Tíminn - 29.04.1971, Page 7

Tíminn - 29.04.1971, Page 7
t ra«MTUDAGUR 29. aprfl 1971 TIMINN 7 og nú er. Flokkurinn telur það ósanngjarnt, að lán til ibúðabygginga séu vísitölubundin á meðan önnur fjár- festingarlán eru það ekki. SVEITARSTJÓRNARMÁL Flokksþingið vekur athygli á þeirri óheillaþróun síðustu ára, að útgjöld sveitarfélaganna eru síaukin með margvíslegum ráðstöfunum Alþingis, án þess að tekjustofnum þeirra sé breytt til samræmis við aukn- ar skyldur. Því telur þingið nauðsynlegt að endur- skoða verkefnaskiptingu og skiptingu tekjustofna milli ríkis og sveitarfélaga og að framvegis verði haft náið samstarf við Samband íslenzkra sveitarfélaga um all- ar breytingar í því efni. Þingið telur, að efla beri sjálfsforæði héraðanna og bendir á, að landshlutasamtök sveitarfélaga geti haft miklu hlutverki að gegna á því sviði, ef þau fá til þess hæfilegan stuðning sveitarfélaganna sjálfra og ríkisins. Þingið telur nauðsynlegt, að efla Lánasjóð sveitar- félaga svo að hanji geti gegnt hlutverki sínu sem aö- alstofnlánasjóðuj; sveitarfélaganna, og leggur ennfrem- ur áherzlu á, að sveitarfélögin fái aðgang að rekstrar- lánum á borð við almennan atvinnurekstur í landinu. Þingið telur eðlilegt, að rikissjóður greiði sinn hlut af kostnaði við skóla, sjúkrahús, hafnir og félagsheim- ili jafnóðum og kostnaðurinn fellur á sveitarfélögin, en greiði ella vexti af skuldum sínum við þau. BINDINDISMÁL Flokksþingið bendir á að aukin neyzla áfengis og tóbaks er þjóðinni hættulcg, og því mjög nauðsvnlegt að leggja ríka áherzlu á fræðslu um skaðsemi áfengis og tóbaks, sérstaklega í skólum landsins. Þingið telur nauðsynlegt, að aukin verði aðstoð ríkis og sveitarfélaga við þau félög og samtök, sem vinna að bindindi meðal þjóðarinnar. Ennfremur bendir þingið á sívaxandi hættu af neyzlu ýmiss konar fíknilyfja og telur, að leita verði allra tiltækra ráða til þess að koma í veg fyrir ólögleg- an innflutning og dreifingu þeirra. FÉLAGSHEIMILI Flokksþingið leggur áherzlu á, að félagsheimila- sjóður sé efldur svo að áfallandi byggingarstyrkur til félagsheimila sé greiddur jafnharðan. Þingið telur það eðlilega þróun, að fleiri sveitar- félög sameinist um félagsheimilisbyggingu, bar sem aðstæður leyfa, og telur rétt, að í þeim tilvikum sé þátttaka félagsheimilasjóðs aukin í 50% byggingar- kostnaðar. KIRKJUMÁL Flokksþingið lýsir stuðningi sínum við kirkju lands- ins og telur kristindómsfræðslu nauðsynlegan þátt alls uppeldis. Þingið fagnar vaxandi æskulýðsstarfi kirkjunnar og væntir þess, að það megi enn aukast á komandi árum. Ennfremur lýsir þingið yfir stuðningi sínum við Hjálparstofnun kirkjunnar og uppbyggingu kirkju- legra menntastofnana í Skálholti og Hólum. SAMVINNUMÁL 15. flokksþing Framsóknarmanna minnir á, að rekja má ýmsa s.tærstu sigra ísjepzku þjóðarinnar í atvinnu og menningarmálum til gifturíkrar félagsmálabaráttu samvinnuhreyfingarinnar. Telur þingið, að áframhaldandi sókn til bættra lífs- k.jara hljóti að vera nátengd vexti og viðgangi sam- vinnuhreyfingarinnar við hlið hins frjálsa framtaks. SAMGÖNGUMÁL Flokksþingið ítrekar fyrri samþykktir um það, að góðar samgöngur séu grundvöllur að hvers konar framförum á sviði efnahags- og atvinnumála þjóðar- innar, og að án þeirra verði ekki hægt að halda land- inu öUu í byggð, né nýta auðæfi þess. Flokksþingð leggur áherzlu á, að Framsóknarflokk- urinn vinni að framkvæmd þessa atriðis í stefnuskrá sinni með þessum hætti: Beiti sér fyrir að gerð verði langtímaáætlun, er mið- ist við þörf þjóðarinnar á uppbyggingu samgöngu- kerfisins í heild, þ.e. á landi, lofti og legi, og hvers einstaks þáttar þess. í áætlun þessari skal m.a. miða við það, að landið verði allt byggt og gæði þess nýtt. Samgöngur verði daglegar innan héraðs og héraöa í milli. Gert verði ráð fyrir mjög auknum ferðum útlendinga til landsins, og lengri dvöl þeirra hér en verið hefur. Skal því taka inn í þessa áætlun þjónustu við ferðafólkið, það er upp- byggingu og rekstur veitingastaða og þjónustu við ferðamenn á einstökum heimilum. Rík áherzla sé á það lögð, að hagnýta aukna ferða- mannaþjónustu til að eíla landsbyggðina og búsetu þar. Leggja skal áherzlu á öryggi í samgöngukexfinu. Nauðsyn ber til að taka upp að nýju farþegaflutn- inga á sjó, kringum landið. í þætti þeim, er snýr að samgöngum á landi, skal móta ákveðna stefnu um framkvæmdastig í varan- legri vegagerð, jafnframt því sem bætt verði úr verstu annmörkum vegakerfisins til þess að tryggja vetrar- samgöngur til sem flestra byggðai'laga. í flugsamgöngum skal miða áætlun við skipulega gerð flugvalla og aukið öi'yggi í flugsamgöngum. Þyrl- ur vei'ði tiltækar til sjúkraflugs unx land allt. Fjái'hagslegur gi-undvöllur samgöngukei'fisins skal hvíla fyrst og fremst á tekjum af umferðinni og lán- tökum til að hraða framkvæmdum, er tengdar séu þessum tekjustofni, cnda gangi hann óskiptur til sam- göngukei'fisins. Þó séu þjónustusanxgöngur með ströndum fram og franxkvæixxdir vegná flugmála fjár- magnaðar með ríkisfé, er aflað sé nxeð öðrunx tekju- stofnunx. Við áætlunai'gerð þessa skal leita álits og saixislai-fs hjá aðilum, er að samgöngu- og ferðamálum vinna. Áætlunargerðin sé unnin að frumkvæði ríkisins og á kostnað þess. PÓST- OG SÍMAMÁL. Flokksþingið telur nauðsyn bera til að endurskoð- un fari franx á póst- og símaþjónustu í landinu, m.a. verði gjaldski’án'eglum landsímans breytt þannig að símtöl innan hvers svæðis vei'ði ekki reiknuð sérstak- lega eins og nú er — heldur gildi sömu reglur á hverju svæði eins og gildir í Reykjavík og Hafnar- fix'ði. Fjölgað verði símarásum og sjálfvirka símakerfið konxist á sem fyrst út um allt landið. H í: ! H s " % .,4: -Wmi ife,. \ 5 '1, : :lH “PHv- ■ 'jíii- l'' i!®6 J.&Í; yáijp TO:::- lllj-jiiáil'.'jj) pi .: :: hmmi • :!:S :-:i I r'J

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.