Tíminn - 16.05.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.05.1971, Blaðsíða 7
atUNNUDAGUR 16. maf 1971 TIMINN 19 9 Þessar 15 ára tvíburasystur í Austur- rtki hafa einnig fari3 að vinna við kvikmyndir og sjónvarp. Það sem ger Ir þær eftirsóttar er, hve þaer erw líkar. forlögunum. Þessi niðurstaða er einkum mikilvæg fyrir tví- bura. Læknar verða oft á tíð- um varir við það að dauði tví- burasystkinis hefur alvarleg áhrif á líf hins tvíburans, vegna þess að sá sem eftir lif- ir óttast undir niðri að hann eigi skammt eftir ólifað. Líkir eða ólíkir Eineggja tvíburar búa að vísu yfir sömu erfðaeiginleik- nm, en þar við bætist annað mikilvægt atriðL Þeir sem um- gangast þá hneigjast mjög til að álíta þá sérlega líka. ET hljóta miklu líkara uppeldi og meðhöndlun hjá foreldrum og fjölskyldu en TT eða venjuleg systkini. Áþekkt háttemi þarf því ekki eingöngu að stafa af sömu erfðaeiginleikum heldur einnig af þvi að umhverfi ET er sérstaklega líkt hjá þeim báðum. í skólanum er oft eng- inn greinarmunur gerður á tvíburum. Ef annar hefur gert eitthvað af sér, er skráð í kladdann til hægðarauka: „tví- buramir vora aftur frekir og óþekkir". Sá saklausi fær sömu refsingu og sá seki, og oft líða mörg ár áður en það er viður- kennt að þessir tvíburar, sem við litum á sem eina heild, «ora algerar andstæður. Axm- Tuula og Marjatta, flnnsku tvbura- systurnar, vltdu aldrei vera eins. Samt dóu þaer á dularfullan hátt, með 10 mínútna milllbtli. ar tvfburinn tók sér forystu- hlutverk en hinn var honum háður. Þessi þróun hefur oft tilhneigingu til að aukazt í óæskilegum mæli vegna þess að hamlað var á móti henni í upphafi. Æviferill eineggja tvíbura Að vísu hafa ET alveg sömu erfðaeiginleika, en við fæðingu búa þeir yfir miklum f jölda af eiginleikum eins og raunar hver og einn maður. Rann- sóksir Verschuers sýna að í stórum dráttum er ævi ET alls ekkk lík, þvert á móti eiga þeir ólík hlutskipti fyrir hönd- m Ef tvíburabróðir þinn er skorinn upp við botnlanga- bólgu þarft þú ekki að vera hræddur um að senn komi röð- in að þér að láta taka úr þér botnlangann. En öðra máli gegnir þó um arfgenga sjúk- dóma eins og blóðsjúkdóma, litblindu eða óeðlilega stökk bein. . Fólk er yfirleitt mjög hrif- ið af tvíburum. En það gerir þeim síður en svo greiða með því að lfta á þá sem einskon- ar samloku •— alveg burtséð frá á hvaða aldri þeir eru. Menn þvinga oft tvíbura til að vera sífellt að leika eitthvert sjónarspil, og það gerir þeim lífið erfitt Eitt af mikilvæg- ustu ráðum, sem barnalæknar gefa foreldrum ET er að við- urkenna eins snemma og kost- ur er það sem ólíkt er með börnunum, klæða þau í ólík föt, og ýta undir sérkenni hvors barns um sig. Danir er sennilega eina þjóðin í heiminum, sem hefur gert skrá um tvíbura. Þar eru skráðar allar tvíburafæðingar og allir tviburar í landinu. Tví- burarannsóknir byggjast á samanburði eineggja og tví- eggja tvíbura. Ef eitthvert ein- kenni er jafn algengt meðal ET og TT, þá mótast það fyrst og fremst af umhverfinu. En ef einkenni er greinilega algengara hjá ET en TT, þó er orsakarinnar að leita í erfð- um þeirra. IGNIS KÆLISKÁPAR V ' IGNIS BÝÐUR ÚRVAL OG & NÝJUNGAR A 12 stærðir við allra hæfi, auk þess flestar fáanlegar í viðarlit. ic Rakagjafi er trygglr langa geymslu viðkvæmra matvæla. ★ Sjálfvirk afhriming ér vinnur umhugsunarlaust Ar Djúpfrystir, sérbyggður, er gefur 18° 25° frost ★ Ýtra byrði úr harðplasti, er ékki gulnar með aldrinum. A" Fullkomin nýting alls rúms vegna afar þunnrar einangrunar. Ar Kæliskáparnir með stilhreinum og fallegum linum ★ IGNIS er stærsti framleiðanii f kæli- og frystitækjum í Evrópu. ic Varahluta- og viðgerðaþjónusta. . RAFIÐJAIM SIMI: 19294 RAFTORG SIMI: 26660 Sólun SÖLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBlLA, JEPPA- OG VÖRUBlLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin d sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar .viðgerðir hjólbarðd með fullkomnum tækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA, — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501. —Reykjavík. FLUCFELAGISLANDS Og þaS er bara einn f fjölskyldunni sem greiðir fullt fargjald, aðrir fjölskyldumeðlimir hálft gjald. Hjón með tvö börn, 2—12 ára, greiða þá aðeins 6.280 kr. þáðar leiðir milli Reykjavíkur og Akureyrar og 8.560 báðar leiðir milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Fjölskylduafsláttur er í gildi allt árið. FlugiS slítur hvorki fólki né bíl, sparar tíma, iéttir ferðina. fliótf hægilegt og ódgtí AiFir vlta að flugferð er fljótleg og þægileg, en sumir halda enn, að ódýrara sé að aka. Samkvæmt nýjustu útreikningum F.f.B. kostar 120 þúsund krónur á árí að reka lítinn einkabíl miðað við 16 þúsund kílómetra akstur. Það þýðir kr. 7,50 á hvern km. Berum kostnaðinn saman við flugfargjöld: EINKABIFREIÐ FLUGFARGJALD Til Akureyrar eru 448 km um 6.600 kr. báðar leiðir 3.140 kr. báðar leiðir Til fsaljarðar eru 536 km um 8.000 kr. báðar leiðir 2.920 kr. báðar leiðir Til Egilsstaða eru 730 km um 11.000 kr. báðar leiðir 4.280 kr. báðar leiðir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.