Tíminn - 29.04.1971, Page 3

Tíminn - 29.04.1971, Page 3
FIMMTUDAGUR 29. aprfl 1971 3 -----------------—---------- 50 OG 100 MÍLURNAR STÆRSTA HAGSMUNA MÁLIÐ Formannaráðstefna Iðnnema sambands fslands, haldin 24. '—25. apríl 1971 ályktar um landhelgismálið. Ráðstefnan telur að út- færsla landhelginnar í 50 míl- ur og 100 mílna mengunar- lögsögu, sé eitt stærsta hags munamál þjóðarinnar og telur það óvéfengjanlegan hlut og öll rök mæli með því. Telur ráðstefnan það mik- ilvægt að útfærslan eigi sér stað sem fyrst og fyrir hafrétt arráðstefnuna, sem haldin verð ur á vegum Sameinuðu þjóð- anna 1973. Telur ráðstefnan að þær þjóðir sem hagsmuni eiga að gæta í fiskimiðum umhverfis land sitt, komi til með að standa betur að vígi á haf- réttarráðstefnunni ef útfærsla þeirra landa hafi átt sér stað ! sem víðast. íslands- mótið í bridge að byrja Dregið hefur verið í riðla undan- úrslita sveitakeppni íslandsmótsins í bridge, er hefst laugardaginn 1. maí nk., ld. 14 í Ðomus Medica. 1. riðitl: 1- Vestfirðir II, sveit Einars G. Einarssonar, Isaf. 2. Norð urland II, sveit Boga Sigurbjöms- sonar, Sigluf., 3. Vestmannaeyjar I, sveit Jóns Haukssonar, Vestm., 4. Reykjanes V, sveit Skúla Thoraren- sen, Keflavík. 2. riðill: 1. Vesturland I, sveit Hannesar Jónssonar, Akran., 2. Is- landsm. ’7Ö, sveit Stefáns Guðjohn- sen, Rvík, 3. Reykjanes II, sveit Sigurðar Emilssonar, Hafnarfirði, 4. Vestmannaeyjar III, sveit Hauks Guðjónssonar, Vestm. 3. riðiU: 1. Reykjavík II, sveit Jóns Arasonar, Rvík, 2. Suðurland H, sveit Páls Árnasonar, Selfossi, 3. Vesturland II, sveit Halldórs Sig- urbjörnssonar, Akran., 4. Reykja- nes I, sveit Böðvars Guðmundsson- ar, Hafnarfirði. 4. riðill: 1. Reykjavík I, sveit Hjalta Elíassonar, Rvík, 2. Suður- land III, sveit Arnar Vigfússonar, Selfossi, Vestmannaeyjar II, sveit Gunnars Kristinssonar, Vestm., 4. Reykjanes III, sveit Magnúsar Þórðarsonar, Kóp. 5. riðill: 1. Vestfirðir I, sveit Ein- ars V. Kristjánssonar, Isaf., 2. Norð urland III, sveit Páls Pálssonar, Akureyri, 3. Austurland I, sveit Þór nnns Hallgrímssonar, Vopnaf., 4. Reykjanes IV, sveit Sigurðar Magn ússonar, Keflavík. 6. riðiU: 1. Vesturland III, sveit Valdimars Sigurjónssonar, Akran., 2. Suðurland I, sveit Kristmanns Guðmundssonar, Selfossi, 3. Norð- urland I, sveit Guðmundar Guð- laugssonar, Akureyri, 4. Reykjanes VI, sveit Björns Eysteinssonar, Hafnarfirði. TIMINN YNGSTI KÓR REYKJAVÍKUR SYNGUR í LANDAKOTSKIRKJU á hljómleikum er Pólýfónkórinn heldur á sunnudaginn kemur EB—Reykjavík, miðvikudag. Nú á sunudaginn gefst almenn- ingi kostur á að hlýða á yngsta kór Reykjavíkurborgar á hljóm- leikum er Pólýfónkórinn stendur fyrir í Landakotskirkju. Þessi ungi kór er árangur af starfsemi kórskóla er Pólýfónkórinn stofn- aði í febrúarmánuði s.l. til efling ar starfsemi sinar og söng- mennt í borginni almennt. Þenn- an unga kór skipa um 90 manns, sem flest er á aldrinum 20—30 ára, en í Pólýfónkórnum eru fyr- ir um 50 manns, svo að alls verða um 140 söngmenn, sem láta heyra til sín á hljómleikunum er hefj- ast klukkan 5 síðdegis á sunnu- daginn. Hljómleikarnir verða end urteknir tvisvar í næstu viku. Kennslan í kórskólanum fór fram eitt kvöld í viku, 2 stundir í senn, og voru kennarar ráðnir þau Ruth Magnússon, Garðar Cortes og Lena Rist auk Ingólfs Guðbrandssonar, sem hafði um- sjón með þessari nýlundu í söng- málum Reykvíkinga. Hugmynd- in fékk góðar undirtektir og inn- rituðust strax um 150 manns. Námskeiðið stóð í 10 vikur, en áhugi og árangur var það góður, að ákveðið var að gefa þeim þátt- takendum, sem þess óskuðu, kost á að æfa saman kórsöng eitt kvöld í viku framvegis, og árang- ur þess geta bæjarbúar fengið að heyra í Landakotskirkju. Á hljómleikunum verður flutt kirkjutónlist eftir Bach, Handel, Aichinger, Schubert og Monte- verdi. Ingólfur Guðbrandsson er stjórnandi, en Árni Arinbjarnar Framhald á bls. 14. skila w NYJUNG Vér bjóðum yður að kynnast kostum IGNIS þvottavélanna. *— Fáið reynsluvél heim, kynnist af eigin raun þvottaeiginleikum hennar, ef þér eruð ekki fullkomlega ánægð, tökum vér vélina aftur og endurgi'eiðum yður kaupverðið. — Þér hafið 10 daga til ákvörðunar — eftir eigin reynslu munið þér taka ákvörðun um kaupin. ^ RAFIÐJAN VESTURGÖTU 11 SÍMI 26660 RAFTORC. y/AUSTURVÖU SÍMI 19294 jnorö*iiiþínt>ih y ÓSLITIN STJÖRNARFOUIISTA S.IÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í ÞR.IIJ KJÖRTÍMAHIL - cr cinfjdæmi 1 NljórnmrtlnRAKu |»jóðnrinTinr Þetta er fyrirsögnin á for- síðu aukablaðs Morgunblaðsins í gær, sem hefur að flytja ræðu Jóhanns Hafsteins á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það er óneitanlega dálítið undarlegt að forsætisráðherr- ann skuli velja þessa fyrirsögn á ræðu sína — ekki sízt vegna þess að hún stangast alveg á við staðreyndir í stjórnmála- sögu landsins. Það er að vísu rétt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með stjórnarfor- ystu í 3 kjörtímabil. En hér er ekki um einsdæmi að ræða og það ætti Jóhann Hafstein að vita mætavel. Framsóknarflokkurinn fór með forystu í ríkisstjórnum ó- slitið frá 1927 til 1942 og mun hafa verið kosið til Alþingis 5 sinnum á þessu tímabili. Hér er þvf ekki um neitt einsdæmi að ræða í stjórnmálasögu þjóð arinnar. Hver er skýringin? En hver er þá ástæðan fyrir þessari fullyrðingu forsætisráð herrans? Og hvers vegna legg ur hann slíka áherzlu á þessa sagnfræðilegu blekkingu að hann gerir hana að aðalfyrir sögn á ræðu sinni? Það getur virzt torráðin gáta. Er Jóhann að búa menn undir að Sjálfs- stæðisflokkurinn láti af stjórnar- forystu? Fáir trúa því að þetta geti stafað af þekkingarskorti. Hitt er sönnu nær, að með þeirri áherzlu, sem forsætisráðherr- ann leggur á það, að það, að það sé „einsdæmi“ að Sjálfstæð- isflokknum skyldi hafa tekizt að fara með stjórnarforystu í 3 kjörtímabil sé hann að búa landsfundarfulltrúa og aðra kjósendur undir það, að stjórn arforystu Sjálfstæðisflokksins sé lokið með næstu kosningum og menn megi ekki láta það á sig fá, því að Sjálfstæðisflokk urinn megi mjög vel við una, þar sem það sé algert „eins- dæmi“ hve lengi hann hafi far- ið samfleytt með stjórnarfor- ystu. Önnur skýring á þessari sögufölsun er vissulega vand- fundin. — TK. VERÐLAUN APENING AR VERÐLAUNAGRIPIR L •”vV FÉLAGSMERK! 4 4«» Magnús E. Baldvlnsson l augavegl 12 - Slm! 22B04

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.