Tíminn - 03.02.1971, Page 6

Tíminn - 03.02.1971, Page 6
6 TÍMINN MJBVIKUDAGUR 3. febrúar 1971 Ályktun verkalýðsráð stefnu Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík Verkavýðshreyfingin er f jölmennasta og þýðing- armesta fjöldahreyfing fólksins í landinu. Því skipt ir höfuðmáli, að verkalýðsfélögin og heildarsam- tök þeirra séu sem sterkast og áhrifaríkast þjóð- félagsafl í baráttunni fyrir bættum kjörum, betra mannlífi og framfarasókn þjóðarinnar. Sú ömurlega staðreýnd b.’asir við, að verkalýðs- samtökin eru félagslega lömuð. Það lýsir sér m. a. í því, að hinir almennu félagsmenn eru afskiptir um málefni verkalýðsfélaganna, sem er stjórnað af fániennu skrifstofu- og embættismannaliði. Va’d og áhrif fólksins eru því að litlu orðin. Til þess að gera verkalýðshreyfinguna á ný að hreyfingu fólksins og áhrifamiklu þjóðfélagsafli, leggur verka.'ýðsmálaráðstefna FUF í Reykjavík áherzlu á: að I stað starfsmanna- og skrifstofuvalds í verka- lýðssamtökunum komi vald fólksins í félögun- um. Vald félagsmanna verði aukið m. a. með stærri trúnaðarráðum, sem kosið verði til á hinum ýmsu vinnustöðum. Forystumenn félag- anna haldi reglulega fundi með félagsmönnum á vinnustöðum og efli á annan hátt tengslin millj forystu og félagsmanna. Kosningakerfið innan verkalýðsfélaganna verði gert mun lýð- ræðislegra- að Alþýðusamband fslands verði í reynd stefnu- mótandi aðili með skýrt afmörktíðu fram- kvæmdavaldi, en ekki aðeins afgreiðslustofnun eins og nú er. Alþvðusambandið hafi á sínum vegun. HAGDEILD, sem fylgist með þróun þjóðarbúskapar og einstakra fyrirtækja og veití aðildarfélögunum yfirlit um stöðu þeirra og tölulegar staðreyndir; LÖGFRÆÐIDEILD, sem veiti félagsmönnum upplýsingar um réttindi og skyldur og aðra lögfræðilega aðstoð, og ÚT- GÁFUDEILD, sem sjái um útgáfu á málgagni verkalýðshreyfingarinnar. að Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA) verði að öflugri fræðslustofnun, sem fræði trúnaðarmenn og almenna félagsmenn í verka- lýðsfélögunum um málefni verkalýðshreyfing- ar og þjóðfélagsins, veiti þeim þjálfun í félags- störfum og verkalýðsbaráttu og efli félags- þroska og hæfni. MFA hafi samstarf við önnur félagasamtök um margháttaða fræðslustarf- semi, þar á meðal fullorðinsfræðslu. í stað þess að fjalla eingöngu um málefni líð- andi stundar og taka afstöðu til þeirra vandamá’a, sem við er a® fást í þjóðfélaginu hverju sinni, þarf verkalýðshreyfingin og heildarsamtök hennar að móta ákveðna framtíðarstefnu í þýðingarmestu hagsmunamálum fólksins, og á það jafnt við um kjaramál, velferðarmál og gerð þess þjóðfélags sem að er stefnt. f þessu sambandi bendir ráðstefnan á, að van- rækt, hefur verið að móta ákveðna launastefnu, enda hefur miðað í þá forkastan.’egu átt undan- farið að launamismunur fari vaxandi og beinlínis að þVl stefnt með síðustu kjarasamningum opin- berra starfsmanna og ríkisvaldsins. Fullyrða má, að tekjur ýmissa hátekjustétta séu nú 20—30 sinn- vm hærri en tekjur ellilífeyrisþega, og er slíkt óþofandi í okkar landi, þar sem stefna ber að meiri jöfnuði en með öðrum þjóðum. Því ályktar verkalýðsmálaráðstefna FUF í Reykjavík: að verkalýðshreyfingin móti launastefnu, sem hafi aukinn launajöfnuð í þjóðfélaginu og ákveðin verðtryggð lágmarkslaun sem höfuðatriði. Jafn- framt verði menntun gerð eftirsóknarverðari og öllum möguleg með námslaunum. að í næstu samningum verði krafizt 40 stunda vinnuviku, er gefi sömu tekjur og meðaltal rauntekna hefur verið síðustu 2 ár. Jafnframt verði öll yfirvinna bönnuð nema með leyfi stjórnar viðkomandi verkalýðsfélaga. að verkalýðshreyfingin hafni öllum samningum við svikult ríkisvald og að sett verði inn í alla kjarasamninga ákvæði um, að þeir séu þegar uppsegjanlegir grípi ríkisvaldið til einhverra aðgerðz sem raski ákvæðum þeirra. að hafir verði stórsókn, bæ’ði með pólitísku átaki og almennri fræðslu fyrir atvinnulýðræði á fs- landi, sem þróist stig af stigi. f fyrsta áfanga verði komið á samstarfsnefndum í fyrirtækjum og atvtnnugrcinum, þar sem fulltrúar starfs- fólks og stjómenda eigi sæti. Nefndir þessar liafi ákvörðunarvald á tilteknum sviðum, og sama aðgang og stjórnir fvrirtækja og opin- berir aðilar að öllu er varð^r rekstur og áætl- anir fyrirtækja. Framhald a bls 12 VA9JNB TIL FÓLKSINS! EIN VINSTRIFYLKING!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.