Tíminn - 06.06.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.06.1971, Blaðsíða 10
10 TÍMINN SUNNUDAGUR 6. júní 1971 & i * SAKARISKOR FRÁ IÐUNNI StærSir 34 — 39 kr. 1065,00 * — 40 — 45 kr. 1235,00 GEFJUN AUSTURSTRÆTl KEA Framhald af bls. 1. urskoSenda og fleiri. Þá segir orSrétt: tetépis ætp „í fundarbyrjun minntist for- maður félagsins þeirra fjlags- manna o£ starfsmanna, er látizt höfðu frá síðasta aðalfundi. Fundarstjórar voru kjömir Vernharður Sveinsson, Mjólk- ursamlagsstjóri, Akureyri og Angantýr Jóhannsson, Hauga- 4 nesi, en fundarritarar þau Hólmfríður Jónsdóttir, Akur- eyri og Árni Friðgeirsson, Ak- ureyri. * Formaður félagsins, Brynjólfur Sveinsson, mennta- skólakennari, flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið ár. Fjárfestingar á árinu námu kr. 38 millj. í fasteignum, vélum og munum, en þar af voru kr. 28 millj. vegna vinnslu land- búnaðar- og sjávarafurða. Kaupfélagsstjórinn, Jakob Frímannsson, las reikntnga fé- lagsins fyrir árið 1970 og skýrði ítarlega frá rekstri þess. Heildarvörusala félagsins og fyrirtækja þess á innlend- um og erlendum vörum, þegar með era taldar útflutningsvör- ur, verksmiðjuframleiðsla og sala þjónustufyrirtækja, jókst um 26%, úr 1433 milljónum kr. í 1825 milljónir. Vörasala verzlunardeilda félagsins var ^ hins vegar 620 milljónir og hafði aukizt um 32,4% frá ár- inu áður. Heildarafskriftir og aukning eigin sjóða félagsins námu á árinu 34 milljónum króna og rekstrarafgangur á < ágóðareikningi varð 19 milljón ir, og eru þá frádregnar 1,6 millj. yfirfærsla frá árinu 1969. Fjármunamyndun ársins varð því 53 milljónir króna. Aðalfundurinn samþykkti að ÚthMa og. iegg'ja í stofnsjóð , féla"manna 4% af ágóða- skyldri úttekt þeirra að við- bættri fóðurbætisúttekt, og 6% af úttekt þeirra í Stjörnu-Apó- teki. í Menningarsjóð félags- ins var samþykkt að leggja kr. 1.000.000,— auk þess sem Menn ingarsjóðurinn fær rekstraraf- gang Efnagerðarinr.ar Flóru, sem nam kr. 103.000,— á sl. ári. Á fundi þessum lét Jakob Frímannsson af kaupfélags- stjjórn hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga, en Jakob hefir starfað hjá félaginu í 54 ár, þar af 31 ár sem kaupfélagsstjóri. För- maður félagsins ávarpaði Jakob' og flutti honum þakkir félags- ins fyrir frábær störf og ósér- hlífni í þágu þess og tilkynnti, að félagið mundi færa honum að gjöf bifreið að eigin vali. Margir fleiri ávörpuðu Jakob og fluttu honum þakkir og til- kynnt var um gjöf frá Starfs- mannafélagi KEA. Við Kaupfélagsstjórn hjá Kaupfélagi Eyfirðinga tekur Val ur Arnþórsson sem gengt hef- ir störfum aðstoðarkaupfélags- stjóra. Fögnuðu ræðumenn all ir hinum nýja kaupfélagsstjóra og árnuðu honum allra heilla í vandasömu starfi. I stjórn félagsins til þriggja ára var endurkjörinn Kristinn Sigmundsson, Arnarhóli. End- urskoðandi til tveggja ára var endurkjörinn Sigurður Óli Bryn jólfsson, kennari Akureyri, og varaendurskoðandi Steingrímur Bemharðsson, bankastjóri. í stjórn Menningarsjóðs KEA var kjörinn til þriggja ára Kristján Einarsson frá Djúpálæk. Þá vora kjörair 15 fulltrúar á aðalfund Sambands fsl. sam- vinnufélaga. Fastráðið starfs- fólk í árslok 1970 var 550.“ Skipulagshyggja Framhald af bls. 1. ir svo margir en hver um sig oft vanmegnugir til að leysa mikilvægustu verkefnin. • Stcfna þarf jafnframt að skynsamlegri sameiningu banka og draga úr fjármagns- kostnaði. Hinir mörgu sjóðir og peningastofnanir í þjóðfé- , laginu og hinar mörgu og skyldu stjórnsýslu- og fram- kvæmdastofnanir í landinu leggjast nú eins og mara ó allt hcilbrigt framtak manna. Menn verða að ganga frá ein- um aðila til annars mánuðum og jafnvel árum saman og gef ast síðan upp, því að það fæst aldrei fram, hvað hið raun- verulega ákvörðunarvald eða frumkvæði er, en einn vísar á annan og segist ekki geta gefið svör fyrr en einhver annar hafi svarad fyrst og á þeim stað eru það sömu svör- in. Þannig hefur fjármálaráð herrann sjálfur orðið að játa það í þingræðu í umræðum um frumvarp Framsóknar- manna um Atvinnumálastofn- un, að hann vissi um dæmi þess að lífvænleg fyrirtæki og þjóðhagslega, mikilvæg hefðu dáið vegna þess að þau fengu ekki sjálfsagða og eðlilega fyrirgreiðslu hjá peningakerfi þjóðarinnar. Séra Sveinn Framhald af bls. 1 Sveinn biskupsritari og skrif- stofustjóri biskups, en auk þcss gegndi hann ýmsum öðrum störfum, og var m.a. um tíma skólastjóri við Samvinnuskól ann Bifröst. Séra Sveinn var mikilvirkur rithöfundur og þjóðkunnur inað j ur. Sverrir um Gyífa Framhald af bls i. vera menntamálaráðherra ( meira en nógu lengi";i „Gylfi verður að éta ofan í j sig allt, sem hann hefuri sagt um landbúnaðarmálin, j hvert orð, ef hann á að koma til greina í stjórn með Sjálfstæðisflokknum framvegis". Svo mörg voru þau orð Sverris Hermannssonar. Forvitnilegt er, hvort ráð- f herrar sjálfstæðismanna taka undir orð frambjóð- andans eða reýna heldur að bera Mak af samráð- herra sír.um. Skák Framhald af bls. 8. burðarásina í sínar hendur og þá er ekki að sökum að spyrja. Gell- er er líka orðinn mjög naumur á tíma.) 31. axb5 axb5 32. b4? Rda« 33. Re4 Dxc2 34. Rf6t Bxf6 35. exf6 Hd5 36. He3 Dc4 37. Dg3 h4 I þessari stöðu féll Geller á tíma, en staða hans var líka töpuð. Þar með var einvígið til lykta leitt. I næsta þætti verða tekin til meðferðar einvígi Larsens og Uhlmanns og Fischers og Taim- anovs. F.Ó. Peter Walker Fratnhald af bls. 7. haf í viðskiptaerindum og auk þess hefir hann fylgzt með öllum meiriháttar kosningum þar í landi síðan árið 1952. Fjarri fer að Walker vanmeti hagvöxt og efnalegar framfar- ir, þrátt fyrir umhygguna fyr- ir umhverfinu. Hann heldur fram, að framleiðniaukningin ein geti lagt að mörkum þann skerf, sem þurfi til að verða við kröfunum um fegurra um- hverfi. ITann telur, að hið tækni þróaða samfélag verði að leysa vandann. „Tæknikunnáttunni hefir til þessa verið einbeitt að ódýr- ari framleiðslu“, segir hann „Nú verður að beina henni að því að leggja megináherzluna á hávaðaleysið og hreinleika þess, sem framleitt er. Nú þurf um við að meta gæðin miklum mun meira en magnið, þver- öfugt við það, sem áður var.“ Um einkalíf Walkers er ann ars sagt, að hann iðki göngu- ferðir hafi gaman af fróðlegum samræðum og safni sjaldgæfum bókum. Þá á* hann einnig all- gott safn af skopmyndum frá Kína. Árið 1969 gekk hann að eiga Tessa Pout, og eiga þau einn son. ^enn og málefni Framhald af hls 6 hámark veiðinnar á svæðinu utan 12 mílna markanna og henni síðan skipt milli þeirra þióða, sern áður hafa stundað veiðar þar eftir sögulegum hlut föllum. Fyrir fslendinga væri það hið mesta áfall, ef þessi stefna yrði ofan á. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á, að af rúmum 100 strandríkjum í Sameinuðu þjóðunum hafa um 20 ríki minna en 12 mflna fiskveiði- landhelgi, um 60 ríki hafa 12 mílna fiskveiðilandhelgi og um 20 hafa stærri fiskveiðiland helgi, en framfylgja því þó ekki öll. Langflest þeirra ríkja, sem hafa 12 mílna fiskveiðiland- þelgi eðs minni, hyggja ekki á breytingar. Það er hárrétt, sem Emil Jónsson sagði á síð- asta allsherjarþingi S.Þ., að hann hefði orðið þess áskynja, að mörg ríki teldu 12 mílna mörkin fullnægja hagsmunum sinum. Áróðursmáttur stórveídanna - er litið, verð- ur það ekki sagt með réttu, að Bandaríkin og Sovétríkin standi neitt höllum fæti, þegar þau herða baráttuna fyrir því að gera 12 mílna mörkin að gildandi reglu en bæði þessi ríki hafa lýst yfir þvi; að þau ætli að vinna að því af alefli á hinni væntanlegu hafréttarráð- stefnu. f þessu sambandi er vert að minnast þess, að það er algengt á slíkum ráðstefnum, að mörg ríki breyti afstöðu sinni á síð- ustu stundu, m.a. vegna hrossa- kaupa um breytingartillögur. Þessu til sönnunar má vitna til þess, að á síðustu dögum haf- réttarráðstefnunnar 1960 sner- ust ellefu ríki til fylgis við landhelgistillögu Bandaríki- anna eftir að hafa áður annað hvort greitt atkvæöi gegn henni eða setið hjá. Það gæti t.d. alveg ráðið úrslitum nú, varðandi fiskveiðilandhelgina, hvort Bandaríkin og Sovétríkin fallast á hugmyndir þróunar- ríkjanna svonefndu varðandi væntanlega alþjóðastjórn á hagnýtingu úthafsins, en frá sjónarmiði þeirra er það miklu stærra mál en fiskveiði- lögsagan. Það eitt er nú örugg- lega víst í sambandi við hafrétt arráðstefnuna 1973, að helztu og áhrifamestu stórveldi heims, þ,e. Bandaríkin, Sovétríkin og Japan, munu beita á ráðstefn- unnni og þó sérstaklega í lok honnnr öllum sínum áróðurs- mætti — og sá máttur er mikill — til að fá 12 mílna fiskveiði- landhelgina snmþykkta ásamt ófullnægjandi sérréttindum fyrir strandríkin utan hennar. S®inlæti ciæti reynzt hættulegt Það er af þessum ástæðum, sem stjórnarandstæðingar telja, að ekki sé hyggilegt að draga útfærsluna fram yfir hafréttarráðstefnuna 1973. Úr- slit hennar geta ekki síður orð- ið okkur óhagstæð en hagstæð. Um slíkt vitum við ekki með neinni vissu fyrr en í lok ráð- stefnunnar. Og þá getur verið orðið of seint að bregðast við. Ef úrslitin verða okkur hag- stæð, 5r engu tapað, þótt við höfum fært út fiskveiðiland- helgina áður. Ef úrslitin verða óhagstæð, getur orðið torvelt að færa út landhelgina eftir ráðstefnuna. Þess vegna meg- um við ekki bíða. Ef við fær- um út fiskveiðilandhelgina fyrir ráðstefnuna, mun það áreiðanlega verða til að styrkja þar stöðu okkar og annarra þeirra, sem hafa svipaða að- stöðu, og gera hinum óhægara fyrir, sem vilja gera 12 míl- urnar að bindandi reglu. Við töpum engu með því að færa út fyrir ráðstefnuna, en getum tapað miklu, ef við drögum að gera það. Það rekur svo á eftir, að út- færslunni sé flýtt, að fyrirsjá- anleg er stóraukin sókn er- lendra veiðiskipa á íslandsmið og helzta vörnin gegn þvf er að hraða útfærslunni. Verða áreksfrar? Stjórnarflokkarnir hampa því talsvert, að það geti leitt til árekstra við nábúa okkar, ef við færum út fiskveiðilandhelg ina fyrir ráðstefnuna. Vafalaust verða árekstrar einhverjir, en þeir geta líka orðið alveg eins miklir eða meiri eftir ráðstefn ung. Um það verður ekkert full yrt á þessu stigi. Ákaflega er þó ósennilegt, að þetta leiði til nokkurra alvarlegra árekstra. Landhelgisdeilurnar 1952 og 1958 hafa aukið skilning á því að íslendingum er það meira hagsmunamál en nokkurri ann- arri þjóð að vernda fiskimiðin við landið. Það hefur líka sýnt sig, að ekki er hægt að buga íslendinga með löndunarbanni eða þorskastríði Þess vegna er ákaflega ólíklegt, að íslending- ar verði að þessu sinni beittir einhver j um hef ndaraðgerðum. Fari samt svo, að það ólíklega gerist, að slíkt verði reynt, munu íslendingar mæta því með festu og þrautseigju alveg eins og 1952 og 1958. Það era eðlileg viðbrögð þjóðar, sem veit að hún er ekki að gera sig seka um neinn órétt eða ofríki, heldur eingöngu að þjóna sjálfsagðasta réttinum — réttinum til að lifa. Þjóðin dæmir íslendingar mega því ekki láta npitt tal um áhættu eða hefndaraðgerðir aftra sér frá því að gera það, sem nauðsyn legt er. Það er líka alveg eins líklegt, að dráttur auki áhætt- una, en dragi ekki úr henni. Bezt hefði verið, að þjóðin hefði fengið að dæma í þessu máli, án þess að það drægist inn í flokk'sbaráttuna. Þess vegna vildu stjórnarandstæðing ar, að höfð yrði þjóðaratkvæða greiðsla um þær tvær tillögur, sem komu fram í þinginu. Það fékkst ekki. Þess vegna er óhjá kvæmilegt að þetta mál dragist inn í kosningabaráttuna. Það á þó ekki að skaða málið, ef umræður um það verða mál- efnalegar og hóflegar, eins og þ\ sæmir. í slíkum stórmálum á það að vera hlutverk þjóðarinnar að marka stefnuna og marka hana svo skýrt og glöggt, að ekki þurfi að deila um úrskurð h:::::ar cftir kosningar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.