Tíminn - 23.02.1971, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 23. febrúar 1971 _____ TIMINN 7
i—Sttttww—
Útgefandi; FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Pramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Jón Helgason. IndriSl G. Þorsteinsson og
Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Rit.
stjómarskriístofur i Edduhúsinu, simar 18300 — 18306. Skrif-
stofur Bamkastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi:
19523 Aðrar skrifstofur simi 18300. Askrfftargjald kr. 195,00
ð mánuði innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm.
Edda hf.
Sjúkrahús á Akureyri
Meðal merkustu heilbrigðismála, sem nú liggja fyrir
Alþingi, er frumvarp Ingvars Gíslasonar, Stefáns Val-
geirssonar og Gísla Guðmundssonar, um að sameina ríki
og Akureyrarbæ um að koma upp sem fuUkomnustu
sjúkrahúsi fyrir árslok 1977. Gert er ráð fyrir samaðild
rikis og bæjar að byggingu og rekstri sjúkrahússins,
þannig, að ríkið eigi 80% hlut, en Akureyrarbær 20%.
Nú er starfandi á Akureyri fjórðungssjúkrahús, en
ábyrgð af stofnun þess og rekstri er öll á herðum
Akureyrarbæjar, og er stofnunin að því leyti til í reynd
bæjarsjúkrahús á Akureyri. Hins vegar hefur starfssvið
sjúkrahússins náð langt út fyrir mörk Akureyrarkaup-
staðar, sem á því sést, að legudagar sjúklinga frá Akur-
eyri eru að meðaltali á ári aðeins 55% af legudagafjölda,
en legudagar sjúklinga, sem heima eiga utan Akureyrar,
þ.e. hvaðanæva af Norður- og Austurlandi, eru 45% af
legudagafjöldanum. Sum ár hefur þetta hlutfaU verið
50:50.
í reynd er því hér um að ræða bæjarsjúkrahús, sem
tekið hefur að sér þjónustu við landið í heild, þjónustu,
sem ríkinu ber að hafa forgöngu um.
Augljós er nauðsyn þess að gerbreyta sjúkrahúsað-
stöðu á Akureyri. Fjórðungssjúkrahúsið áðumefnda, sem
tók til starfa árið 1953, var á sínum tíma stórstíg fram-
för í sjúkrahúsmálum, en hefur úrelzt fljótt vegna örra
breytinga á sviði læknisvísinda og á gerð sjúkrahúsa
yfirleitt. Er því ekki að leyná, að það er að ýiiíísu Vanbúið,
eins og nú er komið. Nauðsyn krefst þess að úr þessum
vanbúnaði verði bætt á næstu árum. Það er sannkölluð
óheillaþróun, ef Akureyri dregst aftur úr í sjúkrahús-
málum meira en orðið er. Miklar framfarir hafa orðið
í sjúkrahúsmálum höfuðborgarinnar að undanfömu, og
mun það ekki eftir talið. Einnig hafa verið gerð veruleg
átök í sjúkrahúsmálum annars staðar, svo sem nauðsyn
ber til. En á þessum tíma hefur bilið milli Reykjavíkur
og Akureyrar breikkað mjög í þessum efnum, en þrengzt
á hinn veginn milli Akureyrar og ýmissa annarra staða.
Þetta er óeðlilegt og óheppilegt. Akureyri á að hafa-. for-
ustu í sjúkrahúsmálum utan höfuðborgarinnar. Þar er
hagkvæmt og skylt að reka fuUkomið sjúkrahús, sem
þjónað gæti stóra landssvæði. Ríkinu er skylt að hafa
þar forastu, en forastumenn Akureyrar vilja einnig
leggja sitt af mörkum til uppbyggingar sjúkrahússað-
stöðu á Akureyri, og er rétt, að sá vilji fái að njóta sín
í eðlilegu samstarfi við ríkissjóð.
Við þetta má svo bæta því áliti landlæknis og fleiri
forastumanna í heilbrigðismálum, að með tilliti til jarð-
skjálftahættu, sé nauðsynlegt að til sé fullkomið sjúkra-
hús víðar en á einum stað á landinu.
Iðnskólinn í Keflavík
Síðan 1943 hefur verið starfræktur iðnskóli í Keflavík
og hafa nemendur verið um 100 til jafnaðar síðustu
árin. Skólinn hefur orðið að starfa sem síðdegis- og
kvölds^óli, þar sem hann hefur ekki haft eigið húsnæði,
heldur verið til húsa hjá bamaskólanum. Þetta veldur
að sjálfsögðu margvíslegum erfiðleikum. Nefnd, sem
skipuð er fulltrúum sveitarfélaga á Suðumesjum, hefur
undanfarin þrjú ár unnið að undirbúningi sérstaks iðn-
skólahúss, en ekki fengið nægar ,undirtektir á hærri
stöðum. Það er því tímabært, að þessu máli sé hreyft
á Alþingi, en Jón Skaftason hefur nýlega lagt fram
þingsályktunartillögu, þar sem skorað er á menntamála-
ráðherra að hraða undirbúningi iðnskólahúss í Keflavík.
Væntanlega fær þessi tillaga stuðning Alþingis. Þ.Þ.
Ingvar Gíslason, alþm.:
Kiaramál aldraða fólksins
Nú munu liðin u.þ.b. 15 ár
síðan þeirri tillögu var fyrst
hreyft á Alþingi, að stefnt
skyldi að því að stofna „lífeyris-
sjóð fyrir alla landsmenn".
Flutningsmaður tillögunnar var
Ólafur Jóhannesson, próf., nú-
verandi formaður Framsóknar-
flokksins. Tillaga Ólafs Jó-
hannessonar var samþykkt
sem ályktun Alþingis vorið
1957 og fól í sér áskorun á
ríkisstjórnina um að láta at-
huga, hvort tiltækilegt væri
að stofna lífeyrissjóð fyrir sjó-
menn, verkamenn, bændur, út-
vegsmenn og aðra, sem ekki
nytu lífeyristryggingar hjá líf-
eyrissjóðum.
Hugmynd Ólafs Jóhannes-
sonar, sem svo vel var tekið á
Alþingi 1956—1957, hefur því
miður ekki orðið að veruleika.
„Lífeyrissjóður fyrir alla lands
menn“ hefur ekki verið stofn-
aður, og ekki eru horfur á, að
svo verði á næstunni, ef ráða
má af líkr.m. Þess er þó skylt
að geta, að á þessu tímabili
hafa verið stofnaðir fjölmarg-
ir lífeyrissjóðir einstakra
stétta og starfshópa, þannig að
því fólki hefur mjög fjölgað,
sem tryggt hefur sér einhvern
rétt til lífeyris úr lífeyrissjóð-
um. En mjög eru lífeyrissjóð-
ir þessir ólíkir að stærð og
fjárhagsgetu og því. sem varð-
ar réttindi sjóðsfélaga. Heild-
arskipulag lífeyrissjóða er tæp
ast fyrir hendi, enda engin al-
menn lög í landinu um starf-
semi þeirra. Verður þó að
ætla, að starfsemi Iífeyrissjóð-
anna þjóni yfirleitt því mark-
miði að vera öldruðu fólki og
öryrkjum fjárhagsleg stoð og
vörn gegn þeirri röskun á hög-
um, sem elli og skert starfs-
orka hefur annars f för með
sér.
FORYSTULEYSI.
Ég ætla ekki í örstuttri
blaðagrein að rekja ástæður
þess, að þróunin í lífeyrissjóðs
málum hefur orðið svo sem
raun ber vitni, þ. e„ að stofn-
aðir hafa verið margir sjóðir
á þröngum grundvelli í stað
þess að efla einn sjóð, sem
flestir eða allir landsmenn
ættu aðild að. En þess vil ég
geta, að til þessa liggja fleiri
ástæður en ein. Að nokkru er
hér um að ræða ástæður, sem
beinlínis snerta afstöðu ein-
stakra stétta eða starfshópa,
eða e. t. v. fremur einstakra
forystumanna þeirra, — en á
hinu leitinu er ríkisstjórnina
um að saka. Getur engum dul-
izt forystuleysið f trygginga-
málum s. 1. áratug. Trygginga-
kerfið er steinrunnið skrif-
stofubákn, sem veltur áfram
með þyngslum af gömlum
vana. Hvergi örlar á frjórri
hugsun, nýjar hugmyndir ern
kæfðar í fæðingu, framkvæmd
ir dregnar á langinn, þar til í
óefni er komið, enda svo orðið,
að fslendingar standa langt að
baki nágrannaþjóðum sínum
á ýmsum sviðum trygginga-
mála. Á það ekki sízt við um
elli- og örorkutryggingu. Á þvi
sviði hefur hið almenna trygg-
ingakerfi algerlega brugðizt.
Ingvar Gíslason
Þar er allt staðnað. Alþýða
manna er hætt að vænta sér
nokkurs úr þeirri átt. Þetta
gerist á sama tíma sem gagn-
ger endurskipulagning lífeyris-
kerfisins á sér stað f nágranna
löndum okkar. Þar er miðað
að því, að lífeyrisgreiðslur séu
í því horfi, að aldrað fólk
geti lifað sæmilega af Iff-
eyri sínum. Þar er unnið að
því að koma á kjara- og tekju-
jöfnuði meðal aldraðs fólks, en
varast það, sém hér á sér stað,
að auka ójöfnuð f tekjum og af
komumöguleikum aldraðs
fólks innbyrðis, eftir því hvort
það er að öllu háð hungurlús
hins almenna tryggingakerfis
eða það hefur til viðbótar iíf-
eyri frá sérstökum lffeyris-
sjóði. Er þannig ástatt nm
fjölda aldraðs fólks f landinu,
að það hefur ekki aðrar pen-
ingatckjur en ellilffeyri ein-
staklings, sem er 4900 kr. á
mánuði. Hjón, sem náð hafa
67 ára aldri, fá að sjálfsögðu
hjónalífeyri, sem er 8820 kr.
á mánuði, en þegar svo stend
ur á, að miseldri er með hjón
unum, t.d. þannig, að eigin-
konan er yngri en maðurinn,
þá eru heimilistekjur oft ekki
aðrar en einstaklingslífeyrir að
fjárhæð 4900 kr. á mánuði.
Fyrir þá upphæð verður
hvorki lifað né dáið, enda al-
gengast að aldraðir menn, sem
við þessi kjör búa, reyna að
vinna fyrir sér á hinum al-
menna vinnumarkaði, svo lengi
sem heilsan leyfir, svo lengi
sem atvinnurekendum þóknast
að nýta aldraða menn til
starfa. En á slíku kann að
verða misbrestur, a.m.k. á
atvinnuleysistímum. Er
skemmst að minnast kreppu-
áranna 1968—1969, þegar at-
vinnuleysi var viðvarandi um
allt land mánuð eftir mánuð.
Að sjálfsögðu kom atvinnuleys
ið niður á verkamönnum og
iðnaðarmönnum f öllura grein
um að meira eða minna leyti,
og aldraða fólkið var þar eng-
in undantekning. Atvinnuleysið
bitnaði mjög á efnalitlum,
öldruðum mönnum, sem höfðu
starfsvilja og starfsþrek og
brýna þörf fyrir atvinnu til
þess að geta séð sér farborða
án ölmusu.
ÓJÖFNUÐUR Á GAMALS
ALDRI
Það gæti verið fróðlegt að
ræða frekar tekjumismuninn
hjá aldraða fólkinu, til þess að
sýna betur fram á, hvílíkt haf-
djúp ranglætis og ójafnaðar
rðnr í hinu svokallaða vel-
ferðarþjóðfélagi. Við höfum
mitt á mcðal okkar aldrað fólk,
verkamenn, bændur, sjómenn,
iðnaðarmenn o.s.frv., — fólk,
sem hefur slitið sér út á strit-
vinnu allt sitt líf, — sem ekki
hefur aðrar peningatekjur til
framfæris sér f ellinni en 4.900
kr. á mánuði. Svo er annað
fólk, kannski á næstu grösum,
kannski náskylt hinu fyrra,
eða vina- og kunningjafólk,
sem nýtur ríflegs lífeyris úr
lífeyrissjóði auk hins almenna
lífeyris. f fyrra dæminu er
aldraða fólkið dæmt til örbirgð
ar og efnalegs ósjálfstæðis, en
f síðara dæminu nýtur fólkið
viðunandi tekna, er efnalega
sjálfstætt og getur dregið sig f
hlé frá störfum með sæmd og
kvíðalaust.
f þessum dæmum er ekki
fyrir að fara neinum mann-
dómsmun. En hér gerir
þjóðfélagið sér mannamun.
Hér er einfaldlega um það að
ræða, að við búum f ranglátu
sérréttindaþjóðfélagi, þar sem
almannahagsmunir eru fyrir
borð bornir og jafnréttishug-
sjónin ýmist talin öfgar eða
hugarórar.
Hin valdamiklu stéttasamtök
hafa þvi miður til langframa
brugðizt forustuhlutvcrki sínu
f málefnum aldraðra. Það er
varla fyrr en á allra síðustu
misserum að almenningur fær
spurnir af því, að forystumenn
sumra undirstöðustétta þjóð-
félagsins séu að átta sig á, að
Iífeyrismálin eru einna mikil-
vægasti þátturinn f kjaramál-
um fótksins f landinu. Um þau
verður að fjalla af áhuga og
alúð sem önnur kjaramál og
færa þau í viðunandi búning,
sem standast má til frambúð-
ar. En hér hvílir auðvitað
ekki sfður mikil skylda á ríkis-
valdinu, ríkisstjórn og Alþingi.
Ef ríkisvaldið tæki f alvöru að
sér forsvar fyrir aldraða fólk-
inu sem nú býr við örbyrgð og
á undir náð yfirvalda um lífs-
afkomu sína, þá myndi skjótt
draga til umskipta f þessum
efnum. Það væri ástæða til
þess að gera fyllstu kröfur á
hendur ríkisvaldinu f þessu
máli, m.a. vegna eignaráns-
ins, sem framið hefur verið á
öldruðum sparifjáreigendum
með ósvífinnt gengisfellinga-
pólitík um fjölda ára, þar sem
krónan er greidd með eyri,
þegar bezt iætur.
Launahækkanir hafa átt
sér stað f landinu að undan-
förnu, og verður ekki annað
séð en að ýmsir starfshópar
hafi tryggt sér umtalsverðar
Frafnhald P bls. 1L
ÞRIÐJUDAGSGREININ