Tíminn - 16.05.1971, Blaðsíða 5
I
Oi
STJNNUDAGUR 16. maí 1971
TÍMINN
.iAiiani
Y7
Ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðar
„Stöndum traustan
yörö um íslenzk
þjóðarverömæti og
fornan menningararf"
Ársþing Ungmennasambands
Eyjaf;jaríiar, hið fimmtngasta, var
haifflé í Bamaskóla Svalbarðs-
sirandar 24. og 25. apríl s.l.
Forsetar þingsins voru Haukur
Halldórssoo og Sigurður Sig-
mnndsstm, en ritarar Haukur
SteindórssMi, Magnús Kristins-
son og Friðrik Friðriksson. Að-
komnir gestir voru: Hafsteinn
Þorvaldsson formaður UMFÍ, Sig-
urður Gcirdal framkvæmdastj.
UMFÍ, Sveinn Björnsson vara-
form. ÍSÍ, og Hermann Guðmunds
son iramkvæmdarstjóri ÍSÍ. Fluttu
þeir allir ávörp, ræddu m.a. mál-
efni sinna samtaka og svöruðu fyr
irspumunr Einnig afhenti vara-
formaður ÍSÍ þeim Sveini Jóns-
syni og Þóroddi Jóhannssyni,
þjónustumerki ÍSÍ, sem viður-
keimingu fyrir störf þeirra í þágu
iþróttasamtakanna.
í skýrslu stjórnar UMSE, sem
lögð ,yar fram á þinginu, kom í
Ijós, að starfsemi sambandsins
hafði vcrið margþætt. Mest var
sterfað á sviði íþrótta. Má þar
nefiia mikla íþróttakennslu, stað-
ið var fyrir fjölda íþróttamóta og
keppendur sendir á mörg mót ut-
an héraðs, oft með góðum ár-
angri. Komið var á sumarbúðumi
fyrir börn, farið í landgræðslu-
fcrð, unnið að bindindismálum og
staðið fyrir skemmtanahaldi. —
B.eikningar sýndu fremur lélegan
fjárhag UMSE.
Ársþingið gerði starfsáætlun, í
stórum dráttum fyrir yfirstand-
andi ár, en hér verður stiklað á
stóru. Ákveðið var að halda uppi
íþróttakennslu eftir því sem
tök væru á, koma á iþróttamót-
um með svipuðum hætti og áður,
og standa fyrir sumarbúðum.
Lögð var áherzla á, að gera þátt-
töku UMSE í Landsmóti UMFÍ á
Sauðárkróki nú í sumar, sem
glæsilegasta og átak skyldi gert
til að efla starfsiþróttir í hérað-
inu.
Á þessu þingi var rætt um
„Trimmið“. Var m.a. samþykkt á-
skorun til forráðamanna skólanna
á sambandssvæðinu, um að koma
á sérstökum útivistar skokktím-
um fyrir nemendur á hverjum
kennsludegi. Einnig var skorað á
forráðamenn sveitarfélaga, að sjá
tíl þess, að íþróttamannvirki, svo
sem sundlaugar, yrðu opnar al-
menningi til „Trimm“ æfinga.
Þeirri ábendingu var beint til
viðkomandi forráðamanna í hér-
aðinu, að þeir gættu þess við
byggingu íþróttamannvirkja, að
þau verði hæf til löglegrar íþrótta
keppni.
Þingið lagði áherzlu á aukna
bindindisfræðslu og fagnaði banni
á tóbaksauglýsingum.
Samþykkt var að auka starf við
iandgræðslu og landvernd.
Svohljóðandi tillaga var sam-
þykkt samhljóða. „50. þing UMSE
fagnar lieimflutningi handrit-
anna og þakkar öllum þeim, sem
studdu að farsælli lausn handrita-
málsins. Jafnframt heitir þingið á
alla ungmennafélaga að standa
traustan vörð um íslenzk þjóðar-
verðmæti og foman menningar-
arf;“
Á næsta ári verður UMSE/50
ára. Á þinginu var kosin 5 mpnna
afmælisnefnd, sem undirbúi, í
samráði 'við stjórn sambandsins,
hátíðarhöld af því tilefni. Var
rætt um að athuga möguleika
á að koma á Eyfirðingavöku í sam
bandi við afmælið .Þá var einnig
ákveðið að gefa út vandað afmæl-
isrit.
Umf. Æskan á Svalbarðsströnd
hafði veg og vanda af, að taka
á móti þinginu. Var öll fyrir-
greiðsla félagsins veitt af mikilli
prýði. f þinglok bauð félagið öll-
um fulltrúum til ágætrar veizlu
og stýrði formaður félagsins,
Haukur Halldórsson, þeim fagn-
aði. Við það tækifæri var Umf.
Svarfdæla Dalvík afhentur „Sjó-
vábikarinn“ til eignar, en félagið
hefur orðið stigahæst á mótum
UMSE s.l. þrjú ár. Umboð Krist-
jáns P. Guðmundssonar Akureyri,
gaf þennan grip.
Innan UMSE eru nú 15 félög,
með rúmlega 1000 félagsmenn.
Stjórn sambandsins var öil end-
urkosin, en hana skipa: Sveinn
Jónsson formaður, Haukur Stein-
dórsson ritari, Birgir Marinósson
gjaldkeri, Páll Garðarsson vara-
formaður og Sigurður Jósefsson
meðstjómandi. f varastjóm eru:
Sigurður Sigmundsson, Haukur
Halldórsson og Vilhjálmur Björns
son. — Framkvæmdastjóri er Þór-
oddur Jóhannsson.
Akranes
StaSa innheimtumanns á bæjarskrifstofunni er
laus til umsóknar.
Reynsla í hliðstæðum störfum auk staðþekkingar
æskileg. Laun samkvæmt Kjarasamningi.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, mennt-
un og fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir
22. maí n.k.
Bæjarstjórinn á Akranesi.
Frá Ársþingi UMSE. Hafsteinn Þorvaldsson, formaSor UMFÍ, t. h„ ræðir við nokkra forráðamenn UMSE. Þeir ero,
taklir frá hægri: Haukur Steindórsson, Sveinn Jónsson, Birgir Marinósson og Pált Garóarsson.
n
c\i
i
1
i
<
z
Z
Nýuppgötvnö
ferðamannaparadís
Mörg góð hótel. Dásamlegt landslag.
Hollt og hressandi úthafsloftslag.
Matur, sem hæfir yður vel (og þér skiljið
matseðilinn). Engíft gjaldeyrishömlur.
Þér getið haft mpð yður allt yðar fé,
ef þér óskið. Engin tollsköðun. Ekkert
vegabréfsstýss. Nóg af friðsælum
stöðum. Þér getið hvílzt í fríinu.
Og íbúarnir tala yðar tungu. Við kynnum
yður paradís ferðamanna: island.
Við veitum innlendum ferðamönnum
hvers konar þjónustu í ferðalögum
innanlands. Gefum út fa^eðla, skipu-
leggjum hópferðir, tryggjum gistingu,
útve;gum veiðileyfi, ferðatryggingu og bfl
frá bílaieigu, veitum upplýsingar og
ieiðbeiningar um ferðir.
Öll þessi þjónusta stendur yður til boða
án sérstaks endurgjalds.
Notfærið yður það.
þérfáið
yóarferð
hjáokkur
hringió í
síma 25544