Tíminn - 24.02.1971, Qupperneq 6

Tíminn - 24.02.1971, Qupperneq 6
6 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 1971 SKÝLAUS RÉTTINDI FYRIR ALLA SÉRFRÆDINGA BYGGIN9AMALA I KERFINU BYGGINGANEFND HÖSAMEISTARI, arkitekt. Akademisk gráöa, viöurk. af Arkitekta- fólagi íslands, enda ab lögum. r Naib sarastarf í svipuöu svibi. r,= r/ r U « -*-> C1 X. Zl C tn o) a. E > E «0 £0 bflO O -H 1-» > tflfl O ~-H ho e BYGGINGA^ERKFRÆDINGUR civil-inconiör. Akademisk grába, Vib- ö urk. af Verkfrœbinga- fálagi íslands, enda ab lögum. ► ■ n i BYGGINGA F RÁCÐINGUR , bygningskonstrulctör. Teknisk grába, viburk. af Byggingafrrabingafé- lagi íslands, enda ab lögum. ’ h Náib samstarf á svipubu svibi BYGGINGATÆKNIFRÆÐINGUR | (husbygnings-)ingeniör. Teknisk grába, viburk. af Tæknifræbingafélagi íslands, enda ab lögum.l ÞaS er ekkert óeðlilegt við það, að „arkitektar“ hafi feng- ið fyrirspumir um afstöðu sína til þeirra umræðna og blaða- skrifa, sem farið hafa fram um gang „hins annarlega" mála- reksturs á breytingartillögum byggingarnefndar á bygginga- samþykkt Reykjavíkurborgar. Af þessu tilefni^ hefur stjórn Arkitektafélags íslands komið sjónarmiðum sínum á fram- færi hér í Tímanum þriðju- daginn 16. febrúar 1971. Virð- ist sú grein byggingasamþykkt- ar, sem kveður á um hverjir „starfshópar" sérfræðinga byggingamála skul| hafa rétt- indi gagnvart bygginganefrd, hafa áðállegá verið í 'SviðsTjós- inu. Minnzt er á það í umræddri greinargerð stjómar Arkitekta félags íslands undir fyrirsögn- inni „Réttindi fyrir alla“, sem birtist hér í blaðinu áðumefnd an dag, að leitað hafi verið eftir upplýsingum til þeirra „tæknimenntuðu“ hópa, er hér starfa og málið er skylt. Hvers konar upplýsingum var hér leitað eftir? Er ekki öllum almenningi í landinu kunnugt um þá fjóra starfshópa og þeirra löglegu stéttarfélög? Þessa þjónustuað- ila þeirra sérgreina, er lítur að hönnun mannvirkjagerða al- mennt. Síðan er minnst á það í grein argerð arkitekta, að umrædd tillaga um breytingu á grein byggingasamþykktar hafi hlot- ið samhljóða samþykkt í bygg inganefnd. Af þeim tveimur arkitektum, sem atkvæðisrétt höfðu í nefndinni, greiddi ann ar atkvæði, en hinn sat hjá. Hvernig er starfsemi bygg- inganefndar háttar yfirleitt, verður næsta spuming. Er þetta „samkunda" það ófróðra manna, að þeir viti ekki, að þeim ber að víkja af fundi á meðan mál þau, er snerta per- sónulega hagsmuni þeirra og þeim persónulega eru skyld, em til umræðu. Ber ekki að ómerkja fundar- höld, sem þessi. Hafa menn almennt gert sér grein fyrir því? Er bygginganefnd ekki með öllu þijtarfhæf i þessu sérstaka tilKHi,%fti' sem fjfelPÝ að er um réttindabaráttu og stöðuskipaíf sði’ffeðlnga" býgg-“ ingamála í kerfið. Hvað eru arkitektar að tala uim mat á starfsreynslu á móti „raunveru legri“ menntun? Eiga þeir að meta og fjalla um starfs- reynslu annarra sérfræðinga? Hverjir hafa aflað sér raun- verulegrar „menntunar“ og hverjir ekki? Arkitektar segja, að ekki sé verið að fjalla um þær greinar byggiugasamþykkt arinnar, sem kveða á um tækni teikningar og útreikninga, sem eru sérsvið verkfræðinga og tæknifræðinga. Hér virðast arkitektar vilja gleyma fjórðu „kategoriunni“, fjórða starfs- hópnum, byggingafræðingun- um sbr. rneiitf. skema. Á að brúka þann dónaskap gagnvart þessum starfshóp, að skipa hon um bás handan marka verald- ar, eða hvað? Allir þeir aðilar, sem fylla flokk byggingafræðinga, eru lærðir iðnsveinar í húsasmíða- Lokað vegna jarðarfarar Vegna jarðarfarar Sigtryggs Klemenzsonar, seðla- bankastjóra, verður bankinn lokaður fimmtudag- inn 25. febrúar 1971 frá kl. 12.30. SEÐLABANKI ÍSLANDS Sjúkraliðar óskast Sjúkraliða vantar nú þegar í Landspítalann. Upp- lýsingar hjá forstöðukonunni á staðnum og í síma 24160. Reykjavík, 22. febrúar 1971 Skrifstofa ríkisspitalanna. N.B. Starfshopar A,a hafa vart þroast inn á verksvib hopa B,lu Starfshópur b hofur ab nokkru þróab sig inn a verksvib ho hópa A,a* iðn, og margir með meistara- próf í húsasmíði og viður- kennda menntun í byggmga- fræðum erlendis, veittir af þekktri menntastofnun. Ég hef starfað með mörgum meðlimum Arkitektafélags ís- lands, og hef ekki reynt þá að öðru en friðsemd og góðri samvinnu, og ég veit það fyrir víst, að .allur þorri félags- manna Ark; itcktafélágs- íslamis... er frábitinn illindum í hvaða - rnynd, -nefnM^ » *>> $ *í Hins ber þó að geta, að arkitektafélagið hefur hýst „vissa“ þrákelnislega meðlimi, sem hafa í skrifum og yfirlýs- ingum veitzt að ýmsum em- bættismönnum rikisins, sem eru fulltrúar hinna almennu borgara l.vndsins og forsvars- menn almennings. Hafa þessir „vissu“ meðlim- ir arkitektafélagsins m. a. veitzt að embætti Húsameistara rík- isins, Borgarstjóranum í Rvík og fleirum á miður smekkleg- ©1971 UAfiNUS HEIMIR an hátt, í því skyni að hvetja umrædda aðila til aðgerða gegn ákveðnum starfshópum skemans. Borgarstjóri Reykjavíkur- borgar hefur sjálfur látið ein- hvers staðar þau orð fallá. að hann sé fylgjandi „ferskum hugmyndum“ úr sem flestum áttum. Þarna er borgarstjóri íjtefnu sinni trúverðugur og . .sjálíum sér samkvæmur. Verð ég hér að taka undir orð hátt- é virts borgarstjóra, þessu við- víkjandi. Einn meðlimur Arki- tektafélags íslands veitist að embætti Húsameistara ríkis- ins í 4. tbl. Samvinnunnar 1970, og lætur að iví liggja, að húsameistari úthluti verk- efnum næsta að handahófi. Þetta eru helber ósannindi. Sem kunnugt er starfar húsa- meistari jafnan liðfár, þannig að annað er óhjákvæmilegt en að hann sem embættismaður og forstöðumaður sinnar stofn- unar „framselji" ýmis sérvcrk efni, stór sem smá, eftir atvik- um, þannig að embættið afli sér sem beztrar utanaðkomandi aðstoðar við „projekteringuna“ m.a. frá þeim sérfræðingum, sem kunnugastir eru og æfð- astir eru í lausn viðkomandi verkefna. Húsameistari ríkisins er með öðrum orðum „bygg- ingaráðunautur ríkisstjómar- innar“ og hefur fullt umboð til að viðhafa þær ráðstafanir í áðumefndu, þannig að al- menningi í landinu verði sem bezt tryiggð sú fullkomnasta hönnun opinberra bygginga, sem völ er hverju sinni. í grein arkitekta er minnst á bygginganefnd, sem_ hinn „kontrolerandi" aðila. Á hún ekki að vera þessi kontroler- andi aðili, eða hvað? Á eksi bygginganefnd að vera fullfær um það, hvort hleypa eigi í gegn projektum almennt? Ann- að hvort skal viðkomandi upp dráttur standast tæknilegar kröfur byggingasamþykktar eða ekki. Þetta er alveg aug- Ijóst. Ég vil rétt í lok þessa greinarkoms lýsa ánægju minni yfir því, að arkitektar hafa hugleitt meðfylgjandi skema, sem fyrst birtist f Mbl. þann 11. þ. m„ og þeir óbeint koma inn á f umræddri grein stjórnar Arkitektafélags fs- lands. Ég vona bara, að þessi „kvartett" sérfræðinga megi starfa saman f sátt og sam- lyndi án smásmugulegra væm- inna athugasemda „vissra-1 arkitekta um orðalag og túlk- un á texta skemans. Mér finnst þetta allt saman liggja svo ljóst fyrir, að kjána- legar aðfinnslur og barnaskao- ur hinna svokölluðu „mennt- uðu manna“ eigi hér engan rétt á sér. Ég vísa enn málinu til al- þjóðar, en þáð er hún, sem ákveður hvaða aðila hinna fjog urra starfshópa hún vill eða kærir sig um að eiga viðskipti við og með því komast að sem hagkvæmustu kjörum. Enda hafa allir þessir fjórir starfs- hópar að lögum fullan rétt á að spreyta sig á samkeppnis- legum og lýðræðislegum grund velli. Magnús Heimir, dipl. techn. F.B.Í., meistari í húsasmfði. I HUðMLEIKASAL Snillingar á ferðinnl Heimsókn Mfinchener Kam- merorchester og stjórnanda hennar, H. Stadlmair, var sann- arlega kærkomin, og það er bezt að byrja strax að þakka Tónlistarfélaginu og Germaníu fyrir að koma henni til leiðar. Ósköp var annars orðið langt síðan maður hafði heyrt falleg- an og hnökralausan samleik strengjahljómsveitar, eiginlega var maður næstum búinn að gleyma a® slíkt væri til. Og svo var þarna allt í einu komin ein bezta strengjahljómsveit í ver- öldinni, og það var ekki aðeins að áheyrendur yrðu upplyftir og sælir, heldur fór Háskólabíó (sem margir segja, að sé dauð- asta konserthús í heimi), að syngja í hverju horni og skoti og vissi greinilega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Efnisskráin var ekki nýstárleg, flest sígræn- ingjar, sem allir viðstaddir hljóta a@ hafa heyrt oft og mörgum sinnum. Conserto grosso formið sat í algjöru fyr- irrúmi, þarna voru sem sé verk fyrir frá tveim einleikurum upp í fimm (C. g. op. 6 nr. 2 eftir Handel, tvöfaldi konsertinn eft- ir Baeh og Serenatan nr. 6 e. Mozart. En það er sama hvað svona snillingar leika marg- þvælda hluti, þeir verða sem spánýir í höndum þeirra. Luk- as David lék tvöfalda konsert- inn ásamt konsertmeistara hljómsveitarinnar, og einhver meira eða minna heilagur ndi sveif greinilega yfir vötnunum á meðan Hlutföll á milli ein- leikshópanna og hljómsveitar- innar í þessum þrem verkum voru svo hárnákvæm og tilgerð. aralus og þó svo fuh að músík- alskri spennu, að hver við- staddra hlaut að sitja agndofa af hrifningu. Já, þeir dáleiddu mann hreinlega þessir töfra- menn frá bjórborginni sælu, og bættu meira að segja talsverðu við í lokaverkinu, Konsert fyrir strengjasveit eftir Johan Nepo- muk David, sem er 75 ára ung- lingur og semur verk í anda 300 ára gamallar þýzkrar tónlistar- hefðar Bravó fyrir honum Þeg- ar Lukas David lék svo, sem aukanúmer, hæga þáttinn úr E- dúr konsert Bachs, sá ég greini- lega spretta fram tár í nær- stöddum augnakrókum, og var ekki að furða, því mér segir hugur. að slíkt hafi varla heyrzt síðan Adolf gamli Busch var hér á ferðinni, löngu fyrir mitt minni Mér skilst. að Miinchen- arnir hafi verið á leiðinni vest- ur um haf. Er ekki hugsanlegt að fá þá til a@ koma hér við í bakaleiðinni? Leifur Þórarinsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.