Tíminn - 16.05.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.05.1971, Blaðsíða 3
TIMINN OPIÐ BRÉF TIL MENNTAMÁLARÁÐHERRA SUNNUDAGUR 1G. maí 1971 „STARF fyrirlesara í ís- lenzkum nútímabókmenntum við heimspekideild Háskóla ís- lands. jEáðgert er aS ráða fyrirles- ara í íslenzkum nútímabók- menntum að heimspekideild Háskóla fslands um eins árs íkeið frá 15. júní 1971 að telja, »g er starfið ætlað rithöfundi eða bókmenntafræðingi. Fyrirhugað er, að laun fyrir starfið verði greidd samkv=emt launaflokki prófessora. Starf þetta er hér með aug- lýst laust til umsóknar, og skulu umsóknir hafa borizt menntamálaráðuneytinu eigi síðar en 31. maí næstkomandi. Umsókn skulu fylgja ýtarleg ar upplýsingar um náms- og starfsferil umsækjanda, rit- smíðar og fræðistörf. Mentamálaráðuneytið, 29. april 1971.“ Vegna ofangreindrar auglýs- fegar, er birtist í dagblöðum 6. maí 1971, vilja stjómir Mímis, fiSlags stúdenta í íslenzkum fræðum, og Félags stúdenta í heimspekideild gera eftirfar- andi athugasemdir: 1. í auglýsingunni er talað um „fyrirlesara", en í lögum um Háskóla íslands er það starfsheiti ekki til. Hins vegar skal bent á, að við ýmsa er- lenda háskóla eru starfandi gistiprófessorar, og þar eð „fyrirlesara“ eru ætluð pró- fessorslaun, liggur beinast við að líta á hann sem gistipró- fessor. 2. Stjómirnar telja ekki ástæðu til að einskorða starfs- svið „fyrirlesara“ við íslenzk- ar nútímabókmenntir. Æski- legast væri að láta fyrirlesara- starf þetta ná til fleiri greina, sem kenndar eru við heim- spekideild, en bókmennta, t. d. málvísinda eða sagnfræði, en komi þar einungis bókmenntir til greina, sé „fyrirlesara" heimilt að halda fyrirlestra um hvert það svið íslenzkra eða erlendra bókmennta, er hæfni hans og áhugi, sem og óskir heimspekideildar, segja til um. 3. Þá líta stjórnirnar svo á, að óeðlilegt sé að binda ráðn- ingartímann við eitt ár, held- ur fari hann eftir efni því, sem ,,fyrirlesari“ hverju sinni hef- ur fram að færa. 4. f bréfi menntamálaráðu- / neytis, dagsettu 11. marz síð- astliðinn, til heimspekideildar, er gert ráð fyrir, að dæmt sé um hæfi umsækjenda um þetta starf af nefnd, skipaðri þremur fulltrúum, þ. e. einum frá Rithöfundasambandi ís- lands, öðrum frá menntamála- ráðuneyti og þriðja frá heim- spekideild. Stjórnirnar telja fráleitt, að Rithöfundasamband Islands meti hæfi umsækj- enda um þetta fyrirlesarastarf við Háskóla íslands, þar eð Rithöfundasamband íslands er hagsmunasamtök rithöfunda og félagar nefndra hagsmuna- samtaka koma til greina sem umsækjendur. Telja stjórnirn- ar réttast, að Háskóli íslands dæmi sjálfur um hæfi starfs- krafta sinna. 5. Auk þess vilja stjórnirnar benda á, að umsóknarfrestur 15 um téð starf er það stuttur, að fræðimönnum og rithöfund- um erlendis, íslenzkum jafnt sem erlendum, gefst vart kost- ur á að sækja uro starfib. 6. Þá telja stjórnirnar mjög ámælisvert af menntamála- ráðuneyti að hafa að engu haft tillögur heimspekideildar um nefnt starf. A' lokum vilja stjórnirnar geta þetes, i.ð athugasemdir þessar ber ekki að skoða sem gagnrýni í margrætt starf sem slíkt, heldur sem gagnrýni á óeðlilega tilhögun við ráðningu í það. Reykjavík, 12. maí 1971. Fh. stjórnar Mímis, félags stúdenta í íslenzkum fræðum, Þórður Helgason. F.h. stjórnar Félags stúdenta í heimspekideild, Fríða Á. Sigurðardóttir. Alþingiskosningar 13. júní 1971 ‘F-listi — Listi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1. Magnús Torfi Ólafsson, verzlunarmaður, Safamýri 46 2. Bjami Guðnason, prófessor, Heiðargerði 46 3. Inga Bima Jónsdóttir, kennari, Austurbr. 4 4. Guðmundur Bergsson, sjómaður, Búðargerði 8 5. Einar Hannesson, fulltrúi, Akurgerði 37 6. Jóhannes Halldórsson, járnsmiður, Klapparstíg 9 A 7. Rannveig Jónsdótir, húsfreyja, Ránarg. 22 8. Kristján Jóhannsson, verkamaður, Laugarnesvegi 90 9. Pétur Kristinsson, skrifstofumaður, Barmahlíð 2 10. Ámi Markússon, járnsmiður, Skriðustekk 21 11. Einar Benediktsson, lyfjafræðingur, Ljósheimum 16 A 12. Svala Jónsdóttir, hjúkrunarkona, Baróns- stíg 24 13. Jón Otti Jónsson, prkntari, Vesturgötu 36 A 14. Kjartan H. Ásmundsson, kjötiðnaðarmaður, Háaleitisbraut 149 J5. Ásmundur Garðarsson, tækninemi, Langholtsvegi 90 16. Gunnar Egilson, hljóðfæraleikari, Bárug. 7 17. Sæmundur B. Elímundarson, sjúkraliði, Drápuhlíð 1 18. Unnur Jónsdóttir, iðnverkakona, Tómasarhaga 37 19. Sigurður Elíasson, kennari, Sólheimum 23 20. Fríða Á. Sigurðardóttir, háskólanemi, Rofabæ 45 21. Eggert H. Kristjánsson, yfirpóstafgr.m., Hverfisgötu 73 22. Ólafur Ragnarsson, héraðsdómslögmaður, Hraunbæ 182 23. Sigurður Guðnason, fyrrv. form. Dagsbrún- ar, Hringbraut 88 24. Guðrún Eggertsdóttir, nemi, Flókagötu 57 G-listi.-r-TT Listi Alþýðubandalagsins 1. Magnús Kjartansson, ritstjóri, Háteigsvegi 42 2. Eðvarð Sigurðsson, alþingismaður, Litlu- Brekku við Þormóðsstaðaveg 3. Svava Jakobsdóttir, rithöf., Hraunbæ 88 4. Jón Snorri Þorleifsson, húsasm., Hraunbæ 31 5. Sigurður Magnúson, rafvélav., Kleppsvegi 30 6. Margrét Guðnadóttir, prófessor, Rofabæ 29 7. Ingólfur Ingólfsson, vélstjóri, Safamýri 13 8. Þómnn Klemenzdóttir Thors, hagfræðinemi, Hjallavegi 1 9. Stefán Briem, eðlisfræðingur, Víðimel 52 10. Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur, Laugateig 54 11. Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir, rafmagns- verkfræðingur, Eskihlíð 16 12. Páll Bergþórsson, veðurfr., Skaftahlíð 8 13. Ida Ingólfsdóttir, fóstra, Steinahlíð við Suðurlandsbraut 14. Sverrir Hólmarsson, menntaskólakennari, Skaftahlíð 22 15. Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi, Dragavegi 7 16. Sigurjón Rist, vatnamælingam. Skriðustekk 4 17. Ragnhildur Helgadóttir, skólabókavörður, Álftamýri 14 \ 18. Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, Langholtsvegi 138 19. Silja Aðalsteinsdóttir, stud. mag., Laugavegi 28 B 20. Kristinn Gíslason, kennari, Hofteigi 52 21. Birgitta Guðmundsdóttir, afgreiðslustúlka, Kleppsvegi 30 22. Þórarinn Guðnason, læknir, Sjafnargötu 11 23. Dr. Jakob Benediktsson, ritstjóri, Stigahlíð 2 24. Einar Olgeirsson, fyrrverandi alþingismaður, Hrefnugötu 2 O-listi — Listi Framboðsflokksins 1. Sigurður Jóhannsson, þjóðlagasöngvari, Eskihlíð 8 A 2. Eiríkur Brynjólfsson, kennari, Óðinsgötu 17 3. Ásta R. Jóhannesdóttir, plötusnúður, Laugarásvegi 43 4. Guðrún Þorbjarnardóttir, stud. phil., Tómasarhaga 46 5. Gísli Pálsson, kennari, Skaftahlíð 15 6. Helgi Torfason, fyrrverandi skrifstofustjóri, Melhaga 4 7. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, nemi, Skólabraut 17, Seltjamamesi 8. Andrés Sigurðsson, erindreki, Einarsnesi 28 9. Gísli Jónsson, nemi, Úthlíð 5 10. Páll M. Stefánsson, læknanemi, Mávahlíð 23 11. Eyjólfur Reynisson, tannlæknanemi, Víðihvammi 1, Hafnarfirði 12. Haukur Ólafsson, þjóðfélagsfræðinemi, Hofteigi 28 13. Sigríður Jónsdóttir, þjóðfélagsfræðinemi, Hvassaleiti 73 14. Magnús Böðvarsson, læknanemi, Háteigsv. 54 15. Þröstur Haraldsson, aðst.m., Hjaltabakka 12 16. Baldur Kristjánsson, nemandi,’Eikjuvogi 4 17. Gísli Geir Jónsson, stud. polyt., Kleppsv. 2 18. Kristján Árnason, nemi, Blönduhlíð 33 19. Pétur Guðgeirsson .tjargari, Ásvallagötu 26 20. Karólína Stefánsdóttir, nemi, Auðbrekku, Hörgárdal, Eyjafirði 21. Benedikt Svavarsson, vélstjóranemi, Leir- höfn, Norður-Þingeyjarsýslu 22. Stefán Carlsson, nemi, Breiðagerði 6 23. Stefán Halldórsson, nemi, Kleppsvegi 44 24. Pétur Jónasson, læknanemi, Amtmannsstíg 5 í yfirkjörstjórn Reykjavíkur, 13. maf 1971. Páll Líndal, Eyjólfur Jónsson, Hafsteinn Baldvlnsson, Jón A. Ólafsson, Sigurður Baldursson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.