Tíminn - 06.06.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.06.1971, Blaðsíða 5
«. jfarf Mia TÍMINN MEÐMORGUN KAFFINU — Verta ekki að oskra þetta drengur, pabbi þinn sefur. vahjábnur Stefánsson, land- körmuður, hélt eitt sinn mið- degisverðarboð fyrir íslendinga á heimiE sínu í New York. EfBr borðhaldið settust karl mennirnir inn í skrifstofu Vil- hjálms, og fer hann að lýsa fyrir þeim Kfnaðarháttum sela í norðurhöfum. — Fyrst koma urtumar á vorin, og svo koma brimlamir á eftir þeim upp á ísinn og öskra á urturnar. — Ég held annars að ég geti líkt eftir þessu hljóði, segir Vilhjálmur og rekur upp ámátlegt öskur. — f>á opnast skrifstofudym ar og inn gægist eiginkona Vil hjálms og spyr. — Varstu að kalla á mig ViBi? Guðní bóndi hafði keypt eyði- kot, sem komið var í fulla ó- raekt, en kom því á fáum árum í ágæta rækt. Söknarpresturinn heimsótti eitt sinn Guðna, dáðist að um bótum hans á kotinu og sagði: — Mikið hefur þér tekizt, Guðni minn, með guðs hjálp- að endurbæta jörðina þína. Þá sagði Guðni. — Já, þú hefðir bara átt að sjá kotið, meðan guð var einn vnn endurbæturnar. Sigurður skáld hitti kunn- ingja sinn á götu og sagði: — Hvað heldurðu, að hafi komið fyrir mig? — Þegar ég kom heim í gærkvöld, var litli strákurinn minn að enda við að rífa í tætlur handritið að Ijóðasafninu mínu. — Hvað er þetta svaraði kunningi hans. Er hann orð- inn læs? Michelsen úrsmiður á Sauð- árkróki hafði ýmiss konar smá varning á boðstólum auk úra og skartgripa. Eitt sinn kom kona ein í búð hans og bað um eitt kíló af grænsápu. En hún gekk bón leið til búðar. Vi haver . ikke matvarer,- sagði Miehelsen. Kona ein sagði við mann sinn. — Ég fór til spákonu í gær, og nú veit ég, að ég verð gömul. — Þú hefðir ekki þurft að fara til spákonu til þess að vita það, sagði bóndi hennar. — Þú hefSir ekki þurft ann- að en að líta í spegil. DENNI DÆMALAU5! Ég þarf að minuast á svo margt í kvöld Guð, ef til vill væri liezt fyrir þig að ná þér í blað og blýant áður en ég byrja. Þetta er hún Rose Kennedy, móðir Kennedy heitins Banda- ríkjaforseta, og með henni er „sonur“ hennar Ari Onassis. Rose kallar Ari son sinn, og Jackie dóttir sína. Hún lætur hafa það eftir sér, að hún sé óendanlega hamingjusöm, þeg- ar henni gefst tækifæri til þess að dveljast með þeim, og henn- ar heitasta ósk sé, að þau gefi henni enn eitt „barnabarn". Rose gamla er nú 79 ára göm- ul, og varð ekkja síðast liðið haust. Hún hefur misst þrjá syni sína á hryllilegan hátt, þeir John og Robert voru mvrtir og á stríðsárunum fórst Joseph > .*— ■Ml « ti J y I .4'"HSiií’l i ( Það eru fleiri en kvenfcíkið, sem taka inn Pilluna — með stórum staf. Alllengi hefur tíðkazt að gefa læðum Pilluna, og nú síðast hefur þessi pillu- taka komizt í blöðin í Svíþjóð í sambandi við verðlaunakött að nafni Isabella. Eigandi Isabellu, sem er frá Skövde í Svíþjóð greip til þess ráðs að gefa henni Pilluna fyrir nokkru til þess að hún fjölgaði ekki kattakyninu um of. Síðan var ákveðið að tími væri til þess kominn, að ísabella hitti fress. Á réttum tíma var ísabella léttari, en öll- um til hinnar mestu furðu átti hún ekki nema einn ketling, en næstum undantekningalaust eru kettlingamir ekki færri en fjórir til fimm. Nú era menn mjög áhyggjufullir yfir því, hvort Pilluátið hafi orðið til þess að draga svona úr frjósemi Isabellu. Hún hefur aftur hitt sinn draumafress, og nú er beð- ið í ofvæni eftir árangrinum. Það skiptir mjög mildu máli, að ketlingarnir verði fleiri en einn, því þcir eru dýrmætir, þar sem móðirin er verðlauna- köttur, og kettlingarnir sagðir kosta að minnsta kosti 8000 krónur íslenzkar. — ★ — ★ — Öhamingjan eltir Jackie Onassis og hennar fjölricvldu, og hefur gert um langan aldur. Þegar John-John, sonur hennar var nýlega í heimsókn hjá Lee Radziwill móðursystur sinni í Barbados í Vestur Indí- um, var hann nærri drukknað- ur. Atta lífverðir áttu að gæta drengsins og annarra á staðn- um, en aðeinS einn þeirra var syndur, og tókst honum á síð- ustu stundu að bjarga John- John frá drukknun. sonur hennar í flugslysi. Mörg- um þykir undarlegt, að frúin skuli nú halla sér einmitt að þessum gríska skipakóngi, sem — ★ - * — staðið hefur í svo nánum tengsl ■ unr við grísku hershöfðingjana, sem féllu látnum sýni hennar Róbent síður en svo í geð. - * - * - Þið haldið eflaust að myndin hér með sé af ungum dreng, en svo er ekki, þetta er 22 ára gamall maður, Hann heitir Johann Neumann og býr í Stokk- hólmi. Hann er dvergur, og að- eins 125 cm að hæð, og likams- byggingin er eins og hjá 11 ára dreng. Johann á í miklum erfiðleikum með að ganga upp stiga, því tröppurnar eru of háar fyrir hann, einnig er erfitt fyrir hann að komast upp í strætisvagna, og hann getur alls ekki ferðazt hjálparlaust með járnbrautarlest. Líkami Johanns framleiðir ekki vaxtar —Jl 'M' ' I hormón, en nú hafa læknar byrjað að gefa honum sérstak- ar sprautur, sem hann fær fimm sinnum í viku. Gera þeir sér vonir um, að hann geti á næsturini bætt við sig einum 20 cm. og á einúm mánuði hef- ur hann hækkað um 3 cm. Jó- hann er úrsmiður að mennt, en honúm gengur illa í starfinu, þar sem stólarnir’ og borðin á úrsmíðaverkstæðunum henta ekki stærð hans sjálfs. Klukk- urnar, sumar hverjar, eru bæði of stórar og þungar fyrir hann, og vinnuveitendurnir eru Skki hrifnir af að ráða hann í vinnu. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.