Tíminn - 24.02.1971, Blaðsíða 7
WHWKimAGtTR 24. febrfar 1971
TÍMINN
E5nn af postulum lýðræðis-
og jafnaðarstefnu, þingmaður-
inn og bankastjórinn, Bragi
Sigurjónsson, hefur hvatt sér
hljóðs í þingsölum alþingis í
umræðunum um náttúruvemd
á Laxár og Mývatnssvæðinu.
Ef mark má taka á fregnum
blaða og útvarps, virðist þing-
maðurinn að mestu hafa sneitt
hjá að ræða efni frumvarpsins
þ.c. náttúruvemd, en hins veg-
ar farið hamförum til að
stimpla meginhluta sinna
gömlu sveitunga og samsýsl-
unga, sem lögbrjóta og ofbeld-
ismenn — nokkurs konar skóg-
göngumenn, óalandi og óferj-
andi innan þess kjördæmis,
sem veitt hefur honum brautar
gengi í metorðastiganum.
En þetta nægir þingmannin-
um þó ekki. Hann telur mikinn
meirihluta þjóðarinnar, sem
fylkt hefur sér að baki þess-
um „skógarmönnum“, — með
511 búnaðar- og náttúruvemdar
samtök í landinu í broddi fylk
ingar — haldna múgsefjun og
því lítt dómbæra á kjama máls
ins, og að minnsta kosti suma
hverja enn sekari, en sjálfan
kjamanm Landeigendafélags
Laxár og Mývatns, samtök
bændanna sjálfra, — og sona
þeirra og dætra sem erfa eiga
landið.
Ekki verður ráðið af ræðu
þingmannsins að hann sé mjög
þungt haldinn af hugsjónum
jafnaðarstefnunnar, þótt hann
sigli undir fána hennar, því
varla getur hann flokkað þing-
eyska bændur til yfir- eða stór
eignastéttar, sem taka þurfi
kúfinn af til að rétta hlut
fátækra „kjarnabúa" kjördæm-
isins, með því að skerða lönd
þeirra og lífsafkomu og hrekja
aðra nauðuga frá búsetu og
ættbyggð. Miklu fremur ber
ræðan keim af allt annarri
stefnu, sem stundum hefur
verið nefnd ofríkishneigð í dag
legu tali, sé hún ekki á mjög
háu stigi, en ber annað og
ljótara heiti á góðri íslenzku,
— ef hún sveigist til hins verra
—■ og ég kann ekki við að
bendla háttvirtan þingmann
við, eða skoðanabræður hans
í stétt ráðamanna á Akureyri,
þó við kunni að jaðra að rétt-
ara væri.
Ekki hikar þingmaðurinn
heldur við að taka sér sjálfur
dómarasprotann í hönd og
dæma þá seka, sem stóðu að
því, að fjarlægja þarflaus og
skaðlcg mannvirki Laxárvirkj-
unar úr Mðikvísl. Mannvirki,
sem reist voru með ofríki og
án lagastoðar eða samninga á
löndum þeirra. Hógværari
menn og réttsýnni hefðu þó \
beðið með að kasta fyrsta stein
inum — þar til dómur væri
fallinn — ekki sízt ef þeir
væru, eins og háttvirtur þing-
maður, aldir upp við og
kenndu sig til, — jafnréttis og
bræðralags.
Ekki virðist þingmaðurinn
heldur hafa veitt því athygli.
— þó nokkuð sé umliðið — að
fallið hafi dómur við æðsta
dómstól þjóðarinnar, sem efnis
lega feiur í sér, að stjórn Lax-
árvirkjunar — sem frá upphafi
Laxárvirkjana hefur farið þar
með völd — hafi aldrei farið
að lögum í samskiptum sínum
við héraðsstjórn ,eða eigendur
L«xé í Þingeyiarsýski
Þórólfur Jónsson:
OFRIKISHNEIGÐ EÐA
JAFNADARSTEFNA
landa á áhrifasvæði virkjan-
anna.
Sjálfsagt er honum þó ljóst,
að engir samnnigar, sem lög
mæla fyrir, hafa verið gerðir.
Nær engar skaðabætur verið
greiddar fyrir óorðin tjón, og
engar tryggingar verið settar
fyrir þeim greiðslum, að við-
skiptin við landeigendur hafa
auðkennzt af yfirgangi, tregðu
og hótunum um að beita valdi.
ef nokkur dirfðist að hreyfa
þar andmælum.
Á þennan hátt hefur Laxár-
virkjun fengið alla sína að-
stöðu við Laxá frá upphafi og
til að kóróna alla þessa glæsi-
legu sögu, urðu svo eigendur
og umráðendur sjálfs orku-
gjafans, Laxár og Mývatns, að
bíða þess að fá Ijós og yl frá
virkjununum í nærfellt 30 ár
og greiða þá nær tvöfalt gjald
fyrir, á móts við Akureyringa.
Efíaust er þingmanninum
líka kunnugt um, að fram-
kvæmdastjóri Laxárvirkjunar,
skrifaði stjórn Landeigendafé-
lagsins, á síðastliðnu sumri
bréf, þar sem hann tilkynnti
að þeim samtökum væru virkj-
anir þær óviðkomandi, sem
deilt er um. Ágætt og sann-
ferðugt „mottó“ fyrir öllum
samskiptum Laxárvirkjunar-
stjórnar við bændurna við
Laxá og Mývatn.
Án efa veit þingmaðurinn að
þessir sömu menn, ráðgjafar
þeirra og starfsmenn. áttu líka
hina frægu og stórsnjöllu hug-
mynd um aðstoð við sjálfar
höfuðskepnurnar. eyðingaröfl-
in. uppblástur og landbrot með
áætluninni störu. um fullvirki-
un Laxár. vatnaflutninga og til
heyrandi drekkingu álitlegs
hluta af gróðurlendum héraðs-
ins. Einhver tregða hefur þó
verið að kannazt hafi verið við
þann króa, þótt einhvem hljóti
hann að eiga föðurinn. Þó voru
til mjúklyndir og vorkunnsam-
ir „nát.túruvinir“ norður þar,
sem var annt um hann og
vildu veita honum nokkurt
brautargengi, að minnsta kosti
á æskuskeiði.
Forráðamenn virkjana í
Laxá hafa á undangengnu ári
hopað skref fyrir skref frá
hinum stóru hernaðaráfomium
um stórvirkjanir í Laxá og
standa nú á vígstöðvum, sem
þeir kalla „Laxá 111“ og vilja
semja þar frið í orði kveðnu.
En hvað er svo „Laxá III“?
Ekkert nema óljóst og þoku-
kennt hugarfóstur og umræður
án nokkurra opinberra eða
frambærilegra gagna eða áæll
ana um raunverulegt orkuverð
og orkuvinnslu. Meðal annars
sem áfátt er, um þá hugniynd,
er að ekkert tillit er tekið til
skaðsemi, þeirra eyðingu
byggða og skertra möguleika
til fiskiræktar. sem óhjákvæmi
lega fylgja og eflaust yrðu
metnir á hundruð milljóna og
yrðu að skrifast á kostnað
þessarar smávirkjunar. í stuttu
máli allt svífandi í lausu lofti.
eins og ól.iósar hvllingar.
Að baki þessara vígstöðva
glóir svo í hinn gamla draug
— Gljúfurversvirkjun — sem
nú er unnið við — nótt með
degi — að skapa í algerlega
óbreyttri mynd. Verk, sem
gerir allt í senn —■ að vekja
tortryggni um endanleg áform.
kostar milljónatugi fram yfir
þörf. ef miða ætti við loftkast
alana um „Laxá 111“ og þörf
þeirra fyrir vélar og vatnsgöng
og hagkvæma nýtingu þeirra,
og er að auki unnið í trássi við
lög og rétt, að því er bezt verð-
ur séð, og anda þess samkomu-
lags, sem gert var í vetur um
að rannsóknamiðurstöðurnat
skyldu ráða um hvort frekari
virkjanir en orðið er skyldu
leyfðar í Laxá.
Þetta er sönn og rétt mynd
af stjórn og framkvæmdum,
við virkjanir í Laxá, eins og
rnálin standa í dag, en eflaust
hafa mistök og skammsýni
skapað þá mynd að einhverju
leyti, auk ótrúlegrar þrjózku
virkjunaraðila, en ekki ásetn-
ingur einn. Þessi vinnubrögð
er ómögulegt að skýra frá öðru
sjónarmiði en að vii’kjunar-
menn reyni að ausa sem mestu
fé í framkvæmdina nú til að
geta svo síðar sagt, að sá fjár-
austur réttlæti stærri og frek-
ari framkvæmdir í virk.iunum
í Laxá.
Öllum geta orðið á mistök,
það er ekki ncma mannlegt,
en hitt er ofríki og manndóms-
leysi að viðurkenna þau nústök
ekki, heldur böðlast áfram eins
og naut í flagi eins og Laxár-
virkjunarstjórn hefur gert,
þvert ofan í lög og rétt, og
venjulega óskeikula réttlætis-
kennd hins almenna borgara
i landinu.
Bragi Sigurjónsson er eini
þingmaðurinn. sem gengið hef-
ur fram fyrir skjöldu opinber-
lega til stuðnings og varnar
Laxárvirkjunarstjórn, og er
ekki öfundsverður af. enda er
byrjunin ekk.i glæsileg. flann
hóf vörn sína með að snúa
alveg við staðreyndum um
samþ.vkktir sveitarstjórnar
heima í sinni eigin fæðingar-
swpdt sew hana tiridí hafa veitt
vfrkjnnaTmönnmn foHan stuðn
ing. Á saraa þingftmdi varð
hann að standa frammi fyrir
því, að þessar npplýsingar hans
voru ósannindi. Hann hóf þvi
skjaldsveinsstörf sfn á sama
grnndveHi og framkvæmda-
stjóri Laxárvirkjunar í sjón-
varpinn á síðastliðnu sumri, er
hann kvaðst „ekki Ijúga
frammi fyrir alþjóð“ og frægt
er orðið. Þessar staðhæfingar
sínar hefur hann afsannað eftir
minnflega Ld. með að afneita
dínamitbirgðum Laxárvirkjun-
ar, sem legið hafa árum saman
víðs vegar um virkjunarsvæð-
ið, í opnum skúrum, hellum
og gjótum og aðgengilegar
hverju bami. Hann hefur líka
gefíð blaðamönnum tvívegis að
minnsta kosti, rangar upplýs-
ingar ura stærð uppistöðulóns
í Laxárdal og talið það 4,5 km
á lengd í stað nær 8 km. sc
miðað við hugmyndina að
Laxá m, og svona mætti lengi
rekja, en ekki er hægt að
leggja sig niður við að clta
ólar við slíkt. Hitt er sjálísögð
krafa að forráðamenn Laxár-
virkjunar liætti að leika sér
með tölur eins og þeir hafa
gert m.a. í sambandi við „Laxá
III“, en þar hafa komið fram
tölur frá þeim um all misjafna
orkuframleiðslu eða frá 14,5
M.W. og upp í 38 M.W. og
þarf engan að undra þó tor-
tryggni vekji, og beðið sé um
skýringu.
Þingmaðurinn fór með tölur
um orkuverð frá Laxárvirkjun
(miðaðar við „Laxá 111“ og
hinar ólíku tölur um orkuíram
leiðslu hennar) og samanburð-
arverð frá Lagarfljótsvirkjun
og Búrfelli, sem taldar eru
gerðar af orkustofnun og
Landsvirkjun. Hvorugur sá
aðili kannast þó við að hafa
gert þá útreikninga. (Geta má
þess hér að Rafmagnsv. röris-
ins hafa áætlað lauslega að
orka komin til Akureyrar frá
Lagarfljótsvirkjun mundi kosta
62—66 aura kwst.). Um þessar
samanburðartölur þingmanns-
ins upplýsist væntanlega nán-
ar innan tíðar, og mun ekki
rætt hér.
Upplýsingar þingmannsins
viðkomandi því, að aðeins tvær
jarðir í Laxárdal, og báðar
ríkiseign, yrðu fyrir barðinu á
23 m. stíflu í Laxá, og að Laxár
virkjun eigi sjálf landið undir
sjálfum mannvirkjunum eru
líka alrangar: Presthvammur
er einkaeign og lóðir undir
gömlum mannvirkjum aðeins
lcigulóðir og land ofan þeirra
í eign Presthvamms, sem fara
mundu undir lónið, mjög verð
mætt land með jarðhita og
ágætum veiöimöguleikum. —
Ilvað Laxárdal snertir skiptir
litlu livort ríkið á tvær nyrztu
jarðirnar í dalnum. Bændur
hafa öll afnot og áburðarrétt-
indi þeirra jarða jafnt og þær
væru í einkaeign og 23 m.
stífla er meira en nóg aðgerð
með þeim hlunnindamissi, sem
henni fylgir, til að gera Laxár-
da! óbyggilegan að þeirra
dómi, sem þar búa.
Það þyrfti eflaust færan sál
fræðing til að skilja og greiða
úr þeim sálarflækjum sem
st.iórna aðgerðum Laxárvirkj-
unarmanna nú, og þeirra sem
reyna að leggja þeim lið. Þeir
eru eins og steinrunnin tröll
löngu liðins tíma. Þeir hafa
beint sjónurn sínum að Laxá
og þaðan vcröur þeim ekki
Framhald á bls. 12