Tíminn - 29.04.1971, Síða 6
6
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 29. apríl 1971
Alyktun 15. flokksþings Framsóknarmanna um:
FELAGS
VELFERÐARMÁL
Framsóknarflokkurinn teiur það frumskyldu þjóð-
félagsins, að sjá svo um, að enginn þegn þess líði skort
og þjóðfélagið rétti þeim hjálparhönd, sem ganga ekki
heilir til skógar eða hafa með einhverjum hætti skerta
starfsorku. Þessari skyldu hafa íslendingar ekki gegnt
sem skyldi og er brýn nauðsyn á skipulegu átaki til að
Ikoma velferðarmálum í það horf, sem þjóðinni er
sæmandi.
Framsóknarflokkurinn telur að tryggja beri öllum
þegnum íslenzks þjóðfélags þann lífeyri, sem sannan-
lega þarf til mannsæmandi lífs og verði sá lífeyrir
vísitölubundinn svo að kaupmáttur haldist í hendur
við verðlag.
IÞetta hefur þróazt í öfuga átt undanfarin ár. Á
meðan kaupmáttur elUlífeyris á Norðurlöndum jókst
mjög verulega, minnkaði hann hér á landi um 9,6%
á árunum 1967—1970. Jafnframt hefur óðaverðbólga
étið upp það fé, sem fólk hefur lagt til hliðar til
elliáranna.
Kjörum aldraðra sem aðild eiga nú að sjálfstæðum
lífeyrissjóðum er mjög misskipt. Fer það eftir aldri
og afli þessara lífeyrissjóða. Framsóknarflokkurinn
telur það rétta stefnu, að það aldraða fólk, sem hefur
lítið annað en ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins
H sér til framfærslu, fái viðbótarlífeyri úr sameiginleg-
um sjóði landsmanna.
Framsóknarflokkurinn vill benda á, að hluti af því
fjármagni, sem útvega þarf til verðbólgulífeyris, er
ekki nýtt framlag, þar sem um leið er létt talsverðum
byrðum af sveitarsjóðum við framfærslu aldraðra.
Einnig vill flokkurinn minna á, að viðbótarlífeyririnn
er tímabundin ráðstöfun, þar sem viðbótalífeyrir
hverfur með aldri og eflingu hinna sjálfstæðu lífeyris-
sjóða, sem skynsamlegt er að sameina skv. áætlun
er fæli m.a. í sér verðtryggingu þessa fjármagns af
samfélagsins hálfu.
Framsóknarflokkurinn ítrekar þá stefnu sina að
miða beri að einum öflugum lífeyrissjóði allra lands-
manna.
Framsóknarflokkurinn þakkar þeim einstaklingum
og félagasamtökum, sem á undanfarandi árum hafa
unnið að velferðarmálum aldraðra m.a. með byggingu
og rekstri elliheimila, en jafnframt vill Framsóknar-
flokkurinn benda á að húsnæðismálum aldraðra hefur
víða eigi verið sinnt sem skyldi. Þess vegna fer
aldrað fólk oft á elliheimili, þótt það vildi frekar búa
í lítilli íbúð, ef kostur væri. Framsóknarflokkurinn
telur nauðsyn bera til þess, að heimild í 79. gr. Al-
mannatryggingalaganna um deild er annist velferðar-
mál aldraðra, komi til framkvæmda 1. jan. n.k. Deild-
in annist rannsókn á kjörum og vandamálum aldraðra
og vinni að lausn þeirra m.a. með því:
að elliheimili verði fyrst og fremst hjúkrunarheimili
með viðunandi þjálfunar- og lækningaaðstöðu
fyrir það aldraða fólk, sem þarfnast daglegrar
hjúkrunar,
að byggðar verði litlar leiguíbúðir fyrir aldrað fólk
sem víðast, bæði í sérstökum fjölbýlishúsum, þar
sem ýmisleg sameiginleg þjónusta er fyrir hendi,
og í fjölbýlishúsum, þar sem jafnframt eru íbúðir
fyrir fólk á öllum aldri.
að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, starfræki í
auknum mæli bæði hjúkrunar- og heimilishjálp
fyrir aldrað fólk í heimahúsum og sérmennti fólk
til þeirra starfa.
ATVINNUMÁL ALDRAÐRA
Aldrað fólk fær fyrst allra að kenna á samdrætti í
atvinnulífi og atvinnuleysi. í dag eru fjölmargir um
og yfir sjötugt, sem enga vinnu hafa, þótt þeir vilji og
geti unnið. Þetta skapar vandamál fyrir aldraða fólk-
ið og er um leið sóun á verðmætum þjóðfélagsins.
Því leggur Framsóknarflokkurinn tHt
að unnið verði að því að koma á fót framleiðslufyrir-
tækjum, sem nýtt geti starfsorku aldraðra, og
þeim þannig tryggð atvinna a.m.k. hluta úr degi.
að sett verði upp sérstök vinnumiðlun fyrir aldrað
fólk.
Endurhæfing öryr&ja
Framsóknarflokkurinn telur, að leggja þurfi aukna
áherzlu á endurhæfingu öryrkja til að veita þeim
möguteika á að gerast gildir þátttakendur í atvinnu-
lifinu. Komið verði á fót sérstakri læknastöð, þar sem
sérþjálfaðir tryggingalæknar rannsaki alla þá, sem
leita örorkubóta og leggi á ráðin um endurhæfingu
þeirra til starfs, og hafi þeir einir lækna heimild til
að ákveða endanlega örorku.
Meginmarkmið örorkulöggjafarinnar verði það að
gera öryrkjum kleift að taka á ný þátt í atvinnulífinu
og örorkulífeyrir veitist því aðeins að fullvíst sé að
um endurhæfingu sé ekki að ræða.
Sjúkratryggingar- og Tryggingadómstóll
Framsóknarflokkurinn telur,
að stefna beri að því að komið verði á nánari tengsl-
um sjúkratrygginganna og Tryggingastofnunar
ríkisins.
að í sambandi við Tryggingastofnun ríkisins, en ó-
háð henni, skuli starfa tryggingadómstóll, er fjall-
ar um umkvartanir, seni varða ágreining um bóta-
rétt hinna tryggðu og Tryggingastofnunar ríkisins.
Refsiframkvæmd
Framsóknarflokkurinn telur brýna þörf á heildar-
endurskoðun á fangelsismálum þjóðarinnar og fram-
kvæmd refsidóma.
HEILBRIGÐISMÁL OG HEILSUGÆZLA
Flokksþingið telur, að endurskoða verði alla löggjöf
um heilbrigðismálin í þeim tilgangi að skapa meiri
festu og samræmi í framkvæmd og heildaryfirstjóm
heilbrigðismála.
Gera þarf heildaráætlun um byggingu sjúkrahúsa
og sjúkraskýla í landinu og tryggja aukið fjármagn
til þeirra framkvæmda, svo og reksturs þeirra.
Komið verði á samstarfi stjóma sjúkrahúsa í land-
inu, er skipti með þeim verkum og kanni þarfir þjóð-
félagsins fyrir nýjar sjúkradeildir.
Flokksþingið telur afar áríðandi að starfsaðstaða
Landsspítalans verði bætt svo, að þar verði fyrir
hendi starfsskilyrði fyrir sérmenntaða lækna í öllum
þeim sérgreinum læknavísinda, sem starfsgmndvöllur
er fyrir, og ekki er þegar fyrir hendi við sjúkrahús í
landinu. Á það vantar ennþá mikið og er það ein á-
stæðan fyrir langdvölum sérmenntaðra íslenzkra
lækna erlendis, sem þjóðin þarf nauðsynlega á að
halda.
Til þess að bæta læknisþjónustuna í hémðunum
þarf að stefna að því meðal annars að koma upp sem
fullkomnustum lækningamiðstöðvum með velmennt-
uðu starfsliði þar sem henta þykir á stöðum, sem
liggja vel við samgöngum. Vinna þarf að því af alefli
að læknar fáist til að gegna héraðslæknisstörfum og
bæta eftir föngum starfsskilyrði þeirra og möguleika
sjúklinga í strjálbýlinu til að njóta læknishjálpar.
Þingið bendir á, að auka þurfi heilsuverndarstarfs-
lið stórlega, svo að landsmenn eigi kost á góðu heil-
brigðiseftirliti, hvar sem þeir búa í landinu.
Flokksþingið viU, að tekin verði upp greiðsla tann-
læknaþjónustu á vegum sjúkrasamlaganna.
Flokksþingið vill benda sérstaklega á, að ekki er
unnt að bæta úr brýnni þörf dreifbýlisins fyrir lækna-
þjónustu, meðan ekki er starfandi deild til fram-
haldsnáms við Háskóla fslands, sem mennti lækna
til almennra heimilislækninga, en sú grein lækninga
fái þá viðurkenningu sem henni ber sem sérgrein.
Þá telur flokksþingið að stefna beri að þvi í fram-
tíðinni, að komið verði upp hjúkrunarskóla utan
Reykjavíkur við fjórðungssjúkrahús. Ætti það að
tryggja, að hjúkrunarfólk stöðvist frekar í sinni
heimabyggð en verið hefur.
Flokksþingið ályktar að nauðsyn beri til að lyfja-
verzlun öll verði tekin til athugunar, með það fyrir
augum að finna leið tíl aukinnar hagsýni í þessari
grein.
JAFNRÉTTI KYNJANNA:
Framsóknarflokkurinn leggur áherzlu á, að fyllsta
jafnréttis kynjanna í íslenzku þjóðfélagi verði gætt,
jafnframt því sem flokkurinn varar við vanmati á því
mikilvæga hlutverki, sem konan gegnir á heimilinu.
Nútímaþjóðfélagi er nauðsyn að njóta starfskrafta
og hæfileika kvenna í atvinnulífi og öllu þjóðmála-
starfi. En við núverandi þjóðfélagsaðstæður er konum
ekki sköpuð nægileg aðstaða til að nýta hæfileika sína
sem skyldi.
Framsóknarflokkurinn bendir á eftirfarandi svið
þar sem skjótra úrbóta er þörf:
1. Dagheimilis- og barnaheimilismálum verður að
koma í sómasamlegt horf, alls staðar á landinu, og
aðstaða til heimilishjálpar að aukast stóriega, þann
ig að tryggt sé að hjón geti unnið úti og helgað sig
félagsstarfsemi án þess að þurfa að neita sér um
að eiga böm.
2. Tryggingalögin verður að endurskoða með tilliti
til þess, að fyllsta jafréttis kynjanna sé gætt svo
að karlmenn njóti alira sömu réttinda sem konur
nú hafa. Ennfremur að allar konur, hvar sem þær
vinna, öðlist þau mannréttindi að fá þriggja mán-
aða leyfi frá störfum vegna bamsburðar.
3. Launþegar hljóti laun og stöður eftir hæfileikum,
menntun og starfsreynslu, en ekki eftir kynferði.
4. Konur, sem á miðjum aldri vilja leita út í atvinnu-
lífið, eigi kost á endurhæfingarnámskeiðum í þeim
störfum er þær hafa áður lært ttt eða kennslu á
öðram sviðum. Ennfremur að þær eigi kost á starf-
fræðslu á sama hátt og skólafólk.
HÚSNÆÐISMÁL
Framsóknarflokkurinn telur að stöðugt vaxandi
húsnæðiskostnaður sé mjög stór þáttur í sívaxandi
verðbólgu.
Flokkurinn vill hér eftir sem hingað til vinna að
því, að sem flestir geti búið í eigin húsnæði.
Til þess að ná því marki að sem flestir búi í eigin
húsnæði með viðráðanlegum kostnaði, vill flokkurinn
meðal annars beita sér fyrir eftirfarandi leiðum:
að íbúðir verði byggðar af hóflegri stærð og allir
hlutir íbúðanna sem mest staðlaðir og gólfflötur
nýttur sem bezt.
að fjárfestingarsjóðir þeir sem veita lán til íbúða-
bygginga verði efldir til muna frá því sem nú er,
svo þeir geti veitt íbúðakaupendum og ibúðar-
byggjendum lán til allt að 70 ára. Lánin verði allt
að 80% af kostnaði og með lágum vöxtum.
að efla byggingasjóði Húsnæðismálastofnunarinnar
og Búnaðarbankans meðal annars með sölu verð-
bréfa, sem verði að vissu marki frádráttarbær frá
skattskyldum tekjum, það ár, sem þau eru keypt
af byggingarsjóðum. Einnig sé ungu fólki 16—20
ára veittur réttur tU að leggja inn á sérstakar
sparisjóðsbækur hjá byggingarsjóðunum vissar
hámarksupphæðir ár hvert, og verði upphæðin,
sem lögð er inn ár hvert, frádráttarbær á skatt-
skrá, enda sé hún bundin til 10 ára.
Vextir slíks frjáls sparnaðar séu þeir sömu og
útlánsvextir byggingasjóða Húsnæðismálastofnun-
arinnar og Stofnlánadeildar Búnaðarbankaua.
Framsóknarflokkurinn lítur svo á, að það nái engri
átt að hafa fjárfestingalán bundin kaupvísitölu, eins