Tíminn - 16.03.1971, Side 11
>
MQEÐ9UÐAGUR 16. marz 1971 TIMINN
11
Á víðavangi
— Eitt af því, sem er óskap-
lega mikilvægt fyrir atvinnu-
reksturinn eru góðar samgöng-
ur, og hér fyrir austan vantar
mikið á að þær séu góðar.
Okkur finnst hlutfallslega litlu
fé varið til vegagerðar hér, og
strandferðaþjónustan hefur
ekki verið svipur hjá sjón um
langan tíma. Símamálin hafa
batnað verulega, en mikið vant
ar þó á að við höfum sam-
bærilega símaþjónustu við áðra
landsliluta. Á Austfjörðum er
aðeins næturvarzla á tveim
stöðum, og við hér höfum t.d.
síma opinn frá hálf níu á
morgnana til hálf eitt og svo
frá tvö til hálf átta á kvöldin,
og er það stórkostleg lenging
frá því sem var, en eftir átta á
kvöldin getum við ekki hringt
á milli húsa hér á staðnum,
hvað sem við liggur." — TK
Sakfræðjngar
Framhald af bls. 7.
menn við að vinna að ofan-
igreindum marikmiðum.
Félagsmenn geta' orðið allir ís-
lenzkir lögfræöingar og afbrota-
fræðingar svo og stúdentar í þess-
um efnum. Einnig geta aðrir
orðið félagsmenn, sem áhuga hafa
á markmiðum félagsins og líkleg-
ir eru til að leggja þar eitthvað
af mörkum, enda samþykki stjórn
félagsins inntöku þeirra.
f stjóm vom kjörnir: Jónatan
Þórmundsson prófessor, formaður,
og meðstjórnendur þeir Sverrir
Einarsson, fulltrúi yfirsakadóm-
ara, og Barði ÞórhaUsson. fulltrúi
bæjarfógetans í Kópavogi.
Hinn nýkjörni formaður félags
ins, Jónatan Þónnundsson prófess
or, flutti síðan erindi um stöðu
kennslu og rannsókna í sakfræði
á íslandi. Urðu talsverðar um-
ræður að erindinu loknu. Sam-
þykkt var ályktun um nauó'syn
þess, að hefjast nú þegar handa
um að vinna að og gefa út nákvæm
ar skýrslur um afbrot hér á landi
og dóma um þau (kriminalstat-
istik).
íþróttir
FramKhald af bls. 8
aðeins að skora 5 stig í leiknum.
Guttormur meiddist í þeim leik,
og gat því ekki ieikið með móti
Ármanni á sunnudaginn. Hafði það
mikið að segja fyrir liðið, því ekki
er gott að vita nema að hann hefði
getað gert út um leikinn fyrir
Þór. Leikurinn var nær allan tím
ann mjög jafn, en Ánmann hafcA
þó oftast frumfcvæðið. Ármann
hafði 7 stig yfir í hálfleik 31:24,
og sigraði í leiknum með 13 stig
um 64:51.
Eftir þessa leiki (ef leikur KR
og UMFN telst löglegur) er fceppn
in iim silfurverðlaunin sem stjórn
KKÍ samþykkti á síðasta fundi að
veita, mjög hörð. Þar koma aðeins
tvö lið til greina. KR og Ármann,
en þau eiga bæo'i eftir að leika
tvo leiki, og hefur KR 2 stigum
meira. Ármann á eftir að
leika við KR og HSK, en KR
við Ármann og ÍR.
íþróttir
Framhald af bls. 9.
þeirra hlutur kom upp. Með því
sigruðu þeir í leiknum, en Verzl-
unarskólinn er úr keppninni, því
þetta var annað tap skólans í
þessu móti.
Síðari leikurinn var á milli
Menntaskólans í Reykjavík. sem
var með eitt tap fyrir þennan
leik og Kennaraskólans, sem var
taplaus. Þurfti því MR að sigra
til að vera etoki úr keppninni, og
það tókst. Mennskælingar sigruðu
2:1 eftir skemmtilega viðureign.
Nú eru fjögur lið eftir í Skóla-
mótinu. Háskólinn, Menntaskólinn,
Verzlunarskólinn og Menntaskól-
inn v/Hamrahlíð, sem sat yfir í
þessari umferð'. Öll liðin nema Há
skólinn hafa tapað einum leik.
en það lið sem tapar tveim leikj-
um er úr keppni.
Þorsteinn
Framhald af bls. 1
aðar, starfsfólki félagsins og sam-
starfsmönnum færði hann beztu
óskir og þafckir og sleit Búnaðar
þingi með_ þekn óskum, að Bún-
aðarfélag íslands mætti dafna og
vaxa að auðnu, viiðingu og góð-
um verkum landbúnaðinum til
heilla um alla framtíð.
*
Utvarp
Framhald af bls. 1
hálfu Alþýðubandalagsins, Bene-
difct Gröndal og Sigurður Ingi-
mundsson tala fyrir hönd Alþýðu
flokksins og ræðumaður Samtaka
frjálslyndra og vinstrimanna verð
ur Haraldur Henrysson, en hann
tók í dag sæti á Alþingi i etað
Hannibals Valdimarssonar.
Hver flokkur fær til umráða
45 mínútur, 20—25 í fyrri umræðu,
en 15—20 mínútur í síðari um-
ferð. Röð flokkanna verður þessi:
Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag,
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna, Sjálfstæðisfloktour og
Framsóknarflokkur.
Landhelgisbrot
Framhald af bls. 1
mætari afla innan markanna
en utan þeirra.
Landhelgisgæzlan tók í gær bát
í landhelgi. Var hann að veiðum
langt innan marka fiskiveiðilög-
sögunnar. Mun þetta vera í 12 sinn
sem þessi sami bátur er staðinn
að ólöglegum veiðum, en sami
skipstjórinn hefur verið með bát-
inn um árabil. Það er ekki ótítt að
bátar eru staðnir að botnvörpuveið
um innan fiskveiðilögsögunnar, en
oftast eru það sömu bátamir sem
teknir eru aftur og aftur. Um tíma
var nánast algjört ófremdarástand
í þessum efnum. Landhelgisgæzl-
an stóð fjölda báta að ólöglegum
veiðum og var farið með þá til
hafna, og skipstjórarnir kærðir og
dæmdir eins og lög gera ráð fyr-
ir, en siðan efcki söguna meir, því
það heyrði til undantekninga að
dómunum væri framfylgt og sekt-
ir greiddar. En nú er ástandið
miklu betra því gengið er eftir að
landhelgissektir séu greiddar, enda
hefur brotunum fækkað mikið.
TIL SÖLU
Dodge Weapon,
nýlega yfirbyggður,
rúmar 14 manns, í
toppstandi, traider
dieselvél og ágæt
dekk.
Upplýsingar í síma
41730 næstu daga
eftir kl. 4.
Stjómunarfélag
Framhald aí bls. 3
um stjórn einu sinni á ári, en það
er háð samþykki aðalfundar hverju
sinni.
Félaginu er ætlað að efla áhuga
á og stuðla að kerfisbundinni
stjórnun og hagræðingu og al-
mennri hagsýslu. Með því vill fé-
lagið stuðla að bættum atvinnuhátt-
um og aukinni framleiðni, með þró
un verklegrar menningar og vax-
andi almennri velmegun fyrir aug
um. Félagið hyggst ná þessu mank
miði með fundum, ráðstefnum, fyr
irlestrum sérfræðinga og dreifingu
fræðsluefnis og námskeiðahaldi.
Að loknum stofnfundi héldu
gestir Stjórnunarfélags íslands
ávörp og ræður. Jakob Gíslason,
orkumálastjóri, forrnaður Stjórn-
unarfélags íslands, rakti sögu þess
og gaf yfirlit yfir margþætta
starfsemi þess. Sveinn Björnsson,
framkvæmdastjóri Iðnaðarmála-
stofnunar Islands, ræddi um kynni
sín af stjórnun íslenzkra fyrir-
tækja. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson
framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, flutti ávarp, og
ræddi framtíðarverkefni félagsins
og kva® verðugt verkefni fyrir
Stjórnunarfélag Austurlands að
halda sem fyrst námskeið fyrir
stjórnendur frystihúsa. Allmiklar
umræður spunnust um erindi gest-
anna. Einnig var mættur Bergþör
Konráðsson, framkvæmdastjóri
Stjórnunarfélags íslands.
Stjórnunarfélag Austurlands
stefnir að því að halda námskeið í
vor. Aðilar að SA geta orðið félög,
stofnanir, fyrirtæki og einstakling-
ar, og gefur stjórn félagsins allar
nánari upplýsingar.
Bratteli
Framhald af bls. 13.
stjórnarmálaráðherra er Oddvar
Nordli, Thorstein Treholt þing-
maður, er landbúnaðarráðherra,
Reiulf Steen, hinn úngi varafor-
maður flokksins, er samgönguráð-
herra, Olav Gjærvold, próféssor, er
verðlagsmálaráðherra, og Inge
Louise Valle, er fjölskyldu- og
neytendamálaráðherra.
Á morgun, miðvikudag, mun rík
isstjóm Brattelis formlega taka
við völdum af ríkisstjórn Per Bor-
tens. — EJ.
Frá Alþingi
Framhald af bls. 6.
Kristján, að þeir er þetta sömdu
hafa 'gleymt veikindum ísl. kr.
Að minnsta kosti fæ ég ekki séð
hvernig sjóðurinn á að sinna þeim
stóru verkefnum, sem fram und-
an bíða með sama krónutöluf jölda
og lagður hefur verið til hans
undanfarin ár. Þess vegna leggjum
við til að eigi skuli veittar minni
en 20 millj. kr. árlega til sjóðs-
ins.
OFFSETFJÖLRITUN
ÞaB er FJÖLMARGT
hægt að FJÖLRITA
ÁRNI SIGURÐSSON
FJÖLRITUNARSTCFA
Laugavegi 30 — Síml 2-30-75.
Auglýsið í Tímanum
■
; .
Skíðaferð er skemmtun góð
Bjóðum hjónum, fjölskyldum, námsmönnum og hópum sérstök vildarkjör.
Kynnið yður sérfargjöld Flugfélagsins.