Tíminn - 16.05.1971, Qupperneq 8
20
TIMINN
SUNNUDAGUR 1G. maí 1971
35
né holdur sendi á eítir honum
skot.
Á básunum voru hvorki kýr ne
hestar. Annað hvort átti Lem
Fassler enga gripi eða þá að þeir
vora allir úti í haga. Heyloft var
uppi yfir gripahúsinu, og rétt við
dymar var stigi upp að stóru opi,
en það var einmitt leiðin upp á
loftið.
Jim stóð algerlega hreyfingar-
laus nokkra stund og hlustaði í
ofvæni, en þegar hann heyrði alls
ekkert, klifraði hann upp eftir
stiganum og gekk áfram allt til
gluggans, yfir hinar óhefluðu gólf
f jalir, og litaðist um.
Úr glugganum var bezta út-
sýni, sem hægt var að hugsa sér,
yfir golfvöllinn, sér í lagi yfir um
hverfi sjöttu holu. í sama bili
kvað við óskýr rödd neðan úr
griþahúsinu:
— Hvern fjandann í heitasta
helvíti eruð þér að lóna þarna
uppi?
Jim gekk til og leit niður enn
á ný. Þarna stóð bóndi sjálfur og
leit illskulega á hann, og glamp-
aði á meðalstóran riffil, cal. 22 í
hendi hans.
Jim keifaði niður stigann að
nýju og sncri sér að húsráðanda,
sem tók skref til baka og lyfti
rifflinum hærra. Jim benti til
loftsins með þumalfingrinum.
— Það er engin ástæða til að
hraða sér þangað upp alveg á
stundinni, sagði hann. — Það eru
engir golfleikarar við sjöttu holu
núna.
Fassler einblíndi á hann með
galopnum munni. Lítil, ljósleit
augun voru þrungin svo ólgandi
fjöri, að þau líktust helzt tveim-
ur sindrandi borðtenniskúlum.
— En þér skuluð ekkert vera
að setja það fyrir yður, mælti
Jim í hughreystingarrómi. — Ég
sá, að piltungur nokkur var kom-
inn á leið frá fimmtu holu.
Bóndi lokaði munninum og
mælti svo eftir litla stund, all-
borubrattur:
— Var hann með rauðan hatt-
kúf á hausnum?
Jim hristi höfuðið, fullur sam-
kenndar.
— Nei. Því var nú verr.
— Andskotinn sjálfur, þrumaði
Fassler hálfeymdarlega. — Það er
hann, sem ég er að reyna að fuðra
á.
— Það er nú meiri þremilsins
vitleysan, sem þér hafið tekið yð-
ur fyrir hendur, sagði Jim. —
Þeir koma yður bókstaflega til að
láta öllum illum látum.
Fassler hökti sér til og sló á
lærið og titraði allur af innibyrgð
um hlátri. Jim gaf rifflinum auga.
Honum stóð hreint ekki á sama,
og hann sá eftir að hafa ekki haft
spennitreyju meðferðis. Þegar
minnst varði, rétti Fassler sig úpp,
og sagði kumpánlega:
— Já. Ég kom honurn, kauðan-
um þeim arna, svo sannarlega til
að taka til fótanna. Þér hefðuð
átt að sjá til hans.
— Hans hvers?
— Hans þarna með rauða hatt-
inn. Ég ætla að kenna honum að
halda sig utan við akurinn minn.
En í gær kom einhver náungi
til skjalanna, sem lék á mig.
Hann var líka með rauðan hátt
á kollinum, en það var ekki þessi
rétti. Ég sendi kúlu rétt framhjá
eyranu á honum, og ég ætla ekki
að fortaka, að hann hafi heldur
hraðað sér, fremur en hitt, að
komast í öruggt skjól bak við
skúrinn.
Hann herptist aftur saman í kút
af rokna hlátri og sló á lærið
hvað eftir annað.
Jim sté nú eldsnöggt fram á
við og kippti af honum rifflinum.
Fassler hætti í sama bili að hlæja,
rétti sig alveg upp og góndi nú
aftur á Jim með opnum munni.
En svo kreisti hann augun sam-
an til hálfs og færði sig skrefi
nær, ógnandi á svip. ,
— Fáið mér riffilinn minn,
sagði hann skipandi rómi, og Jim
fann viskílyktina leggja fyrir.
— Það var ég, sem þér skutuð
á eftir í gær, sagði Jim. — Ég
var, satt að segja, ekkert sérlega
hrifinn af því.
Fassler fór sér hægt. ilann rót-
aði smávegis með öðrum tréskón-
ufn, sem hann var í og muldraði
síðan-.
— Ég þóttist vita, að þetta væri
sá venjulegi með rauða hattinn.
Hann er sá versti af þeim öllum
saman. Ég hef rekið hann út af
akrinum mínum, ég veit ekki hve
mörgum sinnum, og loksins kom
að því, að ég varð uppgefinn á
ROBERT MARTIN:
BYSSA TIL LEIGU
PINOTFX
bezti
lieiiiiilisviiiuriiui í
Pinotex smýgur
djúpt inn (viðinn,
verndar hann
gegn raka og bleytu,
gefur viðnum fallegt
útlit.
Fæst í helzto
mdlningor-
og byggingavöru-
verzlunum.
Umboðsmenn: NATHAN & OLSEN HF.
er sunnudagurinn
16. maí
Árdcgisháflæði í Rvik kl. 10.21.
Tnngl í hásuðri kl. 06.23.
HEILSUGÆZLA
Slysavarðstofan \ Borgarspítalan-
nm er opin allan sólarhringinn.
Sími 81212.
Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr-
ir Reykjavík og Kópavog sími
11100.
Sjúkrabifreið 1 Hafnarfirði siml
51336.
Almennar upplýsingar nm lækna-
þjónnstn í borginni eru gefnar 5
símsvara Læknafélags Reykjavfk
nr, síml 18888.
Tannlæknavakt er 1 Heilsuvemd ar-
stöðinnl, þar sem Slysavarðstoi-
an vair, og er opin laugardaga og
sunnudaga kl. 5—6 e. h. — Sími
22411.
Fæðlngarheimilið l Kópavogi,
míðarvegi 40, simi 42644.
Kópavogs Apótek er opið virka
daga kL 9—19. laugardaga k’. fi
—14, helgidaga fcl. 13—18.
Keflavfknr Apótek er opið virka
daga kL 9—19, laugardaga kL
9—14, helgidaga kL 13—18.
Apótek Hafnarfjarðar er opíð alla
vlrka dag. frá kL 9—7, á laugar
dögum kL 9—2 og á sunnudög-
nm og öðram helgidögum er op-
lð frá kl. 2—-4.
Mænnsóttarbólusetnlng fyrir fnO-
nrðna fer fram 1 Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur á mánudögum
kl. 17—18. Gengið inn frá Bar
ónsstíg, yfir brúna.
Kvöld- og helgarvörzlu apóteka
í Reykjavík vikuna 15. — 21. maí
annast Ingólfs Apótek og Laugar-
nes Apótek.
Næturvörzlu i Keflavík 15. og 16.
maí annast Guðjón Klemenzson.
Næturvörzlu í Keflavik 17. maí
annast Jón K. Jóhannsson.
FÉLAGSLÍF
Nemendamót Kvennaskólans
verður í Tjarnarbúð 22. maí og
hefst með borðhaldi kl. 19,30. Mið-
ar afhentir í Kvennaskólanum,
mánudaginn 17. maí og þriðjudag-
inn 18. maí frá kl. 5 til 7. Stjórnin.
Ferðaféiag íslands
Sunnudagsfcrð 16. maí 1971.
Krýsuvíkurberg — Selatangar.
Lagt af stað kl. 9,30 frá B.S.l.
Ferðafélag Islands.
Félagsstarf eldri borgara í
Tónabæ.
Þriðjudaginn 18. maí hefst handa-
vinna og föndur kl. 2 e.h. Miðviku-
daginn 19. maí verður opið hús frá
kl. 1,30 — 5,30 e.h.
ORfíSENDING
Frá Mæðrastyrksncfnd.
Hvíldarvikur mæðrastyrksnefndar
að Hlaðgerðarkotj í Mosfellsveit
hefjast um miðjan júní og verða
tveir hópar af eldri konum. Þá
mæður með börn sín eins og und-
anfarin sumur. Konur, sem ætla að
sækja um sumardvöl hjá nefndinni
tali við skrifstofuna að Njálsgötu
3, sem allra fyrst. Opið frá kl. 2—4
daglega nema laugardaga. Símj
14349.
Frá Kvenfélagi Laugarnessóknar.
Kvenfélag Laugarnessóknar hefur
kaffisölu og skyndihappdrætti í
veitingahúsinu Lækjarteig 2, upp-
stigningardag, 20. maí. Félagskonur
og aðrir velunnarar félagsins, tekið
á móti kökum í veitingahúsinu eft-
ir kl. 10 árdegis.
Félagsfundur N.L.F.R.
Náttúrulækningafélag Reykjavíkur
heldur félagsfund í matstofu fé-
lagsins, Kirkjustrætj 8, mánudag-
inn 17. maí, kl. 21,00. Fundarefni:
Erindj flytur Zophanias Pétursson:
Stefnumark hugans. Pélagsmál,
veitingar. Allir velkomnir. Stjórn
N.L.F.R.
SÖFN OG SÝNINGAR
Frá íslenzka dýrasafninu.
Safnið er opið frá kl. 1 til 6 f
Breiðfirðingabúð við Skólavörðu-
stíg.
Frá Listasafni Einars Jónssonar.
Miklum aðgerðum á húsinu er lok-
ið, og verður safnið aftur opnað
almenningi laugardaginn 1. maí.
Frá og með 1. maí og til 15. sept.
verður safnið opið alla daga vik-
unnar kl. 13,30 til kl. 16. Itarleg
skrá yfir listaverkin á þrem tungu-
málum er falin í aðgangseyrinum.
Auk þess má fá í safninu póstkort
og hefta bók með myndum af flest-
um aðalverkum Einars Jónssonar.
— Safnsstjórnin.
GENGISSKRÁNING
Nr. 41 — 6. mai 1971
1 Baodar. dollar 87,90 88,10
1 Sterlingsp. 212,65 . 213,15
1 Kanadadollar 87,10 87,30
100 Danskar kr. 1.171,60 1.174,36
100 Norskar kr. 1.233,80 1.236,60
100 Sænskar kr. 1.701,14 1.705,00
100 Finnsk mörk 2.104,40 2.109,18
100 Franskir fr. 1.593,80 1.597,40
lOOBelg. frankar óskráð óskráð
100 Svissn. fr. óöferáS óskráð
100 Gyllini óskráð óskráð
100 V-þýzk mörk óskráð óskr. *)
100 Lírur óskráð óskráð
100 Austurr. sch. óskráð óskráö
100 Exeudos 308,40 309,10
100 Pesetar 126,27 126,55
100 Reikningskrónur —
Vöruskiptalönd 99,86 100,14
1 Reikningsdollar —
Vöruskiptalönd 87,90 88,10
1 Reikningspund -
Vöruskiptalönd 210,95 211,45
1-7
— Indíánarnir eru búnir að umkringja
okkur- — Komdu Arnarklómii í skjól.
Þeir eru fleirj en við, en sem belur fer
eru þcir byssulausir. — Rcyndu að fá þá
til þess a'ð hörfa, svo örvarnar nái ekki
til okkar.
Tfiy TO TO/?Œ BACK
BEYOfJB A2&OW&WGE/
LÓNI
/7NP •SOME COyE/PEOEEAGLE
TAio/// msy our/Jí/MBEf? us,
BL/r, AUCT-//.y, 7//Ey//ArE
/VO GUA/S/