Tíminn - 16.03.1971, Qupperneq 2

Tíminn - 16.03.1971, Qupperneq 2
TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 16. marz 1971 14. LANDSMÓT UMFÍ Á SAUÐÁRKRÓKI10. -11. JtLl SJ—Reykjavík, mánudag. Landsmót Ungmennafélags ís- lands verður haldið að Sauðár- króki dagana 10.—11. júlí í sum- ar, og er það hið 14. röðinni. Undirbúningur gengur vel, en mótið fer fram á glæsilegu íþrótta svæði, sem verið er að fullgera á Sauðárkróki.* Verður aðstaða ein- hver sú bezta, sem nokkru sinni hefur gefizt á landsmóti, einkum þó hvað búningsklefa og aðra að- stöðu íþróttafólksins snertir. Á íþróttasvæðinu eru tveir hand 4 Merkt Landsmótslns. [fíBiFiTTrnrs ISTIITTIIMAU oo O Breiðfirðingar spila bridge Frá Bridgedeild Breiðfirðinga: Sveitakeppni deildarinnar er ný- lokið og tóku þátt 14 sveitir. Úr- slit urðu sem hér segir. 1. Sveit' Hans NiClSGrl 237 stig. ( sveitlnni eru auk Hans þeir Pét- ur Halldórsson, Böðvar Guð- mundsson, Kristján Andrésson, Eysteinn Einarsson og Ólafur Ingimundarson). 2. Sveit Gissurs Guðmundssonar 215 stig. 3. Sveit Ingibjargar Halldórsdóttur 198 sig. 4. Sveit Elísar Helgasonar 174 stig. 5. Sveit Þórarins Alex- andersonar 159 stig. 6. Sveit Jó- hanns Jónssonar 139 stig. Stjórnin. Víkingur með 175 lestir GB—Akranesi, föstudag. Togarinn Víkingur kom í gær til Akraness eftir viku útivist og land aði 175 lestum af ágætum fiski. Þetta var þorskur og karfi og skiptist hann milli Fiskvinnslu- stöðvar Heimaskaga og Fisk- vinnslustöð HB & Co. Nú er mikil vinna á Akranesi við aflann og loðnuna. Þrær verksmiðjunnar sjálfrar taka 3000 lestir, en fyrir 2 árum lét framkvæmdastjórinn, Valdimar Indriðason steypa í botn á gömlu grjótnámi fyrir innan Akranesbæ og þar komast 5000 lestir í. Brætt er dag og nótt í verk- smiðjunni pg gengur vel. Hins 'Vegar ér sfeortur á starfsfólki. Barningur, blað LÍM FB—Reykjavík, miðvikudag. Barningur, málgagn Landssam- bands íslenzkra menntaskólanema; 1. árg., 1. tbl. er komið út. í ávarpi ritstjórnar segir, að á síð- asta landsþingi íslenzkra mennta- skólanema, sem haldið var á Akur eyri dagana 20. til 22. nóvember s.l. hafi verið samþykkt, að gefa út blað, og framkvæmdanefnd LÍM falið að annast verkið. í ávarpsorðum segir ennfrem- ur. Efni Barnings er fengið úr ýmsum áttum. í fyrsta lagi flyt- ur blaðið ályktanir, tillögur og greinargerðir 4. landsþingsins. Einnig er í blaðinu að finna grein- ar um hin ýmsu baráttumál menntaskólanema. Á forsíðu blaðsins, sem er í dagblaðsformi, er grein um hús- næðismál Menntaskólans í Reykja- vík og Menntaskólans við Tjörn- ina. Viðtal er við fjármálaráð- herra, rætt við nemendur skól- anna, viðtal er við menntamála- ráðherra, sagt frá menntaskóla- námi í Svíþjóð, og námslauna- fyrirkomulagi. Stefán Briem kenn ari í HM skrifar |greinina Hug- myndir um nýtt 'skipúlágH menhía skólunum. Á baksíðu. blaðsins-jeju svo lagðar nokkrar spurningar fyrir rektora allra menntaskol- anna. Blaðið er 16 síður. Óli Kr. Guðmundsson læknir lætur af störfum KJ—Reykjavík, þriðjudag. Um síðustu mánaðamót lét Óli Kr. Guðmundsson af störfum sem yfirlæknir sjúkrahússins á Sel- fossi, en hann hefur undanfarin átta ár gegnt því starfi við góðan orðstír. Við störfum Óla hefur tekið ungur læknir, Guðmundur J. Guðjónsson, en hann lauk lækna- prófi frá Háskóla íslands vorið 1965, og hefur síðan stundað framhaldsnám í skurðlækningum ytra. Óli hefur tekið við störfum sem skurðlæknir á Borgarspítalanum í Reykjavík. knattleiksvellir, tveir íþróttavell- ir með hringbrautum, annar mal- arvöllur með 310 m. hringbraut, en hinn nýr grasvöllur með 400 m. hringbraut, og sundlaug 8x25 m. með áhorfendasvæði fyrir 300 manns. Á Nöfunum, fyrir ofan endilangt svæðið og meðfram því eru frá náttúrunnar hendi ákjós- anleg áhorfendasvæði fyrir þús- undir manna, og þar hafa einnig verið reistir áhorfendapallar.. Af Nöfunum sést allt keppnis- svæðið og þaðan má fylgjast með öllu, sem fram fer samtímis. Bú- izt er við 10—20.000 gestum á Landsmótið, í sumar. Á mótinu verður keppt í 20 greinum frjálsíþrótta, sundi, knatt leik, glímu, skák og mörgum grein um. starfsfþrótta, svo sem pönnu- kökubakstri, því að leggja á borð í fjallaskála, vélsaumi, kvikfjár- sjúkdómum og dráttarvélaakstri. S.l. sumar fór fram forkeppni í þeim knattleikjum, sem keppt verður ,í knattspyrnu, handknatt- leik og körfuknattleik. Keppa 9 lið af 29 til úrslita á Sauðárkróki. Keppni hefst daginn áður en mótið hefst formlega. Á laugar- dagskvöld verður kvöldvaka og á sunnudag sérstök hátíðardagskrá. Helgina fyrir landsmótið verð- ur 100 ára afmælis Sauðárkróks minnzt þar í bænum og verða af -þvfe-tilefni haldnar sýningar í skól anum. Skipulögð hafa verið tjald- stæði fyrir mótsgesti, en frá þeim er gott útsýni yfir bæinn og íþróttasvæðið. Skortur er á hótel- gistirými á Sauðárkróki, en stutt Áskorun á Alþingi EJ—Reykjavík, mánudag. I frétt frá Verkalýðsfélaginu Aft- ureldingu á Hellissandi segir, að sameiginlegur fundur sjómanna- og vélstjóradeilda félagsins á Hellis- sandi 21. febrúar sl., hafi samþykkt að skora á Alþingi, að samþykkja frumvarp Jónasar Árnasonar og Geirs Gunnarssonar um breytingar á lögum um ráðstafanir í sjávar- útvegi frá 1968. Er sérsatklega skorað á alla þingmenn Vestur- landskjördæmis að standa sem einn maður að samþykkt þessa frum- varps. Guðmundur DaníelBson situr aust- ur á Selfossi og er hreint aifbragð þessa dagana í Suðurlandinu sínu þar sem hann rifjar upp spítalalegu hina seinni. Ölafur Ketilsson kemúr m. a. við sögu, en lýsingar ailar eru hinar nákvæmustu, auk þess fullar fyrir- litnim-gu á köflum, enda teikur Guð- mundur fram, að hann sé að lýsa „yfir andstyggð minni á hausti og vetramótt ævinnar”. Munu slikar lýsingar sem þessi spítalasa-ga, vera 1 næsta fágætar, enda er Guðimundi iagið mitt i fyrirlitningu sinni á manniíkamaverkstæðinu að sló á strengi gamanseminnar þanmig, að 1-esandinn veit varla hvort hann á að hlæja eða hryggjast. Sllk persónu- ieg blaðame-nnska sem þessi er orð- in næsta fágæt, þar sem aUí verður að negla niður í blöðum eftir ákveðnu kerfi um heimildir, og óvið- eigamdi þykir að láta í ljós skoðanir varðandi viðfangsefnin. Spurning er hvort þessi dauðhreinsaða blaða- menmslka hefur ekki gengið of langt, og g-ert blöðin leiðintegri en þau þurfa að vera mitt í baráttunni uPP á lff og d-auða við annars bonar fjöl- miðla. Þetta kemur ósjálfrátt í hug- ann við lestur spita-lasögu Guðmund- ar Daníelssonar í Suðurlandi. Ann- ars er það með ólíkindum hvaða kraftur er kominn i biaðaútgófuna fyrir a-ustan fjall. Suðurland er síður en svo eina blaðið, sem kemur út á Selfossi. Þjóðólfur kemur einnig út þar á staðnum, mjög myndarlegt blað og gott að efni, og gefur Suð- urlandinu síður en svo eftir, þótt það flytji en-ga spítalasögu. Andlitið á Marteini Lúther Með þessari spítalasö-giU er Guð- mundur Daníelsson augsýnd-lega að efna sér í metsölubók. Við höfum vamizt því um sfund að liesa um til- finninga-lif iækn-a og hjúlkrunar- kvenna og ýmiss konar samslótt þessara aðila. Hlns vegar hefur ekki fyrr komið á þrykk jafn raunsæ lýs- ing á ldfi og dauða í sjú-krahúsi. Sagn'ameistarinn fer aldeiljs á kost- um viða í frásögn sinni, 1 h-enmi er ek-kert pláss fyrir ástir lækma og hjúikru-narikivenna, Ólafur Ketilsson og fleiri sam-tegumenn Guðimundar koma í veg fyrir slíkt húmbúilck. Nú síðast, i öta kafla, er t. d. lýsin-g á ra-kstri fyrir uppskurð. Þar segir m. a.: ,3g gaut til þeirra au-gum við o-g við meðam hnífurinn dansaði urn hör- und Ólafs, og datt allur fjandinn í hug. Fyrst datt mér í hug gamall vísupartur kveðinn um vinnukonu, sem var að búa sig á skemmtun og hafði heldur nauman tima til snyrt- ingar á sjálfri sér: „Hendur þvoði og h-álft a-ndlitið, hitt var ekki mjög út skitið; öngum tíma eyddi í það.” Un-gfrúin var eldfljót að snyrta 01- af hiö neðra, enda eOoki að hugsa um, hvemlg handaverk hen-na-r kynnu að tóta ú-t í aug-um hefðbundinnar fa-gurfræði, hún laut eikki öðru en gagn9emislögm-álinu.” Uppskurðu-r fylgir i kjölfarið. Það er ebkert rómantiskt við uppskurð. Þar kemst heldur en-gin lygi að — engin fegrun. A m-anntókamaverk- stæðinu eru menn sviptir ölium vam arveg-gjum. Ökunnugt fólk veðu,r inn á þá og fer um þá höndum, flettir þeim í sun-dur og saumar þá saman. Guðmundur Dan-íetesan svei-mar inn- an um þetta blygðunarleysi, sviptur klæðum, með brjósktos i hrygg og fyl-list aðdáun í hvert sinn sem sjúkl- ingarnir rísa yfir umhverfi sitt, eins og sá sto-l'ti einstaklin-gur Ólafur Ket- ilsson kominn af skurðarborðinu með nýjan mjaðmarlið. Han-n „rykkti í fetana og hóf sig hærra upp svo ég sá andlitið á honum. Það var sterkt og breitt og rauðteitt og fullt af ósveigjanlegri kröfu um siðbót. Það var eins o-g á Ma-rteini Lúther”. Svarthöfði ferð er til gistihúsanna í Varma- hlíð, Löngumýri og Hólum. íslendingum hefur Vvrið boðin þátttaka í frjálsíþróttakeppni dönsku ungmennafélaganna í Holsterbro 22.—25. júní í sumar. Fara sigurvegararnir í landsmót- inu á Sauðárkróki í þessa ferð. Fundur um tryggingarmál Féla-g einstæðra foreldra og Kvenréttindafélag íslands halda sameiginlegan almennan fund í Tjarnarbúð miðvikudagskvöldið 17. marz, kl. 20.30. í tilefni af endur- skoðun try-g-gingarlög-gjafarinnar verða þau imál rædd á fundinum og -mun Páll Sigurðsson, ráðuneyt isstjóri, tala. Einnig verður fjall- að um fruimvarp það sem fyrir Alþingi lig-gur nú, um innheimtu- stofnun sveitarfélaga og hefur Magnús Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenzkra sveitar- félaga framsögu. Fyrirspumir verða leyfðar o-g er ekki að efa að félagsmenn be-ggja félaganna m-unu hafa margt að spyrja um, kannski ekki hvað sízt um það. sem að tryggingamálum snýr bein línis. Garða-Bessastaða- hreppur og Hafnarfj. FÉLAGSVIST Fyrsta kvöldið í þriggja kvölda spilakeppni, sem efnt er til af hálfu Framsóknarfélaganna í Bessa staða-, Garðahreppi og Hafnarfirði, verður 17. marz næst komandi, og hefst það -kl. 20,30 í Samkomuhús inu á Garðaholti. Stjórnandi fram- sóknarvistarinnar verður Björn Jónsson, en Hall- dór E. Sigurðsson alþm. flytur ávarp. Annað spilakvöldið verð- ur 1. apríl og hið þriðja 15. apríl næst komandi. Heildarverðlaun eru ferð með Gull fossi frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar og heim aftur. Auk þess verða veitt góð kvöldverð laun, hjónaverðlaun, og sérstök karla og kvennaverolaun. Skákkeppnin Svart: Taflfélag Akureyrari Jóhann Snorrason og Margeir Stelngrimsson. vgoaajöe m 1 A 'WkíWi a! Aöfl A 00 e- eo lO rf y* co ABCDEPGB Hvítt: Taflfélag Reykjavfknri Gunnar Gunnarsson og Trausti Björnsson. 30. leikur hvíts: Kcl—d2.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.