Tíminn - 25.02.1971, Qupperneq 4

Tíminn - 25.02.1971, Qupperneq 4
TÍMINN FIMMTUDAGUR 25. febrúar 1971 VIÐSKIPTl MARKADSMAL OG STIÖRNUN R •Jl BOQASKEMMUR árs reynslu er endurmats þörf Frá Bandaríkjunum getum við nú boðið hinar þekktu Behlen bogaskemmur á mjög hagstæðu verði. Behlen skemmurnar eru grindarlausar, því hið þykka og sterka járn og lögun þess bera skemm- umar uppi. Þetta er því sterk en einföld bygg- ing og auðveld í uppsetningu. Behlen skemmurnar eru sérstaklega heppilegar sem hlöður, fjárhús og geymsluhús. Hægt er að fá þær í mörgum breiddum og lengdum, með eða án gafla, eftir þörfum hvers og eins. Sem dæmi um hið hagstæða verð, þá kostar skemma, sem er ca. 10x19 metrar, án gafla, að- eins um kr. 243.000,00. Leitið nánari upplýsinga hjá okkur. G lAíímúij :>, s í M i <si :>:>. FÉLAG JÁRNIÐNAÐAR- MANNA ADALFUNDUR verður haldinn sunnudaginn 28. febrúar 1971 kl. 14.00 í Félagsheimili Kópavogs, niðri. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Reglugerðir styrktarsjóða. 3. Önnur mál. Ath. Reikningar félagsins liggja frammi í skrif- stofu þess laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. febr. kl. 10.00 til 12.00 báða dagana. Ath. Tekið verður á móti dvalarpöntunum í ORLOFSHÚS FÉLAGSINS n.k. sumar, frá og með 1. marz n.k. ÁRSHÁTÍÐ Félags járniðnaðarmanna og annarra félaga málm- iðnaðarmanna verður í Tjamarbúð föstudaginn 5. marz n.k. Stjórn Félags járniðnaðarmana. VEUUMISLENZKT <H> (SLENZKANIÐNAÐ Nú, þegar senn er eitt ár lið- ið frá því að við gerðumst að- ilar að EFTA, er fróðlegt að staldra við og meta stöðuna, pó að það skuli strax fúskga viðurkennt, að eins árs reynsla tsr að sjálfsögðu ekki lokamœli- kvaxði á kosti og galla þeirrar íðildar. Þa® lá frá upphafi ljóst fyrir, í sambandi við það meginmark- mið aðildarinnar að byggja upp nýjan útflutningsiðnað, að ár- angur færi ekki fyrst og fremst eftir þeim nýju tollakjörum, er aðildin skapaði, heldur miklu frekar eftir því, hvernig okkur sjálfum tækist að leggja grund- völlinn að slíkri uppbyggingu og hvernig að henni ynði staðið. bæði af opinberri hálfu svo og af hálfu hinna innlendu við- skiptaaðila. Þessi skýrgreining á að sjálf. iögðu enn frekar við þær fram- leiðslugreinar er skemmra voru i veg komnar i útflutningi, en conir voru bundnar við í sam- >andi við EFTA-aðild og má þar sérstaklega geta niðursuðu- jðnaðarins. Því miður verður að segja þá sögu eins og hún er, að á þessu eina átri hefur lítið niðað í áttina að því marki, •sem sett var og efcki>it*inn sjáan- ' vlegar ráðstafanir sefti markað timamjygilgaap ef4urí-, I greinargerð, sem fylgdi þingsályktunartillögu rikis- stjórnarinnar um aðild að EFTA, var m. a. réttilega bent á ýmsa möguleika í sambandi við útflutning niðursuðuvara og þar látin í ljós sú skoðun, að aðildin „ætti að stuðla að vcru- legri framleiðslu- og útflutnings aukningu í niðursuðuiðnaði" eins og komizt var að orði. Enn fremur var á það bent, að i. d verulegt magn af þeirri saltsíld sem flutt væri út, t. d. til Sví þjóðar væri lagt eða soðið nið- ur erlendis og síðan selt á marg földu verði, en eins og kunn. gt er ,gildir það sama með grá- sleppuhrogn, sem við köllum á fínu máli kavíar, og erlendar niðursuðu- og niðurlagninga- verksmiðjur sækjast eftir sem hráefni. í framangreindri greinargerð segir ennfremur orðrétt: „í raun réttri má segja, að þess- um iðnaði verði lítil takmörk sett, svo framarlega sem gætin standist ströngustu kröfur, fram leiðslukostnaðurinn haldist inn- an hóflegra marka og öflun góðs hráefnis sé trygg“. Þetta út af fyrir sig gott, svo langt sem það nær. En það lýcir kannski betur ástandinu en flest annað, að jafnvel í jafn- merkri greinargerð sem þessari, er látið undir höfuð leggjast að koma að þeim kjarna máls- ins, að hversu góð sem varan kann að vera, framleiðslukostn- aðurinn hóflegur og gnægð hrá- efnis, er oftast ver farið en heima setið, ef sölustarfsemin — sjálf forsenda viðskiptanna — er vanrækt. Og þar er komið að stærsta vanda þessarar at- vinnugreinar í dag. í niðursuðu- i'ðnaði gilda alveg sömu lögmál og til dæmis við sölu á fryst- um fiski og flugíarse^lum, að skipulögð söliu. og kyaningar- starfsemi er forsenda allra við- skipta. Hér má það vera mönn- um nokkur lærdómur að reyna að virða fyrir sér- það ástand, er hér væri í útflutningsmál- um okkar, ef ekki hefði verið unnið að því með fádæma elju, að vinna frysta fiskinum mark- að í Bandaríkjunum og með þá nýtízkulegum og skipulögðum vinnubrögðum. Vissulega var það erfiðleikum bundið í fyrstu og yfir margan hjallann að fara, en með þrautseigju duglegra forystumanna og mismiklum skilningi ráðamanna var lagður sá grundvöllur, sem vonandi stendur. í þessu sambandi er ennfremur ánægjulegt að skoða þann árangur er t. d. íslenzku flugfélögin hafa náð á sama eða svipuðum mörkuðum, þó að um ólíka vöru sé að ræða. Þar uppskera þeir sem sáðu, eftir ærið erfiði margra ára starfs, þar sem oft var mótvindur, jafnt á jörðu sem í lofti. í niðursuðuiðnaði okkar í dag eru enn ekki fyrir hendi sam- ræmdar aðgerðir í sölumálum á erlendum mörkuðum. Ekki er fyrir hendi samræmt fram- leiðslukerfi þeirra aðila, er framleitt geta niðursuðuvörur og skipulögð markaðskönnun hefur ekki verið framkvæmd né ,heldur uppi fyrirætlanir um slíka könnun. Skipulögð kynn- ingarstarfsemi á íslenzkum nið- ursuðuvörum, t. d. í aðildarríkj- um EFTA, hefur ekki venð reynd og væri þó margt hugs- anlegt i þeim efnum, sem ekki hefði umtalsverð fjárútlát í för með sér. Ekki eru fyrir hend\ söluskrifstofur erlendis, ei bjóða islenzkar niðursuðuvorur, hvorki á vegum einstakrar verksmiðju né sameiginlega og engar samræmdar aðgerðir, hvorki af hálfu hins opinbera né framleiðendanna sjálfra, í sambandi við sölumál iðngreinar innar og öll upplýsingasöfrun um gang málanna i öðrum lönd- um mjög af skornunt skammti. Á meðan þannig ástand varir, er kannski ekki að furða þó að saltsíld sé seld sem hráefni til Svía og grásleppuhrogn til Dana og einstakir framleiðendui bíði með öndina í hálsinum eftir því hvaða tilboð komi þetta árið frá stjórnarskrifstofu í Moskvu. í opinberum umræðum um þessa atvinnugrein hefur margs- irtnis verið á það bent, að um leið og segja mætti, að tækja- kostur verksmiðjanna væri við- unandi og hráefni í einhverri mynd yfirleitt fyrir hendi, skorti fyrst og fremst á í sam- bandi við sölustarfið. Eins og fram hefur komið opinberlega bundust nokkrar verksmiðjur samtökum til að vinna a@ sam- eiginlegum hagsmunamálum og var m.a. leitað til alþjóðlegr- ar lánastofnunar, sem sýndi málinu skilning og áhuga. Þvi miður hcfur ekkert þokazt frek- ar og sölumálin á sama stigi þó að ætla megi af undirtektum að skilningur á grundvallaratr, iðum farið held-ur vaxandi. Hin alþjóðlega lánastofnun gaf vil- yrði um fjárhagsaðstoð er mið aði að því að koma á fót sölu og dreifingarkerfi, en óskaði bankaábyrgðar innlends banka, og þar við situr. En hvað er þá til ráða? Vanda málið verður ekki leyst með einhliða aðgerðum ríkisvalds- ins eða bankanna jafnvel þó að þess yrði freistað. Svo auðvelt er það ekki. Stofna þarf til sam vinnu sem fyrst, sem af hinu opinbera ber að mótast af eðli- legri forystu og þjónustuanda, en af dugnaði og áræðni fram- kvæmdaaðilans í viðskiptalíf- inu. Núverandi vítahring verð- ur að rjúfa, sem m.a. kemur fram í því, að án opinberrar forystu verður .skammt komizt Viðurkenna verður þá stað- reynd, að öll sölu- og kynning- arstarfsemi kostar fjármagn, sem verður að útvega. Skapa þarf innlendum niðursuðuverk- smiðjum skilyrði til að vinna saman og þær hvattar til sam- eiginlegra aðgerða allt frá hrá- efnisöflun fram að sölu vörunn- ar. Veita þarf framleiðendun- um sérfræðiaðstoð í sambandi við stjórnun og markaðsmál, a.m.k. í fyrstu. Bankar og stofn lánasjóðir verða að fylgjast méð því að ekki sé efnt til frekari fjárfestingar í niðursuðuiðnaði nema starfsemin hafi verið skipulögð til fulls, þ.á.m. sölu- málin og alla áherzlu ber a'ð leggja á það, að arðvænlegur rekstur hefjist hið fyrsta hjá þeim niðursuðuverksmiðjum er fyrir eru. Varpa má fram þeirri hugmynd, hvort ekki kæmi til mala með tilliti til þess hversu hægt hefur miðað í sölu- og markaðsmálum þessarar at- vinnugreinar, að t.d. hinn nýi Iðnþróunarsjóður legði fram fjármagn er stæði undir rekstri tiltölulega lítillar tilraunaverk- smiðju þar sem framleidd væru sýnishorn til útflutnings sem send væru og kynnt á erlendum mörkuðum, þair færu fram verð útreikningar í sambandi við framleiðslukostnað og markaðs- verð og á t.d. 1—2 árum yrði þessi freistað að skapa með slíku undirbúningsstarfi raun- hæfan grundvöll fyrir rekstri iðngreinarinnar í heild. Allar fengnar upplýsingar yTðu að sjálfsögðu látnar viðkomandi framleiðendum í té gegn hóf- legri greiðslu er greiddist á löngum tíma. Alkunna er hversu viðamikið kerfi vió höfum byggt upp hér heima fyrir á sviði verzlunar og viðskipta til þess að þjóna okkur, 200 þús. manna þjóð. Það er ekki verið að gera lítið úr gildi verzlunar- og kaup- sýslustéttar, þó að spurt sé, hvort ekki sé að verða tími til þess kominn að beina þó ekki væri nema tiltölulega litlum hluta þessa kerfis inn á þær brautir að spreyta sig á nýjum útflutningi landsmanna í stað þess að auka enn við það mikla kerfi er sinnir hinum litía heimamarkaði. Hér er þörf grundvallarbreytingar og út- flutningur niðursuðuvara e.t.v. nærtækari en flest annað eina Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.