Tíminn - 16.05.1971, Blaðsíða 1
Framboðslisti Framsóknar-
L Jón Skaftason, f. 25. nóvem-
ber 1926 á Akureyri. Poreldrar:
Skaftt Stefánsson útgerðarm. á
Siglufirði og Helga Jónsdóttlr.
Stúdent frá M.A. 1947. Laufe lög-
fræðiprófi frá Háskóla ísiands
VOTið 1951. Starfaði í Fjármála-
ráðuneytinu frá 1952—1961.
Kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs
1958—1962 og á Alþingi 1959
sem 4 þm. Beyfejaneskjördæmis,
en er nú 2. þm. kjördæmisins.
Jón er kvæntur Hólmfríði Gests-
dóttur frá Seyðisfirði og eiga
þau 4 böm. Búsettur í Kópavogi
frá 1955.
2. Bjöm Sveinbjörnsson er fædd
ur 1. september 1919 að Heggs-
stöðum í Borgarfjarðarsýslu.
Hann tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum í Reykjavik
1939. Cand. juris frá Háskóla
fslands 1945. Fulltrúi bæjar-
fógetans í Hafnarfirði og sýslu-
mannsins í Gulbringu- og Kjós-
arsýslu, annaðist lögreglustjórn
á Keflavíkurflugvelll í umboði
sýslumanns 'árin 1946 til 1950.
Settur bæjarfógeti í Hafnarfirði
og sýslumaður í Gullbringu- og
Kjósarsýslu 1956 til 1966. Hefur
síðan rekið málflutningsskrif-
stofu í Reyfejavífe. Kona bans er
Rósa Loftsdótttr úr Beykjavík.
3. Hilmar Pétursson, f. 11. sept.
1926 á Ingveldarstööum, Skarðs-
hreppi, Skagafjarðarsýslu. For-
eldrar Pétur Lárusson, húsvörð-
ur í Keflavík og Krlstín Dani-
valsdóttir. Próf frá Héraðsskól-
anum Laugarvatni 1944 og frá
Samvinnuskólanum 1947. Skrlf-
stofumaður hjá Keflavíkurbæ
1948—53 og bæjargjaldkeri þar
frá 1953—1956. Skattstjóri í
Keflavík 1956—62. Endurskoð-
andi Kaupfélags Suðurnesja frá
1957. Bæjaríulltrúi frá 1966.
Rekur nú ásamt öðrum bókhalds
skrifstofu í Keflavík.
4. Teitur Guðmundsson. Fæddur
3. ágúst 1922 í Reykjavík. Gagn-
fræðingur 1938. Loftskeytaskóla
próf 1941. Loftskeytamaður 1941
—1945. Bóndi á Móum á Kjal-
arnesi 1945 og síðar. Oddvlti
Kjalarneshrepps 1958—1966.
Tekið þátt í félagsstörfum í
heimasveit. Formaður stjórnar
Kf. Kjalamesþings. Kvæntur
Unni Andrésdóttur, Reykjavík.
5. Jóhanna Óskarsdóttir, húsfrú,
Suðurgötu 27 í Sandgerðl, er
fædd 26. júlí 1931 í Neskaup-
stað. Fluttist til Sandgerðis í
ársbyrjun 1959, ásamt manni
sínum Víði Sveinssyni skipstjóra.
Hann er látinn fyrir 3 árum.
Jóhanna er gagnfræðingur. Hún
er fjögra barna móðir. Jóhanna
hefur sinnt ýmsum félagsstörf-
um í helmabyggð sinni, enda
mjög áhugasöm á því sviði.
6. Jóhann H. Níelsson, héraðs-
dómslögmaður, fæddur 1. júlí
1931. Fulltrúi yfirsakadómarans
í Reykjavik 1960—1966. Fram-
kvæmdastjóri Hjartaverndar
1966 og síðan. Kona hans er Þór-
dís Gústafsdótttr úr Reykjavík.
7. Halldór Einarsson, fæddur 2.
júlí 1927 á Víðilæk í Skriðdal.
Nám í Héraðsskólanum á Laug-
arvatni 1946, íþróttakennara-
skóla íslands 1947 og Handíða-
og myndlistarskólanum 1951.
Lögregluþjónn í Reykjavík 1948
—’65, þar af 1 ár hjá Sameinuðu
þjóðunum 1963—’64. Hjá Sam-
vinnutryggingum í áhættudeild
1965 og síðan. Kvæntur Sigrúnu
Stefánsdóttur, frá Minni-Borg,
Grímsnesi.
8. Sigurður Haraldsson, fram-
reiðslumaður, Unnarbraut 17,
Seltjarnarnesi, fæddur 10. febr.
1944 á Akureyri. Lauk landsprófi
frá Gagnfræðaskóla Akureyrar
1960. Lauk prófi í framreiðslu
1964. Sigurður hefur starfað að
iðn sinni síðan og vinnur nú í
Óðali við Austurvöll í Reykjavík.
Var í stjórn FUF í Reykjavík, er
nú formaður Framsóknarfélags
Seltirninga. Slgurður er kvænt-
ur Hönnu B. Jónsdóttur.
9. Bogi G. Hallgrímsson, fæddur
16. nóvember 1925 að Stóra-
Grindli, Fljótum, Skagafirði.
Lauk prófl úr íþróttakennara-
skólanum 1947 og Handíða- og
myndlistarskólanum 1950. Kenn
ari við Barnaskólann á Fá-
skrúðsfirði 1950—1951, síðan
lengst af kennt við Barna- og
unglingaskóla Grindavíkur. Hef-
ur átt sæti í hreppsnefnd
Grindavíkur 1966 og síðar.
Kvæntur Helgu Helgadóttur frá
Stafholti, Grindavík.
10. Valtýr Guðjónsson, útibús- ,
stjóri í Keflavík, fæddur 8. maí
1910 í Lækjarbug í Mýrasýslu.
Nám í Hvítárbakkaskóla og
Kennaraskóla íslands 1931.
Kennari í Keflavík 1931—1944,
síðan skrifstofustjóri Rafveitu
Keflavíkur til 1954. Bæjarstjóri
í Keflavík 1954—1958, forstjóri
Dráttarbrautar Keflavíkur 1959
—1964, útibússtjóri Samvinnu-
bankans 1965 og síðan. í bæjar-
stjórn síðan 1946, forsetl bæjar-
stjómar 1950—1954, varaþing-
maður síðan 1959. Kvæntur
Elínu Þorkelsdóttur.