Tíminn - 03.04.1971, Page 3

Tíminn - 03.04.1971, Page 3
LAUGARDAGUR 3. apríl 1971 TÍMINN Rauða kverið Framhald af bls. 2. 1. Kennslan: Þar er því velt fyrir sér, hvað við lærum, veittar upplýsingar um námið, hvaða tilgangi það þjónar, góða kennslu og slæma, leiðandi í námi og hvernig bregðast eigi við forheimskandi kennslu. 2. Kennararnir: Hvað vita þeir og hvert er hlut- verk þeirra? Skipulagning kennslu. Hvaða möguleika hafa nemendur á því, að hafa áhrif á kennsluna? Aðgerðir gegn kenn- urum. 3. Nemendurnir: Hér er fjallað um vandamál nem- endanna sjálfra. Gildismat kennsl- unnar, greind, heimsku, hvernig eyða eigi frítíma. Kynfræðsla. Örvandi lyf, s.s. áfengi, hass og sitthvað fleira. 4. KerfiS: Hér er fjallað um skólann, sem vinnustað nemenda. Hvaða til- gangi þjóna einkunnir og próf. Um lýðræði í skólum svo og skól- ann og samfélagið. Þeir, sem munu breyta fslenzku skðlakerfi, verða ekki yfirvöldín, heldur nemendumir sjálfir.“ Rauða kverið handa skólanem- endum var upphaflega skrifað af tveim kennurum og einum sál- fræðingi, Bo Andersen, Sören Hansen og Jesper Jensen, og var ætiuð nemendum þess skólastigs, sem samsvarar nokkum veginn bama- og gagnfræðaskólum hér á landi. Útgefendur hér telja hana eiga erindi til nemenda á öllum skólastigum og einnig til kennara, en vekja athygli á því að henni sé ekki ætlað að klekkja á kenn- arastéttmni, það sé alger misskiln- ingur. Bókin verður seld í menntaskol- unum og Verzlunarskólanum, einnig á skrifstofu SINE í Kirkju- stræti 10, og kostar þar 200,00 kr. og í bðkabúðum, en þar er verðið 250.00 kr. Kennaraháskólinn FramKhald af bls. 8 Nú, spamaðar geri ég eikiki ráð fyrir að onenn þurfi að vænta af þessari breytingu. Hinn nýi skóli mun þurfa marga prófessora, lekt- ora og dósenta, auk annarra starfs manna og enginn vafi er á því að hér er ráðizt í kostnaðarsamt fyrirtæki. Næga kennara verðum við að hafa og engin takmörk fyrir fjölda þeirra annan en þörf- ina er hægt að viðurkenna. Okkur hv. 2. þm. Austfjarða hefur komið til hugar að unnt ié að samræma þau tvö megin- sjónarmið, sem ég hef hér reynt að draga fram: Annars vegar þörf ina á því aö auka menntun kenn- ara og lyfta henni á hærra stig — uppfylla þannig vonir þeirra, sem horft hafa til þessarar lausn- ar vonaraugum, og svo hinna, sem enda þótt þeir játi því að frum- varpið horfi til bóta telja að fram kvæmdin verði misheppnuð sé frv. samþ. óbreytt. Þess vegna er til- laga okkar sú, að frumvarpið verði samþykkt með þeirri breyt- ingu að skylt skuli að endurskoða það eigi síðar en tveimur árum eftir að lögin öðlast gildi. Við það mundi vinnast, að við þessa endurskoðun væri hægt að hafa hliðsjón af þeirri reynslu, sem fengizt hefði á allt að tveggja ára starfsferli hins nýja skóla. Mér finnst fullkomlega eðlilegt að Alþingi-viðurkenni að svo viða mikil lagasetning sem hér um ræðir með óteljandi nýmælum og frávikum frá troðnum slóðum þurfi ekki að vera fullkomleikinn holdi klæddur. Þvert á móti er raunar æskilegt að slík endurskoð un fari fram, ekki bara á þessum lögum heldur fjölda annara laga, sem Alþingi afgreiðir hverju sinni og þá ekki sízt þegar af- greiðsluhættir eru með því móti sem nú tíðkast hér hina síðustu dagana. Ég bendi á að þegar Al- þingi afgreiddi lögin um Lífeyr- issjóð bænda var svipað ákvæði lögfest. Þar var um nýjung að ræða, sem allir voru í principinu sammála um að koma þyrfti, en einnig þar greindi menn á um framkvæmdina. Þá var þessi leið valin, og ég held að hún geti ver- ið skynsamleg víðar. Lifeyrissjóður bænda er hið merkasta mál, það viðuikenn ég fúslega, og sama er fyrsta tilraun Alþ. til að skipa lífeyrissjóðsmál- um manna, sem ekki eru launþegar þannig að einnig þeir geti notið hlunninda þeirra sem eftirlaun úr lífeyrissjóðum veita. En við erum eignnig hér að fjalla um þýðing- armikil mál, það hvernig haga skuli menntun þeirra, sem eiga að kenna yngstu nemendunum. þeirra starf er kannski öllu öðru mikilvægara, því lengi býr að fyrstu gerð. Hv. Nd. hafði þetta frv. all- lengi til endurskoðunar og athug- aði það rækilega. Árangur þeirr- ar athugunar eru margar og viða miklar breytingar, sem að dómi þeirra, sem ég hef rætt við um málið, eru til mikilla bóta flestar, og sumar raunar alvcv nauðsyn- legar eins og breyting sú, sem gerð var á 4. gr. varðandi rétt þeirra, sem lokið hafa prófi frá Kennaraskólanum lti þess að bæta við sig námi í Kh. og ljúka þaðan embættisprófi: (10. gr. Ed 9. gr. fellt niður?) Ég sé ástæðu til að taka fram að ég er sammála þeim brtl. sem frsm. 1. minnihl. var að gera hér grein fyrir. Þær voru allar ath. af nm. í sameiningu og ég hygg að _við séum allir samþykkir þeim. Ýmsir telja að frv. þetta hefði ekki átt að afgreiða á þessu þingi, heldur skoðast t.d. af milliþinga- nefnd til næsta hausts, líkt og farið verður með grunnskóla frv., frv. um íþróttaskóla og etv. fleiri frv. þessu skyld. Ég held einnig að þeir ,sem mest berjast fyrir framgangi þessa máls og mestra hagsmuna telja sig eiga að gæta, mundu ekki hafa þurft að sjá eft- ir því þótt sú málsmeðferð hefði verið viðhöfð. En stjórnarfl. hafa afráðið að knýja fram úrslit málsins nú, á þessu þingi. í Ijósi þess höfum við ég og háttv. 2. þm. Austfjarða afráðið að standa ekki í vegi fyrir því að svo geti orðið, en viljum gera tilraun til þess að tryggja að lögin fái endurskoðun eftir hæfi- legan reynslutima, sem skv. okk- ar mati er 2 skólaár. Því er brtl. á þskj. flutt, og ég vona að háttv. þm. geti sameinazt um hana.“ Rjómaís - góð matarkaup? Jákvætt Neikvætt VerS X 56 krónur lítrinn Fjörefnainnihald X A - Bi - B2 ~ D Orkugildi X ca 102 hitaeiningar í 60 gr sneið Almennt næringargildt X Eggjahvítuefni, málmar og sölt Ending X Sjaldan mikill afgangur til næstu máltíðar Auðveld öflun X Fæst víða til kl. 23.30 á kvöldin Vinsældir X Spyrjið bæði börn og fullorðna Örvun til góðra borðsiða X Börnum hættir til að sleikja diskinn sinn Möguleikar á tilbreytni X Sjá uppskriftir á umbúðunum Geymsluhæfni K Léleg, nema ísinn sé vel falinn Auðveld matreiðsla X ísinn er tilbúinn réttur, ef vill. Niðurstaða: Þér gerið góð matarkaup í rjómaís Einm m ess LlU 3 Hlutverk Hannibalista? Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrrakvöld var til lykta leitt mál, sem lengi er búið að vera í meðförum hjá hinum ýmsu borgarstofnunum og ákafar deilur hafa staðið um. í janúarmánuði s.l. fól Raf- magnsveitan Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar að bjóða út 2600 ljósastólpa. Mörg tilboð bárust í þessa stólpa, bæði frá innlendum og erlendum aðil- um. Lægsta boð í allar 6 gerðir Ijósastólpanna, sem út höfðu verið boðnar kom frá fyrirtæk- inu Stálver s.f. í Reykjavík. Nam heildarfjárhæð þeirra í magnið um 18.8 milljónum króna. Rafveitan lagði til að tæpur fjórði partur heildarmagnsins yrði keyptur frá Stálveri s.f. en afgangurinn frá þýzku fyrir- tæki, þótt verð frá því væri um 50% hærra. Stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar gat ekki fallizt á framangreint sjónar- mið Rafmagnsveitunnar og lagði til, að allt magnið yrði keypt Iijá Stálveri s.f., þar sem tilboð þess fyrirtækis væri langsamlega hagstæðast. Þannig búið kom málið til borgarráðs, sem vísaði því til umsagnar stjórnar veitustofn- ana borgarinnar. Féllst hún á sjónarmið stjórnar Innkaupa- stofnunarinnar að öðru leyti en því, að þessir stólpar ættu að fara í Kringlumýrarbrautina, þar sem sams konar stólpar væru fyrir. Þannig kom málið til borgarráðs að nýju s.l. þriðjudag. I borgarráði varð niðurstað- an sú, að samþykkt var að fall- ast á tillögu stjórnar Innkaupa- stofnunarinnar mcð þeirri und- antekningu þó eða „snuði“, að 75 stólpar yrðu keyptir frá Þýzkalandi, þ. e. stólparnir í Kringlumýrarbrautina. Var þetta samþykkt með þremur at- kvæðum Sjálfstæðismanna í borgarráði. Dýr myndi Hafliði allur Albert Guðmundsson, borg- arfulltrúi, á ekki sæti í borg- arráði en er hins vegar í stjórn Innkaupastofnunarinnar og beitti sér þar mjög hart fyrir því, að samið yrði um alla ljósastólpana við Stálver s.f. Eftir afgreiðslu borgarráðs var því vitað, að til nokkurra tíð- inda myndi draga í borgar- stjórn, þar sem ekki var annað vitað en allir borgarfulltrúar minnhlutaflokkanna væru sama sinnis og stjórn Innkaupa stofnunarinnar. Þegar á borgarstjórnarfund- inn kom átti Albert Guðmunds- son ærið ónæðissama setu. Gengu aðrir fulltrúar Sjálfstæð meirihlutans í skrokk á honum hver af öðrum og kölluðu hann á eintal og borgarstjóri sjá'.far ekki sjaldnar en þrisvar. Var augljóst, að ofurkapp var á það lagt, að meirihluti Sjálfstæðismanna héldi í þcssu Framhald á bls 14

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.