Tíminn - 22.04.1971, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 22. aprfl 1971
TIMINN
19
kapphlaupi við tímann. Lifs-
framvindan var eðlileg og hóf
söm, samskiptin við náttúruna
fumlaus og traust.
Hjá eldra fólki á eyjunni
voru, að ég tel, leifar af sér-
stæðri menningu. Það talaði
hreinna og fegurra mál en ég
hafði áður heyrt. Einkum er
mér í minni einn gamall mað-
ur og systkini hans, hef ég að-
eins heyrt tvo menn, sem ég
tel jafnoka þessa fólks hvað
málfar snertir. Það eru þeir
Helgi Hjörvar og Tryggvi Þór-
hallsson.
Bókakostur var nokkur í
Grímsey, voru það gamlar
klassískar bækur, sem mikið
voru lesnar og um þær rætt.
Þetta var sá brunnur sem fólk
ið nam af málsnilld og mál-
smekk. Mér er næst að halda
að þarna hafi almenningur tal
að betra menntamál, en þeir
sem kallaðir eru menntamenn.
Nú er þetta sjálfsagt orðið
■ama bullið og annars staðar,
fullt af orðskrípum og beyg-
ingarlýtum.
Þegar ég hlustaði á Gríms-
eyinga og menn, sem komu of
an af landi, fannst mér oft
sem þeir töluðu tvö ólík tungu
mál.
Það sem ég gat helzt að
Grímseyingum fundið var það,
að í persónulegu lífi fannst
mér þeir fremur illa samtaka,
en ef eitthvað kom fyrir og
á bjátaði, þá stóðu þeir allir
sem einn til styrktar þeim,
sem skaða hafði beðið.
Ekki var ég með nefið niðri
í reikningsskilum eyjar-
skeggja, en að því er séð varð,
virtust allir hafa nóg fyrir sig
að leggja og geta veitt sér
flesta hluti ekki síður en þeir,
sem annars staðar héldu hús
og heimili.
Fyrstu tvö árin sem ég var
í Grímsey, var þar prestur séra
Robert Jack. Hann hafði misst
konu sína Sigurlínu Guðjóns-
dóttur frá ungum börnum, en
kvæntist svo aftur konu, sem
Vigdís heitir, ættaðri frá Akra
nesi. Hann er nú prestur að
Tjörn á Vatnsnesi.
Ég var úti í Vestmannaeyj-
um að múra hús, þegar það
kom til orða að ég yrði feng-
inn til að gegna djáknastöðu
í Grímsey. Mun það fyrst og
fremst hafa verið fyrir áeggj-
an eða að frumkvæði séra Pét-
urs Sigurgeirssonar, prests á
Akureyri. Ég hef alltaf verið
trúhneigður og gert mér grein
fyrir þýðingu trúar, þó ég hafi
gert greinarmun á trú og trú-
arbrögðum.
Ungur ætlaði ég mér að
ganga menntaveginn og verða
prestur, en sem betur fór sagði
pyngjan stopp.
Ég hafði lesið talsvert í guð
fræði og um trúfræðileg efni
og þegar ég fann að fullkom-
in alvara lá á bak við það
heima fyrir að ég tæki að mér
djáknastarfið, vildi ég ekki
undan því skorast, enda frem-
ur geðfellt til þess að hugsa.
Mér var svo fyrirskipað að
vera sex vikur í guðfræðideild
inni við Háskólann. Þar var
mér mjög til hjálpar prófessor
Jóhann Hannesson, sem hvatti
mig og studdi, stend ég í mik-
illi þakkarskuld við hann.
Einnig voru þeir mér mjög
vinsamlegir, prófessor Björn
Magnússon og Dr. Þórir Kr.
Þórðarson.
Séra Pétur Sigurgeirsson
var þó mesta driffjöðrin í
þessu og hans stuðningur í
starfinu var mér ómetanlegur.
Starfssviðið?:
Það var prédikun á helgidög
um þjóðkirkjunnar, sunnu-
dagaskólahald, fermingarund-
irbúningur og sakramenti í
heimahúsum ef með þurfti,
sem þó aldrei kom til meðan
Einar Einarsson og fjölskylda
ég starfaði. Engin önnur prests
verk var mér heimilt að vinna.
— Sálgæzla?
Ég veit ekki hvað um það
skal segja. Ég flutti ræður og
fólkið sótti kirkju og hygg ég
óhætt sé að segja, að Grímsey-
ingar hafi átt met í kirkju-
sókn miðað við fólksfjölda, og
í sama tilliti var þar í þrjú
ár stærsti kirkjukór á landinu.
Við höfðum ágætt söngfólk og
snilldar organista, frú Ragn-
hildi Einarsdóttur á Básum,
nyrsta byggðu bóli á íslandi.
Hún stundaði þetta starf af
miklum dugnaði, og kom oftar
en ætla hefði mátt, þar sem
oft var harðsótt um vetur
vegna veðurs og færðar og
hún gekk ekki heil til skógar.
Mér féll starfið vel og ég
held að Grímseyingar hafi tal-
ið sér að því ávinning. Aldrei
heyrði ég fólkið á eynni tala
um skort á neinu eða barma
sér, hvorki út af læknisleysi né
öðru. Þau fjórtán ár, sem ég
var þarna vissi ég aðeins um
eitt tilfelli, sem læknir hefði
ef til vill getað eitthvað gert,
og elzta fólk taldi sig ekki vita
nein dæmi þess, að dánarorsök
hefði verið sú, að ekki hefði
náðst í lækni.
Þegar ég kom til Grímseyj-
ar voru þar búsettar 66 mann-
eskjur, en fækkaði svo niður
í rúmlega 50. Fjölskyldur
fluttu í land en það komu allt-
af aðrar £ staðinn. Þegar ég
fór voru þar 83 sálir og fyrir
tveimur árum hitti ég oddvit-
ann og minnir mig að hann
segði íbúana þá um 100. Jú, víst
eru bændur í Grímsey. í minni
tíð voru þeir tólf, sem höfðu
einhverjar jarðarnytjgr. Býlin
voru: Básar, Sjálönd I II III,
Miðtún, Garður, Sólbrekka,
Eiðar, Sveinsstaðir, Sveintún,
Miðgarður, Sveinagarðar, Sig-
tún og Grenivík. Ennfremur
tvö tómthús, býli með enga
grasnyt. Nú er aðeins sauðfé
á eynni, en kýr voru tólf þeg-
ar ég kom þangað.
Þarna er úthafsveður, sjald-
an logn og sjaldan stórviðri.
Sjaldan er hlýtt, hitinn tæpast
yfir 10 stig. Kuldinn verður
heldur ekki mjög mikill varla
yfir 12 stiga frost, og ekki
man ég eftir að frostið færi
yfir 14 stig nema hafísvetur-
inn 1965.
Eyjan er þýfð, og þar er
enginn hagi að vetri til miðað
við það sem gerist upp í sveit-
um. Oft liggur yfir henni klaka
brynja vegna ísingar langtím-
um saman.
Nú er Grímsey aflögð sem
prestakall og hefur ekki áður
verið sú skipan mála síðan
kirkja var þar reist einhvern
tíma milli 1110—1120 og vígð
af Jóni Ögmundssyni Hólabisk
upi.
Þarna þekkir enginn maður
óyndi. Ég þekki engan, sem
einu sinni hefur verið þar, að
ekki væri hann fús að fara
þangað aftur gæti hann búið
við hagfelldar hringumstæður.
Ég kom þangað fyrst í grenj
andi stórhríð en fann ekki til
neinna óþæginda, sem þó oft
grípa mann fyrst í stað, ekki
sízt í ömurlegri aðkomu t.d.
vegna veðurs. En það er eins
og eyjan búi yfir einhverju
seiðmagni, sem ekki er hægt
að skýra.
Hvergi á íslandi ber meiri
birtu yfir en í Grímsey um sól
stöðurnar. Þegar heiðskírt er,
sígur aldrei sól bak við sjón-
hring.
Þegar saman rennur nótt og
dagur er stórfenglegt augna-
blik sem engin orð ná að lýsa.
Miðnætursólarbirtan er ólík
annarri birtu þó hún sé jafn-
björt. Hún er litbrigðaríkari
og litrofið sýnist skýrara.
Sumarið 1966 kom norður í
Grímsey þýzk stúlka. Hún er
nú konan mín og hefur lögum
samkvæmt orðið að breyta
sínu skírnarnafni og heitir nú
Súsanna Marta Vilhjálsdóttir.
Við eigum tvo drengi og okk-
ur líður vel. Ég kvíði hvorki
elli né féleysi og brýt ekki
heilann um það, sem við kann
að taka að lokinni jarðvistinni.
Lögmál náttúrunnar er þroski,
og vaki maður á verði yfir því
lífi sem upp vex í landinu og
gengur á þann hátt götuna til
góðs, á ég þess von að sú
ganga verði debet á reikn-
ingnum þegar lengra er hald-
ið.
Þ.M.
Flugfélaglð býður
tíðustu og fljótustu ferðirnar
með þotuflugi til
Evrópulanda og nú fara í
hönd hin vinsælu
vorfargjöld Flugfélagsins.
Við bjóSum yður um 30% afslátt af
venjulegum fargjöldum til helztu
borga Evrópu í vor með fullkomnasta
farkosti nútímans. Það borgar sig að
fljúga með Flugfélaginu.
Hvergi ódýrari fargjöld.
FLUCFELACISLANDS
ÞJÓNUSTA - HRAÐI - ÞÆGINDI