Tíminn - 02.04.1971, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 2. aprfl 197
Einmunatíð hefur verið í Neskaupstað í vetur. Vart fest snjó á jörðu, og þó svo hafi verið, hefur hann
strax farið aftur. Tveggja tii þriggja vikna kafli kom í febrúar, sem var eins og sumartíð, með sólskini
og hita. Hiti fór upp í 15 gráður, og þess má geta, að blóm voru farin að springa út í görðum. 13. marz
fór að snjóa, og síðan hefur verið snjór. Aðfararnótt sunnudags 21. marz snjóaði mikið, svo sem sjá má
á þessari mynd. Alit varð ófært og menn urðu að moka sig út úr húsum sínum.
5 björguðust á kuðli
úr brennundi húsi
FB-Reykjavík, fimmtudag.
Um klukkan tíu í kvöld kom upp
eldur í verbúð, sem er í eign Ein-
ars Sigurðssonar, í Vestmannaeyj-
um. Var hér um að ræða tveggja
hæða timburhús, forskallað, með
risi. Fimm menn voru í risinu, þeg
ar eldurinn kom upp, og tókst
þeim að bjarga sér úr brennandi
húsinu á brunakaðli. Þegar blaðið
fór í prentun, var ekki enn búið
aíj slökkva eldinn í húsinu, en þó
var talið fullvíst, að ekki hefðu
Skákþing íslendinga verður hald
ið í Reykjavík um páskana. Hefst
mótið laugardaginn 3. apríl kl. 2
í Sjómannaskólanum, en því lýk-
ur annan páskadag.
Keppendur í landsliðsflokki
verða núverandi skákmeistari ís-
lands, Ólafur Magnússon, skák-
meistari Reykjavíkur, Björn Þor-
steinsson, skákmeistari Akureyr-
ar, Jón Björgvinsson, skákmeistari
Norðurlands, Guðmundur Búason,
Björn Sigurjónsson, Bragi Krist-
jánsson, Freysteinn Þorbergsson,
Guðmundur Ágústsson, Jón Briem
aðrir verið í húsinu, þegar eldur-
inn kom upp, en fimmmenningam-
ir, sem björguðust á kaðlinum.
Á fyrstu hæð verbú'ðarinnar
voru geymslur, en síðan var búið
á annarri hæð og í risinu. Ekki
var kunnugt um eldsupptök í
kvöld. Gott veður var í Eyjum, og
auðveldaði það mjög slökkvistarf-
ið, og biargaði því, a® hægt var að
koma í veg fyrir, að eldurinn
breiddist út í nærliggjandi hús, en
hús standa mjög þétt á þeim slóð
um, sem verbúðin er.'
Jón Kristinsson, Leifur Jósteins-
son og Magnús Sólmundsson.
Innritun í meistaraflokk, 1. fl„
2. fl. og unglingaflokk fer fram
í Sjómannaskólanum kl. 12,30—
13,30, 3. apríl n.k. eða bréflega í
pósthólf 674.
Skákþing Norðurlanda verður
haldið í Reykjavík dagana 14.—
26. ágúst n.k. Það er haldið annað
hvert ár til skiptis á Norðurlönd-
um. Fjórir íclendingar hafa unnið
slík mót til þessa, en núverandi
Norðurlandameistari er Daninn
Ole Jacobsen.
Handritin
Framhald af bls. 1
beiðni um, að Hásikóli íslands
skipi tvo menn í þá nefnd, sem á
að fjalla um og gera tillöigu um
hvaða handrit og skjöl eigi að
afhenda íslendingum í samræmi
við ákvæði handritalaganna. Sam-
tímis sendum við bréf til Kaup-
mannahafnarháskóla um. að há-
skólinn skipi sína tvo fulltrúa i
nefndina. Þegar þessir fulltrúar
hafa verið tilnefndir, getur nefnd-
in hafið starf sitt.
Samkvæmt sáttmálanum eiga
menntamálaráðuneyti íslands og
Danmerkur að gera samkomulag
um gagnkvæma heimild til að lána
handrit úr hinum tveimur deildum
Árna Magnússonar stofnunarinnar,
og það væri einnig þýðingarmikið,
ef ráðuneytin hæfu viðræður um
hugsanlega styrki og rannsóknar-
aðstöðu fyrir vísindamenn landa
oikkar.
Það er ósk mín við þetta tæki-
færi, að gildistaka sáttmálans
muni efla það góða samstarf, sem
verið hefur milli íslands og Dan-
merkur, og muni auðga þann mikla
menningararf, sem ísland skap-
aði tneð ritun miðaldabókmennta
sinna.“
Ræða menntamálaráðherra
íslands
Þessi dagur er mikill dagur í
söigu fslands, í sögu íslenzkrar
menningar. Handritaimálinu er
endanlega og formlega lokið. Á
þessari stundu er tvennt efst I
huga allra íslendinga: gleði yfir
að endurheimta andleg verðmæti.
sem þeir telja hluta af þjóðarsál
sinni og þakklæti til dönsku þjóð-
arinnar. sem sýnt hefur göfuglyndi
sem er einstaikt í samskiptum
þjóða. Það vekur sannan fögnuð
í brjósti hvers íslendinigs, að
danska ríkisstjórnin hefur nú
ákveðið að senda nefnd frá Þjóð-
þinginu til íslands hinn 21. apríl
til þess að afhenda fslendinigum
Sæmundar-Eddu og Flateyjarbók.
Þegar ég á þessari stundu segi
þetta eina orð — þökk — þá kem-
ur það beint frá hjarta íslenzku
þjóðarinnar. Við óskum þess, að
það endurómi í hjarta dönsku
þjóðarinnar. Eitt langar mig til
þess að undirstrika. Við tökum
ekki við1 handritunum til þess
eins að eiga þau. Við tökum á
móti þeim til þess að andi þeirra
og kjarni haldi áfram að vera
lifandi þáttur í þjóðlífi ofckar á
tímum tækni og efnishyggju, til
þess að hjálpa okkur til þess að
varðveita sál okkar í vélangnýnum.
Og við ætlum ekki að sitja einir
að þessum fjársjóði. Við viljum
að hann auðgi menningu heimsins
enn meir en hingað til. Ekki sízt
munu danskir vísindamenn verða
velkomnir til íslands til rann-
sókna á handritunum. Þegar við
veitum þeim viðtöku erum við
ekki aðeins að fá í hendur dýr-
gripi. Við tökumst einnig á hend-
ur helga skyldu gagnvart sjálfum
okkur, gagnvart heiminum. í
Hávamálum Sæmundar-Eddu seg-
ir: „Vin sínum skal maður vinur
vera“. Danir hafa reynzt vinir ís-
lendinga. íslendingar munu leggja
sig alla fram um að reynast sann-
ir vinir þeirra. Það er ósk okkar,
að vinátta þessara þjóða megi verða
traust eins og bergið í íslenzku
fjöllunum, fögur eins og laufið í
dönsku skógunum, eilíf eins og
sá máttur sem skóp lönd okkar
og þjóðir.
............
4 vtðavatfgi
Framhald af bls. 3.
nauðsynlegar aðgerðir í land-
helgismálinu.
Stjórnarsinnar vilja halda
dauðahaldi í bindingarákvæði
þessara samninga, og þá lik-
lega annað hvort af því að þeir
telja þá óuppsegjanlega eða
hindingarákvæði þeirra ekki
varhugaverð.
Þegar þrautreynt var í land-
helgisnefndinni, að full sam-
staða gat ekki á þessu stigi
náðst um aðgerðir, hlaut mál-
ið að koma til kasta Alþingis.
Hafa nú, eins og kunnugt er,
verið lagðar tvær tillögur fyrir
Alþingi um málið, önnur frá
stjórnarandstöðunni, hin frá
ríkisstjórninni. Það er að mín-
um dómi mikilvægt, að sam-
staða skuli hafa náðst um
þetta mál á milli stjórnarand-
stöðuflokkanna. Það sýnir
vilja manna til samstarfs um
þetta mál, hvað svo sem ágrein
ingi um önnur mál líður.“ TK
íþróttir
Framhald af bls. 9.
og góð stemmning þegar baráttan
við Dani byrjar, og vonandi ráða
þá ekki aurarnir úrslitum, hvort
þetta niðursuðudósavæl hljómar
einu sinni enn í höllinni.
Með fyrirfram þakklæti.
Ilandknattleiksunnandi.
P.S.: Vonandi eruð þið hjá Tím-
anum á sama máli og hafið kann-
ske einhverju við að bæta.
Við höfum litlu við þetta að
bæta, og tökum undir allt sem
bréfritari segir. Eftir því sem við
höfum fregnað, mun ástæðan fyrir
því að ekki var fengin lúðrasveit
til að leika, sparnaðarráðstöfun
VerzEunarmannafélag Reykjavíkur
efnir til almenns félagsfundar að Hótel Sögu, Átthagasal, mánudaginn 5. apríl
kl. 20.30.
Fundarefni:
KJARAMÁL
Kjarasamningar B.S.R.B. og V.R.
Breytingar á kjarasamningi V.R.
Frummælendur: Haraldur Steinþórsson kennari, Magnús L. Sveinsson varafor-
maður V.R., Elís Adolfsson sölumaður.
Að framsöguerindum loknum fara fram hringborðsumræður. Umræðum stjóm-
ar Guðmundur H. Garðarsson formaður V.R.
V.R. félgar eru hvattir til að fjölmenna.
Stjórnin.
Skákþlng íslendinga hefst á laugardag
HSÍ. Ekki er sparnaðurinn þó
mikill, því hljómsveitin hefur að-
eins tekið 5000 krónur fyrir að
leika á landsleikjum. Er ekki að
efa að margir vildu borga 2 krón-
um meira fyrir aðgöngumiðann. ef
þeir fengju að heyra í hljómsveit
inni.
Annars væri gaman að lieyra
álit íþróttaunnenda og annarra
á því, hvort ekki væri tilvalið
að finna annan „þjóðsöng“ eða
baráttusöng, sem leikinn væri í
tilefni eins og við landsleiki. Það
hafa margir rætt um þetta, og
væri gaman að heyra álit fólks
á þessu, og hvaða lag kæmi þá
helzt til greina. —klp.—
Sovétríkin
Framhald af bls. 7.
lands og landamæri Vestur- og
Austur-Þýzkalands.
í sambandi við staðfestingu
þessara samninga tók L. I.
Breshneff það fram, að í Vest-
ur-Þýzkalandi færu nú fram
mjög snöggar breytingar á
stöðu pólitískra afla, en ætla
mætti að raunsæisöfl í Bonn
og í sumum öðrum vestur-
evróspskum höfuðborgum,
skildu þann einfalda sann-
leika að tafir á staðfestingu
mundu geta af sér nýtt van-
traust á allri stefnu Vestur-
Þýzkalands og leiða til versn-
andi pólitísks andrúmslofts í
Evrópu.
Samkvaðning ráðstefnu
Evrópuríkja gæti stuðlað að
bættu ástandi í Evrópu, en und
irbúningur að henni hefur nú
færzt yfir á svið praktískra
stjórnmála.
L. I. BRESHNEFF nam stað
ar við samskipti Sovétríkjanna
. við Bandaríkin. Bætt sambúð
þessara rikja væri í hag þjóð-
anna Jfeggja, eflingu friðár, en
vér getum samt ekki horft
fram hjá árásaraðgerðum
Bandaríkjanna í hinum ýmsu
hlutum heims. Grundvallar-
stefna okkar gagnvart kapítal-
ískum ríkjum og þá einnig
Bandaríkjunum er fólgin í því,
að fylgja eftir í framkvæmd
meginatriðum friðsamlegrar
sambúðar, þróa samskipti sem
báðum aðilum séu hagkvæm
við þau ríki sem til þess eru
fús, halda uppi samstarfi til
eflingar friði og reyna að hafa
öll samskipti sem áreiðanleg-
ust.
Undir lok þessa kafla ræð-
unnar nam L. I. Breshneff stað
ar við helztu verkefni barátt-
unnar fyrir friði og alþjóðlegu
öryggi: Að útrýma styrjaldar-
hættum bæði í Suðaustur-Asíu
og Austurlöndum nær og vinna
að pólitískri lausn mála í
þessum heimshlutum. Tryggja
samkvaðningu og góðan árang-
ur ráðstefnu Evrópuríkja, sem
færi fram á grundvelli endan-
legrar viðurkenningar á þeim
breytingum á landamærum
sem urðu í álfunni eftir heims
styrjöldina síðari. Gera allt
sem unnt er til að koma á ör-
yggiskerfi í Evrópu. Gera samn
inga um bann við kjarnorku-
vopnum, efna- og sýklavopnum,
gera virkari baráttuna fyrir
því að hætt sé vígbúnaðarkapp
hlaupi á öllum sviðum. Fram-
kvæma skal að fullu sam-
þykktir S.Þ. um afnám ný-
lendustjórnarfars, vinna að alls
herjarfordæmingu á kynþátta-
kúgun og apartheid og að ein-
angrun stjórna sem slfkri
stefnu fylgja. Sovétríkin eru
reiðubúin til að treysta öllum
hagkvæmt samstarf á öllum
sviðum við þau ríki, sem sjálf
stefna að slíku markmiði.
(APN).