Tíminn - 02.04.1971, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 2. apríl 1971
^ÍÞRÓTTIR
TÍMINN
9
ísland leikur við Danmörku um helgina,-
Hetjan frá jafnteflis-
leiknum við heimsmeist-
arana sett úr liðinu ■
Hjalti Einarsson bjargaði íslenzka landsliðinu í síðari leiknum gegn
heimsmeisturunum frá Rúmeníu. En nú kemst hann ekki í liðið.
Það er ætíð mikil spenna í
loftinu hér á landi, þegar Dan-
ir keppa við íslendinga. Sérstak
Iega hefur borið miki'ð á því
þegar fram hafa farið lands-
leikir í einhverri knattíþrótt.
Okkur fslendingum hefur alltaf
þótt gaman að etja kappi vi'ð
Dani, og nú um helgina fáum
við svo sannarlega að gera það,
því þá fara fram í Laugardals-
höllinni tveir landsleikir í hand
knattleik karla við þá.
Fyrri leikurinn er á sunnudag
kl. 15.00, en sá síðari á mánu-
dagskvöldið kl. 20.30. Dómar-
ar á þessum leikjum verða
sænskir, Rune Lindberg og
John Larsson.
íslenzka liðið var tilkynnt í
gær og kemur val þess mikið
á óvart. Hjalti Einarsson, hetj-
an frá jafnteflisleiknum við
heimsmeistarana frá Rúmeníu,
sem aðeins fékk á sig 3 mörk
í síðari hálfleik í þeim leik, er
settur úr liðinu. Ekki vitum
við hver ástæðan er, en heyrzt
hefur að hún sé sú. að Dan-
irnir þekki hann út í gegn ,og
viti vel um hans veiku hlið-
ar. Þetta er efcki fjarri lagi, en
ætla mætti að við vissum eitt-
hvað um danska markvörðinn.
Bent Mortensen, sem hefur leik
ið marga leiki við íslendinga
bæði hér heima og erlendis,
en hann leikur með danska lið-
inu.
Það eru engin önnur rök, sem
landsliðsnefndin hefur fyrir því
að setja Hjalta út — og er ekki
hægt að segja annað, en að
honum sé illa launaður stjörnu
leikur hans í síðari leiknum við
Rúmeníu.
Fyrir utan Hjalta voru tveir
aðrir leikmenn frá síðari leikn
um við Rúmeníu látnir víkja.
Það eru þeir Hermann Gunn-
arsson, Val og Stefán Jónsson,
Haukum. Stefán er látinn víkja
þar sem aðeins 12 leikmenn
verða í leikjunum gegn Dan-
mörku. en hann var 13. leik-
maðurinn í leikjunum gegn Rúm
eníu. Hermann er látinn víkja
fyrir Jóni Hjaltalín, sem sótt-
ur verður til Svíþjóðar í þenn
an leik.
í stað Hjalta Einarssonar
kemur Ólafur Benediktsson,
Val, og er hann eini nýliðinn
í þessu liði, og jafnframt
fimmti Valsmaðurinn í því —
en íslandsmeistararnir PH eiga
aðeins tvo menn.
Liðið er annars skipað eftir-
töldum mönnum:
Landsleikir
Birgir Finnbogason. FH 13
Ólafur Benediktsson. Val 0
Ólafur H. Jónss., Val, fyrirl 28
Bjarni Jónsson, Val 27
Gunnsteinn Skúlason, Val 7
Stefán Gunnarsson, Val 2
Sigurbergur Sigsteinsson.
Fram 32
Björgvin Björgvinsson.
Fram 18
Viðar Símonarson, Haukar 24
Geir Hallsteinsson, FH 46
Jón Hjaltalín Magnússon.
Víking 29
Gísli Blöndal, ICA 5
Danska liðið, sem hingað
kemur er mjög sterkt lið. Því
hefur vegnað vel í leikjum sín-
um í vetur, m.a. sigrað Vestur-
Þýzkaland. Tókkóslóvakíu og
gert jafntefli við Júgólslavíu.
en fyrir Júgósl. og V-Þýzkal.
tapaði íslenzka landsliðið í
Rússlandi sl. haust, með mikl-
um mun.
Bent Mortensen er þeirra
leikreyndastur, en hann hefur
117 landsleiki að baki. En
flestir leikmennirnir eru með
á milli 50 og 90 landsleiki.
í gær höfðu tveir af þeim,
sem upphaflega höfðu verið
valdir til íslandsferðarinnar,
tilkynnt að þær kæmust ekfci.
Voru það Carsten Lund og
Jörgen Vodsgaard. í stað ann-
ars þeirra var búið að velja
Claus Káe, en fyrir hinn var
ekfci búið að velja þegar síð-
ast fréttist. — kln.—
I
Beztu lyftingamenn íslands og Danmerkur mætast þar
í kvöld kl. 20.00 hefst í Laug-
ardalshöllinni, fyrsta keppnin í
lyftingum milli Danmerkur og fs-
lands. Það eru þrír meistarar frá
hvoru landi, sem taka þátt í þeirri
keppni og má fastlega búast við
spennandi einvígi í öllum þyngd-
arflokkum, því kapparnir eru allir
mjög svipaðir.
Þeir sem keppa fyrir Danmörfcu
eru Ib Bergmann, sem keppir í
milliþungavigt, en hann er Norð-
urlandameistari unglinga í þess-
um þynigdai’flokki, og er talinn
einn efnilegasti lyftingamaður á
Norðurlöndum. í léttþungavigt
keppir Fleimming Krebs, sem hef-
ur unnið í sínum þyngdarflokki
í 6 landskeppnum í röð fyrir Dan-
mörku. Og í þungavigt er það
Bent Hartsmann, sem hefur verið
Danmerkurmeistari sl. 5 ár. Hann
á bezt 457.5 tog. samanlagt, en það
er nákvæmlega sama þyngd og
Óskar Sigurpálsson, sem keppir
við hann. hefur náð á þessu ári.
Það er því gefið mál að þar verð-
ur spennandi fceppni.
Guðmundur Sigurðsson á að geta
sigrað Flemming Krebs í léttþunga
vigtinni. en hinn Daninn á að geta
sigrað Gunnar Alfreðsson, a.m.k.
ef miðað er við bezta árangur þess
ara manna í ár. Það er því mikið
undir fceppni Bent Hartsmanns og
Óskars_ Sigurpálssonar komið,
hvort ísland sigrar Danmörku í
þessari grein. En það eru heldur
fáar íþróttagreinar, þar sem slíkt
er mögulegt.
Lyftingar eru nær óþekfctar hér
á landi, en þeir sem fcomið hafa
á lyftingamót, hafa ekki látið sig
vanta á næsta. íþróttin er þannig
að allir skilja hana, og hún getur
verið geysispennandi og skemmti-
leg, þegar jafnir keppendur mæt-
ast.
A mótinu í kvöld, sem varla
tefcur lengri tíma frá mönnum en
einn handknattleiksleikur, verður
sérstakur kynnir, sem útsfcýrir
hvað um er að vera um leið.
Vonandi mæta sem flestir í
Laugardalshöllinni í fcvöld, því
þetta er prófraun fyrir okkar kepp
endur, og þeim veitir ekki af stuðn
ingi áhorfenda — í tvennum skiln
ingi. Þeir hafa sjálfir lagt í allan
kostnað við heimsókn Dananna.
og væri óskandi að þeir færu ekki
með tap út úr þessari athyglis-
verðu heimsókn ..kraftajötnanna
frá Danmörfcu“. —klp.—
Nýr völlur í
Hafnarfírði
fclp—Reykjavífc.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar,
hefur ákveðið að láta gera mal
arvöll á svæði FH-inga í Hafn-
arfirði, fyrir sumarið. Verður
hafizt handa um helgina við
að ryðja afmarkaðan völl, en þá
verður einnig unnin sjálfboða-
vinna við að flytja trönur og
annað, sem er á svæðinu í
burt.
Bæjarstjórnin samþykkti að
leggja ekki meira fé í gamla
völlinn að þessu sinni, en gera
heldur nýjan völl á svæði FH,
sem hægt verður að nota til
keppni í sumar bæði fyrir Hafn
arfjarðarliðin FH og Hauka í
knattspyrnu og einnig verður
þar aðstaða fyrir frjálsar íþrótt
ir.
Þessi nýi völlur verður ekki
í tengslum við þann völl, sem
FH-ingar eru að gera á svæð-
inu, en hann verður ekki til-
búinn í tæka tíð fyrir sumarið.
í örslit
í skólamótinu
klp—Reyfcjavík.
í gær léfcu í Skólamóti KSÍ. Há-
skólinn og Menntaskólinn við
Hamrahlíð. Var það mikill og jafn
leikur, sem lauk með því að MH
sigraði á hlutkesti.
Eftir venjulegan leiktíma og
framlengingu var staðan jöfn 1:1
og var þá háð vítaspyrnukeppni.
Allar spyrnurnar heppnuðust og
var þá staðan 6:6. Næsta atriði
var að varpa hlutkesti, og kom
upp hlutur MH, sem þar með er
komið í úrslit við Iíennaraskólann.
Fer sá leikur fram í næstu viku.
mantm
TIL SKAMMAR
AÐ HAFA EKKI
LÚÐRASVEIT
Á LANDSLEIKJUM
í LAUGARDALS-
HÖLLINNI
Góða íþróttasíða!
Vildir þú gera svo vel að koma
á framfæri þeirri kvörtun til
þeirra, sem hlut eiga að máli,
að fólk sem sér landsleiki í hand-
knattleik, skuli ekki lengur getað
hlustað á lúðrasveitina góðu spila
á undan landsleikjum og í hálf-
leik.
Þegar hún spilar hefur hún allt
af skapað góða stemningu í hús-
inu, sem hefur eflaust gert það
að verkum að fólk hvetur okkar
menn meira en ella. Er þetta
kannski sparnaðarráðstöfun? Er
lúðrasveitin svona dýr? Þeir, sem
ég htif talað við, eru mjög óánægð
ir síðan hún hætti, þ.e.a.s. á fjór-
um síðustu landsleikjum a.m.k.
Fyrir utan það, að þetta er til
háborinnar skammar fyrir okkur
íslendinga, að heyra þjóðsöngv-
ana leikna eins og þeir voru leikn
ir fyrir leikina við Rúmena. Ég
er alveg á sama máli og eitt dag-
blaðanna, eftir fyrri leikinn við
Rúmena, að það væri eins og
þjóðsöngvarnir kæmu upp úr nið-
ursuðudós.
Vonandi verður góð lúðrasveit
Framhald á bls. 10.