Tíminn - 18.04.1971, Page 1

Tíminn - 18.04.1971, Page 1
BergþóruqC. r.3 Sferian 19032 — 20050 88. tU. Sunnudagur 18. apríl 1971 — Hluti þingfulltrúa á 15. flokksþinginu á fundi í Súlnasal Hótel Sögu i gærmorgun. • • (Tímamynd GE) NEFNDASTORF 0G AFGREIÐSLA MÁLA Á SUNNUDAG OGMÁNUD. EB—Reykjavík, laugardag. Heigi Bergs ritari Fram- Heígi biðst undan kföri sem ritari EB—Reykjavík, laugardag. Er Helgi Bergs ritari Fram sóknarflokksins flutti skýrslu sína um flokksstarfið á flokks þinginu í morgun, baðst hann undan því að vera endurkjör inn ritari flokksins, en þeirri stöðu hefur Helgi Bergs nú gegnt í 9 ár. Flutti Helgi í lok ræðu sinn ar þakkarorð til þeirra manna, sem á einn eða annan hátt hafa lagt sinn skerf til flokksstarfs- ' ins og minnti á, að hann myndi áfram starfa af fullum áhuga fyrir Framsóknarflokkinn. ! -----------------------------J sóknarflokksins og Tómas Árnason gjaldkeri flokksins fiuttu skýrslur sínar í dag á 15. flokksþingi framsóknar- manna í Súlnasal Hótel Sögu. Síðan hófust nefndakosning- ar og að lokum urðu almenn- ar umræður er stóðu til kl. 16. Á morgun, sunnudag, verða nefndastörf, og hefjast þau kl. 9.30. Er nánar sagt frá þeim á öðrum stað í blaðinu. Annað kvöld, sunnudagskvöld, verður svo Súlnasalurinn á Hótel Sögu opinn þingfulltrúum og gestum þeirra. Verður salurinn opnaður kl. 20. Á mánudaginn hefjast nefnda- störf kl. 9. Kl. 10 hefst afgreiðsla mála. Kl. 17 verða kosnir 15 aðal- menn í miðstjórn flokksins, en síðan heldur afgreiðsla mála áfram. Fundurinn í dag var mjög fjöl- mennur og að loknum skýrsluflutn ingi ritara og gjaldkera hófust fjörugar umræður. í ræðu sinni gat Helgi Bergs þess að í fyrsta skipti hefðu nú farið fram á vegum flokksins skoðanakannanir í öllum kjördæm um landsins til undirbúnings Framhald á bls. 10. 55. árg. Dýrgripir snúa stafni til Islands KJ—Reykjavík, laugardag. Heimferð fyrstu íslenzku hand- ritanna, Flateyjarbókar og Kon ungsbókar, hófat frá Kaupmanna- höfn í morgun, er danska herskip- ið Vædderen lagði frá bryggju með þennan dýrmæta farm innan- borðs. Klýfur Vædderen nú öldur hafsins á lcið sinni til Reykjavík- ur, en þangað er áætlað að koma árdegis á miðvikudag. Birkelund landsbókavörður kom með bækurnar tvær til skips, en á bryggjunni tóku einn af yfirmönn- um skipsins og fulltrúi danska ut- anríkisráðuneytisins við handritun- um og báru þau um borð í hvítum, innsigluðum poka, með merki sjó- hersins danska á. Voru handritin þar með komin úr vörzlu danskra safna og í hendur sjóhersins og ut- anríkisráðuneytisins, sem bera ábyrgð á þeim á leiðinni til ís- lands, og þar til bækurnar verða afhentar íslendingum á miðviku- daginn. Pokinn með bókunum var síðan settur í sérstakan kassa um borð í skipinu, og kassinn í sér- stakan öryggisklefa um borð í Vædderen. Helge Larsen, menntamálaráð- herra og Sigurður Bjarnason, sendi herra komu um borð í skipið áður en lagt var úr höfn. Vædderen lá í Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn, þar sem herskipa- lægi danska sjóhersins er, og lagði skipið af stað í þessa sögufrægu ferð klukkan 9,15 aö Kaupmanna- hafnartíma. Fulltrúi danska utanríkisráðu- neytisins um borð í Vædderen er Eiler Mogensen deildarstjóri i ráðuneytinu, og fulltrúi fslands er Framhald á bls. 10. Nefndastörf Nefndastörf hefjast kl. 9,30 í dag og starfa nefndirnar á þeim stöðum, sem hér segir: 1. Stjórnmálanefnd — í flokksherbergi Framsóknarflokksins í Alþingisluisinu. 2. Flokksmálanefndin — í flokksskrifstofunni að Hringbraut 30. 3. Menntamálanefnd — í Framsóknárhúsinu við Fríkirkjuveg (Glauinbæ) uppi. 4. Atvinnumálanefnd — í Búnaðarþingssainum inn af Súlna- salnum, Ilótel Sögu. 5. Fclagsmálanefnd — í Eddusalnum, Edduliúsinu. Myndimar voru teknar á laugardagsmorguninn, þegar pokinn með handritunum var settur um borð í Vædderen í Kaupmannahöfn. Á myndinni til vinstri er skipherrann, A. W. Thorsen, til vinstri Jörgensen liðsforingi og Mogensen, deildarstjóri í danska utanríkisráðuneytinu, og fyrir framan þá er pokinn með h andritunum. Á myndinni til hægri eru Mogensen og Jörgensen á bryggjunni, á leið með innsiglaða pokann um borð i herskipið. (Símamyndir frá Polfoto)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.