Tíminn - 03.04.1971, Blaðsíða 16
(Talið frá vinstri) Gunnar, Holgeir og GuSmundur, meS toppinn, sem brást svo illilega á örlagastundu.
’’ (Tímamynd Gunnar)
Slys um borð í Búðafelli frá FáskrúSsfirði
EINN HRÖKK FYRIR BORÐ
OG 2 LENTU í SPILINU
Laugardagur 3. apríl 1971.
Klukknaspil
Hallgríms-
kirkju afiient
FB—Reykjavík, föstudag.
Síðdegis í dag voru formlega
afhentar 29 kirkjuklukkur,
klukknaspil, sem kom í vikunni
til landsins, og verður sett upp í
Hallgrímskirkju. Klukknaspil þetta
getur leikið sjálfkrafa lög, sem
stenzluð hafa verið inn á plast-
band, og hafa átta slík lög orðið
fyrir valinu.
í klukknaspilinu eru 29 klukk-
ur eða bjöllur, þ.e.a.s. 29 tónar,
frá tvístrikuðu c til ferstrikaðs f.
Við spilið er raftengt tvöfalt
hljómborð, sem leikið er á líkt
og á píanó eða sembal. Leika má
einradda eða fleirradda eftir vild,
og hvenær sem óskað er.
Af lögunum átta, sem klukk-
urnar geta leikið, má fyrst nefna
svonefnt „la-g kirkjunnar,“ en
það er lagið „Víst ertu, Jesús,
kóngur klár,“ í hljómútsetningu
dr. Páls ísólfssonar. Þetta lag mun
hljóma kl. 12 á hverjum virkum
degi ársins. Hin lögin eru valin
í samræmi við hring kirkjuárs-
ins og munu heyrast á sunnudög-
um og hátíðum. Á sunnudögunum
í aðventu leikur klukknaspilið
hinn fornfræga lofsöng „Veni
Redemptor Gentium" („Nú kem-
ur heimsins hjálparráð“), á jól-
unum „Heiðra skulum vér Herr-
ann Krist“, á sunnudögunum eft-
ir þrettánda „Um Hann, sem rík-
ir himnum á“, um föstu „Faðir
vor, sem á himnum ert“, á pásk-
unum „f dauðans þöndum Drott-
inn lá“, á hvítasunnu ,,Kom, Skap
ari, Heilagi Andi“, en á sunnu-
dögunum eftir þrenningarhátíð
fer klukknaspilið með íslenzkt
tvísöngslag við vers Hallgrims
Péturssonar „Gefðu, að móður-
málið mitt. . .“
Þeir, sem gefið hafa klukkur
eru:
Vinnveitendasamband íslands,
Félag ísl. iðnrekenda, Landssam-
Framhald a 14 sí&u
OÓ—Reykjavík, föstudag.
Búðafell SU 90 frá Fáskrúðsfirði
kom til Neskauþstaðar seint í gær-
kvöldi og voru þrír skipverjar
lagðir þar inn á sjúkrahúsið. Tveir
eru illa slasaðir, en hinn þriðji,
sem féll fyrir borið, en náðist, er
heill heilsu. Varð slysið úti á mið-
unum, er spil bátsins fór allt í einu
i gang og lentu stýrimaður og vél-
stjóri í spilinu, en einn háseti, sem
var að vinna við netin, hrökk fyr-
ir borð. Hann náðist fljótlega. Hin-
ir mennirnir liggja á sjúkrahúsinu
á Neskaupstað.
Sjópróf vegna slyssins hófust á
Fáskrúðsfinði í dag. Gísli Einars-
son, fulltrúi sýslumanns á Eski-
firði, sagði Tímanum í dag, að enn
lægi ekki ljóst fyrir, með hvaða
hætti slysið varð. Það var um átta-
leytið í gærmorgun, sem spilið fór
einhverra hluta vegna af stað, en
með hvaða hætti er ekki vitað, því
ekki voru aðrir viðstaddir en þeir,
sem eru á sjúkrahúsinu og hafa
þeir ekki verið yfirheyrðir. Annar
maðurinn, sem liggur, er handar-
brotinn og marinn og snúinn á fæti,
hinn er skaddaður á lunga og mik-
ið marinn, en ekki talinn lífshættu-
lega meiddur.
Verið var að hífa netin og var
drekinn kominn inn, og fór þá
spilið í gang á einhvern hátt, en
það var stöðvað rétt á meðan drek-
inn var tekinn inn fyrir. Einn mann-
annan kastaðist útbyrðis, en náð-
FB—Reykjavík, föstudag.
Þriðja páskasýning Mynlista-
og handíðaskóla íslands hefst í
Skipholti 1 á laugardaginn. Sýn
ingin hefur hlotið nafnið Örlaga-
teningurinn, og eru þarna sýnd-
ar 23 myndir eftir Finn Jónsson,
abstrakt-myndir, sem eru frá ár-
unum 1921 til 1925. Tveir nem-
endur úr hinni svokölluðu Aka-
demíu Myndlistaskólans, þeir Hall
mundur Kristinsson og Örn Þór
stcinsson hafa séð um uppsetningu
og allan undirbúning að sýning-
unni, en það er einmitt eitt af
verkum þeirra, sem í Akademí-
unni eru, að sjá um páskasýning-
ar skólans, en þær hófust fyrsta
árið, sem Akademían starfaði við
Skólann. í Akademíunni sitja
nemendur, sem áður hafa lokið
burtfararprófi úr Myndlistaskól-
anum, og eru venjulega tveir til
þrír nemendur í henni.
f sýningarskrá að sýningunni
Örlagateningurinn segja þeir Hall
mundur og Örn: Á þeim bylting-
artímum, sem við lifum, þykir
ok'kur við hæfi að draga fram í
dagsljósið þau framúrstefnuverk
Finns Jónssonar, sem undrun og
jafnvel skelfingu vöktu fyrir nær
fimmtíu árum. Á sýningu, sem
hann hélt í Reykjavík í nóvem-
ber 1925, komu margir af fjöll-
um. Þar voru flestar þeirra mynda.
sem hér eru nú sýndar. Þær eru
gerðar á árunum 1921 til 1925 og
bera meðal annars vott um hin
nánu kynni Finns af Sturm-hreyf-
ingunni þýzku. Voru þær á þcss-
um tíma byltingartilraun í ís-
ienzkri myndlist, og getur því
hver svarað fyrir sig, hvort þær
ist fljótt með krókstjaka. Annar
mannanna festist í spilinu en hinn
fékk högg á brjóstið. Enginn sjón-
arvottur var a® þessu og verður
ekki hægt að yfirheyra mennina
fyrr en síðar. Sá, sem hrökk fyrir
borð, segist ekkert hafa vitað, fyrr
en hann fékk högg og svamlaði í
köldum sjónum. En enginn skip-
verja sá hvernig hinir mennirnir
tveir slösuðust. Framhald á bls. 14
standi ek'ki enn fyrir sínu. Það
er von okkar að af þessari sýn-
ingu megi draga nokkurn íær-
dóm, að hún megi verða til ánægju
um leið og hún vekur verðskuld-
aða athygli á brautryðjendastarfi
Finns Jónssonar fyrir fimm ára-
tugum.
Á sýningunni eru 23 myndir,
olía, klippmyndir, akvarella, túss,
kolteikning og blýantsteikning.
Finnur sagði á fundi með blaða-
mönnum, að þessar myndir hefðu
allar verið á sýningunni í Reykja-
vík fyrir 46 árum, og þá hefði
enginn verið svo vitlaus að kaupa
þær, sem betur fer, því nú ætti
hann þær allar sjálfur og gæti
sýnt þær hér í þetta sinn. Finn-
Rætt við „Geimvísindamenn"
úr Menntaskólanum við
Hamrahlíð:
,Æ\m AÐ
REYNA AFTUR*
ET—Reykjavik, föstudag.
Eins og frá var skýrt í Tím-
anum í dag, gerðu nemendur
Menntaskólans við Hamrahlíð aðra
tilraun sína til geimskots — og
enn mistókst þetta fyrsta tilrauna-
géimskot Íslendinga.
Blaðamaður Tímans náði tali
af þeim Holgeir Mássyni, Guð-
mundi Gunnarssyni os Gunnari
S. Jónssyni, er hafa, ásamt Garð-
ari Mýrdal, form. Fræðafélags
M. H., unnið hvað mest að undir-
búningi geimskotsins. Voru þeir
fyrst spurðir að því, hvort þetta
misheppnaða skot hefði ekki vald-
ið þeim vonbrigðum.
— „Nei, ekki verulegum" svar-
aði Holberg, sem hafði orð fyrir
þeim félögum. „Að vísu hefði vel-
heppnað skot orðið hápunkturinn
í öllum undirbúningnum, en sú
reynsla og þekking, er undirbún-
ingsvinnan færði okkur, er okk-
ur mun meira virði. Þá er sá
samihugur, sem náðist meðal okk-
ar „geimvísindamannanna", al-
gerlega ómetanlegur."
— „Hvað fór úrskeiðis á hinu
örlagarika augabliki?"
— „Augnablikið" stóð nú nokk
ug lengi eða 10 langar mínútur.
Við teljum orsökina til þess, að
flaugin sat kyrr ,vera of hæga
brennslr. eldneytisins. Toppurinn
datt svo af vegna ofhitunar eld-
flauga, er áttu að kippa honum
af í meiri hæð en nokkurra senti-
metra. Þegar toppurinn féll, urðu
að engu vonir ok'kar um fyrsta
raunverulega geimskot íslendinga.
Framhald á bls. 14.
ur sagði, að margir hefðu tekið
þessari sýningu sinni með miklum
fögnuði, en aðrir hefðu krossað
sig þrisvar og jafnvel oftar, þeg-
ar þeir sáu, það, sem hann hafði
upp á að bjóða.
Á síðasta sumri tók Finnur þátt
í sýningu, sem haldin var í Strass
borg og nefndist „Evrópa 1925.“
Hefur Finnur hlotið mikið hrós
fyrir verk þau, sem hann sýndi
í Strassborg, og hans verið getið
í umsögnum þekktra listgagnrýn-
enda í erlendum blöðum .
Páskasýningin í Myndlista- og
handíðaskólanum verður opnuð kL
4 á laugardaginn, og síðan verður
hún opin fram til 13. apríl frá kl.
14 til 22 daglega.
Félagsmálaskólinn
Síðustu fundir Félagsmálaskóla Framsóknarflokksins verða haldn-
ir mánudaginn 5. apríl og miðvikudaginn 7. apríl, alð Hringbraut
30, og hefjast kl. 20,30.
Flutt verða próferindi. Eftirtaldir flytja: Jónína Jónsdóttir, Guð-
rún Flosadóttir, Örn Gíslason, Ingrid Kristjánsdóttir og Erna Ann-
ilíusdóttir.
Selfoss — Selfoss
Almennur fundur í Framsóknarfélagi Selfoss verður haldinn í
Framsóknarsalnum, Selfossi, sunnudaginn 4. ágúst, og hefst kl.
21. Dagskrá: Kosning fulltrúa á 15. flokksþing Framsóknarflokks-
in. — Önnur mál. — Stjórnin.
Akranes — Framsóknarvist
Framsóknarfélag Akraness heldur framsóknarvist í Félagsheimili
sínu, Sunnubraut 21, sunnudaginn 4. apríl, kl. 16. Öllum heimill
aðgangur, meðan húsrúm leyfir.
Framsóknarfélag Akraness
Aðalfundur Framsóknarfélags Akraness verður haldinn í Fram-
sóknarhúsinu á Akranesi fimmtudaginn 8. apríl, kl. 16. Nánar aug-
lýst síðar. — Stjórnin.
Finnur Jónsson með nemendunum tveimur I Akademíunni, Hallmundi og
Erni (t. h.), sem undirbúið hafa sýningu hans. (Tímamynd GE)
ABSTRAKTMYNDIR FINNS JÓNS-
SONAR Á PÁSKASÝNINGU MHÍ