Tíminn - 02.04.1971, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 2. aprfl 1971
TIMINN
3
Iðnþing hófst í gær.
(Tímamynd — GE)
Afleiðing verðlags- og kaupgjaldsþróunar og verðstöðvunarinnar:
TAPREKSTUR FJÖLDA IÐNFYRIRTÆKJA
EJ—Reykjavík, fimmtudag.
Ársþing iðnrekenda hófst í dag,
og lýkur því á morgun. í skýrslu
stjórnar Félags ísl. iðnrekenda
fyrir liðið starfsár kom m.a. fram,
að freimleiðsluaukning í iðnaðin-
um á síðasta ári nam a.m.k. 15%.
EJ—Reykjavík, fimmtudag.
fslenzkir fjölmiðlar, og erlend-
ir, birtu í dag aprfl-göbb, og kenn
ir þar margra grasa. f sumum ís-
lenzku blöðunum voru tvær gabb-
fréttir. Sú 1. aprfl-frétt, sem hvað
mesta athygli hefur þó vakið, birt
ist í franska útvarpinu, en það
sannfærði landsmenn um að ráð-
herranefnd Efnahagsbandálágsins
hefói ákveðið að vinstri umferð
skyldi tekin upp í EBE-ríkjunum
til að auðvelda aðild Bretlands að
bandalaginu.
Apríl-gabb Tímans var mynd-
skreytt á forsíðu og fjallaði um
mannrán í alþingishúsinu; eins
konar framhald þeirra frétta, sem
borizt hafa úr Kópavoginum und-
anfarið.
f Morgunblaðinu var skýrt frá
því, að í Humberdal á Nýfundna-
landi séu ræktaðir geirfuglar, og
þaðan séu þeir komnir, sem nú
eru til sölu í Lundúnum.
f Þjóðviljanum var fjallað um
rán á minkapelsi, sem metinn er
á um eina milljón króna og var á
tízkusýningu þeirri, sem Sunna
gengst fyrir. Segir blaðið, að
þeir, sem rændu pelsinum, séu
leynileg samtök, sem telja þennan
grip „í senn smán við heilbrigt
manngildi, alþýðumenningu lands
ins, kristidóm, náttúru þess og
konur. Við nefnum okkur MBN,
sem þýðir: Manngildi, bylting,
náttúra.“ Kjörorð hreyfingarinnar
er: Manneskjan er minknum æðri.
Gunnar J. Friðriksson, formað-
ur félagsins, setti þingið, en síðan
flutti Jóhann Hafstein, forsætis-
ráðherra, ávarp. Þá var flutt
skýrsla stjórnarinnar.
Gunnar fjallaði í upphafi al-
mennt um iðnaðinn á íslandi á
f Alþýðublaðinu eru tvær 1.
apríl-fréttir. Önnur er augljós, og
fjallar um gos í Vífilfelli. Hin er
sennilegri, og fjallar um komu 40
bandarískra kvenhermanna til
Keflavíkurflugvallar, en þar eiga
dömurnar að gegna herþjónustu.
Er sú frétt myndskreytt.
Vísir hefur einnig tvær 1. apríl-
fréttir. Önnur skýrir frá því, að
Mallorca-flugvél fiafi verið rænt
í nótt, og heimti ræningjarnir
óbætanleg verðmæti í lausnar-
gjald, þar á meðal hinn fræga geir
fugl. Þessi frétt er myndskreytt.
Hin fréttin fjallar um staðal að
freyju, sem Iðnaðarmálastofnun-
in hafi látið gera, og eru þar upp-
talin þau gæði, sem prýða eiga
freyjur ýmis konar, svo sem flug-
freyjur, hlaðfreyjur og aðrar freyj
ur, sem vinna þjónustustörf í þágu
almennings.
Ríkisútvarpið birti í hádeginu
þá frétt, að Vestmannaeyjar hefðu
£ nótt sagt sig úr lögum við meg-
inlandið, og hafði Árni Gunnars-
son í því tilefni símtal við bæjar-
stjórann í Eyjum, sem kvað alla
bæjarbúa standa einhuga að sjálf-
stæðisyfirlýsingunni. Ríkistjórnin
svaraði hins vegar með því að
loka fyrir vatnsveituna frægu og
eins rafmagn.
Vikan, sem kom út £ dag, er
með aprfl-gabb um það, að ung
fslenzk stúlka sé nú kærasta Gúst-
sfðasta ári og horfur i málefnum
hans. Lagði hann m. a. á það
áherzlu. að það sem kalla mætti
meðalstóran eða smærri iðnað
ætti einnig £ framtiðinni að vera
meginuppistaðan i iðnaði fslend-
inga, þv£ slik fyrirtæki væru innan
afs krónprins í Svíþjóð, og vænt-
anleg prinsessa £ Svíþjóð — og
birtir m.a. viðtal við stúlkuna
ásamt mörgum myndum.
Franska ríkisútvarpið skýrði frá
því í dag, að EBE-ríkin hefðu
náð samkomulagi um að breyta
umferðarlögum og taka upp
vinstri umferð eins og í Bret-
landi. Var því lýst yfir, að þetta
gæti leitt til þess að bifreiðar
ýrðu dýrari. Fréttamáður útvarps’’
ins í Brussel skýrði fi-á því, að ráð
herranefndin hefði, eftir erfiða
samninga í 15 klukkustundir, náð
samkomulagi um þessar breyting-
ar til að auðvelda aðild Bretlands
að bandalaginu. Fréttamaður út-
varpsins i London hafði viðtöl viS
almenning í London, sem var yfir
leitt ánægður með þessa afstöðu
EBE. Frétt þessi var endurtekin
í öllum fréttasendingum útvarps-
íns í dag, og hlustendum boðið að
hringja í sendisal úsvarpsins kl.
20 í kvöld og láta í Ijósi álit sitt
á breytingunni, en þar myndi upp
lýsingamálaráðherra Frakklands
svara spurningum almennings.
Flest blöð í Noregi höfðu 1.
apríl-fréttir, mismunandi sennileg
ar. Noregs Handels- og Sjöfarts-
tindende skýrir t.d. frá því, að
jarðskjálftarnir á Jan Mayen hafi
leyst úr læðingi jarðhitaorku, sem
kynni að geta nægt fyrir álbræðsl
una í Mongstad. En bent var á, að
þessi hugmynd hafi komið fram
þegar í bókum Jules Vernes.
þeirra stærðarmarka, að við ís-
lendingar getum að mestu leyti
fjármagnað þau sjálfir, annað
hvort með sparnaði þjóðarinnar
eða með takmörkuðu fjármagni er
lendis frá. „Það er því áríðandi
að skapa þessum fyrirtækjum
góð skilyrði til þess að þróast.
Möguleikar iðnaðarins eru hvergi
nærri fullnýttir og vaxtarmöguleik
ar hans miklir ef rétt er að hon-
um búið,“ sagði Gunnar.
Hann rakti síðan helztu kosti
þessa almenna iðnaðar og benti á
það helzta, sem gera þyrfti til
þess að stuðla að þróun hans og
eflingu.
f niðurlagi ræðu sinnar fjallaði
Gunnar um verðstöðvunina, en af
leiðing hennar væri m.a., að af-
koma margra iðnfyrirtækja „hef-
ur versnað mjög á árinu þrátt fyr-
ir það, að framleiðsla iðnaðarins
hefur aukizt verulega. Er því fyr-
irsjáanlegt, að fjöldi fyrirtækja
stefnir nú beint í taprekstur, með
þeim uggvænlegu afleiðingum,
spm.ílflýt hlýlut að hafa fyrir fyr-
irtækin sjálf og þá, sem hjá þeim
vinna. Það er iðnrekendum því
mikið áhyggjuefni hver þróun
verðlagsmála og kaupgjaldsmála
hefur verið síðustu mánuðina og
hverrar þróunar megi vænta á
komandi hausti, þegar verðstöðv-
unarlögin renna út og nýir kjara-
samningar verða teknir upp.“
„ÉG VIL ~ ÉG VIL"
Fáar sýningar eftir
Söngleikurinn, Ég vil, ég vil,
hefur verið sýndur 38 sinnum, og
eru nú eftir aðeins örfáar sýning-
ar á leiknum. Næsta sýning verð-
ur á laugardaginn þann 3. apríl.
Leikararnir Bessi Bjarnason og
Sigríður Þorvaldsdóttir hafa hlot
ið mikið lof fyrir frábæra túlkun
á hlutverkum sínum og þá ekki
síður leikstjórinn, Erik Bidsted.
fyrir leikstjórn sína.
FRÁ GOSI í VÍFILFELLI TIL
VINSTRI UMFERÐAR í EBE
Vonlaust að fá náttúruverndar-
sjóð samþykktan á þessu þlngi
— sagði Eysteinn Jónsson í umræðum um náttúruve rndarfrumvarpið, en hann hefur barizt fyrir því í
neðri deild að sjóðu rinn yrði samþykktur
EB-Reykjavík, fimmtudag.
Tíminn hefur skýrt frá því, að
þegar efri deild Alþingis afgreiddi
náttúruverndarfrumvarpið, kipptu
stjórnarþingmenn í deildinni und-
an því meginstoðunum með því að
fella tillögu Einars Ágústssonar og
Gils Guðmundssonar, þess efnis,
að náttúruverndarráð fengi til um-
ráða sérstakan náttúruverndarsjóð,
en þegar frumvarpið var lagt fyr-
ir Alþingi í fyrra, var ákvæði í því
um það. efni.
Frumvarpið hefur nú verið til
afgreiðslu í neðri deild og var þar
til 2. umræðu í gær. Eysteinn
Jónsson hefur þar barizt fyrir því,
að samþykkt yrði ákvæðið um nátt
úruverndarsjóðinn, en í umræð-
unni i dag skýrði hann firá því, að
staðan í þinginu væri þannig, að
vonlaust yrði að fá sjóðinn lög-
festan að þessu sinni. Eysteinn
kvað þó, að ýmislegt yrði til bóta
í náttúruverndarmálum með sam-
þykkt frumvarpsins og ræddi um
nokkur atriði þess.
Auk hans tóku þeir Magnús
Kjartansson og Birgir Kjaran þátt
í umræðunni. Kvað Birgir það
hneyksli, hve ríkið legði fram
lítið fé til náttúruverndarimála.
Væri einungis að meðaltali 0,7
prómill af árlegum útgjöldum rík-
isins varið til þessara mála, en
ríkissjóðir nágrannaþjóða okkar
veittu yfirleitt 3—5% af árlegum
útgjöldum sínum til náttúruvernd-
ar.
Nauðsyn samsföðu
f útvarpsumræðunum í gær-
kvöldi sagði Ólafur Jóhannes-
son, formaður Framsóknar-
flokksins, þetta meðal annars
um tilraunir Framsóknarflokks
ins til að reyna að ná sam-
stöðu allra flokka um aðgerðir
í landhelgismálinu og nauðsyn
þjóðareiningar um 50 mílna út
færsluna:
„Vegna þess hve landhelgis-
málið er vandasamt og vegna
væntanlegrar utan að komandi
andstöðu, er mikil nauðsyn, að
um aðgerðir í málinu sé sem
mest samstaða. Að baki aðgerð
um þarf helzt að standa ein-
huga þjóð. Á það hefur Fram-
sóknarflokkurinn jafnan Iagt
ríka áherzlu. Þess vegna voru
það rétt vinnubrögð, er sett
var á stofn samstarfsnefnd
stjórnmálaflokkanna til þess að
kanna, hvort samstaða gæti
ekki náðst þeirra á milli um
markmið og leiðir í landhelg-
ismálinu. Því miður hefur ekki
tekizt að ná samkomulagi allra
flokka um málið. Stjórnar-
flokkarnir voru ekki á þessu
stigi reiðubúnir til ákveðinna
og afgerandi ákvarðana. Þeir
vildu skjóta slíkum ákvörðun-
um á frest, svo sem framlögð
þingsályktunartillaga þeirra
ber vitni um. Samt er það síð-
ur en svo, að mínum dómi, að
starf landhelgisnefndarinnar
liafi orðið árangurslaust. Það
hefur stuðlað að og leitt í ljós,
að allir flokkar virðast sam-
rnála um viss grundvallar-
atriði varðandi landhelgismál-
ið, svo sem t.d. útfærslu í stað
kvótakcrfis, að næsti áfangi,
livenær sem að honum kemur,
miðist við það, að fiskveiðiland
lielgin verði a.m.k. 50 sjómfl-
ur, eða sem s-gt taki til fiski-
miða landgrunnsins, að sett
skuli sérstök mengunarlögsaga
og að allir þingflokkar skuli
Shafðir með í ráðum, þegar
fjaflað er um þetta raál. Mér
finnst ástæða til að undirstrika
þetta, því að þrátt fyrir allan
ágreining mega þau atriði
ekki gleymast, sem allir virðast
þó sammála um. Og ég held,
að í raun og veru séum við
allir íslendingar sammála um
markmiðið i landhelgismálinu,
þó að skoðanir séu skiptar um
leiðir og hraða í aðgerðum.“
Það, sem á milli ber
Um það sem ber á milli
stjörnarinnar og stjórnarand-
stöðunnar í landhelgismálinu,
sagði Ólafur m.a.:
„En það er einkum tvennt,
sem ber á milli stjórnarand-
stöðuflokkanna og stjórnar-
flokkanna í þessu máli:
Við viljum tafarlausar að-
gerðir og að ný fiskveiðimörk
taki gildi eigi síðar en 1. sept-
ember næsta ár.
Stjórnarflokkarnir vilja enn
láta sitja við fallegar yfirlýs-
ingar en fresta öllum endanleg-
um aðgerðum og ekki binda sig
til eins eða neins á þessu stigi.
Við viljum segja upp land-
helgissamningunum við Breta
og Þjóðverja af því að við telj
um kvaðir þeirra óeðlilegar,
og til þess fallnar að torvelda
Framhald á bls. 10.