Tíminn - 29.04.1971, Side 2
TIMINN
Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri (t. h.), afhendir Baldvin Þ. Kristjánssyni silfurbíl Samvlnnutrygginga.
(Tímamynd G.E.)
ÞRIÐJI SILFURBÍLL SAM-
VINNUTRYGGINGA AFHENTUR
Baldvin Þ. Kristjánsson félagsmálafulltrúi hlaut hann
KJ—Reykjavík, miðvikudag.
Silfurbíll Samvinnutrygginga
var afhentur í þriðja sinn á föstu
dagskvöldið, og hlaut hann að
þessu sinni Baldvin Þ. Kristjáns
son félagsmálafulltrúi, sem á mest
an heiður af stofnun og uppbygg
ingingu klúbbanna öruggur akst
ur, en þeir eru nú 33 víða um
landið.
Silfui-bíllinn var afhentur í hófi
er haldið var á Hótel Sögu að
afloknum þriðja fulltrúafundi
Landssamtaka klúbbanna Öruggur
akstur.
Ásgeir Magnússon, framkvæmda
stjóri, formaður úthlutunarnefndar
innar, afhenti bílinn og gerði m.
a. svofellda grein fyrir veitingu
þessarar viðurkenningar:
„Baldvin Þ. Kristjánsson hefur
um langt árabil verið hinn mikli
vökumaður á sviði umferðar- og
öryggismála. Hann hefur í ræðu
og riti verið óþreytandi áhugamað
ur fyrir auknu umferðaröryggi í
landinu, og hann hefur lagt sig
sérstaklega fram um bætta um-
ferðarmenningu þjóðarinnar.
Meirihluti úthlutunarnefndar
Silfurbíls Samvinnutrygginga tel
ur einn merkasta þátt í störfum
Baldvins Þ. Kristjánssonar, frá
því hann fór að láta umferðar- og
öryggismál til sín taka, vera tví-
„Sakleysið, sízt má
án þess vera."
Ekki virðist enn hafa tekizt að
spilla Islendingum stórlega í kyn-
ferðismálum, þrátt fyrir fræðslu-
kvikmyndir, myndablöð og sýningar,
sem hægt er að velja til dægradvalar
í nágrannaborgum, og ern liður í
hinu mikla umsátri spillingarinnar,
sem eyþjóðin norður í hafinu verður
að berjast gegn með aðstoð þeirra,
er vilja halda tilfinningum sínum
óspjölluðum og holdinu sterku. Þetta
kom greinilega í ijós að Alafossi á
dögunum, þegar nokkrum sakleys-
ingjum datt ekkert annað í hug,
vegna upphrópana og þilskruðninga
í ungum hjónum útlendum, en þar
væri verið að ástunda misþyrmingar
af grófara tæi. Rannsóknarlögreglu-
maður úr Hafnarfirði var fenginn á
staðinn. Þegar hann hafði orðið, óaf-
vitandi, til þess að trufla hjónalíf
hinna nýgiftu, gaf hann blaðinu Vísi
eftirfarandi yfirlýsingu: „Ég hef
aldrei á æfi minni vitað aðra eins
vitleysu.” Þetta mun vera stytzta
fréttatilikynning, sem nokkur lög-
regiumaður hefur látið frá sér fara,
eftir að hafa verið kallaður á vett-
vang til að koma í veg fyrir „mis-
þymingar”. Og hún er tæmandi.
„En of mikið af öllu-
má þó gera."
Hófsemi í ástalífi hefur stundum
verið kennd við hreppstjóra, hvort
sem sú stétt manna hefur til þess
unnið á annan hátt en þann að
leggja hugmyndinni um farsælar ást-
ir til nokkurn virðuleika. Öll frávik
í þessum efnum hafa komið fólki
ókunnuglega fyrir sjónir og baráttu-
menn fyrir hljóðlátu ástalifi eiga
langtum fieiri talsmenn, en t. d.
Freymóð Jóhannesson, sem hefur
réttilega kveðið uppúr með að fólk
eigi að gæta siðferðis síns í hvívetna,
eins og það gætir annarra þátta í fari
sínu. Hins ber að gæta, að sinn er
siður í hverju landi. Við gumum nú
mjög af auknum samskiptum við
aðrar þjóðir. Til þess að þau sam-
skipti fari vel og kurteislega fram,
verður að virða rétt útlendinga til
að lifa einkalífi sínu í friði. Sakleysið
í samskiptum við útlendinga getur
ekki til lengdar verið á því stigi, að
kallað sé á lögreglu hvenær, sem
brugðið er út af þeim vana sem
kenndur hefur verið við hreppstjóra.
Svarthöfði
mælalaust framtak hans og for-
ustu að stofnun klúbanna örugg-
ur akstur. í öllum byggðarlögum
landsins liefur þessi félagsmála-
hreyfing náð fótfestu. Baldvin Þ.
Kristjánsson hefur mætt á stofn
fundum allra klúbbanna, en þeir
eru nú 33 að tölu. Hann hefur lagt
þeim lífsreglur og stutt þá í starfi
af sínum alkunna dugnaði. Þeir
eru ófáir aðalfundir klúbbanna og
fræðslufundirnir, sem Baldvin hef
ur mætt á og örfað klúbbfélaga til
dáða. Fimm til sex ár er að vísu
ekki langur tími í framþróun nýrr
ar félagsmálahreyfingar. En lengi
býr að fyrstu gerð. Stofnun og
störf Landssamtaka klúbbanna
Öruggur akstur eru að langmestu
leyti verk Baldvins Þ. Kristjáns-
sonar.
Fyrir allt þetta eru honum færð
ar þakkir, og fer vel á því, að
árið 1971, sama árið og Samvinnu
tryggingar fylla aldarfjórðungs-
starf, hljóti Baldvin Þ. Kristjáns-
son Silfurbíl Samvinnutrygginga í
viðurkenningarskyni fyrir farsæl
stöi'f að auknu umferðaröryggi í
landinu og bættri umfcrðarmenn
ingu þjóðarinnar."
Fyrri handhafar Silfurbíls Sam
Framhald á bls. 14.
Erlendur
kemur
Hinn kunni færeyski ritstjóri og
lögþingsmaður, Erlendur Paturs-
son, kemur til fslands í boði Nor
ræna hússins og hcldur hér tvo
fyrirlestra.
Fyrri fyrirlesturinn heldur
hann fimmtudaginn 6. maí n. k.
kl. 20.30. Sá fyrirlestur ber heit
ið „Færeyjar — hvert stefnir í
efnahagsmálum? “
Síðari fyrirlesturinn heitir
„Færeyjar — hvert stefnir í stjórn
málum?“ og verður sunnudaginn
9. maí kl. 16.00.
Aðgangur er ókeypis að báðum
fyrirlestrunum og er öllum heim
ill meðan húsrúm leyfir.
Erlendur Patursson er formaður
' ....................... ' ........... ' ■: ;i:
Erlendur Patursson
Aðalfundur íslenzka
mannfræðinga-
félagsins
Aðalfundur fslenzka mannfræði
félagsins verður haldinn föstudag
inn 30. apríl í Norræna húsinu og
hefst kl. 20,30. Auk venjulegra
aðalfundarstarfa verða lagabreyt
ingar til umræðu.
Basar kvennadeildar
Skagfirðingafélagsins
Kvennadeild Skagfirðingafélags-
ins í Reykjavík heldur sinn árlega
basar og kaffisölu í Lindarbæ laug-
ardaginn 1. maí nk., kl. 2 sd. Þar
verður margt góðra muna á boð-
stólnum, sem konurnar hafa meðal
annars unnið sjálfar. Ennfremur
verður veizlukaffi. Ágóðanum verð
ur varið til kaupa á afmælisgjöf í
tilefni af 100 ára afmæli Sauðár-
króks, sem haldið verður hátíðlegt
2. til 4. júlí nk. Þetta er því til-
valið tækifæri fyrir Skagfirðinga
í Reykjavík og nágrenni, og aðra
velunnara staðarins, að heimsækja
konurnar í Lindarbæ þennan dag.
Söngskóli Dómkirkjunnar
og Dómkórinn halda tónleika
Starfað hefur í vetur, á vegum
Dómkirkjunnar, söngskóli fyrir
ungt fólk. Þar hefur það fengið
að kynnast nótnalestri, tónfræði
og raddmyndun. Jafnframt hafa
nemendur verið æfðir í samsöng
og er ætlunin að bjóða áhugasöm
um áheyrendum að heyra niður-
stöðu þessarar vinnu á tónleikum
í Gagnfræðaskóla Austurbæjar
laugardaginn 1. maí kl. 5 s. d.
Fyrri hluta efnisskrárinnar flytur
Dómkórinn einn, en það eru nokk
ur lög úr „Passíu“ Atla Heimis
Sveinssonar og verkefni eftir Ant-
on Heiller, sem er austurrískt nú-
tíma-tónskáld oe organleikari op
orðinn mjög þekktur fyrir kór-tón
smíðar sínar. Mun það verða í
fyrsta skipti að ísl. kór flytur verk
eftir Anton Heiller.
Síðari hluta efnisskrárinnar
flytja nemendur söngskólans, með
aðstoð kirkjukórsins. Samanstend
ur hann af íslenzkum og erlend
un verkefnum og má nefna „Mót-
ettu“ fyrir tvo kóra eftir Hein-
rich Schiitz.
Sunn.daginn 2. maí fer kórinn
t:’ Skálholts og endurtekur sam-
sönginn í Skálholtskirkju kl. 4,30.
Nokkrir einsöngvarar koma fram
á tónleikunum, en söngstjóri verð
ur Ragnar Björnsson.
FIMMTUDAGUR 29. aprfl 1971
Patursson
hingað
lýðveldisflokksins. Honum var
vikið frá sem formanni eftir kosn
ingarnar 1966, þegar flokkur hans
tapaði einu þingsæti í landsstjóm
inni.
Árið 1970 óx vegur hans mjög
og hann fékk mesta atkvæðafjölda,
sem nokkur færeyskur stjómmála
maður hefur nokkru sinni fengið.
Erlendur Patursson er góður vin-
ur íslands, á marga vini hér á
landi og hefur gengið hér í skóla.
Báðir fyrirlestrarnir verða á ís-
lenzku.
T--——
1. maí-hátíðahöld
í Borgarnesi
JE—Borgamesi, miðvikudag.
Verkalýðsfélag Borgamess
gengst að venju fyrir hátfðar-
höldum 1. maí. Að þessu sinni
hefjast þau kl. 20,30 í Samkomu
húsinu. Ingibjörg Magnúsdóttir,
gjaldkeri Verkalýðsfélags Borg-
amess, flytur ræðu á samkom-
unni og Guðmundur Böðvarsson
skáld á Kirkjubóli les upp. Önn-
ur dagskráratriði verða þjóð-
lagasöngur Kristínar Ölafsdótt-
ur og Helga Einarssonar, leik-
þáttur, sem Karl Einarsson flyt-
ur og að. lokum verður dansleik-
ur.
Eystrasaltsvikan 1971
Eystrasaltsvikan 1971 verður
haldin í Rostock og nágrenni dag-
ana 11.—18. júlí undir kjörorð-
inu „Eystrasaltið — friðarhaf“.
Dagskrá vikunnar verður mjög
fjölbreytt að vanda. Efnt verður
til ráðstefnu um verkalýðsmál,
sveitarstjórnarmál og æskulýðs-
mál auk kvennaráðstefnu og þing
mannafundar með þátttakendum
frá Eystrasaltríkjunum, Noregi og
íslandi. Samtök listamanna í
Þýzka Alþýðulýðveldinu gangast
fyrir listsýningu Eystrasaltsrikja
og hafa íslenzkir listamenn tví-
vegis átt verk á sýningunni. Þá
verða haldnar alþjóðlegar frí-
merkja- og myntsýningar og iðn-
fyrirtæki í Rostockfylki munu
sýna framleiðsluvörur sínar. Há-
tíðasýningar verða í leikhúsum
Rostockborgar, fjölmargir þekktir
tónlistarmenn koma fram og
íþróttakappleikir verða háðir i
flestum borgum og bæjum í norð-
urhéruðum Þýzka Alþýðulýðveld-
isins.
Eystrasaltsvikan var fyrst hald-
in árið 1958 og hefur ferða-
mannastraumurinn til Rostock
aukizt jafnt og þétt siðan.
(Frétt frá íslenzk-þýzka menn-
ingarfélaginu).
Tónleikar Tónlistar-
félags Garðahrepps
Sjöunda starfsári Tónlistarskóla
Garðahrepps lýkur með þrennum
tónleikum um næstu mánaðamót.
Píanótónleikar verða í samkomusal
Barnaskólans fimmtudaginn 29. apr
íl, kl. 8,00 e. h. Þá verða tónleik-
ar í Garðakirkju sunnudaginn 2.
maí, og loks verða lokatónleikar
og skólaslit fimmtudaginn 6. mat
kl. 8,00 síðdegis i samkomusal
Barnaskólans. Þá mun m. a. koma
fram hljómsveit skólans, en hún er
skipuð 30 hljóðfæraleikurum.
Um 100 nemendur stunduðu nám
i skólanum í vetur. Kennarar voru
8 auk skólastjórans, Guðmundar
Norðdahl.