Tíminn - 02.04.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.04.1971, Blaðsíða 1
Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, í útvarpsumræðunum í gærkvöldi um landhelgismálið: 50 mílur verði staðreynd áður en hafréttarráðstefna S.þ. hefst Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra (t.v.) heilsar Hilmar Baunsgaard, forsætisráðherra Danmerkur, — skömmu áður en afhending fullgildingarskjalanna fór fram. í baksýn eru Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri og Poul Hartling, utanríkisráðherra Dana. — Símamynd — UPI AFHENDING HANDRITANNA AÐ HEFJAST Flateyjarbók og Sæmundar-Edda afhentar í Reykjavík 21. apríl EJ—Reykjavík, fimmtudag. • í dag fór fram í Kaupmanna- höfn afhending fullgildingarskjala vegna sáttnrálans milli íslands og Danmerkur frá 1965 um flutning á hluta af handritum Stofnunar Árna Magnússonar í vörzlur og umsjón Háskóla íslands. Er sátt- málinn Jrar með genginn í gildi. • Þa3 voru mcnntamálaráðhcrr ar landanna, sem afhentu fullgild ingarskjölin, og upplýsti mcnnta- málaráðherra Danmerkur við það tækifæri. að fyrstu tvö handritin yrðu afhent íslendingum í Rcykja- vík 21. apríl næstkomandi, en það yrðu Flateyjarbók og Konungsbók Sæmundar-Eddu. • Jafnframt mun Háskóli ís- lands og Kaupmannahafnarháskóli tilnefna á næstunni tvo menn hvor í nefnd, sem á að skipta handrit- unum milli íslendinga og Dana. Helge Larsen, menntamálaráð- herra Dana, og Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra íslands fluttu stuttar ræður um leið og ful, gilding sáttmálans fór fram. Fara ræður þessar hér á eftir. Ræða menntamála- ráðherra Dana ,,Með skiptum á fullgildingar- skjölunum er sáttmálinn milli Danmerkur og íslands um afhend- ingu hluta handritanna í Árna- safni til varðveizlu og rannsókna í Háskóla íslands genginn í gildi í dag, 1. apríl 1971. Nú getur fram kvæmd ákvæða sáttmálans hafizt. Það er mér gléðiefni að geta til- kynnt yður, herra menntamálaráð- herra. sem fulltrúa íslenzku rík- isstjórnarinnar, að sendinefnd frá dönsku ríkisstjórninni og danska þjóðþinginu mun afhenda Flat- eyjabók og Konungsbók Sæmund- ar-Eddu íslendingum sem hina fyrstu sýnilegu sönnun þess, að sáttmálinn er genginn í gildi. Við munum leggja til við íslenzku rík- isstjórnina, að afhendingin fari fram í Reykjavík 21. apríl 1971. Það er ætlun ráðuneytisins, að senda þegar í dag bréf til íslenzka menntamálaráðuneytisins með Framhald á bls. 10 TK-Reykjavík, fimmtudag. f ræðu sinni í útvarpsumræð- unum í kvöld sagði Ólafur Jóhami esson, formaður Framsóknarflokks ins, að sjónarmið rfkisstjórnarinn- ar í lamlhelgismálinu um frestun á ákvörðun um hvenær útfærsla landhelginnar skuli eiga sér stað, væri bæði óviturlegt og algerlega óviðeigandi. Ólafur lagði á það ríka áherzlu, að það væru lífs- hagsmunir þjóðarinnar að útfærsla fiskveiðilögsögunnar í 50 mflur kæmi til framkvæmda áður en haf- réttarráðstefna S.þ. kæmi saman. Ólafur Jóhannesson sagði, að eðlilegur undanfari útfærslunnar væri að segja upp brezka samn- ingnum. „Við viljum einmitt byggja uppsögnina á lífshagsmun- um þjóðarinnar og breyttum að- stæðum frá því er samningamir voru gerðir, þ.e.a.s. á brostnum forsendum“. Þótt í samningnum séu engin uppsagnarákvæði yrði því naumast haldið fram, að hann ætti að gilda um alla eilífð. Slík- uim samningi yrði sagt upp með hæfilegum fyrirvara og væri ráð fyrir því gert í samþykkt um milli ríkjasamninga, sem þjóðréttar- nefnd Sameinuðu þjóðanna samdi upnkast að á sínum tíma. Um nguðsyn þess að færa land helgina út áður en hafréttarráð- stefnam kemur saman, sagði Ólaf- ur m.a.: „Með því er tryggt ,alð hún komi til framkvæmda áður en fyrir huguð ráðstefna um réttarreglur á hafinu komur saman, en henni er m.a. ætlað að fjalla um víðáttu landhelgi. Við teljum óvarlegt að fresta ákvörfflunum fram yfir þá ráðstefnu. Á þessu stigi verður auðvitað ekkert fullyrt um það, hverjair niðurstöður verða á þeirri hafréttarráðstefnu. Auðvitað von- um við, að þær verði hagstæðar okkar sjónarmifflum og að viður- kennd veirði heimild rikja til að ákveða sem víðtækasta landhelgi. Að þeirri þróun þjóðréttar ber okkur að stuðla á allan hátt, bæði imeð eigin afflgerðum fyrir ráðstefn- una og með samstarfi við þær hjóðir, sem berjast fyrir sem stærstri fiskveiðilandhelgi, svo sem lagt er til í tillögu okkar og við Framsóknarmenn höfðum reyndar áður gert tillögu um. En málstað beirra. þióða styffljum við einmitt bezt með því að sýna samstarfs- vilia okkar í verki og stækka fisk veiðilöesöguna fyrir ráðstefnuna. T>vf fleiri ríki, sem hafa ákveðið stærri landhelgi en 12 imílur, áður en ráðstefnan hefst. því minni lík ur eru til bess, að 12 siómflna reglan verði staðfest á ráðstefn- unni sem alþjóðalög. En við vitum að það er einmitt yfirlýst mark- mið voldugustu stórþjóðanna. Áhrif þeirra geta orðið nokkuð mikil á ráðstefnunni. Þess vegna megum við ekki loka augunum fyrir þeim möguleika, að svo kunni að fara, affl 12 mílna reglan hljóti þar staðfestingu, en í því falli gæti það haft sína þýðingu að hafa þegar fært út fiskveiðimörkin, því að ef til vill yrði tekið tillit til þess, og rýmri landhelgi, sem kom in væri til framkvæmda, látin hald ast. Hitt er einnig hugsanlegt ,affl ráðstefnan ráði ekki við hin viða- miklu verkefni sín, henni verði að einhverju leyti frestað eða ný ráð- stefna kvödd saman sífflar. Biðin gæti því orðið nokkuð löng. Og svo getur ráðstefnan orðið árang- urslaus eins og hinar fyriri. Af ástæðum þeim, sem hér hafa verið greindar, teljum við sjónarmiffl rik- isstiórnarinnar að því er þetta varðar, óráðlegt og algerlega óvið- unandi. En í tillögu hennar er endanlegum ákvörðunum og fram- kvæmdum öllum slegið á frest um óákveðinn tíma, en a.m.k. fram yfir fyrirhugaffla ráðstefnu. Vita- skuld segir það alls ekkert um endanlegar ákvarðanir og gildis- töku nýrra fiskveiðimarka, þó að semja eigi frumvarp um landhelgi og leggja það fyrir næsta Alþingi. Það gæti bara reynzt snuð. I tfl- lögu ríkisstjórnarinnar eru sem sagt allar dyr látnar opnar standa“. í lok ræðu sinnar beindi Ólafur Jóhannesson eftirfarandi spurn- ingum til ríkisstjórnarinnar og Framlhald á bls. 6. Olafur Johannesson Með dýnamiti gegn bandarískri heimsvaldastefnu - bls. 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.