Tíminn - 24.02.1971, Side 14
14
TIMINN
MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 1971
Réttarhöld
Framhald af bls. 16
ekki gefið svör við mikilvœgum
spurningum, og t. d. í fyrsfcu þag
að yfir að faafa stolið byssunni á
sínum tíma og um skot, sem
fannst heima hjá honum.
Morðið verður aó' fceljast ásetn
imgsverk ef það sannast á ákærða.
Ef álkærði á ekki beinan þátt í
drápi Gunnars Ttryggvasonar,
verður ekki séð annað en hann
eigi hlutdeild aö' þessum verknaði.
Fari svo að ákærði verði sakfelld
ur komi til álita, hvort gæzluvarð
haldsvist hans komi refsingunni til
frádráttar, en það skal dregið í
efa að framkoma ákærða við rann
sókn málsins vertfi slík að þetta
nái fram að ganga.
Bjöm Sveinbjömsson gerði þá
dómkröfu í upphafi máls síns, að
ákærði verði sýknáður af því að
hafa orðið Gunnari Tryggvasyni
aó' bana, og að allur málskostnað
ur verði greiddur af ríkissjóði. Síð
an gat hann um þá umfamgsmiklu
rannsókn, sem gerð hefur verið
og hafi allir aðilar sem að henni
stóðu reynt að gera sitt bezta til
aó' upplýsa málið, þótt það hafi
ekki tekizt. Kvað hann umbjóð-
anda sinn hafa staðfastlega neit
að að hafa tekið þátt í morðinu
og sagði að engar líkur, hvaó' þá
sannanir, lægju íyrir um að hann
væri sekur um morðið á Gunnari
Tryggvasyni.
Síðam hóf verjandi að reifa mál
ið. Sagði hann m. a. aó víða virt
ust lausir endar í rannsókn þessa
máls. Rakti Bjöm þær tímasetning
ar, sem vitað er um á ákstri Gunn
ars nóttina sem hann var myrt
ur, og benti á að allt benti til að
hann hafi farið fleiri túra og ekið
fleiri aðilum, en komið er fram.
Taldi hann ólMegt ao Gunnar
hafi verið myrtur til fjár og hlytu
aðrar orsakir að liggja að baki
verknaðimum.
Sagði verjandi að rannsóknarlög
reglumenn hefðu gert leit í herbergi
Gunnars eftir morðið og ekkert
fundió' þar sem bent gæti til að
hann hafi stundað lánaviðskipti,
eða ætti í neinum útistöðum við
nokkurn mann. Hins vegar sagði
hann að saknað væri vasabókar
sém Gunnar átti og í var m. a.
nafn konu, sem hann útvegaði
stundum áfcngi. Ekki er vitaó' um
nafn þessarar konu. Gagnrýndi
Björn, að ekki hafi verið gerð
leit í allri íbúðinni, en Gunnar
bjó með föður sínum, sem nú er
látinn. Einnig átaldi hann að fað
ir hans skyldi aldrei hafa verið
yfirheyrö'ur fyrir dómi og hefði
hann að öllum líkindum getað gef
ið upplýsingar m. a. um nafn
þeirrar konu, sem vitað er að
Gunnar útvegaði oft áfengi og
hringdi stundum heim til hans,
en nafn hennar hvarf með vasa-
bókinni, sem systir Gunnars hef
ur vitnað um.
Mun verjandi halda áfram máli
sinu kl. 10 í fyrramálið.
Ný viðhorf
Jón Grétar SigurSsson ,
héraðsdómslögmaSur
SkólavörSustíg 12
Slmi '8783
Framhald at bls. 16
verki þessu er að vekja lesendur
þess til umhugsnar um byggða-
þróunina og ýta undir umræður
og aðgerðir.“
Dr. Ólafur Ragnar Grímsson
bendir á það í formálsorðum, áð
þótt miklar umræö'ur hafi orðið
um þessi mál á undanförnum ár-
um, sé samt ótrúleiga lítið vitað
um þennan margslungna mála-
flokk og engar heildarrannsóknir
hafi verið framkvæmdar.
„Áskell Einarsson á þakkir
skildar fyrir að hafa fyrstur
manna gert tilraun til að taka
byggðamál á íslandi til heildar
meðferðar. Þótt verk hans sé eö'li
lega ýmsum annmörkum háð, þá
eru kostir þess svo ótvíræðir, að
þáð hlýtur að vera kærkominn við
buró'ur öllum þeim. sem við þessi
mál hafa fengizt og um^þau hafa
hugsað. Land í mótun, hefur um-
ræður um byggðamál og byggða
þróun á hærra stig en þær hafa
verið áður. Hún setur ný viðhorf
í brennidepil og kveikir fjölda
nýrra hugmynda. Uim leið ætti
hún aö' hvetja fræðimenn jafnt
sem forystumenn á hinum ýmsu
sviðum þjóðlífsins til að plægja
þennan akur enn freikar. Fátt yrði
íslenzkri þjóð til meiri blessunar
en slík straumhvörf í meðhöndlun
þessara mála“, segir Ólafur.
Bók þessi er J 67 blaðsíður aö'
stærð og sikiptist í eftirtalda 11
meginkafla:
Þróun byggðaskipulagsins, Alda
hvörfin, Straumhvörfin, Orsakir og
afleiðingar byggðaröskunar, Leið
in til jafnv. byggðanna, Atvinnu-
jöfnun og byggö'aþróun, þjóðfélag
ið og mótun byggðastefnu, Efna
hagslífið og byggðastefnan, Að-
hæfing þjóðlífsins að byggðaþró
uninni, Þróun byggö'askipulagsins.
Greining byiggðakerfisins.
Um bókina segir m. a. á kápu
síðu: „í bókinni er fjallað um
aðaláfanga í myndun núverandi
búsetuskiptingar. Orsakir og af-
leiðingar þeirrar þróunar eru
raktar á ítarlegri hátt en áður
hefur verið gert. Nýju ljósi er
varpað á marga þætti íslenzkra
þjóö'mála síðustu áratugina. Megin
efni bókarinnar er umfangsmi'kil
endurskoðun á fyrri viðhorfum
gagnvart jafnvægi í byggð lands
ins og framsetning nýrrar og ítar-
legrar byggðastefnu, sem í senn
er mótuð af sögulegum arfi ís-
lendinga, þörfum samtímans og
skarpri framtíðarsýn. „Land í
mótun“ á tvímælalaust eftir að
skapa nýjan grundvöU að umræö’
um um byggðamál. Allt áhuga-
fólk um þjóðmál og forystumenn
á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins
munu við lestur hennar finna fjár
sjóð af nýjum viðhorfum og fjöl-
margra hvata að nýjum hugmynd-
um.“
Bókin kemur í bókaverzlanir
næstu daga og mun kosta 200
krónur. Hún er gefin út i eitt
þúsund eintökum.
Jarðarfor mannsins míns
Sigtryggs Klemenzsonar
fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 25. febrúar
1971, kl. 13,3C. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem vildu
mlnnast nans, eru beðnir að láta Hallgrímskirkju í Reykjavík njóta
þess.
Unnur Pálsdóttir.
Móðir okkar
Guðbjörg Sigurjónsdóttir Færch
andað'st i heimiil sinu i Kaupmannahöfn 14. febrúar.
Karsten og Halldór Færch.
LEIÐRÉTTING
í blaðinu í gær féll niður höf-
undarnafn á greininni Tvær norð-
lenzkar skáldsögur. Höfundur
greinarinnar er Ketill Indriðason
á Fjalli. Hann er beðinn velvirð-
ingar á þessu.
Ferðamenn
Framhald af bls. 1
um þjóðernum, og jafnvel 9 Kín-
verjar í fyrra. Þá komu á síðasta
ári 8 menn liingað til lands sem
ekkert ríkisfang hafa í skýrslum
Útlendingaeftirlitsins.
Þess skal getið að í heildartöl-
unum um útlendinga, sem hingað
hafa komið, eru einnig svonefnd-
ir áningarfarþegar Loftleiða —•
en þeim hefur fjölgað úr 10.240
árið 1967 í 12.428 árið 1970.
Loðna
Framhald af 1 síðu
gær og morgun bárust þangað
2020 tonn. Bræðsla hefst þar í
kvöld.
Til Hafsíldar á Seyðisfirði
höfðu komið í nótt og gærdag um
600 tonn af loðnu, og frá vertíð-
arbyrjun hafa borizt þangað um
1000 tonn. Bræðsla er ekki haf-
in, og var ekki vitað í dag, hve-
nær hún byrjar.
Næg vinna hefur verið í báð
um fiskvinnslustöðvunum á Seyð-
isfirði. I-Iannes Hafstein er nýkom
inn með 12 og hálft tonn af neta-
fiski, sem hann fékk fyrir sunnan
I-Iornafjörð. Jakob NK 66, hefur
verið með línu og veitt norður við
Langanes. Hann er búinn að fara
tvær veiðiferðir, og hefur fengið
8 tonn í þessum tveimur lögn-
um. Fór hann í þriðju ferðina í
dag. Jakob er leigubátur, sem
leggur upp hjá Fiskvinnslunni.
Þar sem mikill skortur hefur ver-
ið á verkafólki, þóttu það tíðindi,
er farið var á vinnumálaskrifstof-
una á Seyðisfirði í þeim tilgangi
að fá fólk í vinnu í Fiskvinnsl-
unni, að þar var fólk á atvinnu-
leysisskrá, en þegar til átti að
taka var það allt í vinnu, og
fékkst því ekki í fiskvinnsluna.
Frlent yfirlit
Framhald af bls. 9.
mjög truflazt síðan múrinn var
reistur 1961.
SAMKVÆMT framangreindu I
er í tillögum Vesturveldanna
gengið meira til móts við
Rússa og Austur-Þjóðverja en
þau hafa gert áður, einkum bó
varðandi stjórnarfarsleg tengsl
Vestur-Þýzkalands og Vestur-
Berlínar, Þó munu Rússar og
Austur-Þjóðverjar hafa sitt
hvað við þessar til’ögur að at-
huga og þó einkum, að meiri
trygging fáist fyrir því, að
Vestur-Berlín verði ekki notuð
til að grafa pólitískt og efna-
hagslega undan austur-þýzka
ríkinu, eins og hafí verið gert
áður en múrinn var reistur.
Hér munu koma til sögu ýmis
atriði, sem vandasamt verður
að semja um. En vilji til samn-
inga er áreiðanlega fyrir hendi
af hálfu beggja. Þess vegna
virðast viðræðurnar um Berlín
þokast í rc 'i átt, þótt hægt
gangi. Það niætti teljast furðu-
legur árangur, ef búið yrði að
ná samkornulagi fyrir áramót
því aö‘ þess verður að gæta, að
hér er um að ræða erfiðasta
og viðkvæinasta mál Evropu
um þessar mundir Takist að
ná samkomulagi um það, hef
ur verið rutt úr veginum
stærsta steininurn, sem hefur
staðið f vegi bættrar sambúðar
milli austurs og vesturs í
Évrópu. Þ.Þ.
©ISWIID
I-Ivað er líkt með ekkjumanni
og gulrót?
Lausn á síðustu gátu:
Tunglið
Á víðavangi
Framhald ai bls 3
lieildarútflutningnum. Þess ber
þá að geta að um 80% af út-
flutningsverðmætinu fer í
erlendar greiðslur, hráefni og
kapitalkostnað.
Gallinn á þessari tegund iðn-
aðar fyrir fámenna og félitla
þjóð er hinn geysimikli stofn-
kostnaður. Má í þessum orku-
freku greinum gera ráð fyrir
70—80 þúsund sterlingspunda
fjárfestingu fyrir hvert starf,
sem iðngreinin skapar, en það
er tífalt hærra en í flestum
greinum létta iðnaðarins." TK
íbróttir
Framhald af bls. 13.
Jimmy Robertson seinna markið
7 mín. fyrir leikslok.
Bobby Ferguson bjargaði öðru
stiginu fyrir West Ham með frá-
bærri markvörzlu. Francis Lee og
Mick Doyle áttu hvor um sig tvö
mjög góð tækifæri, en í öll skipt-
in varði Ferguson. Geoff Hurst,
West Ham, átti einnig gott tæki-
færi sem fór í súginn, en þungur
og erfiður völlur hafði einnig sitt
að segja.
Skozki landsliðsmaðurinn, WilÞ
ie Carr, skoraði bæði mörkin
fyrir lið sitt, Coventry, í seinni
hálfleik gegn Crystal Palace —
en eina mark Palace kom á 72.
mín. og skoraði það Alan Birchen-
all.
Ian Moore skoraði eina mark
Nottingham Forest gegn Burnley
eftir sendingu frá hinum nýja
leikmanni Forest — Neil M/artin
— sem áður var leikmaður og
| fyrirliði Coventry, en var seldur
til Forest í síðustu viku fyrir 65
þúsund pund (13 millj. 650 þús.
ísl. kr.). Sir Alf Ramsey, einvald-
ur enska landsliðsins, sá þennan
leilc og hlýtur því að koma að því
að hann velji Moore í landsliðið.
— Stoke tapaði sínum fyrsta leik
á heimavelli á keppnistímabilinu
— fyrir Chelsea, en ekki vitum
við hverjir skoruðu mörkin í
þeim leik.
Leikur Newcastle og Totten-i
ham einkanndist af kæruleysi •
Tottenhamleikmarinanna, rétt eins!
og í fyiri leiknum á White Hart j
Lane, sem lauk einnig með sigri j
Newcastle. Bobby Robson skoraði i
eina mark leiksins með skalla á J
76. mín. leíksins og aðeins Pat
Jennings í Tottenham-inarkinu
kom í veg fyrir stærri sigur.
í 2. deild skoraði 16 ára gamall
unglingur, Trevor Franeis, öll
mörk Birminghain —• fjögur tals-
ins — í leik þess við Bolton.
Francis þessum hcfur verið líkt
við sjálfan George Best og vilja
sumir meina að hann sé jafnvel
betri.
Leeds hefur nú þriggja stiga for
ystu í 1. deild, með 45 stig. Ar-
senai er í öðru sæti með 42, en
einum leik færra, þá kemur Chel-
sea með 38 stig, Wolves með 37 og
Liverpool og Tottenham með 37
stig. — lcb.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
LITLI KLÁUS
OG STÓRI KLÁUS
sýning í dag kl. 15.
SÓLNESS BYGGINGA-
MEISTARI
sýning í kvöld kl. 20.
FÁST
Sýning fimmtudag kl. 20.
ÉG VIL — ÉG VTL
sýning föstudag kl- 20.
Aðgöngumiðasa.’an opin frá
kl. 13,15 til 20. Sími 1-1200
■LEIKflMl
RPWÍK3W
Jörundur í kvöld kl. 20.30.
Hannibal fimmtudag.
Síðasta sýning.
Kristnihald föstud. Uþpselt.
Hitabylgja laugardag.
Jörundur sunnudag kl. 15
Kristnihald sunnud. Uppselt.
Kristnihald þriðjudag.
Aðgöngumiðasa.’an 1 lðnó er
ouin frá kl 14. Simi 13191
Það er ekki oft, sem Bobby Fisc-
her tapar — en þessari stöðu fékk
hann ekki bjargað gegn Spassky á
Ólympíumótinu í Siegen. Fisdher
hefur svart og á leik.
29.-----Hd6 30. De4 — Hf8?
31. g5 — Hd2 32. Hefl — Dc7 33.
HxH — RxH 34. Dd4 — Hd8 35.
Rd5f — Kg8 36. Hf2 — Hd6 37.
He8f — Kf7 38. Hf8t! og Fisher
gafst upp fyrir heimsmeistaranum.
KiRIDG
í leik íslands og Ungverjalands
á EM sl. haust, kom þetta spil
fyrir.
A A D 10
V 9854
♦ G 10
* G 10 9 7
A 987 A G 7
V K 9 6 V ÁD 3
♦ D 7 6 3 2 « 85
53 <$> K D 8 6 4 2
A K 5 4 3 2
V G 7 2
♦ ÁK94
* Á
Þegar Jón Asbjörnsson og Kari
Sigurhjartarson voru með spil
S/N, var sögnin 3 gr. í N. Út kom
L-2. Karl spilaði Sp-2 og tók á
Ás heima, og svínaði T-G. Vestur
fékk á D og spilaði L. Austur tók
á Ás og K — Sp. og Hj. var'kast-
að úr blindum — en fann ekki
skiptingu yfir í Hj. og spilaði L
áfram. Karl fékk því níu slagi, 4
á Sp., 3 á T og 2 á L, en þess má
geta, að A opnaði á 2 L og Karl
sagði 2 Hj. vi'5 dobli Jóns. Á hinu
borðinu opnaði A — Símon Sím-
onarson — á 1 Hj. og lokasögnin
varð 4 Sp. í Suður. Hann fékk að-
eins 8 slagi — 13 stig til íslands.