Tíminn - 06.06.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.06.1971, Blaðsíða 6
SCNNUDAGUR 6. Júnf 1971 Um hvað er deilt í landhelgismálinu? Ný viðhorf Landhelgismálið er cnn einu sinni orðið helzta dagskrár- mál þjóðarinnar. í hinni sam- eiginlegu landhelgisnefnd stjórnmálaflokkanna, sem hóf störf sín á síðastl. vori, voru fulltrúar allra flokkanna sam- mála um, að málið væri komið á nýtt stig, og því nauðsynlegt að Alþingi gerði um það nýja ályktun með tilliti til ger- breyttra viðhorfa og aðkallandi aðgerða. Hið nýja og breytta viðhorf stafar einkum af þessum ástæðum: Nær allir stofnar gæðafisks við strendur landsins eru nú fullnýttir eða svo. Sérstaklega virðist gengið nærri þorsk- stofninum, sem afkoma útgerð- arinnar byggist mest á. Fyrirsjánlegt er stóraukin sókn erlendra fiskiskipa á fs- landsmið, m.a. vegna þess, að önnur fengsæl fiskimið á norð- urslóðum, t.d. Barentshafi, hafa vcrið næstum þurrausinn. Margar fiskveiðiþjóðir eru að stórauka fiskiflota sinn, skipin stækka, ásamt því að ný veiðitæki og nýjar veiði- aðferðir koma til sögunnar. Fyrirhugað er að halda al- þjóðlega hafréttarráðstefnu vorið 1973, þar sem m.a. verð- ur reynt að ná samkomulagi um grunnlínur og víðáttu fisk- veiðilögsögunnar, en á hafrétt- arráðstefnunum 1958 og 1960 mistókst að ná samkomulagi um þessi efni. ísland þarf að hafa tryggt aðstöðu sína sem bezt áður en hafréttarráðstefn- an kemur saman. Vegna framangreindra á- stæðna og fleiri, voru fulltrú- ar allra flokka í landhelgis- nefndinni, sammála um að síðasta Alþingi léti landhelgis- málið sérstaklega til sín taka áður en það lyki störfum. Það er því röng ásökun, sem stund- um heyrist, að stjómarandstæð ingar hafi tekið landhelgismál- ið upp til að gera það að kosn- lngamáli. Áður en nánar er vikið að afgreiðslu málsins í landhelgis- nefndinni og á Alþingi, þykir rétt að rifja upp nokkur atriði úr sögu þess. Landhelgissamingur- inn frá 1901 Það má segja, að meginsókn íslendinga í iandhelgismálinu hafi hafizt að lokinni siðari heimsstyrjöldinni. Frá því um aldamót og fram til loka síðari heimsstyrjaldarinnar hafði landhelgissamningurinn, sem Danir gerðu við Breta fyrir hönd fslendinga árið 1901, ver- ið hin mikla hindrun, sem ís- lendingar treystu sér ekki til að ryðja úr veginum. Samkv. honum mátti landhelgi eða fsikveiðilandhelgi fslands ekki vera meiri en þrjár mílur. Baráttan fyrir uppsögn þessa samnings var hafin á flokks- þingi Framsóknarmanna 1946 Þar var samþykkt samhljóða sú tillaga Helga Benediktsson- ar, útgerðarmanns í Vestmanna eyjum, að flokkurinn beitti sér fyrir uppsögn þessa samn- ings. Þeir Hermann Jónasson ;og Skúli Guðmundsson fluttu svo á næsta þingi tillögu um uppsögn samningsins. Samkv. ósk þáverandi utanríkisráð- herra, Bjama Benediktssonar, var afgreiðslu tillögunnar frest að á því þingi. Framsóknar- menn héldu áfram að ýta upp- sögninni áleiðis. Sameiginleg ríkisstjórn þeirra Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins á árunum 1947—49 vann því að málinu og var þeim undir- búningi svo langt komið, þeg- ar sú ríkisstjórn fór frá, að minnihlustastjóm Sjálfstæðis- flokksins, sem fór með völd um stuttan tíma veturinn 1949—50, gekk endanlega frá uppsögninni. Landgrunnslögin 1948 Ríkisstjórn áðumefndra þriggja flokka á árunum 1947 —49, lét landhelgismálið einn- ig til sín taka á annan hátt. Ungur lögfræðingur, Hans Andersen, hafði þá nýlokið námi í Bandaríkjunum og kynnt sér m.a. hina nýju lög- gjöf Bandaríkjanna um réttinn til að hagnýta auðæfi hafs- botnsins á landgrunni. Ríkis- stjórnin réði Hans Andersen í þjónustu sína og að ráðum hans, var ákveðið að byggja hina fyrirhuguðu sókn íslend- inga í landhelgismálinu á land- grunnskenningunni, þ. e. að ekki yrði skilið milli auðæfa háfsbotnsins og auðæf- anna i sjónum yfir honum. Hvort tveggja heyrði strandrík- inu til. Öll ríkisstjórnin stóð einhuga að setningu laganna um vísindalega friðun fiski- stofna landgmnnsins, sem sett voru á Alþingi 1948. Með uppsögn brezka samn ingsins frá 1901 og setningu landgrunnslaganna frá 1948 var lagður grundvöllur að hinni nýju sókn í landhelgismálinu. Útfærslurnar 1952 og 1958 Á þeim grundvelli, sem hafði verið lagður með framangreind um aðgerðum, hafa íslending- ar stigið tvo stóra áfanga til útfærslu fiskveiðilandhelginni. Fyrri áfanginn var stiginn Srið 1952, þegar dregnar voru nýjar grunnlínur og fiskveiði- landhelgin síðan færð út í fjórar mílur. Þá fór með völd stjóm Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna, undir for- ustu Steingríms Steinþórsson- ar. Bretar hugðust þá neyða íslendinga til uppgjafar með því að leggja löndunarbann á íslenzk fiskiskip í brezkum höfnum. Framsóknarmenn höfnuðu með öllu, að látið yrði undan þessum þvingunum Breta. Bretar hættu löndunar- banninu eftir fjögur ár og við- urkenndu síðan fjögurra milna fiskveiðilögsögu fslands. Síðari áfanginn var stiginn 1958, þegar fiskveiðilandhelgin var færð út í 12 mílur. Þá fór með völd ríkisstjórn Framsókn arflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins, undir for ustu Hermanns Jónassonar Framsóknarflokkurinn er þann ig eini flokkurinn, sem hefur átt sæti í öllum þeim ríkis stjómum, sem hafa staðið fyrir meiriháttar sóknaraðgerðum í 1 andhelgismálinu Landhelgissamning- arnir 1961 Bretar undu illa útfærslu á fiskveiðilandhelgi íslands í 12 mílur, og hugðust ógilda hana með því að veita veiði- þjófum herskipavernd. Þessu hættu þeir þó snemma árs 1959. Ástæðurnar voru þær, að örðugt reyndist að stunda veiðar undir herskipavemd, og ofbeldi Breta gegn minnstu þjóð heimsins, mæltist hvar- vetna illa fyrir. Bretar héldu STEINGRÍMUR STEINÞÓRSSON — forsætlsráðherra ríkisstjórnar- innar, sem færði fiskveiðilögsög- una út í 4 mílur árið 1952. samt áfram ýmsum hótunum Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins, sem kom til valda haustið 1959, taldi ráðlegast að láta undan þeim, og því voru gerðir land- helgissamningar við Breta og Vestur-Þjóðverja árið 1961. Samkvæmt þeim verða fslend- ingar, einir allra þjóða, að leggja það undir alþjóðadóm- inn, ef þeir færa fiskveiðiland- helgina út og þessar þjóðir æskja slíks úrskurðar. Einhliða réttindum afsalað Síðan þessir samningar vora gerðir, hefur sókn fslendinga í landhelgismálinu verið stöðv- uð. Með samningunum misstu fslendingar hinn einhliða út- færslurétt, sem þeir höfðu byggt á útfærslurnar 1952 og 1958. Segja má, að næstum öll út- færsla á fiskveiðilögsögu einr- stakra ríkja hafi orðið með þeim hætti, að þau hafa tekið sér einhliða rétt til að helga sér stærri landhelgi en sam- rýmist þeirri alþjóðavenju, sem þá gilti. Það er þessi ein- hliða réttarbeiting einstakra ríkja, sem hefur átt mestan þátt í réttarþróuninni varðandi stækkun haldhelginnar. Á ára- tugnum 1950—60 vora fslend- ingar í fararbroddi þeirra þjóða, sem höfðu forustu um þessa réttarþróun. Þetta gerðu íslendingar með útfærslunum 1952 og 1958. Síðan 1961, er umræddir samningar voru gerðir, hafa íslendingar orðið að halda að sér höndum og biða eftir því, að nógu margar aðrar þjóðir færðu út landhelg ina og sköpuðu þannig nýjar réttarreglur. Þess vegna munu íslendingar verða meðal þeirra síðustu í stað hinna fyrstu, nema þeir segi samn- ingunum upp og endurheimti hinn einhliða rétt að nýju. Landhelgisnefndin Það hefur jafnan verið skoð- un Framsóknarmanna, að land- helgismálið væri eitt þeirra höfuðmála, sem þjóðin ætti að standa saman um, hvað sem öðrum ágreiningi liði, ef þess væri nokkur kostur. Þess vegna hefur Ólafur Jóhannes- — forsætisráSherra ríkisstjórnar, sem færði flskveiðilögsöguna út í 12 mílur árlð 1958. son, formaður Framsóknar- flokksins, flutt tillögur um það á undanförnum þingum, að skipuð yrði nefnd allra flokka til að undirbúa nýjar aðgerðir x málinu. Þessari tillögu hafn- aði ríkisstjórnin þangað til á síðastl. vori, er skipuð var sér- stök landhelgisnefnd allra þingflokkanna. Eins og áður segir varð þessi nefnd sammála um mörg atriði, eins og t.d. að Alþingi þyrfti að gera nýja ályktun um mál- ið. Þá var hún sammála um að stefna bæri að útfærslu fisk- veiðilandhelginnar í a.m.k. 50 nrilur og að hafna bæri hinu svokallaða kvótakerfi. Þá kom og fram í nefndinni og í um- ræðunum á Alþingi, að flokk- arnir eru sammála um, að land helgissamningamir frá 1961 era uppsegjanlegir, þótt ekki séu í þeim nein uppsagnar- ákvæði. Tvö ágreiningsefni Þrátt fyrir þessa samstöðu, náðist ekki samkomulag í nefnd inni um eina sameiginlega til- lögu. Samkomulagið strandaði aðallega á tveimur meginatrið- um. Annað þessara ágreinings- atriða er það, að stjórnar- andstaðan telur nauðsynlegt að segja uno Iandhelgis<:amningun um við Bretland og Vestur- Þýzkaland áður en hafizt er handa um útfærslu. Stjórnar- flokkarnir virðast hins vegar telja, að halda eigi í þessa samninga ótiltekinn tírna. Hitt ágreiningsefnið er það, að stjómarandstaðan telur, að út- færsla fiskveiðilandhelginnar eigi að koma til framkvæmda fyrir hafréttarráðstefnuna 1973. Stjómarflokkamir telja, að vlð eigum að bíða eftir úrslit- um hafréttarráðstefnunnar eða lengur eftir því, hver réttar- þróunin í heiminum verður Þeir vilja enga ákvörðun taha um það nú, hvort útfærslan eigi að gerast eftir tvö ár, tfu ár eða tuttugu. Það á allt að fara eftir réttarþróunimri f heiminum. Uppsögn samning- anna frá 1961 Rétt er að athuga nokfcuð nánar fyrra ágreiningsatriöið, uppsögn landhelgissamnlng- anna. Samkvæmt þeim geta Bretar eða Vestur-Þjóðverjar krafizt þess, ef íslendingar færa út fiskveiðilandhelgina, að það verði lagt undir úrskurð Alþjóðadómstólsins, hvort út- færslan samrýmist alþjóðalög- um eða ekki; Engir alþjóðlegir samningar era nú fyrir hendi um víðáttu fiskveiðilandhelgi og ekki heldur nein viðurkennd hefð. Hins vegar hafa flest ríki 12 mílna fiskveiðilandhelgL Samkvæmt því er það skoðun helzta sérfræðings ríkisstjómar innar, Hans Andersens, að 12 mílna reglan hafi nú gildi sem alþjóðalög. Þótt véfengja megi með gildum rökum þessa kenn ingu, er eigi að síður mikil ástæða til að óttast, að úrskurð ur Alþjóðadómstólsins gæti fallið á eitthvað svipaða leið Þess ber nefnilega að gæta hér, að dómstólar era yfirleitt íhaldssamir, þegar ekki er hægt að fara eftir glöggum lög um, samningum eða viður- kenndri hefð. Samkvæmt þessu, geta íslendingar því ekki örugglega vænzt hagstæðs úrskurðar Alþjóðadómsins fyrr en miklu fleiri strandríki en nú hafa fært fiskveiðimörk sín út fyrir 12 mílur. Hvort það verður eða hvenær það verður, getur enginn sagt nú. Eftir slíku geta íslendingar ekki beðið og þeir geta ekki heldur sætt sig við þessa bindingu einir allra þjóða. Til lítils er líka verið að færa fiskveiðiland helgina út, ef alþjóðadómur- inn getur ógilt það eftir stutt- an tíma. Fyrir eða eftir ráS- stefnuna Þá er komið að því ágrein- ingsatriðinu, hvort færa eiga út fiskveiðilögsöguna fyrir eðaeft ir hafréttarráðstefnuna 1973. Stjórnarflokkarnir segja, að við eigum að bíða eftir úrslitum h ir, því margt bendi til, að niðurstaða hennar geti orðið okkur hagstæð. Ályktanir sínar um þetta byggja stórnarflokk- arnir einkum á því, að allir játa nú í orði, að gera þurfi sérstakar ráðstafanir gegn of- veiði og margir játa einnig í orði að veit beri strandríkjun- um vissan forgangsrétt. Þetta gera ekki sízt Bandaríkjamenn og Rússar. En þeir og hinir mörgu fylgismenn þeirra, vilja ekki gera þetta á þann veg, að fiskveiðilandhelgin verði færð út, h ldur verði hún bund in við 12 mílur og strandrfkin fái einhvern mjög takmarkað- an forgang utan þessara marka. Að öðru leyti verði samið um Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.