Tíminn - 24.02.1971, Síða 9

Tíminn - 24.02.1971, Síða 9
*HB*rcKUDAGUR 24. febrúar 1971 TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediitsson. Ritstjórar: Þórartnn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriðl G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Rit- stjómarskrifstofur 1 Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif- stofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusíml 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur simi 18300. Askriftargjald kr. 195,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. Einstæðir foreldrar ®§ skattalöggjöfm Þeir Stefán Valgeirson og Vilhjálmur Hjálmarsson hafa flutt frumvarp á Alþingi er meðal annars felur í sér ákvæði um stöðu einstæðra foreldra gagnvart skatt- heimtu hins opinbera. Er þar lagt til að persónufrádrátt- ur einstæðra foreldra verði hækkaður. Þegar núverandi ríkisstjóm komst til valda á árinu 1960, var það fyrirheit gefið, að felldur sikyldi niður tekjuskattur af almennum launatekjum. Árið 1960 var lögunum um tekjuskatt og eignarskatt breytt af þessu tilefni. Ein breytinganna, sem þá voru gerðar, var að breyta persónufrádrætti einstæðra mæðra við álagningu tekjuskatts. Áður en þessi breyting var gerð, höfðu ein- stæðar mæður sama persónufrádrátt og hjón, ef þær héldu heimili fyrir böm sín, og til viðbótar þeim frá- drætti höfðu þær í frádrátt þriðjung af persónufrádrætti bama. í stað þessa frádráttar, er einstæðar mæður höfðu haft, var sett inn í lögin 1960 nýtt ákvæði svohljóðandi: „Ef einstæðir foreldrar eða aðrir einstaklingar halda heimili og framfæra þar skylduómaga sína, mega þeir draga frá skattskyldum tekjum upphæð, er nemur 10 þúsimd krónum að viðbættum 2 þúsund krónum fyrir hvert bam“. Þegar lögunum var breytt 1965, voru þessar upphaeð- ir hækkaðar upp í 16 þúsund krónur og 3.200 krónur fyr- ir hvert bam. Þessi frádráttur er nú 26.900 krónur og fyrir hvert bam 5.380 krónur. Nú er persónufrádráttur hjóna til tekjuskatts 188.200 krónur. Fyrir einstakling er þessi frádráttur 134.400 krónur og fyrir hvert bam 26.900 krónur. Einstæðir foreldrar, sem eiga tvö böm, fá nú sam- kvæmt þessu 37.660 krónur 1 aukafrádrátt. Ef lagaákvæð- in hefðu verið óbreytt enn, eins og þau vom áður en ríkisstjómin fór að efna loforðið um að afnema skatta af almennum launatekjum, þá hefði þessi frádráttur verið nú 71.733 krónur. í frumvarpi þeirra Stefáns Val- geirssonar og Vilhjálms Hjálmarssonar er hins vegar lagt til að þessi aukafrádráttur verði 91.460 krónur. Ef gift kona vinnur utan heimilis má hún draga frá tekjum sínum 50% áður en skattgjald er á þær lagt, ásamt tekjum bóndans. Ef gift kona vinnur utan heimilis og hefur í árskaup 240 þúsund krónur, þá fær hún Í20 þúsund krónur í frádrátt, er tekjuskattur er lagður á tekjur hennar. En ef þessi kona missir eiginmann sinn og heldur heimili fyrir 2 böm, þá fær hún í frádrátt að óbreyttum lögum aðeins 37.660 krónur, þrátt fyrir þann aðstöðumun, sem orðið hefur! Hér era ekki aðeins firrur á ferð heldur svo mikið ranglæti í skattlagningu, að löggjafinn getur ekki verið þekktur fyrir að hafa þessi ákvæði óbreytt lengur. Einstæðir foreldrar verða oft að berjast harðri lífs- baráttu og stundum að leggja nótt við dag til að geta stundað atvinnu, er veitir framfærslutekjur og jafnframt annast heimili barna. Jónas Guðmundsson, fyrram alþingismaður Alþýðu- flokksins, benti á það í blaðagrein fyrir skömmu, hve fiarri réttu lagi og sanngimi bamalífeyrir væri nú, og taldi öfugmæli að tala um velferðarþjóðfélag á ís- landi í dag. Útgjöld einstæðra foreldra vegna barna- heimila, og fleira mætti nefna, þyngir byrðar þessa fólks. Sé aðstaða einstæðra foreldra athuguð og borin sam- an við aðra þjóðfélagsþegna, er það ljóst, að sá frádrátt- ur, sem Stefán Valgeirsson og Vilhjálmur Hjálmarsson leggja til í framvarpi sínu, að þeir fái, er síður en svo nokkur ofrausn af þjóðfélagsins hálfu. — TIÍ ERLENT YFIRLIT Viðræöurnar um Berlín ganga hægt, en miðar þó í rétta átt Vandasamasta og viðkvæmasta deilumálið í Evrópu Willy Brandt á fundl í Vestur-Berlín. HINN 26. marz næst kom- andi verður liðið rétt ár síðan fulltrúar fjórveldanna, sem talin eru sigurvegarar í síðari heimsstyrjöldinni, hófu við- ræður að nýju um Berlínar- málið eftir meira en 11 ára hlé. Þeir hafa þegar haldið fimmtán fundi og er sýnilegi árangurinn enn ekki mikill. Þó gerðist það eftir síðasta fund þeirra, sem haldinn var síðast liðinn fimmtudag, að Brandt kanzlari komst svo að orði á fundi í Vestur-Berlín daginn eftir, að viðræðurnar væru komnar á samningastig, en fram að þessu hefði eingöngu verið um skoðanaskipti að ræða. Brandt lét í ljós hóflega bjartsýni um árangur, en var- aði menn þó við því að búast við skjótum árangri. Scheel utanrikisráðherra var á sama tíma staddur í Was- hington og lét þar í ljós þá trú, að fjórveldin myndu ná samkomulagi fyrir næstu ára- mót. Skrif blaða í Austur-Evrópu um heigina. bentu einnig. til þess, að þau teldu viðræðurn- ar hafa heldur þokazt r.Lvd'át. u kvæða átt. ÞAÐ mun sennilega hafa flýtt fyrir því, að viðræðumar komust á samningastigið, svo að notuð séu orð Brandts kanslara, að vesturveldin, þ.e. Bandaríkin, Bretland og Frakk land, lögðu fram ákveðnar til- lögur á fundi fulltrúanna 5. þ.m. Samkvæmt því, sem vest ræn blöð þykjast hafa hlerað, fjalla þær um þrjú meginat- riði. í fyrsta lagi fjalla þær um að tryggðir verði friálsir flutningar til Vestur-Berlínar, í öðm lagi fjalla þær um hin sérstöku tengsli milli Vestur- Þýzkalands og Vestur-Berlínar, og í þriðja lagi fjalla þær um samskipti Vestur-Berlínar og Austur-Berlínar. Það mun hafa gerzt á fundi fulltrúanna á fimmtudaginn var, að fulltrúi Rússa gegn- rýndi þessar tillögur, en hafn- aði þeim þó ekki sem viðræðu- grundvelli. Það mun hafa ver- ið meginorsök þeirrar bjart- sýni sem gætti eftir fundinn. Sum blöðin vænta þess, að þetta skýrist enn betur á næsta fundi fulltrúanna, sem haldinn verður 9. marz. Flest vara þau þó við skjótum ár- angri. FULLTRÚAR fjórveldanna, sem taka þátt í þessum viðræð- um, eru sendiherrar Bandarikj- anna, Bretlands og Frakklands í Bonn og sendiherra Sovét- ríkjanna í Austur-Berlín. Öll viðurkenna fjórveldin, að þau beri vissa ábyrgð vegna Vest- ur-Berlínar og að Vestur-Berlín hafi sérstöðu, sem þeim beri að standa vörð um vegna þeirra samninga, sem þessi ríki gerðu um Þýzkaland í stríðs- lokin, en af þeim samningum stendur nú raunar ekkert ann- að eftir en það, sem varðar Vestur-Berlín. Segja má að næstum öll eða öll önnur at- riði þeirra samninga hafi ýmist verið brotin eða sniðgengin. Um það hefur hins vegar ver- ið fullt ósamkomulag milli Vesturveldanna annars vegar og Rússa hins vegar, hver sér- staða Vestur-Berlínar eigi að vera. Vesturveldin vilja að hún sé í sem nánustum tengslum við Vestur-Þýzkaland, en viður- kenna þó, að taka verði visst tillit til þess, að hún liggut meira en 100 mílur innan landa mæra Austur-Þýzkalands. Rúss ar vilja hins vegar að tengslin við Vestur-Þýzkaland verði sem allra minnst, og helzt verði V- Berlín eins konar fríríki, þriðja þýzka ríkið. Segja má, að þau skoðana- skipti, sem hafa átt sér stað að undanförnu á fundum sendi- herranna, hafi snúizt um þetta atriði. Þá hafa Rússar lagt áherzlu á, að varðandi land- flutninga til Vestur-Berlínar, yrði að semja sérstaklega við Austur-Þýzkaland, og væri eðii legast, að Vestur-Þýzkaland og Austur-Þýzkaland semdu ein um það atriði. Fjórveldin gætu svo farið að ræða um stöðu Vestur-Berlínar, þegar það sam komulag væri fengið. Þessu hafa Vesturveldin hafnað, enda hefur Vestur-Þýzkaland lagt áherzlu á, að fjórveldin næðu samkomulagi um stöðu Vestur- Berlínar, áður en samningar hæfust milli þýzku rikjanna um flutningaleiðirnar. Senni- lega verður stefnt að málamiðl- un á þeim grundvelli, að við- ræður fjórveldanna um stöðu Vestur-Berlínar og viðræður þýzku ríkjanna um flutningana fari fram samtímis. TILLÖGUR Vesturveldanna frá 5. febrúar byggjast á því, að reynt sé að finna málamiðl- un milli framangreindra sjón- armiða um stöðu Vestur-Berlín ar. Hafnað er að fallast á þær óskir Vestur-Þjóðverja, að V- Berlín verði hluti vestur-þýzka ríkisins, eins og stjómarskrá þess gerir ráð fyrir. Þetta er ekkert nýtt hjá Vesturveld- unum, því að þau höfnuðu þessu strax í upphafi, og því hafa fulltrúar Vestur- Berlínar á sambandsþinginu í Bonn ekki atkvæðisrétt þar. Talið er, að Vesturveldin gangi nú að því leyti lengra til móts við kröfur Rússa og Austur- Þjóðverja ,að þau fallist á, að dregið verði enn meira úr bein um stjómarskrárlegum tengsl- um milli Vestur-Þýzkalands og Vestur-Belírnar, t.d. hætti v- þýzka þingið að koma saman til fundar í Vestur-Berlín, eins og það gerir nú öðru hvom, t.d. þegar það kýs ríkisforset- ann. Viss pólitísk tengsl hald- ist þó áfram, t.d. milli stjórn- málaflokka í Vestur-Þýzkalandi og Vestur-Berlín. Þá verði menningarleg og efnahagsleg tengsl Vestur-Þýzkalands og Vestur-Berlínar viðurkennd. — Gegn þessu fáist svo trygging fyrir frjálsum flutningum og ferðalögum til Vestur-Berlínar um Austur-Þýzkaland, og sam- göngur milli Vestur-Berlínar og Austur-Berlínar færist aftur í eðlilegt horf, en þær hafa Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.