Tíminn - 02.04.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.04.1971, Blaðsíða 5
r FÖSTUDAGUR 2. aprfl 1971 TÍMINN MEÐ MORGUN KAFFINU Ari Símonarson á Stóra- Hrauni var hættur búskap. — Hann heyrði á, a'ð rætt var um óvenjugott vetrarfar, sem þá var. Þá sagði hann: — Ja, eftir betri vetri man ég, þegar ég bjó á Stóra-Hrauni. Þá rak ég öll folöldin mín, gull- falleg, upp á Hraunsmýri í mið- góu — og hef ekki séð þau síð- an. — Þótt þér fengjuð 16 ár, hlýt- ur það þó að vera yður hugg- un, að þér cruð saklaus. Kaupmaður hitti kollega sinn á götu og sagði við hann: — Ég heyrði, að það hafi kviknað í verzluninni hjá þér, og allur iagerinn brunnið. Mér þykir leitt, að heyra þetta. — Hvað segirðu, maður. Það átti ekki að gerast fyrr en um helgina. Kunningjar urðu sammála um, að annar þeirra lánaði hin- um peninga. — Segðu bara ekki konunni minni, að ég hafi fengið pen- inga hjá þér. — Þú mátt þá heldur ekki segja konunni minni, að ég hafi lánað þér peninga. Það gekk fjöllum hærra í bænum, að bæjarstjórinn væri ekki alltof trúr í hjónabandinu. Dag nokkurn stóðst ein af slúð- urkerlingunum ekki mátið, vék sér a@ honum og spurði glettn- islega: — Segið mér, er það satt, að þér t.ildið framhjá konunni yð- ar? Bæjarstjórinn mældi konuna með augunum drjúga stumd, en sagði svo: — Því miður, frú. Ég hef engan tíma, eins og er. i* W Ú B tK * <* ' « iKk — Það er nú margt fræðandi i sjónvarpi. Maður nokkur hringdi á af- greiðslu Flugfélagsims og spurði hve langan tíma tæki að fljúga til Akureyrar. Um leið og afgreiðslumaður- inn teygði sig eftir flugáætlun- inni, sagði hann: — Augnablik. — Takk fyrir, sagði maður- inn og lagði á. DENNI DÆMALAU5I — Hvað er nú nafnnúmerið mitt aftur, mamma? •ý : ■ " : Joakim von And, maurapúk- I ágúst nk. verða ekki lengur inn úr.teiknimyndablöðum Walt þulir í danska sjónvarpinu. Ein Disneys, lét nýlega taka við sig þeirra þula, sem verið hafa þar viðtal í fyrsta sinn í blaðij Syöi>t.( L mörg .ár, ,<?r Britta nokkur in eru 'tekin upp úr mynÖasög- Michaelsen, 25 ára gömul. — unum, en það er Aftonbladpt í Svíþjóð, sem spurði. Sem svar við spurningu um framtíðar- áætlanir, svaraði Joakim: — Ja, fólk selur vatn á flöskum. Því þá ekki að selja loft á dósum. Ester Ofarim gengur ekki rétt vel, eftir að hún og maður henn ar, Abi, skildu að skiptum og hættu að syngja saman. Hún hefur ekki marga samninga og piöturnar seljast ekki með henni einni. Nú er hún á leið til Kúbu til a@ syngja. Um ástar- ævintýri eftir skilnaðinn segir hún aðeins, að þegar sé búið að sjá fyrir hjarta sínu. - * - * - Ari Onassis er nú í leit að ríkum manni, sem er reiðubúinn að kaupa af honum lystisnekkj- una „Christine" fyrir svo sem um 70 milljónir dollara. Ari vill selja, vegna þess, að hann tel- ur skipið ekki færa sér gæfu. Þangað hefur hann boðið bæði fyrri konu sinni, Tinu, Maríu Callas og Jackie, en sæluna hef- ur vantað. Þess vegna á að selja fleyluna — og byggja nýja. —•★ — ★ — Nú hefur verið tilkynnt opin- berlega, að Sonja, krónprinsessa Noregs, eigi von á erfingja. Vonandi tekst betur til í þetta sinn en í fyrra, þegar prins- essan missti fóstrið, þegar hún var þrjá mánuði gengin með. Norðmenn eru orðnir langeygð- ir eftir ungbami i konungshöll- inni, en við skulum vona, að þeir fái ósk sína uppfyllta. Henni er áð eigin sögn alveg sarna, þótt sjónvarpið losi sig vi'ð þulina, því flestir hafi þeir nóg að gera þar fyrir utan. Hún er sjálf til dæmis húsmæðra- kennari. Um starf sitt sem þulur segir Britta, að það hafi ekki alltaf verið jafnskemmtilegt, að vera þekkt andlit. Oft. hafi hún orðið vör við, að fólk stingi saman nefjum og góni á sig, en aftur á móti hafi hún fengið sérlega góða þjónustu í verzlun- um og þess háttar, þegar fólk gerir sér grein fyrir, hver hún er. Þessi 4 ár, sem Britta hefur verið þulur, segist hún hafa fengið mörg bréf frá karlmönn- um, sem segi, að hún sé falleg og fleira þess háttar rugl. En hún neitar því, að i nokkru þess- ara bréfa hafi verið hjónabands tilboið. Sem betur fari. Hún má ekkert vera að því að gifta sig, meðan hún er í þrenns konar vinnu, því auk þess að vera þul- ur í sjónvarpi og húsmæðra- kennari, er hún líka útvarps- þulur. — ★ — ★ — Skoðanakannanir og útreikn- ingar í Bandadkjunum sýna, að Doris Day er mun vinsælli en Nixon forseti i sjónvarpinu. Ný- lega var viðtal við forsetann í sjónvarpi og samtímis var sýnd gömul mynd með Doris Day á annarri rás. í ljós kom, að 5 milljónir manna horfðu á forset- ann. en hvorki meira né minna en 17 milljónir vildu heldur sjá Doris Day á sama tíma. - ★ - ★ - Frægur á einni nóttu. Það er nokkuð, sem marga dreymir um, en þetta kom fyrir tvítugan. danskan pilt um daginn, þegar „Hárið“ var frumsýnt í Kaup- mannahöfn. Pilturinn heitir Jörgen Olsen og lék hippið Claude í Hárinu. Hann féllst á ★ — ★ — að leika hlutverkið, til að vinna sér inn pcninga fyriir sumarleyf- ið, o_g hann getur alls ekki skil- ið, hvers vegna hann er skyndi- lega orðinn frægur. Hann seg- ist hafa orðið hálfundarlégur af því að lesa gagnrýnina um sig i blöðunum. — Það er freistandi að gerast leikari, en ég held, að ég bíði svolítið og taki engu til’boði alveg strax, segir Jörg- en. Hann er trúlofaður og kær- astan er ekki enn búin að jafna sig á því að eigg frægan kær- > asta. s — Allt er þá nífalt er, sagði níu kvenpersónur, þegar eigin- fá strák næst. Á myndinni sést þessi góði fjölskyldufaðir, þeg- konan er talin með. Þetta eru fjölskyldan. ar honum fæddist fyrir skömmu allt indælis dætur, sem hjónin áttunda dóttirin, og þá átti hann eiga, en það væri nú gaman, að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.