Tíminn - 16.05.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.05.1971, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR 16. maí 1971 Er ekki komið nóg af gengisfellingum? Einstakt met Hér á síðunni er birtur saman- burður á verðlagi vara og þjón ustu annarsvegar og hinsvegar í tímakaupi verkamanna 1. nóv ember 1958 og 1. nóvember 1970. Tölurnar um verðlagið eru byggðar á yfirliti Hagstofunnar, en hún birtir ítarlegt yfirlit um verðlag i .byrjun nóvember ár hvert. Tölumar um tímakaup Dagsbrúnar eru fengnar á skrif stofu félagsins. Hinn 1. nóvem ber 1958 er miðað við II. launa flokk Dagsbrúnar, sem þá var fjölmennasti flokkurinn í félag inu, en 1. nóvember 1970 er miðað við III. launaflokk, sem er fjölmennasti flokkurinn í fé- iaginu eftir kaupsamningana á síðastl. sumri. Að sjálfsögðu er miðað við dagvinnu í bæði skipt in. Tölur þessar leiða ótvírætt í ljós, að kaupmáttur tímakaups verkamanna hefur rýrnað veru lega á þessum tíma, þegar miðað er við verðlag helztu lífsnauð synja og þjónustuliða. ísland er áreiðanlega eina land Evrópu, þar sem sú öfugþróun hefur orð ið á þessu tólf ára tímabili, að kaupmáttur tímakaupsins hefur rýrnað. Annars staðar hefur hann aukizt á þessum tíma, víð^ um 30--40%, -i..,.t Hér er um alveg einstakt ís lenzkt met að ræða og er því ekki úr vegi að athuga nokkuð nánar orsakir þess. Hagstætt árferði Einhverjir kunna að vilja leita þeirra skýringa á þessu einstæða fyrirbæri, að yfir fsland hafi á þessum árum dunið sérstök ó- höpp af völdum aflabrests, mark- aðshruns eða stórfelds verðfalls erlendis. Sú skýring stenzt þó ekki, þegar blaðað er í hagskýrsl um, en þær leiða í ljós, að hér er um að ræða hagstæðasta tíma bilið í sögu þjóðarinnar á þess- ari öld, þegar miðað er við afla brögð og verzlunarárferði út á við. Flest árin eru metár. Tvö lökustu árin geta ekki talizt lak ari en meðalár, t. d. þegar mið- að er við áratuginn 1950—59. Aflabrögð og verzlunarárferði hefðu sannarlega átt að geta tryggt, að kaupmáttur tima- kaups verkafólks ykizt ekki síð ur hér en annars staðar á árun- um 1969—70. Rýrnunin, sem hef- ur orðið á kaupmætti tímakaups ins, verður þannig ekki skýrð með því, að hér hafi verið ó- hagstætt árferði eða aflabrest- ur. Óheillastefna Það, sem veldur því óvenjulega fyrirbæri, að kaupmáttur tíma kaups minnkar á áratug batn andi árferðis, er framar öllu öðru röng efnahagsstefna. ísland er eina Evrópuríkið, þar sem gengisfellingum hefur verið beitt sem aðalhagstjórnartækinu á þessu tímabili. í kjölfar hinna stórfelldu gengisfellinga hefur fylgt tilsvarandi dýrtíð. öll rlki, sem keppa að heil- brigðri fjármálastjórn, reyna að hafa gjaldmiðilinn sem stöðug astan. Ef þau neyðast til geng isfellingar, reyna þau að hafa hana sem minnsta. Þetta kemur glöggt í ljós, ef litið er til reynslu annarra Evrópuþjóða á áratugnum 1960—69. Nokkrar þjóðir þar hafa fellt gengið á þessum áratug, en ekki nema einu sinni og þá mjög takmark að, t. d. Bretar um 14%, Frakk ar um 11,2% og Danir um 8%. ísland hefur farið allt aðra leið í þessum efnum á undanföm um 12 árum. Hér hefur gengið verið fellt ekki sjaldnar en fjór um sinnum á síðasta áratug. Fyrst 1960 um 34% (miðað við gengisskráningu, að viðbættum þáv. yfirfærslugjöldum), næst 1961 um 11,2%, þá 1967 um 24,6% og loks 1968 um 32,2%. Það er þessi dæmalausa fell- ing á krónunni, sem hefur ver ið óhamingja íslands í efnahags málum á áratugnum 1960—69. Það er hún, sem veldur því, hve illa góðærið hefur nýtzt þjóðinni. Það er hún, sem hefur valdið dýrtíðarflóðinu, er gert hefur allar kauphækkanir að engu. Vegna þessarar óheillastefnu er Island eina land Evrópu, þar sem kaupmáttur tímakaups verka fólks er minni í dag en fyrir 12 árum, þegar miðað er við brýnustu lífsnauðsynjar. Met í verkföllum Umrædd kjararýrnun er ein af mörgum ömurtegum afleiðing um þessarar . óheillastefnu. Ein afleiðingin er sú, að hér hafa orðið meiri verkföll en í nokkru öðru landi heims á þessu tíma- bili. Sænskt blað, „Dagens Ny- heter“ lét reikna það út í vet- ur, hve margir verkfallsdagar hefðu komið á 1000 íbúa í hinum ýmsu löndum á áratugnum 1960 —69. Útreikninga þessa byggði blaðið á skýrslum Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar. Niðurstað- an varð sú, að ísland hafði lang- flesta verkfallsdaga, eða 1556. Næst kom Ítalía með 694 verk- fallsdaga. Þessi miklu verkföll stöfuðu ekki af því að verkalýðsfélögin vora að berjast fyrir óbilgjöm- um kaupkröfum. Öll barátta þeirra var varnarbarátta, sem beindist að því að kjörin rým- uðu ekki, heldur stæðu a.m.k. í stað. Það hefur því miður ekki tekizt, eins og framangreindar tölur sýna. Til þess að koma i veg fyrir enn frekari rýmun tímakaupsins, hafa íslenzk verka lýðssamtök orðið að heyja meiri verkföll á þessum tíma en ann- ars staðar eru dæmi um í heim- inum. Þetta hefur verið ein af- leiðing dýrtíðarinnar, sem geng- isfellingarstefnan hefur skapað. Hrollvekjan Því virðist hins vegar fara f jarri, að forvígismenn stjómarflokk- anna séu orðnir þreyttir á þess- um leik. Það var fyrirsjáanlegt á síðasta hausti, að óhjákvæmi- legt var að grípa þá þegar til róttækra efnahagsaðgerða. í stað þess að snúast þá strax við þeim vanda. ákváðu stjórnarflokkarn- ir að fresta öllum aðgerðum fram yfir kosningar. Gripið var til málamyndaverðstöðvunar, eins og fyrir kosningarnar 1967. og reynt að nota hana til að telja fólki trú um, að mestur vandinn .ié leystur. Sannleikur- inn er hins vegar sá, að vanda- málin hrannast upp meðan þessi Nokkrar „viðreisnar“-töBur NÝLENDUVÖRUR: 1. nóv. 1. nóv. Hækkun 1958 1970 % Kaffi (kg.) kr. 42,00 kr. 190,00 352 Molasykur (kg.) — 6,67 — 26,90 303 Strásykur (kg.) — 4,60 — 20,36 343 Hveiti (kg.) — 3,53 — 26,18 642 Haframjöl (kg.) — 3,72 — 38,20 927 Hrísgrjón (kg.) — 5,86 — 53,79 818 Rúgbr. (1,5 kg.) — 5,50 — 26,00 373 INNLENDAR VÖRUR: 1. nóv. 1. nóv. Hækkun 1958 1970 % Nýmjólk (1.) kr. 4,23 kr. 15,30 262 Smjör (kg.) — 55,00 — 199,00 262 Rjómi (1.) — 37,70 — 120,00 218 Súpukjöt (kg.) — 29,50 — 150,20 409 Saltkjöt (kg.) — 30,35 — 163,20 438 Hangikjöt (kg.) 43,40 -■*•'■* — 201,10 363 Egg (kg,) — 34,40 — 157,70 3Í>8 Ýsa (kg.) — 4,90 — 31,00 532 Saltfiskur (kg.) — 9,00 — 55,00 511 Fiskfars (kg.) — 12,00 — 70,00 483 ÞJÓNUSTA: Heitt vatn frá Hitav. Rvíkur ms kr CO n On o kr. 16,10 347 Rafmagn í Rvík, heimilistaxti kvst. — 0,62 — 2,31 273 Olía til húsah. (1.) — 1,08 — 4,39 306 Benzín (1.) — 2,29 — 13,30 481 Strætisvagnaf. í Rvík, afsláttarmiði — 1,25 — 7,69 515 Fargjald með sérleyfis- bíl Rvík—Selfoss — 30,00 —120,00 300 Sjúkrasamlagsgj. einst. í Rvík (mán.gjald) — 45,00 — 335,00 644 Símtal í fastagj. í Reykjavík — 0,51 — 1,90 273 Bíómiði — 16,00 — 90,00 462 Þjóðleikhúsmiði — 50,00 — 290,00 480 Vísitala bygg- ingarkostnaaðr HÚSNÆÐI: 134 stig TÍMAKAUP: Tímakaup Dags- brúnarmanna kr. 22,31 524 stig 291 kr. 85,38 283 Síðan 1. nóv. 1970 hafa orðið ýmsar verðbreytingar. — Verð á ýmsum landbúnaðarvörum hefur heldur lækkað, vegna aukinna niðurborgana. Hins vegar hefur fiskverð stórhækkað, benzínverð hefur hækkað og sjúkrasamlags- gjaldið hækkað. í heild hefur verðlagsþróunin verið laun- þegum aðeins í óhag, en kaupið hefur haldizt óbreytt. ÓLAFUR BJÖRNSSON — stjórnarblöðin reyna efHr megnl aS gera sem mlnnst úr varnaSar. orðum hans. biðtími stendur. Færasti hag- fræðingur stjómarflokkanna, Ól- afur Bjömsson, prófessor, hefur lýst því ástandi, sem muni blasa við 1. september, þegar verð- stöðvuninni lýkur, við hreina hrollvekju. Það er áreiðanlega ekki ofmælt. Á sagan að endurtaka sig? En foringjar stjórnarflokkanna hafa ekki lært af reynslunni. Þeir hafa ekki lært eins og Ólafur Björnsson, sem segir nú, að geng- islækkunarleiðin hafi runnið sitt skeið á enda og ekki megi fara þá leið einu sinni enn. Þvert á móti er Gylfi Þ. Gíslason enn einu sinni farinn að hrópa á rétta gengisskráningu, og alkunn ugt er, hvað hann á þá við: Nýja gengisfellingu. Morgunblað ið, Vísir og Alþýðublaðið syngja í einum kór, að hin hagstæða afkoma síðastl. árs, sem stafaði af góðum aflabrögðum og verð- hækkunum erlendis, sé að þakka gengisfellingunum 1967 og 1968! Af því má vel draga ályktun um úrræðið, sem þessi málgögn vilja grípa til enn einu sinni, þegar líður að haustdögum. Það er ný gengisfelling með tilheyr- andi dýrtíð og verkföllum. Vilja kjósendur láta þessa sögu endurtaka sig? Hafa þeir ekki fengið nóg af gengisfelling- um, dýrtíðarflóðj og verkföllum á undangengnum áratug? Er ekki komipn tímj til að reyna nýjar leiðir? Er ekki kominn tími til að hafna gengisfellingar- stefnunni, eins og Ólafur Björns son gerir. og snúa sér í staðinn að því að hafa samráð við stétt- arsamtökin og framkvæma í sam ráði við þau raunhæfa heildar- úttekt á öllum atvinnurekstrin- um í landinu. mp® hað fyrir aug- um að bæta aðstöðu hans eftir öðrum leiðum en skertum kiör- um launafólks? Þetta eru veiga- mestu spurningar. sem kjósend- ur þurfa að svara 13. júní, jafn- framt því sem þeir þurfa að marka stefnuna í landhelgismál- inu. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.