Tíminn - 16.05.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.05.1971, Blaðsíða 9
88WNUDAGUR 16. maí 1971 v—------------------ TIMINN fið m Er þetta það, sem koma skal? Það er samdóma álit manna, sem horfðu á landsleik Islend- inga og Frakka sl. miðvikudags- kvöld, að sá leikur sé einhver sá lélegasti og leiðinlegasti, sem sézt hefur á Laugardalsvellinum um langt skeið. Margt hjálpað- ist að, til að gera þennan leik leiðinlegan, en einkum það, að íslenzka liðinu var fyrirlagt að leika vamarleik, sem gerði það að verkum, að enginn broddur var í sókninni. Leikaðferð af þessu tagi er ekki gæfuleg, þegar leikið er á heimavelli. En annað mál er það, að oft þarf að grípa til slíkrar leikaðferðar, þegar leik- ið er að heiman. Alls staðar tíðkast hins vegar að leika sókn- arleik á heimavelli, enda á heimaliðið að njóta þess að leika við aðstæður, sem það þekkir betur en andstæðingaliðið, auk þess, sem áhorfendur örva heimaliðið til dáða. Nú skyldi maður halda, að þessi leikaðferð hafi verjð fyr- irlögð í .fljótfæmi og stjórnend- nr landsliðsins áttað sig á mis- tökunum eftir leikinn. En það er öðru nær. I blaðaviðtali eftir leikinn sagði Ríkarður Jónsson: „Liðið lék varnartaktik og það er sterkari hlið leiksins hjá íslenzka landsliðinu í dag. Og meðan ég fæ að ráða læt ég landsliðið halda áfram að leika sterkan varnarleik — það verð- ur kannski ekki skemmtilegur leikur, en við vcrðum að bíða og una úrslitum, þó að leikur- inn sé leiðinlegur. Það er til- gangslaust að ætla sér að fara að leika einhvem sóknarlcik eins og málum er háttað.“ Þá vita menn það. En ekki virðist landsliðsþjálfarinn hafa mikla trú á íslenzkum knatt- spyrnumönnum, ef íslenzk knatt spyrna á einvörðungu að byggj- ast á varnarleik ,,til áð koma í veg fyrir, að íslenzka liðið fái á sig einhverja markasúpu", eins og Ríkarður kemst að orði síðar í þessu sama viðtali. Er íslenzk knattspyrna þá virkilega á svona lágu plani, eft- ir tveggja ára endurreisnarstarf, sem farið hefur fram með meiri gauragangi og brambolti en áð- ur hefur þekkzt? Fjárhagslegt tap á landsleiknum Hætt er við, að íslenzkir knatt spyrnuáhorfendur láti ekki bjóða sér aftur upp á trakter- ingar á borð við þær, sem látnar voru í té í síðasta. landsleik. A- horfendur vórú á sjöuijda þús- und talsins. að íéiknum á mið- vikudaginn'— og verða efíaust færri næst, nema breytt verði um stefnu. Það er ofur skiljan- legt, að fólk nenni ekki að horfa á lið leika varnarleik á heima- velli, enda sást ekki einn einasti maður fara heim af vellinum með bros á vör. En þrátt fyrir, að 6—7 þús- und kæmu til að horfa á lands- leik íslands og Frakklands, eru allar líkur á því, að um fjár- hagslegt tap verði að ræða á leiknum. Hcfur verið rætt um 200 þúsund krónur í því sam- bandi, en það er eflaust of há tala. Sennilegra má telja, að tap ið nemi 100 þúsund krónum. Þannig verður Knattspyrnu- samband Islands eini aðilinn, sem tapar á þessari landsleikja- heimsókn. Flugfélögin hagnast á því að flytja knattspymumenn ina milli landa, hótelin á því að hýsa þá — og Reykvíkurborg á því að leigja völlinn. En sá aðili, sem stendur fyrir heim- sókninni og ber hita og þunga dagsins, KSÍ, tapar. Finnst fólki þetta sanngjarnt? Til fróðleiks skal það upplýst, að tap KSÍ hefði orðið 70—80 þúsund krónum minna, hefði borgarstjóm samþykkt á sínum tíma tillögu þess efnis, að vall- arleigan yrði lækkuð úr 20% í 11%. En um það þýðir víst ekki að tala, því að málið hefur tví- vegis verið lagt í salt. Auka verður lög- gæzluna Sá leiðindaatburður gerðist eftir leikinn á miðvikudag, að- börn og unglingar réðust inn á Laugardalsvöllinn og gerðu að- súg að dómara leiksins. Sá, sem þetta ritar, man ekki til þess, að aðsúgur hafi verið gerður að erlendum dómira eftir leik hér á landi fyrr. Má búast við, að þessi atburður dragi dilk á eftir sér, því að dómarinn mun ef- laust kæra atburðinn fyrir al- þ j óðaknattspymusambandinu. Ljóst er, að auka verður lög- á Laugardalsvellinum til mnna. Og Iögreglan á ekki að hika við að taka úr umferð ólátaseggi, sem vaða um og kasta auri og sandi yfir starfs- menn leikja. — alL Gubjdn Stybkársson nÆSTAKtTTAHÖCMADU* MnrwtsntAm 6 slm mu x 2 - 1 x 2 (18. leikvtka — leikir 8. og 9. maí 1971) Úrslitaröðin: 120 — xxl — 12x — 2x1 1. vinningun 10 réttlr — kr. 212.500,00 nr. 24051 (Hafnarijörður) nr. . vinningur: 9 réttir — kr. 3.800,00 3960 nf. 26728 nr. 41858 8227 — 27073 — 42763* 11051 — 27254 — 43438 14005 — 34771 _ 45054 14705* — 35320 _ 47860 16450 — 35893 _ 48357 16950 — 37519 _ 48959* 25649 — 41814 * Nafnlaus _ 51286 Kærufrestur er til 31. maí. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinn- ingar fyrir 18. leikviku verða póstlagðar eftir 1. júní. Handhafar nafnlausra seðla verða að fram- vísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýs- ingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiSstöðin — REYKJAVÍK — GARD L c í c il! n L_J LYMGBY M ' A A L FULD GARANTI Úrvals garðáhöld Handsláttuvélar Grasklippur Trjáklippur Garðhrífur, þétttinda Heyhrífur Heykvíslar Stungukvíslar Strákústar Garðslöngur Hjólbörur Heyskerar Hakar Járnkarlar \ itíW\ Samband ísl. samvinnufélaga WINNFLUTNINGSDEILD ! J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.