Tíminn - 07.03.1971, Page 6

Tíminn - 07.03.1971, Page 6
TIMINN SUNNUDAGUR 7. marz 1971 8 Samningar íslands við Efnafiagsbandalagið Árásin á Borten Þa'ð hefur vakið mikla athygli vlða um heim, að áhrifamiklir stjórnmálaleiðtogar í Noregi hafa beitt einstæðum brögðum til að koma Per Borten forsætis ráðherra Noregs frá völdum. Borten er gefið það að sök, að hann hafi sýnt forustumanni sam taka, sem berjast gegn aðild Noregs að Efnahagsbandalagi Evrópu, skýrslu frá sendiherra i Noregs í Briissel, sem ritað var á: Trúnaðarmál. f skýrslunni var þó ekki neitt leyndarmál að finna, heldur var það haft eftir embættismanni eða embættis- mönnum Efnahagsbandalagsins, að Noregur gæti ekki fengið að- ild að bandalaginu, cf norska stjórnin liéldi fast við óbreyttar kröfur sínar um varanlegar und- anþágur fyrir landbúnað og sjávarútveg. Raunar var þetta ekki annað en það, sem allir vissu, því að þessar kröfur eru í fullu ósamræmi við sáttmála bandalagsins, Rómarsáttmálann. Borten taldi sig því ekki brjóta neina leynd, þótt hann sýndi um ræddum manni skýrsluna. Það er nú upplýst, að maður sá, sem Borten sýndi skýrsluna, misnot- aði það ekki, en nokkru síðar birti Dagbladet atriði úr skýrsl- unni, og viðurkennir blaðið, að hafa fengið þær upplýsingar eft- ir öðrum leiðum. Frétt Dagblad- ets rekur því ekki rætur til Bortens. Þrátt fyrir þetta, notuðu and- stæðingar Bortens í hinum stjómarflokkunum umrætt til- cfni til að bola honum frá völd- um. Raunverulega ástæðan til þess var mikill ágreiningur milli þeirra og Bortens um afstöðuna til Efnahagsbandalagsins. Bort- en vill sýna mikla varfærni í því máli, en keppinautar hans í Hægri flokknum og Vinstri flokknum eru ákafir inngöngu- menn. Það hefur aukið þennan ágreining, að stefna Bortens virðast eiga miklu og vaxandi fylgi að fagna. Vafalaust er af- staðan til Efnahagsbandalag'sins nú langmesta hitamálið í Noregi og verður að líta á aðförina að Borten með tilliti til þess. Slærsta málið Það er ekki undarlegt, þótt afstaðan til EBE sé orðið hita- mál í Noregi. Öllum kemur sam- an um, að þetta sé stærsta og örlagaríkasta mál, sem norska þjóðin hefur nú til úrlausnar. Þótt einkennilegt megi virðast, er lítið rætt hér á landi um af- stöðuna til EBE, en viðræður milli íslands og EBE eru þó þegar hafnar og verða að öllum líkindum til lykta leiddar á næsta kjörtímabili. Kosningarn- ar í vor, verða því síðasta tæki- færi, sem kjósendur fá til að hafa áhrif á gang þess máls. Það getur orðið mjög örlagaríkt fyrir þjóðina, hvernig því máli verður ráðið til lykta og því er orðið meira en tímabært að það mál sé rætt og rakið. Flest bend- ir einmitt til þess, að það verði annað stærsta málið, sem ráðið verður til lykta á næsta kjör- tímabili. Samstaða Alþýðu- flokksins og IVSbl. Á árunum 1961—62 var mikið rætt hérlendis um afstöðuna til EBE, því að Bretland og fleiri lönd höfðu þá sótt um inngöngu í bandalagið. í Mbl. var þá lögð áherzla á, að íslendingar ættu að tengjast Efnahagsbandalag- inu sem fyrst, og var yfirleitt ekki annað skilið á blaðinu en það , stefndi annað hvort að aðild eða aukaaðild. Meginmun- urinn á þessum aðildum er sá, að aðild þýðir, að viðkom- andi ríki verður strax fullgild- ur aðili, en aukaaðildin þýðir, að það verður ekki fullgildur aðili fyrr en eftir tiltekinn að- lögunartíma. Aukaaðildin er ætl- uð ríkjum, sem skammt eru kom in í iðnþróun, t.d. Tyrklandi og Grikklandi. Hins vegar geta ríki eins og Danmörk, Svíþjóð eða Noregur ekki fengið aukaaðild, ingar 27. janúar 1962, að þessi leið væri „áreiðanlega ekki möguleiki". Þar strandaði m.a. á því, að Efnahagsbandalagslönd in væru í Gatt og gætu því ekki veitt einu ríki tollhlunnindi, nema öll Gattlöndin fengju þau einnig. Gylfi sagði síðan orð- rétt: „Þess vegna held ég, að við getum ekki gert okkur von um, að okkar vandi leysist á svona einfaldan hátt. Staðreyndir máls ins eru þær, að það er ekki hægt að ræða um tengsl við Efnahags- bandalagið nema á tvennan hátt, annað hvort skv. 237. gr. um fulla aðild, eða skv. 238. gr. um aukaaðild. í báðum tilfell- um hljóta tengslin í grundvallar- atriðum að vera á grundvelli Rómarsamningsins. Þetta er vandinn, sem okkur er á hönd- um“. / Þannig var reynt að útiloka þá leið, sem Framsóknarflokk- urinn benti á, og jafnframt lögð Jóhann Ilafstein Gylfi Þ. Gíslason — hvað eiga þeir við, þegar þeir tala um „samkomulag af öðru tagi"? því að þau eru talin það langt komin í iðnþróuninni. Alþýðuflokkurinn tók mjög eindregið undir þá stefnu, sem Morgunblaðið boðaði. Á flokks- stjórnarfundi Alþýðuflokksins, sem haldinn var 10.—11. febrúar 1962, var samþykkt, að ísland ætti að sækja um attkaaðild að Efnahagsbandalaginu og var skýrt frá þessu í Alþýðublaðinu 13. febrúar 1962. Afstaða Framsóknar- flokksins Framsóknarflokkurinn tók strax þá afstöðu til EBE, að hér yrði að flýta sér hægt og sýna mikla aðgætni. Flokkurinn lagði því til, að reynt yrði að ná samningum við bandalagið um verzlunar- og tollamál, en ekki yrði samið um annað. Þar með voru báðar aðildarleiðirnar úti- lokaðar. Af hálfu Gylfa Þ. Gísla- sonar viðskiptamálaráðherra var því haldið fram, að þessi leið Framsóknarflokksins væri lokuð, og Mbl. kallaði hana afturhalds- leiðina. Gylfi Þ. Gíslason sagði á sérstakri ráðstefnu, sem hald- in var á vegum Frjálsrar menn- á það áherzla í Mbl. og Alþýðu- blaðinu, að nauðsynlegt væri að koma umsókn íslands á fram- færi sem fyrst. Frestur ákveðinn Sem betur fór, voru ekki allir áhrifamenn í stjórnarflokkunum á sömu skoðun og Mbl. og Gylfi Þ. Gíslason. Meðal þeirra var Bjarni Benediktsson. Bjami mun hafa átt megin þátt í því af stjómarsinnum, að ekki var farið að ráðum Alþýðuflokksins og sótt strax um aukaaðild vorið 1962. Það bættist svo við, að stefna Framsóknarflokksins hlaut góðar undirtektir og al- þingiskosningar vom skammt undan. Um haustið 1962 höfðu stjórnarflokkamir því nálgazt það sjónarmið Framsóknar- flokksins, að rétt væri að fara gætilega og bíða átekta. Þetta kom greinilega í ljós, þegar Gylfi Þ. Gíslason flutti Alþingi skýrslu um málið 12. nóv. 1962. Gylfi hélt því fram, að aukaaðildar- leiðin hefðu flesta kosti um- fram tollasamningsleiðina, en lýsti að lokum eftirfarandi af- stöðu ríkisstjórnarinnar: „Rikisstjórnin er þeirrar skoð- unar, að ennþá sé ekki kominn tími til ákvarðana í máli þessu. Áður en þær em teknar, er nauð synlegt að fengin sé niðurstaða í þeim samningum, sem nú fara fram í Briissel milli Efnahags- bandalagsins og Breta, og helzt einnig niðurstaða í þeim viðræð um, sem eiga eftir að fara fram á milli Efnahagsbandalagsins og annarra ríkja, er sótt hafa um aðild eða aukaaðild að banda- laginu . . . Þegar niðurstöður haaf fengizt í þeim samningavið- ræðum, sem ég gat um á?an, hefur væntanlega fengizt grand- völlur til þess að ganga endan- lega úr skugga um, hvaða kost- ir geta staðið íslendingum til boða. Þá fyrst er fyrir hendi nægjanleg vitneskja til þess, að unnt sé að mynda sér endanlega, rökstudda skoðun á því, hvers konar tengsl við Efnahagsbanda- lagið tryggi bezt hagsmuni ís- lendinga“. Að sjálfsögðu fagnaði Fram- sóknarflokkurinn þessari niður- stöðu, því að hún var í samræmi við það, sem hann hafði haldið fram. Gætin afstaða hans hafði átt meginþátt í að hindra van- hugsað flan í þessum efnum. Jafnframt ber að meta og viður- kenna, að ýmsir stjórnarsinnar vom á sama máli. Svar Gylfa í fyrra Það gerðist svo nokkru eftir að þessi frestunarstefna var mörkuð á Alþingi, að de Gaulle hindraði inngöngu Breta í Efna hagsbandalagið og samningar milli þeirra og bandalagsins lágu síðan niðri fram á síðasta ár. Þá vom þeir hafnir að nýju og benda nú flestar líkur til, að Bretland gangi í Efnahagsbanda lagið innan ekki langs tíma og sennilega fleiri EFTA-lönd. Þegar rætt var um EFTA- aðild á Alþingi i fyrra, mátti skilja orð, sem Bjarni Benedikts- son lét falla, á þann veg, að ísland ætti að semja við Efna- hagsbandalagið samhliða þessum löndum. Sá, sem þetta ritar, beindi því sérstakri fyrirspum til ríkisstjórnarinnar og óskaði frekari skýringa um þetta efni. Gylfi Þ. Gxslason svaraði af hálfu ríkisstjórnarinnar á þá leið, að þetta væri ekki fyrir- hugað. Hann sagði ennfremur: „Ég tel okkur hafa við nóg vandamál og nóg viðfangsefni að etja í sambandi við fyrstu spor okkar innan EFTA, þó að við flækjum það mál ekki með því að eiga eða biðja um sérstakar viðræður við Efnahagsbandalag- ið“. Þetta svar var skynsamlegt. Vissulega er nauðsyn að kynn- ast áhrifum EFTA-aðildar sem bezt, áður en lengra er haldið. og læra af þeim. Þá ér sú skoðun Alþingis frá 1962 áreiðanlega rétt, að ísland á að vera í röð hinna síðustu að samningaborði. ísland hefur þá sérstöðu sökum smæðar sinnar, að það þarf að fá margvíslegar undanþágur, er örðugt getur orðið fyrir EBE að fallast á, ef það er jafnframt að semja við önnur ríki, sem æskja þeirra einnig, en hafa minni þörf fyrir þær. Þess vegna á ísland að semja eitt og seint. „Samkomulag af öðru tagi“ Þróun mála hefur orðið sú, þrátt fyrir áðurgreinda yfirlýs- ingu Gylfa Þ. Gíslasonar á þingi í fyrra, að ríkisstjómin hefur óskað eftir því við Efnahags- bandalagið að skýra viðhorf ís lendinga vegna viðræðna banda- lagsins við þau ríki, sem óskað hafa eftir inngöngu í það. Gylfi Þ. Gíslason skýroí þetta viðhorf íslands á fundi ráðs Efnaahgsbandalagsins í Briissel 24. nóv. síðastliðinn. Niðurstaða hans var sú. að ísland gæti ekki gerzt aðili að bandalaginu, en æskti samstarfs við það og því yrði „að leita lausnarinnar meo' einhverskonar samkomulagi af öðru tagi“. Þá telji rfldsstjórn- in eðlilegt og nauðsynlegt áð í því, (þ.e. samkomulaginu) væm viss áikvæðL Atriðin fjögur Áikvæðin, sem Gylfi Þ. Gísla son taldi nauðsynlegt, að væra í þessu „samkomulagi af öðm tagi“, vora þessi: „1. Að ísland njóti sömu hlunn inda að því er snertir frjálsan innflutning og tollfrelsi gagn- vart Efnahagsbandalaginu og það nú nýtur í EFTA-löndunum. 2. Að ísland fái aðstöðu til tollfrjáls innflutnings á sjávar afurðum á Efnahagsbandalags- markaðinn, enda verði þess igætt að sá innflutningur verði eikiki til þess að raska veralega eðli legum mankaðsaðstæðum. 3. Að Efnahagsbandalagið njóti sömu fríðinda á fslandi og EFTA-löndin njóta og öðlist sömu tollfríðindi og þau lönd eiga að öðlast í framtíðinnj sam kvæmt samningi um inngöngu íslands í EFTA. 4. Að ísland hafi framvegis sama rétt og það hefur nú inn an EFTA varðandi eftirlit me3 innflutningi á takmörkuðu sviði, en í því sambandi skipta mestu máli reglur um innflutning á olíum og benzini.“ IVÍeira en tolla- samningur Það hlýtur að vekja athygli, að eftir að Gylfi Þ. Gíslason hefur útilokað aðild, skuli hann ekki nefna viðskipta- og tolla samning, heldur „samkomulag af öðru tagi“. Þetta skýrist, þegar lesin eru framangreind fjögur atriði. Þar kemur fram, að í upp- hafi kynningarviyræðna við Efnahagsbandalagið, býður ríkis stjórnin ekki aðeins upp á sarnn inga um viðskipti og tollamál, heldur einnig upp á samninga um gagnkvæm atvinnuréttindi og sitthvað fleira, sem felst í Efta-sáttniálanum, sbr. 3. lið. Það er þannig strax boðið upp á, að þau atvinnuréttindi, sem Efta löndin fá hér samkvæmt 16. grein Eftasamningsins, skuli yfir færast á EBE-löndin. Ekki er ó- liklegt, að af þessu geti leitt, að EBE beri fram tillögur um víð tækari atvinnuréttindi o. fl. hlunn indi. Vel mætti af þessu ætla. aó enn vaki það fyrir viðskiptamála Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.