Tíminn - 02.04.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.04.1971, Blaðsíða 2
TIMINN FÖSTUDAGUR 2. aprQ 197 99 Tíminn ræðir við einn „sprengjumannanna" í Kópavogi: STULDUR SPRENGIEFNISINS VARÚÐAR RÁÐSTÖFUN GEGN ÁSÆLNI BANDA- RISKRAR HEIMSVALDASTEFNU u ET-Reykjavík, fimmtudag. Innbrotið í áhaldahús Kópa- vogskaupstaðar fyrir nokkrum vikum hefur vakið mikla at- hygli. Þeir menn, sem innbrot- ið frömdu, voru sagðir stefna að sprengingu mannvirkja, svo sem álversins í Straumsvík, sendiráða Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, og jafnvel mann ráni. Þetta mun þó verulega orðum aukið, eins og fram kem ur í viðtali við einn mannanna hér á eftir. — Hver var tilgangur ykkar með sprengiefnastuldinum? — Stuldur þessi var einungis varúðarráðstöfun af okkar hálfu, til að verjast hugsanleg- um hernaðaryfirgangi Banda- ríkjamanna hér á íslandi, og má skoða hann sem eina af mörgum aðgerðum um allan heim til varnar heimsvalda- stefnu stórveldanna. Aldrei er að vita, hva@ Bandaríkjamenn taka til bragðs hér, ef litið er á framkomu þeirra í Vietnam. — Höfðuð þið þá aldrei í hyggju að sprengja mannvirki á borð við álverið i loft upp? — Slíkt kom aldrei alvarlega til tals meðal okkar. Að vísu minntumst við á það í gamni, að sprengiefnið dygði til að sprengja mannvirki á stærð við álverið, í loft upp, og eins kom til tals að seinda forstjórum ál- versins bréf, þar sem krafizt yhði tafarlausrar uppsetningar hreinsitækja — ella yirði álverksmiðjan ger® óstarfhæf. — Kom aldrei til greina að framkvæma mannrán? — Nei, a.m.k. kom það aldrei alvarlega til tals. Ég hef hins vegar heyrt, að við hefðum haft í hyggju að ræna forsætisráð- herra og krefjast 2000 króna lausnairgjalds fyrir hann. Slík flugufrétt er algerlega úr lausu lofti gripiu, eins og svo margar fréttir Morgunblaðsins og ým- issa annarra fjölmiðla. — Nú er þetta innbrot ykkar talið vaxða öryggi ríkisins? — Já, þótt kynlegt miegi virðast var farið með þetta inn- brot sem stórafbrot, er jaðraði við landráð. Að senda slíkt mál til dómsmálaráðherra minnir, að mínum dómi, á stjórnarfar einræðisríkis. Innbrotið var, að söigm manns ins, framið um nótt snemma í febrúar. Þeir félagar fóru í bíl suöur í Kópavog að áhalda- húsinu, þar sem þeir brutu upp hengilás og tóku um 150 kg. af dýnamiti. Síðan fóru þeir með sprengiefnið upp í Smálönd og komu því þar fyrir í kartöflu- skúr. 1 lok viðtalsins endurtók mað urinn, sem er í Fylkingunni, að allt tal þeirra félaga um sprengingar og mannrán hefði verið í gamni og alls ekki rætt á framkvæmdastigi. Þá kvaðst hann vilja taka fram, til a@ fyrirbyggja misskilning, að Fylkingin stæði á engan hátt að baki aðgerðum þeirra fé- lagainna. Þess má geta hér til viðbótar, að það voru fjórir ungir menn, er frömdu innbroti®. Þrír þeirra hafa ekki áður gerzt brot legir við lög, en sá fjórði, sem nú er í geðrannsókn, hefur nokkrum sinnum áður komizt I kast við lögin. Ljó smæðraf élagið gefur 50 þúsund í þessum mánuði færði Ljós- mæSrafélag Islands „Landsspítala- söfnuninni" 50 þúsund krónur, og eru nú í sjóðnum um 7 milljón krónur. Á nokkurra mánaða fresti eru haldnir sameiginlegir fundir lækna Kvensjúkdóma- og fæðingardeild- arinnar og forstöðukvenna þar, ásamt konunum fjórtán, sem kosn- ar voru í söfnunarnefndina, en nefndin fylgist með framvindu byggingamála deildanna. Á síðasta fundi, 24. þ. m., var upplýst, að 1. júlí 1972 er ráðgert að allri steypuvinnu verði lokiS á viðbótarbyggingu deildanna og undirgöngunum, sem tengja hana við aðalbygginigu Landsspítalans. Einnig allur frágangur á glugg- um og hifalögn. Nú er framtíðarskipulagi og mal- bikun bílastæða á Landsspítalalóð- inni lokið, en fyrst varð a@ hefj- ast handa með að leysa það mál. Einnig er að fullu lokið greftri fyrir grunni og undirgöng. Mun senn hefjast næsti áfangi fyrir- hugaðrar byggingar. Nefndarkonur munu ekki.skilja við þetta mál fyrr en það er komið farsællega í höfn. Eidfiaugarskotið mistókst - en nu kom þó FB, GVA—Reykjavík, fimmtud. Fyrsta eldflaugarskot á íslandi mistókst austur á Hellisheiði í dag. Þangað var komin eldflaug Fræðafélags Menntaskólans í Hamrahlíð, og hugðust aðstand- endur hennar skjóta henni á loft. Fyrir nokkru var gerð tilraun til þess að skjóta eldflauginni á loft, en hún mistókst einnig. Tíu mínútum fyrir klukkan sjö í kvöld voru hátt á annað hundrað manns komnir saman til þess að fylgjast með eldflaugarskotinu. Nú hafði verið komið fyrir þrem kveikjum í eldflauginni í stað einnar í fyrstu tilrauninni, og áttu kveikjurnar að kveikja í eldsneyt- inu. Tókst það, en kraftur mynd- aðist ekki nógur til þess að koma eldflauginni á loft. Þó varð kraft- urinn nægilegur til þess að topp- urinn féll af eldflauginni, og sést hann falla til hliðar við hana á pallinum, á mynd þeirri, sem Gunnar ljósm. tók á staðnum, og fylgir hér með. Málning sviðnaði af flauginni, og fallhlífar þær, sem höfðu átt að bera hana aftur til jarðar, brunnu upp. í eldflauginni hafði verið kom- ið fyrir 750 umslögum, frímerkt- um, sem á stóð Fyrsta eldflaugar- skot á íslandi. Umslög þessu sviðn uðu og gulnuðu af reyknum, en eigendur þeirra voru þá hæst- ánægðir, þótt ekki hefðu þau kom izt út í geiminn. Tóku þeir umslög in, og fóru með þau til Þorláks- hafnar, en þar átti að póstleggja þau, og verða eflaust næstum jafn ánægjulegur safngripur, og hefðu þau svifið um í eldflauginni nokk urn tíma. í eldflauginni var einnig skjal, sem á var ritað Lifi frjáls- ar Eyjar. Mun þar hafa verið átt við Vestmannaeyjar, sem Ríkisút- varpið sagði frá í apríl-gabbi sínu, að hefðu lýst yfir sjálfstæði sínu í dag. Þegar eldflaugin brotnaði og toppurinn féll af henni, hlógu menn dátt á Hellisheiðinni. Þó mun til- raunamönnunum, sem að skotinu A MALÞINGI Tímamót f fiskirækt í skrifum eins og hér birtast er það ekki á hverjum degi, sem maður verður að gjöra svo vel og hneigja höfuð sitt fyrir skynseminni. Til- efnið er sú frétt frá Alþingi að Jóhann Hafstein, forsætisráðherra, hafi í gær lýst því yfir, að Svartá í Skagafirði yrði ekki virkjuð nema fullnægt yrði öllum skilyrðum Land eigendafélags Svartár áður en til virkjunarframkvæmda kæmi. Þessari gifturíku afstöðu forsætisráðherra munu allir sanngjarnir menn fagna, enda er með henni tekið fullt tillit til aðstæðna og viðhorfa í héraði, og tryggt að þau verðmæti, sem verið er að skapa í Svartá ofan Reykjafoss, og snerta yfir þrjátíu ábúendur, fari ekiki í súginn. Skilyrði LandeigendaféLags Svart- ár voru send Alþingismönnum í þessari viku. Þau eru í sex liðum, sem miðast allir að því að tryggja óskert fiskeldi í ánni. Yfirlýsing for- sætisráðherra veldur tímamótum í málum eins og þessum, og með henni hefur verið stigið það heilla- ríka spor, að tryggja fiskiræktinni rótt í framtíðinni. HLut að þessari stefnubreytingu eiga Líka þeir ágætu þingmenn, sem hafa greitt frumvarp inu atkvæði sín með fyrirvara. Eins og Svartármálið horfði við, þegar frumvarpið kom fram á þinginu, sýndust allar líkur til þess að það flygi í gegn, sem kallað er, athuga- semdalaust, enda hafði vel verið unnið að því að sannfæra þingmenn um, að um virkjunina rikti aLgjör samstaða heima í héraði. Er óþarfi að rifja upp hér, hve ömuriegt það er, þegar aðeins öðrum aðilanum er trúað í jafn viðkvæmu máli og þessu, jafnvel eftir að greinargerð Land- eigendafélags Svartár hafði borizt þingmönnum. En nú hefur forsætisráðherra tek ið af skarið í eitt sikipti fyrir öLL, og þvi ekki ástæða til að vera að rifja „Svartárdagana” upp frekar. Vitað er að Landeigendafélag Svartár, auk þess að senda greinargerðina öilum þingmönnum, sendi hana til allra fjölmiðla, eins og sjónvarps og út- varps. Þegar þetta er skrifað hafa sjónvarp og útvarp enn ekki séð sér fært að birta greinargerðina, alveg eins og sjónarmið bændanna í Landeigendafélaginu séu sjónarmið eins konar annars flokks borgara. Er það mikil og trúverðug holl- usta, sem að sjáifsögðu í þessu til- felli mæddi á þeim, sem útldt var fyrir að yrðu kúgaðir. Svarthöfði. stóðu, vart hafa verið hlátur í huga. Létu þeir þau orð falla, að ekki yrði þetta síðasta tilraun til eldflaugarskots hér, þótt varla verði þessi eldflaug nothæf í aðra ferð. Hljómsveit Tónlistar- skólans á Tónlistar- félagstónleikum FB—Reykjavík, mánudag. Tónlistarfélagið efnir til þriðju tónleika fyrir styrktarfélaga sína árið 1971 á laugardaginn, 3. apríl, og hefjast þeir kl. 5 síðdegis í Háskólabíói. Það er hljómsveit Tóhílstarskólans, sem kémur frání á tónleikunum, en stjórnandi henn- ar er Björn Ólafsson. Einleikarar eru á píanó: Snorri S. Birgisson og Kolbrún Óskarsdóttir; á seUó: Auð- ur Ingvarsdóttir og á fiðlu: Unnur María Ingólfsdóttir. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Haydn og Brahms. Hljómsveit Tónlistarskólans var stofnuð sunnudaginn 1. nóv. 1942.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.