissandi. Síðasta spilakvöldið varð svo á laugardaginn í Grundarfirði. Þórarinn Sigurðsson formaður Framsóknarfélags Snæfellsness- og Hnappadalssýslu sagði í viðtali við bi'aðið, að alls hefðu í heild um 800 manns sótt þessar samkomur. Meirihlutinn hefur að sjálfsögðu Á MALÞINGI Það lýsir miikilili sjálíumgleði hjá hetatia toffllheimitumanini þjóðarinnar, þe®ar hann sitendux að yfiriýsingum um íþrótt, sem til er komin vegna þess að fjöldi fóllks er sagður þjást af „hreyftngarleysi og offtitu”, á sama trárn og fæstir geta staðið und- ir sköttum og skyidum nema hafa sig affla við þrældóminn, og viðurkennt er, að meðalfj ölskylda lófir ekki á iaunum fjöiskylduföðuriins eins, heldur þarf konan að vinna úti og jafnvel bömin Mka þá stund sem þau eru eddki í skóium. Sjálfur fjár- málaráðiherra, sem stendur einn með öðrum að slíkri verðbólguþróun í iandinu, að það kostar hörku að vinnia fyrir sér og sínum, og meira um að menn veikist af þrældómi en hreyfingarleysi, segir við dauðupp- gefið fólk: Þið stouiu stunda trimm. En tirimm er sprikl og vitleysa, sem óhugsandi er að nokkur ástundi þurfi hann verulegri vinnu að sinna. A sama tíma og mönnum er nauð- uigiur einn kostur að axla álögur ráð- herrans mælir hann svo fyrir að menn skuli hlaupa. Hann hefi"- sem sagt komizt að þeirri niðurstöðu að fólk „megi ekki verða aumingjar fyrir aldur fram”. Það getur það orðið af of miklum þrældómi. Mánal jósið, það málaði fjósið. Þessa gullvægu setningu lét ráð- herrann falla á Trimm-ráðstefnu nú { um heigina. Trimm-ráðstefnan leiddi svo sem ekkert sérstalkt af sér, enda verður ekki þverfótað fyrir heiíisu- bóitaríþróttum. Við höfum áður benit á þá sitaðreynd, að heilsuibótansprikl- ið leggur ákveðna prósentu þáttitak- enda í rúmið, Því einn er að togna og annar að detta og sá þriðji kvefast. Samt er ástæðulaust að álíta að varanlÁgt helsutjón hljótist af þessu sprikld. Nokikur nýlunda þykiir að orðiru trimrn, sem útlendingum er ætlað að skilja, en við eigum ekki að þurfa að skilja frekar en aðra „upphefð”, sem kemur að utan. For- spátt skáld hafði þó þetita orð um hönd norður á Akureyri fyrir einum fjörutíu árum í einskonar heilsu- bótarvísu sem það orti er það var að reyna að vera fyndið. Sést greinilega að það hefur haft ákveðna líkams- æfimgu í huga og „forud”, og virð- ist vera um óiíkt gáfulegri ræktar- starfsemi ?ð ræða en þá sem Trimm- ráðstefnan var að burðast með og fjármálaráðherra lagði blessun sína yfir. Vissulega hefur skáldið ekki verið orðið „aumingi fyrir aldur fram”, þegiar það kvað: Trimm, Triimm, Trimmtrína. Gilitruttína. Ljótur er hann á þér gásMhamurinn. Mánaljósið, það málaði fjósið. Mættu mér við ka — ka — kamarsinnganginn. Svarthöfði verið heimafólk á hverjum stað, en margir hafa þó komið á öll splla- kvölcfin, enda voru verðlaunin, Mallorcaferð fyrir tvo, veitt fyrir beztan árangur einstaklings á ö,l- um spilakvöldunum saman lagt. Skemmtinefndir störfuðu að und irbúningi skemmtananna á -hverj um stað. Starf nefndanna var meið miklum ágætum, sagði Þórarinn, — og segja má, að þegar allir eru ákveðnir í því að gera sitt bezta, hvort heldur er til að leiða fólk saman ti; skemmtunar eða til annars, þá gengur allt vel. — Ég vil nota tækifærið, sagði Þórarinn, — til þess að þakka öll- um, sem að þessu félagsstarfi stóðu á einn eða annan hátt, til dæmis samstarf í stjórnu-m félag- anna við uppbyggingu og skipu- lagsstarf, starfsnefndunum á hverj um stað og ö.lum þeim mikla fjölda fólks, sem sýndi þessari til- raun svo mikinn áhuga, sem raun varð á. Alveg sérstaklega vil ég senda konunium kveðju mína og þakkir fyrir góðan kaffisopa og veitimgar. Þær lögðu oft á sig mitala vinmu, oft við erfiðar aðstæður. Síðast en elcki sízt þakka ég alþingismönnum flokksins, og frambjóðendum í Vesturlandskjör- dæmj við næstu kosningar fyrir ávörp sem þeir f.'uttu og þátttöku í skemmtikvöldunum. Á næsturmi munu forystumenn flokksins í kjördæminu, alþinigis- menn og frambjóðendur efna til funda víðs vegar um héraðið. Þá hefur einnig verið ákveðið að efnt venði til vormóts að Röst á Hellis- sandi í mai að vertíð lokinni. Ég vil - ég vil Söngleikurinn, Ég vil, ég vil, verður sýndur í 20. sinn n. k. föstu dag þann 5. febrúar. Aðsókn hef ur verið mjög góð og hefur leik urinn verið sýndur þrisvar sinnum í viku að undanförnu. Eins og þegar hefur verið frá sagt þá fer Sigríður Þorvaldsdóttir innan skamms til Liibeck, þar sem henni er boðio’ að leika þetta sama hlutverk í Ég vil, óg vii í apríl i vor. Sigríður fer utan til æfinga í marz mánuði. í því sam bandi er rétt að benda á það að sýningum á És vil. ég vil fer nú að fækka í Þjóðleikhúsinu. ENDURMENNTIiNARNÁM- SKEID FYRIR LÖGFRÆÐINGA Lögfræðingafélags fslands hefur ákveóið í samvinnu við Lagadeild Háskóla íslands að efna til endurmenntunarnámskeiðs fyrir lögfræðinga. Með þessu fer félagið inn á nýjar brautir, því að slík námskeið hafa ekki áður verið haldin fyrir lögfræðinga. Mikil undirbúningsvinna hefur þegar verið af hendi leyst af hálfu stjórnar félagsins og laga deildar. Hafa þeir Þorvaldur Garðar Kristjánsson, formaó'ur félagsins, Jónatan Þórmundsson, prófessor, Þór Vilhjálmsson, pró fessor og dr. Gaukur Jörundsson, prófessor, haft af undirbúningn um mestan veg og vanda. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Háskóla íslands dag ana 22. — 26. marz n. k. og fjallar það um FASTEIGNIR Það mun standa dag hvern frá kl. 17.00 — 19.00 og 20.30 — 22. 30. Dagskráin verður sem hér seg ir: 1. dagur a) Meginreglur um fasteignakaup. b) Vanefndir í fasteignakaupum. 2. dagur a) Verðlagning fasteigna og fast- eignamat opinberra aðila. b) Fast eignaskattar og vátryggingar. 3. dagur. a) Verksamningar um bygg ingar og ábyrgðarreglur. b) Fjár mögnun bygginga, eignakvaðir og óbejn eignaréttindi. 4. dagur a) Réttarreglur urn gerö mannvirkja og skipulagslöggjöf. b) Þinglýs- ingarlöggjöf. 5. dagur a) Lögin um fjölbýlishús. b) Grennd. ,, G-riCt-ef, gáð., f.yrir, að flutt verði erindi um hvert efni, sem standi um 40 mínútur hvert, en síðan verði rætt um efni þeirra og fyrirspurnum svarað. Fyrirlesarar verða: 1. dagur: a) Gaukur Jörundsson b) Ragnar Aðalsteinsson 2. dagur: a) Guðlaugur Þorláksson a) Ármann Snævarr b) Guðmundur Vignir Jósefsson b) Ásgeir Magnússon 3. dagur: a) Magnús Þ. Torfason b) Þorvaldur Garðar Kristjánsson c) Gaukur Jörundsson 4. dagur: a) Páll Líndal b) Ólafur Pálsson 5. dagur: a) Páll S. Pálsson b) Magnús Thoroddsen. Þátttökugjald er kr. 500,00. Þátttak'endur verða 30 að hámarki. Laganemum er heimil þátttaka, ef lögfræðingar fylla ekki hámarks tölu þátttakenda. Framkvæmda- stjórar eru lögfr. Hrafn Bragason og Sigurður Hafstein Oig eru vænt- anil. þátttakendur þeðniir að snúa sér til þeirra vegna inritunar, eða til Stefáns Sörenssonar lögfr. á skrifstofu Háskóla íslands. Inn- ritunarfrestur er til 1. marz. n.k. Verðlaun Framhald af 1. síðu. Björn Ólafsson, konsertmeistari, dr. Róbert A .Ottósson og Viadi- mir Astoenazy. Að iokum er svo samkeppnin um þjóðhátíðiarmerki og vegg- skildi. Meirkið sk-al vera til al- mienara inota á prenitgögnum, í auiglýsingum, sem harmmerki, á bókarkili o.s.frv. Þá er keppt um þrjár myndstoreyitingar (teitoniing- ar) tál nota á veggstoildi, sem framleiddir verða sem minjagrip- ir og ef til vill fleiri nota. Ein verðiaun verða veitit, 75 þúsund krónur fyrir merkið og 60 þúsund krónur fyrir my-nd sto re ytinjgar. — Dómnefndima stoipa Birgir Fiinns- son, forseti Sameinaðs Alþinigis, Haraldur Hannesson, skjalavörður Seðlalbantoans, Helga S. Svein- bjömsdóttir, teiknari, Hörður Ág- ústsson, skólastj óri og Steinþór Sigurðsson, listmálari. Trúnaðar- miaður nefadarinnar er Indriði G. Þorsteinsson, ritari Þjóðhátíðar- enfndar 1974, en hieimilisfang hennar er storifstofa Alþingis. Skákkeppnin Svart: Taflfélag Akureyrar: Jóbann Snorrason og Margeir Steingrímsson vaoaHdOH es t- <D in m IM ABCDEFGH Hvitt: Taflfélag Reykjavíkur: Gunnar Gunnarsson og Trausti Björnsson. 11. leikur svarts: g7—g6 Skákþing íslands 1971 Þrír efstir og jafnir í fyrsta flokki Staðan í meistaraflokki fyrir næst síðustu umferö er þessi: 1. Jón Kristinsson þrjá og hálf an vinning og biðskák. 2.—3. Frey steinn Þorbergsson og Magnús Sól mundarson með þrjá og hálfan vinning hvor. 4. Björn Þorsteinsson þrjá vinn inga og bio'skák, aðrir hafa minna. Keppni er lokið í fyrsta flokki, þar var mjög hörð og jöfn keppni og endaði hún með því að þrír urðu jafnir og efstir að vinning um, beir voru Snorri Þorvaldsson. Guonlaugur Óskarsson o,g Bragi Gísiason. Snorri sigraði þar sem stig hans voru hagstæðust, en fyr ir keppnina var ákveðið aó‘ ef yrðu menn jafnir skyldu Sonnen- born-Berger stig ráða sætum. í öðrum flokki er staðan þessi fyrir síðustu umferð að efstir og jafnir eru Þórir Sigursteinsson og Stefári Aðalsteinsson með Fimm vinninga af sex möguleg um. í unglingaflokki eru þeir efstir Ómar Jónsson meó sex vinninga og Ólafur G. Jónsson með fimm vinninga. í Boðsmóti T.R., sem er teflt um leið og úrslitakeppná Reykja- víkurþingsins fer fram, eru fjórir jafnir og efstir: Jón Torfason, Þórir Ólafsson, Bragi Halldórsson og Gunnar Gunnarsson. Frétt frá Taflfélaginu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.